Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 47
SUNNUDAGUR 7. desember 2008 23 Davíð Oddsson seðlabankastjóri virðist ekki eiga marga hauka í horni um þessar mundir. Ekki þora margir að stíga fram og lýsa yfir stuðningi við forsætisráðherrann fyrrverandi sem hefur eignast ófáa óvildarmenn í gegnum tíðina. Nú hefur Davíð hins vegar eignast einn vin sem stígur fram og lýsir yfir stuðningi við hann. Og sá heitir Gunnar Þorsteinsson, eld- klerkurinn í Krossinum. Gunnar skrifar nokkuð ítarlega stuðningsyfirlýsingu við Davíð á bloggsíðu sinni sem er að finna á heimasíðu Krossins. „Mikil umræða fer fram þessa dagana um persónu Davíðs Oddssonar. Margir hafa fundið í honum upp- haf og endi allra ófara Íslendinga í efnahagsmálum Við höfum séð á skjánum hvernig Davíð hefur verið úthrópaður á götum og torgum. Það jaðrar við múgæsingu og hatur,“ skrifar Gunnar sem lætur ekki þar við sitja og spyr lesendur hvort Davíð sé virkilega syndahafur íslensku þjóðarinnar. „Ég undrast þessa framgöngu og fæ ekki með nokkru móti séð hvaða forsendur eru þarna að baki,“ er svar Gunn- ars við þessari spurningu. Gunnar viðurkennir síðan að hann meti Davíð mikils og að honum hafi alltaf þótt innlegg hans í umræðuna markvert. „Hann er að sjálfsögðu ekki óskeikull og vísast hefur honum skjöpl ast sem öðrum. Ég vona að þessu taki að linna og við fáum að njóta krafta hans um langan aldur. Það má ekki verða að fjöldinn persónugeri ófarir sínar í einni persónu að ósekju,“ segir Gunnar og biður fólk síðan að líta sér nær. Að endingu biður Gunnar Guð að blessa Davíð og lesandann. - fgg Gunnar biður Guð að blessa Davíð ÓVÆNTIR FÉLAGAR Gunnar í Krossinum lýsir yfir stuðningi við Davíð Oddsson og biður þjóðina að hætta að gera Seðlabankastjóra að syndahafi þjóðarinnar. Hafnaboltahetjan Alex Rodriguiez hefur loksins slegið á allar kjaftasögur að eitthvað sé á milli hans og söngkonunnar Madonnu. Í samtali við People- tímaritið segir Alex að þau séu einungis vinir. „Ég hef farið á tvenna tónleika með henni. Einhvers staðar las ég að þeir væru tuttugu. Við vorum sögð hafa keypt okkur íbúð saman en það er náttúrulega algjört bull. Maður verður samt að hafa húmor fyrir svona hlutum,“ segir Alex. Samband Alex og Madonnu komst í hámæli þegar eiginkona hafnaboltakappans lýsti því yfir að hann ætti í platónsku ástarsambandi við söngkonuna. Nokkru síðar skildi Madonna við breska kvikmyndaleikstjórann Guy Ritchie og þá fóru gróusögurnar af stað. Erum bara góðir vinir TRAUST VINÁTTA Alex og Madonna eru bara vinir og ekkert annað ef marka má orð Alex í People. SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND SEM KEMUR ÞÉR Í JÓLASKAP E I N F A L T G O T T Ó D Ý R T B E N S Í N D Í S E L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.