Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 18
2 matur
VERSLUN SÆLKERANS
matur kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn:
Emilía Örlygsdóttir og Roald Eyvindsson Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd:
Arnþór Birkisson Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Hrefna Sigurjónsdóttir, Ragnheið-
ur Tryggvadóttir, Sólveig Gísladóttir, Vera Einarsdóttir og Þórdís Lilja Gunnarsdóttir
Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is
HELGUSTU MÁLTÍÐIR ÁRSINS
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar
SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM:
Ostaverslunin Búrið opnaði í
Nóatúni 17 nú á haustmánuðum en
þar er boðið upp á gott úrval af
íslenskum og erlendum ostum.
Auk þess er þar að finna ýmislegt
tilheyrandi eins og sultur, kex,
kæfur, ólívur og fleira.
„Upphaflega hugmyndin var að
bjóða að mestu upp á sérvalda
erlenda og innlenda osta,
handgerða osta og býlisosta en í
ljósi aðstæðna höfum við þurft að
taka einhverja hliðarsveiflu,“
segir Eirný Sigurðardóttir, eigandi
verslunarinnar.
Hún hefur verið búsett í
Edinborg í tæplega tuttugu ár og
eru áhrif frá Bretlandseyjum
auðsjáanleg í versluninni. „Ég er
mjög hrifin af breskum ostum en ostamenning Breta er jafn gömul ostamenningu Frakka. Franskir
ostar eru auðvitað dýrlegir en þar sem bestu ostarnir eru ógerilsneiddir er lítið um innflutta franska
osta.“
Eirný horfir því mikið til Bretlands og er meðal annars með úrval osta frá Neal’s Yard Dairy en
fyrirtækið hefur getið sér frægðar fyrir handgerða osta og býlisosta og hefur í fjölmörg ár stutt
fjárhagslega við bakið á breskum bændum og ostaframleiðslu þeirra. Nú er von á jólapöntun frá þeim
og býður Eirný upp á hina ýmsu ostabakka og gjafaöskjur sem henta yfir hátíðarnar.
Ostaverslunin Búrið
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
RN
ÞÓ
R
Lífið er ljúft í desember. Þá verður loks viðeigandi að vera annálað-ur sælkeri og leyfi fengið, án innprentunar sektarkenndar, til að hafa konfekt og sætabrauð á matseðli hvers einasta dags.
Eftir daglega, dísæta súkkulaðifígúru í jóladagatali dimmra desem-
bermorgna þykir fátt sjálfsagðara en mjúkbakaðar mömmukökur með
ískaldri mjólk í morgunmat, glitrandi súkkulaðitrufflur í millimál,
heimalagaður konfektís í hádeginu, hálfmánar og lakkrísmarengs með
síðdegiskaffinu og sérrífrómas sem lystauki meðan hugað er að
dásemdum pottanna um kvöldmatarleytið. Í blikandi jólaljósum
desemberkvölda er svo blátt áfram aðkallandi að maula nýbakaða
lagtertu með heittsötruðu súkkulaði yfir jólakortaskrifum og tilheyr-
andi jólarómantík.
Angan í andrúmslofti jólamánaðarins gefur einnig fögur fyrirheit og
vekur hjá flestum ljúfar minningar um hamingjujól æskunnar og
yndislegar samverustundir stórfjölskyldunnar yfir jólaborðum
hátíðanna. Þegar kryddaðan ilm af bakstri leggur yfir þök húsanna
meðan himinninn skartar bleikum og bláum skýjaslæðum, unaðslega
þjóðlegt hangikjöt er soðið í hverju skreyttu koti og kæst skata ýfir
vitin á Þorláksmessu. Þá er gaman að lifa og láta sig hlakka til þess
sem koma skal; þessa undurs og kraftaverks sem sækir okkur heim á
ári hverju og meyrir hjörtun um leið og safaríkar steikur og sjálfan
boðskap hátíðanna, sem er fegurstur allra.
Þessi jól verða eflaust íburðarminni í veisluhaldi en gengin jól á
undan. Líklega munu flestir kjósa að gefa ívið minna af veraldlegu
ríkidæmi, en útdeila þeim mun örlátar af hjarta sínu, kærleik og
manngæsku. Setja fleiri krónur í sæta munnbita jólanna en yfirdrifnar
gjafir, svo allir geti notið samveru, gestrisni og allsnægta við jólaborð-
ið, sem ávallt hefur verið kappkostað á íslenskum jólum. Hefðirnar
verða vitaskuld á sínum stað en alltaf er skemmtun fólgin í því fyrir
bragðlaukana að prófa eitthvað nýtt í bland, eins og finna má í upp-
skriftum hér í blaðinu, þar sem hvalkjöt, bleikja og annað framandi er
borið fram í félagi við rjúpur, hamborgarhrygg og hefðbundinn
jólamat.
