Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 7. desember 2008 11
UMRÆÐAN
Svandís Svavarsdóttir
skrifar um
aðgerðaáætlun
Reykjavíkurborgar
Magnaðir eru tímarnir fyrir margra hluta
sakir. Bankahrun og koll-
steypur fjölskyldna og fyr-
irtækja. Við stjórnvölinn er svo
ríkisstjórn sem hefur glatað öllu
trausti kjósenda ef marka má skoð-
anakannanir. Stjórnarflokkarnir
bera ábyrgðina, þeir báðir, ekki
bara Sjálfstæðisflokkurinn. Hvað
hyggst ríkisstjórnin fyrir?
Frést hefur af flötum niður-
skurði, 10% á einum stað,
20% í utanríkisráðuneyt-
inu þar sem Varnarmála-
stofnun er á sínum stað en
skorin er niður þróunarað-
stoð. Hver ákveður pró-
sentin 10? Fjármálaráð-
herrann?
Ráðuneytisstjórinn sem
liggur undir ámæli fyrir
að nýta sér innherjaupp-
lýsingar í eigin þágu?
Hvaðan kemur krafan? Frá fjár-
laganefndinni, þinginu þar sem
fjárveitingarvaldið er? Hver er
stefnan? Á hverju eigum við von,
þjóðin, sem er að reyna að botna í
ástandinu? Þjóðin sem núna horfir
á Egil, mætir á Austurvöll, hrópar
úti, ber í borðið heima, fyllist reiði
og vonleysi á víxl. Stundum meira
að segja heift.
Hver er meginstefna ríkisstjórn-
arinnar við þessar aðstæður?
Reykjavíkurborg hefur sammælst,
þverpólitískt, um aðgerðaáætlun
þar sem þrjár meginreglur voru
kynntar strax í byrjun október.
1. Við stöndum vörð um grunn-
þjónustuna.
2. Við hækkum ekki gjaldskrárn-
ar.
3. Við verjum störfin.
Þessar áherslur eru félagslegar,
bera þess merki að vera lagðar
fram í samstöðu, með aðild Vinstri
grænna og Samfylkingar. Þetta eru
félagslegar áherslur sem allir hafa
fallist á. Þótt við séum í minnihluta.
En framkvæmd stefnunnar væri
að sjálfsögðu í öruggari í höndum
meirihluta sem við ættum aðild að.
En samt sýnir þessi niðurstaða
árangur, mikilvægan árangur.
Þessar áherslur snúast um að
reyna að tryggja að borgaryfirvöld
standi með borgarbúum.
Aðgerðaráætlun borgarinnar
snýst um hagstjórn, um að standa
með borgarbúum, um að verjast
atvinnuleysi eins og unnt er, um að
standa með starfsfólkinu. Með
hverjum stendur ríkisstjórn
Íslands þegar enn einn blaða-
mannafundurinn er haldinn og nú
um atvinnumál á sama tíma og
verið er að reka fólk frá Ríkisút-
varpinu og ríkisstarfsmenn bíða
milli vonar og ótta?
Þverpólitísk aðgerðaráætlun
borgarstjórnar var hugsuð til
þess að draga úr óvissu. Að starfs-
fólk borgarinnar vissi á hverju
það ætti von en ekki síður borgar-
búar allir. Grunnþjónustan verð-
ur varin, gjaldskrárnar ekki
hækkaðar og starfsfólkið heldur
störfunum. Á óvissutímum þarf
að draga úr óvissu. Ríkisstjórn
Íslands hefur brugðist á öllum
sviðum og þar er einna alvarleg-
ast að halda almenningi óupplýst-
um, hræddum og efins. Traustið
er farið og verður ekki endurnýj-
að nema með kosningum og nýju
umboði.
Höfundur er borgarfulltrúi
Vinstri grænna.
SENDU JÓLAPAKKANA
SVANDÍS
SVAVARSDÓTTIR
Okkar stefna í framkvæmd: Að standa með fólkinu
ÞÓRUNN
ÓLAFSDÓTTIR
UMRÆÐAN
Þórunn Ólafsdóttir skrifar um
ríkisstjórnina
Vantrausts-tillaga
stjórnarand-
stöðunnar á rík-
isstjórnina var
nýverið felld á
Alþingi. Stjórn-
arliðar hristu
hausinn yfir
þessu áhlaupi
minnihlutans,
glottu út í annað
og fóru svo heim og sofnuðu svefni
hinna samviskulausu. En það
kemur dagur eftir þennan dag.
Þrátt fyrir að ríkisstjórn Sam-
fylkingar og Sjálfstæðisflokks
hafi ákveðið að fella vantrausts -
tillögu á sig sjálfa, stendur
vantraust þjóðarinnar enn. Krafan
er skýr: Við viljum fá að kjósa!
Það er ljóst að fólkið í landinu
vill ríkisstjórnina burt og fá eitt-
hvað að segja um eigin framtíð.
Viku eftir viku hafa þúsundir höf-
uðborgarbúa á Austurvöll og
heimtað að lýðræðið verði lífgað
við. Fólk á landsbyggðinni kemur
einnig saman og krefst þess sama,
þrátt fyrir að þeirra egg drífi
kannski síður að Alþingishúsinu.
Morðingjar lýðræðisins skjóta
hins vegar skollaeyrum við þess-
um kröfum, hagræða sér í valda-
stólunum og þegja þunnu hljóði.
Sama hversu langt þau ganga í að
niðurlægja, svívirða, ræna og
rupla, kemur fólkið að luktum
dyrum, líkt og því komi eigin
framtíð ekki við. Reyni fólk að
komast inn fyrir, í von um svör, er
það jafnvel barið niður af skó-
sveinum valdsins.
Ríkisstjórn sem ber virðingu
fyrir fólkinu í landinu lokar ekki
dyrunum og skellir í lás þegar
krafist er svara. Hún hlustar á
kröfur fólksins og skoðanir. Óttinn
við valdamissi virðist vera það
eina sem knýr óstjórn Geirs Hilm-
ars áfram, þó að skýringarnar sem
þjóðin fær séu aðrar. Heyrst hefur
að það þyki til dæmis óheppilegt
að kjósa á aðventunni. Ef svo er,
þá er kominn tími til að forgangs-
raða og fresta bara jólunum fram
yfir kosningar. Kjósum okkur nýja
ríkisstjórn sem fyrst og jöplum
síðan á kapítalistasvíninu og lepj-
um jólaöl, örlítið sáttari við lífið
og tilveruna.
Höfundur er kjósandi.
Við treystum
ykkur ekki