Fréttablaðið - 07.12.2008, Side 50

Fréttablaðið - 07.12.2008, Side 50
26 7. desember 2008 SUNNUDAGUR Öflugt háskólasamfélag er hornsteinn í þeirri uppbyggingu sem nú bíður þjóðarinnar. Með miða í Happdrætti Háskólans leggur þú þitt af mörkum og átt um leið mikla möguleika á frábærum vinningum. Gakktu í hópinn og brostu og brostu! - Þú færð miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni. ...OG GÆTIR UM LEIÐ UNNIÐ MILLJÓNIR ÞÚ STYÐUR UPPBYGGINGU HÁSKÓLA ÍSLANDS... Enska úrvalsdeildin Fulham-Man. City 1-1 0-1 Benjani (6.), 1-1 Jimmy Bullard (27.). Arsenal-Wigan 1-0 1-0 Emmanuel Adebayor (16.). Blackburn-Liverpool 1-3 0-1 Xabi Alonso (69.), 0-2 Yossi Benayoun (79.), 1-2 Roque Santa-Cruz (86.), 1-3 Steven Gerrard (90.+5.). Bolton-Chelsea 0-2 0-1 Nicolas Anelka (9.), 0-2 Deco (21.). Hull-Middlesbrough 2-1 0-1 Tuncay Sanli (79.), 1-1 sjálfsmark (82.), 2-1 Marlon King (85.). Newcastle-Stoke 2-2 1-0 Michael Owen (8.), 2-0 Michael Owen (24.), 2-1 Mamady Sidibe (60.), 2-2 Abdoulaye Faye (90.). Man. Utd-Sunderland 1-0 1-0 Nemanja Vidic (90.+1.). Coca-Cola Championship Barnsley-Reading 0-1 0-1 Brynjar Björn Gunnarsson (64.). Brynjar Björn kom inn á sem varamaður á 56. mínútu en Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading. Coventry-Nott. Forest 2-2 1-0 Elliot Ward (2.), 1-1 Robert Earnshaw (27.), 2-1 Clinton Morrison (29.), 2-2 Joe Garner (61.). Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Coventry. Sheff. Utd-Burnley 2-3 0-1 Martin Paterson (19.), 1-1 James Beattie(36.), 1-2 Graham Alexander (42.), 1-3 Chris Eagles (79.), 2-3 Stephen Quinn (87.). Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Burnley. QPR-Wolves 1-0 Martin Rowlands (63.). Heiðar Helguson lék í stundarfjórðung fyrir QPR. Ítalska úrvalsdeildin Chievo-Roma 0-1 0-1 Jeremy Menez (69.). Lazio-Inter 0-3 0-1 Walter Samuel (2.), 0-2 sjálfsmark (45.), 0-3 Zlatan Ibrahimovic (55.). ÚRSLIT FÓTBOLTI Í gær var dregið í undanúrslit enska deildarbikars- ins þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson og félagir í Burnley drógust gegn bikarhöfum Tottenham en Burnley hefur leikið úrvalsdeildarfélög frá Lundúnum grátt í keppninni hingað til og slegið út þrjú þeirra, Fulham, Chelsea og Arsenal. Þá drógust Englandsmeistarar Manchester United gegn Derby. Leikið verður heima og að heiman en fyrri leikirnir fara fram 5. janúar á White Hart Lane og Pride Park en síðari leikirnir fara fram 19. janúar. - óþ Dregið í deildarbikarnum: Burnley mætir bikarhöfunum FÓTBOLTI Það var lítið um óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni í gær en toppliðin fjögur lönduðu öll þremur stigum í gær. Topplið Liverpool tók sinn tíma í að brjóta botnbaráttulið Black- burn á bak aftur á Ewood Park í gær en markalaust var í hálfleik. Það dró hins vegar til tíðinda á 69. mínútu þegar Xabi Alonso átti lúmskt skot að marki Blackburn og markvörðurinn Paul Robinson var illa á verði og réði ekki við og gestirnir því komnir yfir. Liver- pool hafði þá ekki skorað mark í um 265 mínútur í deildinni eftir tvö markalaus jafntefli gegn Ful- ham og West Ham. Yossi Benayoun bætti við öðru marki fyrir Liverpool með föstu skoti úr þröngu færi eftir að hafa leikið auðveldlega á varnarmann Blackburn. Blackburn hleypti svo smá spennu í leikinn þegar Roque Santa-Cruz minnkaði muninn með skallamarki af stuttu færi. Fyrir- liðinn Steven Gerrard innsiglaði hins vegar 