Verum nægjusöm, lífsglöð og þakklát fyrir það sem við eigum, fáum
og njótum um jólin. Sælla er að gefa en þiggja. Gefum því í botn af
sjálfum okkur því hvert og eitt okkar er það dýrmætasta sem hin
okkar í lífinu eiga, og einmitt kærleikur Jesúbarnsins, fólkið okkar og
maturinn sem skapar fegurstu minningarnar jólanna og gerir sjálf
jólin að jólum.
M
YN
D
/Ú
R
EI
N
K
A
SA
FN
I
INDÆL STEIK
Ingimar Ingimarsson, framkvæmdastjóri hjá Bio-vörum, hefur
hollan mat í hávegum og kýs lífrænt lambakjöt um jólin.
Lambakjöt klikkar aldrei enda á ferðinni okkar elsti þjóðarréttur.
Margir setja reyndar
jafnaðarmerki milli þess og
sunnudagssteikarinnar en
með vissri meðhöndlun má hæglega
matreiða úr því öndvegis jólamat,“ segir
Ingimar Ingimarsson, framkvæmdastjóri
hjá Biovörum. Hann ætlar að hafa lífrænt
fullmeyrnað lambakjöt í jólamatinn og segir
það að auki fremur ódýrt í innkaupum.
„Svo er mjög auðvelt að elda lambakjötið.
Því er einfaldlega skellt inn ofninn og látið
steikjast eftir því hvernig menn vilja hafa
það, léttsteikt og bleikt eða moðsteikt eins
og mér finnst langbest. Þá er soðið af
kjötinu svo gott að engin aukaefni þarf.“
Ingimar hefur enn ekki ákveðið hvað
hann ætlar að hafa með jólasteikinni, en
segir þó nokkra möguleika í stöðunni. „Það
fer allt eftir því hvernig kjötið er eldað.
Rauðkál, grænar baunir og rabarbarasulta
væru tilvalin með sunnudagssteikinni; þá
er hægt að láta grænmeti eins og tómata,
papriku og hvítlauk steikjast með; eplasalat,
sulta og blaðlaukur ýta undir
villibráðarbragð og rjómaostasósa og maís
passa svo vel við grillsteik.“ - rve
LAMBALÆRI FRÁ HIMNESKRI HOLLUSTU
Ingimar fékk Þóri
Bergsson hjá Manni
lifandi til að aðstoða
sig við eldamennskuna.
Hollt
og gott!
Kryddið lamb með salti og
pipar. Stingið rósmarín-
stönglum í það. Dreifið 8
söxuðum hvítlauksgeirum yfir.
Hellið ólívuolíu yfir. Bakið í
eldföstu móti í ofni á 160°C í
1–1,5 klukkutíma.
RÓSMARÍNKRYDDUÐ
VILLISVEPPASÓSA
2 pakkar sveppir
100 g villisveppir
½ hnefi rósmarín
2 stk. laukar
1 stk. hvítlauksgeiri
1 tsk. Dijon-sinnep
Örlítið karrý
Örlítill lamba- eða
Grænmetiskraftur
2-3 dósir kókosmjólk
Steikið lauk þar til hann er
meyr; næst hvítlauk og sveppi.
Bætið hinu hráefninu við og
blandið við kókosmjólk. Má
þykkja með maizena.
WALDORFSALAT
1 stilkur vínber
100 g valhnetukjarnar
2-3 græn epli
1 sellerý
Tæpur peli af þeyttum rjóma
2 msk. sýrður rjómi
2 msk. agavesíróp
Skerið niður og blandið saman.
HEIMATILBÚIÐ RAUÐKÁL
1 dl agavesíróp
2 dl eplaedik
Örlítið salt
1 rauðkálshaus
Saxið rauðkál niður eftir
smekk. Setjið í fremur stóran
pott ásamt sírópi, eplaediki og
salti. Látið malla við vægan
hita í um 3 klukkutíma.
A Aðal-rétturF
For-
réttur
Til hátíða-
brigða
Fiskur
Annað kjöt
en fuglakjöt
Fugla-
kjöt
Græn-
meti
M Með-læti
Hvunndags/til
hátíðabrigða
Á vorönn 2009 býður
Menntaskólinn í Kópavogi
upp á matsveinanám
Námið er eitt ár og veitir
matsveinaréttindi
Kennt er frá mánudegi
til fi mmtudags frá kl. 18:00
Menntaskólinn í Kópavogi
Baldur Sæmundsson • s.5944000 • baldur.saemundsson@mk.is
Matsveinanám
Náðu þér í starfsréttindi!