Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 14
14 7. desember 2008 SUNNUDAGUR Hvers vegna heldur þú að nútímafólk hrífist af rómantíkinni sem býr í vamp- írusögum? Mannkynið hefur alltaf hrifist af skrímslum. Við eigum slatta af þeim, Frankenstein, uppvakninga og fleira en ég held að ástæða þess að vampírur eru vinsælastar sé sú að á meðan að önnur skrímsli eru einungis hræðileg og vekja hræðslu eru vamp- írur þau einu sem eru einnig heillandi. Vampírur geta verið fallegar og fágað- ar, þær eru ungar að eilífu, sterkar og gáfaðar. Það eru tvær hliðar á vampír- um sem önnur skrímsli hafa ekki. Ég held að fólk hrífist af þessari blöndu af góðu og illu. Varstu hissa á vinsældum „Ljósa- skipta“-bókanna? Algerlega. Ég skrif- aði fyrstu bókina bara fyrir sjálfa mig. Mér finnst það alveg með ólíkindum að hún eigi sér svona marga aðdáend- ur um heim allan og stundum finnst mér erfitt að hugsa um það. Þú elst upp í mormónatrú. Stangast ekki svoleiðis bakgrunnur á við að upphefja myrkraverur eins og vamp- írur? Eða eru vampírur nútímans ekki eins illar og þær voru í bókmenntum 19 aldar? Ég hef ekki lesið margar bækur um vampírur þannig að ég get eiginlega ekki borið vampírurnar mínar saman við þær. Ég var tiltölu- lega laus við staðalmyndir um vampír- ur þegar ég hóf að skrifa trílógíuna mína. Það eina trúarlega í skrifum mínum er að persónur bókanna hugsa um eilífðina. Mennskt fólk verður að hugsa um hvað gerist á eftir þessu lífi og lifa lífi sínu samkvæmt því. Persón- urnar í bókunum hugsa líka á þann máta.Mér finnst þær verða raunveru- legri og dýpri á þann hátt. En vampír- urnar mínar eru alls ekki „illar“ eða „ógnvekjandi“. Meira að segja fjand- samlegu vampírurnar hafa sínar ástæður fyrir því. Hvenær fékkstu fyrst hugmyndina um að skrifa bók um vampíru og hafð- ir þú lengi hrifist af vampírusögum? Ég valdi ekki að skrifa um vampírurn- ar, þær völdu mig. Ljósaskipti var inn- blásin af mjög sterkum draumi sem mig dreymdi í júní árið 2003 og þess- um draumi er lýst þrettánda kafla bók- arinnar. Ég var svo hugfangin af draumnum að ég festi hann strax á blað. Þegar ég var búin að því þá lang- aði mig til þess að vita hvað yrði um þessar mögnuðu persónur, og hélt bara áfram að skrifa. Hvers vegna heldur þú að konur séu sérstaklega hrifnar af hugmyndinni um ástmann sem er vampíra? Ég get svo sem aðeins svarað hvers vegna konur eru svo hrifnar af vampírunni Edward í bókinni minni. Hann er í raun ástæðan fyrir vinsældum bók- anna. Fólk heldur áfram að lesa vegna þess að það vill kynnast honum betur. Hann er séntilmaður og slíka menn er erfitt að finna nútildags. Það er líka eitthvað ómótstæðilegt við einhvern sem elskar þig meira en hann elskar sjálfan sig. Ófullnægð kynhvöt virðist krauma undir niðri í verkum þínum. Hvað ertu í raun að segja við ungmennin sem lesa bækurnar? Ég er ekki að koma neinum sérstökum skilaboðum í sög- urnar mínar, tilgangur þeirra er aðeins sá að skemmta lesendanum. Ég vona að unglingar sem lesa bækurnar njóti þeirra. En ég held hins vegar að fólk gleymi stundum hversu dásamleg ástar sambönd eru alveg í byrjun, litlir hlutir eins og þegar hann heldur í höndina á þér, fyrsti kossinn … ég tel að margir missi af miklu ef þeir æða of fljótt í náið líkamlegt samband. Hverjar voru fyrirmyndir þínar að bókinni? Sóttir þú innblástur til vamp- íruhöfunda eins og Brams Stoker og Anne Rice? Ég er enginn sérstakur aðdáandi hryllingsbókmennta og hef lítið lesið af vampírubókum. Það er hins vegar á dagskrá að lesa Bram Stoker þegar ég hef lokið öllum mínum eigin skrifum um vampírur. Hvers konar bækur last þú þegar þú varst ung? Ég las aðallega fullorðins- bækur, stórar, þykkar