Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 43
SUNNUDAGUR 7. desember 2008 19 Madonna hefur hætt við fyrstu tónleika sína af fernum sem hún ætlaði að halda í Argentínu, aðeins viku eftir að hún hóf tónleikaferð sína um Suður- Ameríku. Madonna átti að stíga á svið í Buenos Aires á miðvikudags- kvöld en hætti við allt saman á síðustu stundu. Svo virðist sem hljóðblöndunargræjur hafi ekki borist til borgarinnar í tæka tíð fyrir tónleikana og því var þeim frestað til mánudags. Madonna hefur vakið mikla athygli í Suður-Ameríku og virðist ekki láta skilnaðinn við Guy Ritchie hafa nein áhrif á sig. Hitti hún meðal annars forseta Argentínu, Christinu Kirchner, á þriðjudag og fór vel á með þeim. Hætti við í Argentínu MADONNA Er stödd í Suður-Ameríku og vekur að vonum mikla athygli. „Þegar fólk uppgötvaði þetta fór bókin að seljast rosalega vel,“ segir Erla Halldórsdóttir, verslunarstjóri Eymundsson í Vestmanneyjum, um bókina Förðun - þín stund. Þrátt fyrir vinsældir um allt land hefur bókin hlutfallslega selst best í Vestmanneyjum og má eflaust rekja þær vinsældir til Eyjameyjarinnar Önnu Esterar Óttarsdóttur sem prýðir forsíðuna. „Fólkið hérna var svolitla stund að átta sig á að þetta var Anna Ester sem var framan á bókinni og þegar maður fer til Reykjavíkur upplifir maður bara Sex and the city við að sjá hana í strætóskýlum borgarinnar,“ segir Erla og hlær, en Anna Ester var kjörin sumarstúlka Vestmanneyja 2007. „Þetta er bók sem hefur vantað á markaðinn lengi og verður án efa ein vinsælasta jólagjöfin til stelpna og kvenna á öllum aldri í Vestmanneyjum,“ bætir hún við og segist viss um að bækur verði ein aðalgjöfin í ár þar sem sala hafi aukist gífurlega. Anna Ester segir sér hafa brugðið töluvert þegar hún sá andlit sitt á stórum auglýsingum. „Mér brá svo fyrst þegar ég sá auglýsinguna í strætóskýli að ég var næsum því búin að klessa á, ég bjóst ekki við að þetta yrði svona stórt,“ segir Anna sem er nú búsett í Reykjavík og stundar nám í hársnyrtiiðn við Tækniskólann í Reykjavík. „Ég er gjarnan spurð hvort ég eigi dökkhærða systur því ég er ljóshærð í dag, en það eru margir búnir að hrósa myndinni og það er mjög gaman að hafa tekið þátt í þessu,“ segir Anna. - ag Förðunarbók vinsælust í Eyjum BRÁ Í BRÚN Eyjamærin Anna Ester segist næstum því hafa klesst á þegar hún sá andlit sitt á stórri auglýsingu í strætóskýli. Hún er ánægð með þær góðu viðtökur sem bókin hefur fengið. Meistari Bob Dylan heldur áfram linnulausu tónleikaferðalagi sínu. Næst ætlar hann í umfangsmikið tónleikaferðalag um Evrópu sem hefst í Svíþjóð í mars. Einnig spilar hann í Noregi, Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi og í Bretlandi. Ísland er ekki á dagskránni í þetta sinn, enda stutt síðan hann hélt eftirminnilega tónleika í nýju Laugardalshöllinni í maí síðastliðnum. Dylan er þekktur fyrir stíft tónleikahald. Síðasta áratug og það sem af er þessum hefur hann spilað á rúmlega hundrað tónleikum á ári, sem er einstakur árangur miðað við það hversu lengi hann hefur verið í bransanum. Dylan túrar Evrópu BOB DYLAN Dylan er á leiðinni í umfangsmikla tónleikaferð um Evrópu. Umsóknarfrestur er til 15. desember Kynntu þér námið á www.hr.is Námið er einkum ætlað þeim sem hafa lokið BSc-prófi í verkfræði eða tæknifræði með góðum árangri. Nemendur sem hafa annan bakgrunn úr BSc-námi sínu geta útskrifast með meistara- próf á tilteknum sérsviðum verkfræðinnar, s.s. meistarapróf í framkvæmdastjórnun, umferðar- og skipulagsfræðum, heilbrigðisvísindum o.fl. TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HR MEISTARANÁM VIÐ Tækni- og verkfræðideild HR býður meistaranám í • Byggingarverkfræði - Framkvæmdastjórnun - Umferðar- og skipulagsfræðum - Steinsteyputækni - Mannvirkjahönnun • Fjármálaverkfræði • Véla- og rafmagnsverkfræði • Heilbrigðisverkfræði • Líf- og heilbrigðisvísindum • Ákvarðanaverkfræði Mikilvægt skref í átt að þínum frama Marketing Management Möguleg störf: Markaðsstjórnun, auglýsingaráðgjöf, viðskipta- stjórnun, innkaupastjórnun og m. Námsstaður: Esbjerg eða Sønderborg – Tungumál: Enska eða danska. Computer Science Möguleg störf: Kershönnun, forritun, hugbúnaðarráðgjöf, verkefnastjórnun, kersstjórnun Námsstaður: Esbjerg eða Sønderborg – Tungumál: Enska Multimedia Design & Communication Möguleg störf: Vefsíðuhönnun, vefþróun, margmiðlunarráðgjöf, skipulagning auglýsingamála, ráðstefnustjórnun Námsstaður: Esbjerg – Tungumál: Enska. Fashion Design Möguleg störf: Skipulagning og eftirfylgni verkferla og verkefna í fata og tauefnaiðnaði, með hönnun, framleiðslu og kaup & sölu. Námsstaður: Sønderborg – Tungumál: Enska. Technical Manager Offshore Vertu með til að byggja upp íslenskan olíuiðnað. 3ja ára bachelornám sem gerir þig hæfan til að vinna með Stjórnun og hönnun, ásamt daglegri starfsemi og viðhaldi tækni og tækjamála. Námsstaður: Esbjerg – Tungumál: Danska STUDY IN DENMARK ESBJERG SØNDERBORG ESBJERG Sp. Kirkevej 103 DK-6700 Esbjerg Tel + 45 7613 3200 SØNDERBORG Grundtvigs Alle 88 DK-6400 Sønderborg Tel + 45 7412 4141 NYTT! Esbjerg og Sønderborg hafa sameinast, fleiri möguleikar, nýtt logo og netfang - www.easv.dk Nánari uppl. www.easv.dk BUSINESS ACADEMY SOUTHWEST AP Degree & Bachelor Programme - we offer you the following programmes: challenge & innovation Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn er okkar samstarfsaðili á Íslandi. Sjá nánar á www.ntv.is: International education A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.