Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 34
Mér finnst alltaf gaman að koma með einhvern nýjan vinkil inn í þann sæg af uppskriftum sem fyrir er. Í ár ætla ég að fara sænsku leiðina, sem er minna þekkt hérlendis, en þá er hamborgarahryggurinn gljáður með sinnepi, sykri og brauðraspi sem gefur honum einstaklega ljúffengt bragð. Hann myndar stökka skel í stað loðnu áferðarinnar sem hér er algeng.“ Sverrir ætlar að búa til sinnepssósu með kjötinu og segir henni engan veginn ofaukið, þar sem alltaf sé hægt að draga úr sinnepsbragðinu með því að bæta meiri rjóma í. „Sinnepssósan er mjög sniðug þar sem hún inniheldur hvorki hveiti né mjöl heldur bara rjóma og svo sinnepið sem gerir hana þykkari.“ Til að vega frekar upp á móti sinnepsbragðinu útbýr Sverrir síðan eplasalat og rauðkál með matnum. „Það þarf eitthvað sætt á móti hjúpnum og sósunni og ákveðinn frískleiki kemur með eplunum og sýrða rjómanum. Hvort tveggja gefur máltíðinni léttara yfirbragð. Svo er algjört skilyrði að gera rauðkálið frá grunni.“ Hann segir einfalt að matreiða hamborgarhrygginn. „Nóg er að halda sig við uppskriftirnar. Ég er lítið fyrir uppskriftir þar sem kaupa þarf hálfa verslun. Þetta á að vera aðgengilegt fyrir fólkið. Einfaldleikinn sigrar alltaf.“ - rve Sinnepsgljái HAMBORGARHRYGGUR 1,5 kg hamborgarhryggur Setjið kjötið í plastinu í pott með köldu vatni. Látið suðu koma upp. Sjóðið við vægan hita í 30 mínútur. Dragið til hliðar. Látið standa í potti í hálftíma. Takið úr potti og plasti og þerrið. Setjið í ofnskúffu smurt með sinnepshjúpi. Stráið möndluflögum yfir. Bakið í forhituðum ofni við 180°C í 15 mínútur. Takið úr ofni. Látið standa í 6 til 8 mínútur, skerið svo; safinn helst þá betur. SINNEPSHJÚPUR 4 msk. Dijon-sinnep 4 msk. púðursykur 1 msk. hunang 8 msk. brauðrasp Blandið öllu saman. EPLASALAT 2 stk. græn epli 2 msk. flórsykur 2 msk. hnetusmjör (crunchy) ½ bolli sýrður rjómi ½ bolli þeyttur rjómi Valhnetur til skrauts Blandið saman sýrðum rjóma, hnetusmjöri og flórsykri. Bætið við þeyttum rjóma og kjarna- hreinsuðum, niðurskornum eplum. Setjið í skál og skreytið með valhnetum. FYLLTAR KARTÖFLUR 6 stk. bökunarkartöflur 25 g smjör 2 msk. saxaður ferskur graslaukur 2 msk. saxað ferskt kóríander 1 tómatur, saxaður fínt 1 dl rjómi Mozzarella, rifinn ostur eftir smekk Bakið kartöflur í ofni í um 40 mínútur. Takið út; skerið hálfkældar í tvennt, takið innan úr þeim og setjið í skál. Setjið smjör í pott, léttsteikið kryddjurtir, bætið tómati, rjóma og kartöflumauki út í og blandið saman. Kryddið til með salti og pipar. Sprautið með sprautupoka aftur í kartöfluskeljarnar. Stráið mozzarella-osti yfir. Bakið í ofni þar til kartöflur eru gullinbrúnar. RAUÐKÁL ½ rauðkálshaus, skerið stilkinn frá og blöðin í strimla ½ l vatn 1 dl eplaedik 4 msk. sykur ½ tsk. salt DIJON-SINNEPSSÓSA 1 peli rjómi 4-6 msk. Dijon-sinnep Salt og pipar Setjið rjóma í pott. Látið suðu koma upp. Bætið sinnepi út í. Smakkið til með salti og pipar. Hitið sósu í gegn. Athugið að sinnep gerir hana þykka. SÆNSKUR HAMBORGARAHRYGGUR ásamt meðlæti Fyrir 6 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A RN ÞÓ R á sænska vísu Sverrir Þór Halldórsson matreiðslumeistari ætlar að gæða sér á hamborgarahrygg á annan í jólum og mælir með að landsmenn fari eftir sænsku forskriftinni í ár. Sverrir segir mikilvægt að vita hvernig hamborgarahryggurinn hefur verið meðhöndlaður. Hann hefur haldið sig við hamborgarhrygg frá SS síðustu ár þar sem hann veit að hverju hann gengur. A AGA Gasol® Afgreiðsla ÍSAGA, Breiðhöfða 11, er opin virka daga frá kl. 8 til 17. Þú s ér ð in ni ha ld ið ! IS A -3 4 2 – ÍD E A g rafísk h ö n n u n Alla daga frá kl. 10 til 22 Heimsend ingarþjónu sta fyrir jólinM undu að panta! Þú færð allar nánari upplýsingar um AGA Gasol hylkin, þrýstiminnkara, slöngur og sérlausnir hjá umboðsmönnum okkar og í þjónustuveri ÍSAGA í síma 577 3000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.