bækur sem tók langan tíma að lesa. Meðal uppáhalds- verka voru Pride and Prejudice, Gone with the Wind, The Sword of Sahara, Jane Eyre og Rebecca. Ég er líka mik- ill aðdáandi Orsons Scotts Card, Shake- speares og Jane Austen. Hvaðan færðu hugmyndir þínar og hvenær dags ertu vön að skrifa? Ég skrifa oftast á nóttunni þegar ég er ekki trufluð. Ég þarf aldrei að bíða eftir innblæstri. Það er alltaf eitthvað í höfðinu á mér sem þarf að komast á blað. Ég hins vegar verð að hafa tón- list í gangi á meðan ég skrifa til þess að ná réttum anda og réttum tilfinn- ingum. Mér finnst best að skrifa við tónlist frá hljómsveitinni Muse. Það eru atburðir í bókunum sem hefðu aldrei átt sér stað ef ég hefði ekki hlustað á lögin hennar. Ég hlusta líka mikið á Arcade Fire, Linkin Park, Plac- ebo, Interpol og Blue October. Mér finnst tónlist yndisleg og fæ aldrei nóg af henni. Hvaða ráðleggingar hefur þú handa ungum og upprennandi rithöfundum? Ég myndi segja þeim að skrifa fyrir sjálfa sig fyrst. Það er ekki hægt að þóknast fólki því allir vilja lesa mis- munandi hluti. Skrifaðu það sem þig myndi langa til að lesa. Og skrifaðu fyrir sjálfan þig alveg sama hvort ein- hver muni lesa skrif þín eða ekki. Bækur þínar eiga sér fjölda Hugmyndin kom í draumi Bandaríski rithöfundurinn Stephenie Meyer er sögð vera arftaki J.K. Rowling en bækur hennar um Ljósaskipti hafa eignast þús- undir aðdáenda um heim allan og kvikmynd byggð á fyrstu bókinni var frumsýnd hérlendis í vikunni. Anna Margrét Björnsson ræddi við konuna á bak við vampíruæðið mikla. ÁST MILLI VAMPÍRU OG MENNSKRAR STÚLKU Leikararnir Robert Pattinson og Kirsten Stewart í hlutverkum sínum sem Edward og Bella. aðdáenda um heim allan. Hefur þú ein- hvern tíma áhyggjur af því að aðdáend- ur taki vampírurulluna of alvarlega? Ég hef hitt þúsundir aðdáenda og þeir hafa allir verið yndislegir og alls ekki undarlegir. Ég hef enn ekki hitt nokk- urn sem heldur í raun og veru að hann sé vampíra. Vampírur eru nú dálítið töff, alltaf í svörtum fötum og svalar. Sækir þú fatastíl til blóðsugna? Nei, vegna þess að mínar vampírur eru ekki svona klassískar vampírur. Persónulega geng ég alltaf í litum, bláu, grænu og bleiku. Hversu nálægt bókinni finnst þér kvikmyndin vera og ertu ánægð með útkomuna? Ég er virkilega ánægð með myndina. Hún er ekki alveg eins og bókin en hún gæti aldrei verið það. En hjarta Ljósaskipta er í myndinni. Robert Pattinson og Kirsten Stewart eru frábær í hlutverkum sínum og það gneistar á milli þeirra. Ástarsagan verður virkilega raunveruleg í þeirra höndum. Skammdegið á Íslandi ætti að vera kjörið umhverfi fyrir vampíru. Ert þú nokkuð væntanleg í heimsókn á næst- unni? Því miður, ég get það ekki. Ég varð að taka erfiða ákvörðun - að hætta við að ferðast um heiminn til að fylgja bókinni eftir til þess að geta verið heima hjá fjölskyldunni minni. Vampírur eru einu skrímslin sem eru heillandi. Vampírur geta verið fallegar og fágaðar, þær eru ungar að eilífu, sterk- ar og gáfað- ar. STEPHANIE MEYER „ Ég hef aldrei hitt aðdá- enda sem heldur í raun og veru að hann sé vampíra.“ ➜ Í LJÓSASKIPTUM Bækurnar „Twilight“ eða Ljósaskipti á íslensku fjalla um stúlkuna Bellu sem flytur frá Arizona til þess að búa hjá föður sínum í Forks, Washington. Hún kynnist hinum dularfulla Edward Cullen í nýja skólanum en svo virðist sem hann þoli ekki að vera nálægt henni. Síðar kemst hún að því að Edward og fjölskylda hans eru blóðsugur sem eru hættar að drekka mennskt blóð og lifa á dýrablóði. Fljótlega fara þó Bella og Edward að fella saman hugi en vondar vampírur reyna að koma í veg fyrir ham- ingju þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.