1-3 sigur Liverpool í uppbótartíma með auðveldu skoti í autt markið en Robinson, sem var afleitur í gær, var þá ekki í marki sínu eftir mislukkað úthlaup. Rafa Benitez, knattspyrnu- stjóri Liverpool, var hæst- ánægður með spila- mennsku sinna manna. „Við sýndum það loksins að við getum ráðið við pressuna í svona leikjum. Okkur skorti ein- hverja grimmd við að klára tvo leikina á undan þessum en það var allt annað að sjá til liðsins í þess- um leik og við erum í góðri stöðu fyrir jólatörnina, sem brátt skellur á,“ segir Benitez. Metabæting hjá þeim bláu Chelsea náði merkum áfanga með 0-2 sigri gegn Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton en Lundúnafélagið vann þar með sinn ell- efta útileik í röð í deildinni og bætti þar með 48 ára gam- alt met Tottenham. Nicolas Anelka reyndist sínum gömlu liðs- félögum erfiður og skoraði skalla- mark strax á 9. mínútu og Deco bætti við öðru marki á 21. mínútu þegar hann klippti boltann glæsi- lega í markið. Luiz Felipe Scolari, knatt- spyrnustjóri Chelsea, var ekkert að flækja hlutina frekar en vana- lega í viðtali í leikslok. „Við erum ekkert að hugsa um þetta met. Aðalmálið er að skila verðlaununum í lok keppnistíma- bilsins þannig að þrjú stigin eru allt það sem við vildum úr leikn- um,“ segir Scolari. Flestir bjuggust við slátrun þegar Wigan heimsótti Emirates- leikvanginn í gær en Wigan hafði þá aldrei unnið leik gegn „topp fjögur“-liðunum í 28 tilraunum og fékk skell gegn Arsenal-ungling- unum í deildarbikarnum á dögun- um. Það var hins vegar lítið um flug- eldasýningu hjá Arsenal þótt sigur næðist en Emmanuel Adebayor skoraði eina markið snemma leiks eftir klafs í vörn Wigan. „Sigurinn er alltaf í hættu þegar staðan er aðeins 1-0 en ég tek hatt minn ofan fyrir leikmönnum mínum fyrir að hafa haldið haus og klárað dæmið,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsen- al í leikslok. 500. sigur Sir Alex Það stefndi allt í að knattspyrnu- stjóralaust lið Sunderland næði óvænt að krækja í stig gegn Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford í gær þang- að til varnarmaðurinn Nemanja Vidic var réttur maður á réttum stað og bjargaði stigunum þrem- ur. Markið kom á 91. mínútu þegar Vidic náði frákastinu og skoraði af öryggi eftir að skot Michaels Carrick hafði farið af varnarmanni og í stöngina á marki Sunderland. Fram að því hafði United sótt án afláts en vörn Sunderland haldið hreinu, oft og tíðum með ótrúlegum hætti. „Þetta var gríðarlega mikil- vægt og ef við getum verið tveim- ur til þremur stigum frá toppsæt- inu í byrjun næsta árs þá eigum við frábæra möguleika á að verja titilinn,“ segir sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United sem vann sinn 500. leik í deildinni í gær. omar@frettabladid.is Vidic bjargvættur rauðu djöflanna Nemanja Vidic tryggði Man. Utd 1-0 sigur gegn Sunderland á heimavelli með marki í uppbótartíma en Ars- enal vann einnig 1-0 á heimavelli, gegn Wigan. Topplið Liverpool og Chelsea unnu þægilega sigra á útivelli. BJARGVÆTTUR Vidic skoraði sigurmark Unit- ed í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY STÍFLAN BRAST Topplið Liverpool var ekki búið að skora í um 265 mínútur þegar Xabi Alonso skoraði fyrsta mark leiksins gegn Blackburn í gær og þeir rauðu höfðu því ærna ástæðu til þess að fagna. Liverpool vann að lokum 1-3 sigur í leiknum. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.