Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 20
4 matur LEYNIVOPNIÐ Appelsínur skreyttar negulnöglum bera jólailminn á heimilið auk þess sem þær fegra og bæta umhverfið. Hér eru leiðbeiningar um hvernig á að bera sig að við að búa til slíkt öndvegis skraut. Þú þarft: Appelsínu, málaralímband, lítinn nagla eða tannstöngul, heila negulnagla og borða. Það sem þú gerir: 1. Fyrst skiptir þú appelsínunni í fjóra jafna hluta með límbandinu. 2. Ákveður hvers konar mynstur þú vilt búa til á appelsínuna. 3. Gerir göt með naglanum í börkinn á appels- ínunni til að stinga negulnöglunum í. Ekki skal búa til göt á börkinn sem límbandið hylur. 4. Þegar búið er að búa til mynstrið skal taka límbandið af. Klippið tvo 70 cm langa borða. 5. Bittu annan bútinn utan um appelsínuna og búðu til hnút efst. 6. Hinn borðinn er einnig bundinn um app- elsínuna og slaufa hnýtt efst. 7. Nú er hægt að binda saman enda fyrsta borðans til að búa til lykkju svo hægt sé að hengja appelsínuna upp. - sg Tilteknar tegundir trönuberja hafa um langt skeið verið vinsælar í matargerð og í Bandaríkjunum er til dæmis rík hefð fyrir því að sjóða þau í sósu sem borin er fram með kalkúni á þakkargjörðarhátíð. Sósuna má hæglega nota við önnur hátíðleg tilefni, eins og um jólin eða áramót og bragðast hún einnig vel með villibráð, lambakjöti, sumum fisk og jafn vel út á ís. Þá er til siðs að nota trönuber í ýmsa eftirrétti, kökur, bökur og sultur. Berin eru til dæmis alveg tilvalin í hafrakökur og heimagerðar ískökur og sultu úr þeim má síðan smyrja ofan á snittur. Þá er hægt að búa til úr trönuberjum ljúffengan og hollan safa, enda eru berin bæði C-vítamínrík og innihalda efni sem af sumum eru talin virka mjög vel gegn blöðurbólgu. Þess utan er hægt að nota trönuber í borð- og jólaskreytingar, svo sem í kransa, með greniskreytingum eða einfaldlega með því að dreifa þeim yfir hátíðarhlaðborð. - rve 3 4 1. Trönuber má nota í bland við önnur ber í kökur. 2. Í Bandaríkj- unum eru trönuber vinsæl í sósu á Þakkargjörðardag. 3. Trönuber hafa lengi verið notuð í matar- gerð. 4. Úr berjunum má búa til hlaup. 2 Appelsínur skreyttar negulnöglum bera jólailminn um heimilið og fegra og kæta. NORDICPHOTS/GETTY UNAÐSLEGUR APPELSÍNUILMUR RJÚKANDI JÓLAGLÖGG Skemmtilegur siður er að hóa saman vinum og kunningjum og súpa á heitri jólaglögg og gæða sér á piparkökum. Hér er uppskrift að auðveldri jólaglögg sem allir ættu að geta búið til: 1 flaska rauðvín, 1 appelsína, 15 til 20 negulnaglar, ½ vanillustöng og 1 dl sykur. Hellið víninu í pott. Stingið negulnöglun- um í appelsínuna og leggið í pottinn og látið malla um stund. Bragðbætið með vanillu og sykri. Glöggin er best rjúkandi heit. GLEYMUM EKKI DÝRUNUM Jólin eru tími allsnægta í mat og drykk. Hvort sem fjölskyldan gæðir sér á rjúpum, ham- borgarhrygg eða hangikjöti á aðfanga- dag má ekki gleyma minnstu meðlimun- um, gæludýrunum. Þau þurfa ekki mikið og eru ánægð með flest. Bæði má kaupa dós af góðgæti úti í búð en fyrir þá sem vilja vera sérstaklega góðir er hægt að taka frá örlítið af jólamatnum fyrir hina fjórfættu vini. Þó er ekki mælt með því að gæludýr fái mjög saltan eða krydd- aðan mat. Þá má einnig benda á að þó að okkur mannfólkinu þyki súkku- laði gott þá getur það verið beinlín- is hættulegt fyrir hunda. Harðfisk- ur eða þurrkuð lifur eru þá skárri kostur. margt smátt HRÁEFNIÐ: Trönuber Gleðja skilningarvitin 1 Matgæðingurinn og listakokkurinn Yesmin Olsson hefur hollustu og einfaldleika í fyrirrúmi í sinni matargerð og er óhrædd við að prófa nýjungar. Hún segist eiga ýmis leynivopn í eldhúsinu sem hafa reynst henni vel í gegnum tíðina, þar á meðal alls kyns krydd sem hún telur nauðsynlegt að eiga í góðu úrvali og þá ekki síst um jólin. „Sum leynivopnin eru árstíðarbundin en önnur nota ég síðan allt árið um kring, svo sem krydd og mortél. Kryddið hentar vel til að bragðbæta kjötið á pönnunni og svo er gott að setja negul, kanil eða kardimommur á pönnuna til að fá góðan ilm yfir jólin.“ Yesmin segist prófa sig áfram með alls konar krydd, sem gætu sum hver virst landsmönnum framandi eins og fram kemur í bók hennar Framandi & freistandi 2 - indversk & arabísk matreiðsla. „Í þessari bók kenni ég fólki meðal annars að nota krydd í uppskriftum sem ég hef einfaldað mjög mikið. Hafirðu keypt grunnkryddin á annað borð á einfaldlega að vera hægt að nota þau. Þetta er í raun spurning um að nota krydd sem við þekkjum og þora svo að taka smá áhættu,“ segir hún og bætir við að ekki eigi að vera neitt tiltökumál að verða sér úti um kryddin sem notuð eru í bókinni. Blandari er annað leynivopn sem Yesmin nefnir til sögunnar en að hennar sögn fer í hann ógrynni af grænmeti, ávöxtum, salti og svo kryddi. En hvað skyldi hún ætla að hafa í matinn um jólin? „Oftast hef ég verið með kalkún um jólin og fer þá pínulítið amerísku leiðina með hann,“ viðurkennir hún og bætir við að lambakjöt sé líka tilvalið að hafa í jólasteikina. „Ég ætla svo að reyna að hafa matinn í hollari kantinum, nota sojarjóma sem er hollari en sá venjulegi og hefur komið verulega á óvart. Hann grípur svo vel í kryddið.“ - rve Krydd í tilveruna Yesmin er ófeimin við að nota framandi kryddtegundir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A RN ÞÓ R Trönuber
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.