Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 22
6 matur Í E L D H Ú S K R Ó K N U M Fólk þarf nú að vera svolítið opið fyrir því sem er fram-andi til að hafa hvalsteik í jólamatinn, en það er kannski oftar til í eitthvað nýtt um ára- mótin,“ segir Stefán Úlfarsson, matreiðslumaður á veitingahús- inu Þremur frökkum. Stefán hefur matreitt hvalkjöt í tuttugu ár og segir það tilvalið í hátíðar- matinn. „Hvalkjöt er í rauninni bara villibráð og getur hanterast sem slíkt. Þetta er ódýrt og mjög gott kjöt ef rétt er með farið. Aðalmál- ið er að ofsteikja það ekki, nota góða bita og skera tvo millimetra utan af kjötinu til að losna við lýs- isbragð. Það er bæði hægt að steikja hvalkjötið eins og mínútu- steik en líka eins og þykka nauta- steik. Láta það þá bara aðeins jafna sig í ofninum.“ Meðlætið segir Stefán geta verið hefðbundið meðlæti með villibráð, sykurbrúnaðar kartöfl- ur, waldorfsalat og piparsósa. Einnig segir hann hvalkjöt tilval- ið hrátt sem forréttur. „Þetta er mjúkt kjöt og lítil sem engin fita í því. Það er mjög gott að borða það hrátt eins og Japan- irnir gera, með sojasósu og wasabi. Þetta er líka svo heilbrigt kjöt því ólíkt nautakjötinu eru náttúrulega engin aukaefni í hvalnum.“ - rat Sjávarfang með sykurbrúnuðum Margir eru fastheldnir á hefðir þegar kemur að jólamatnum og vinsældir ham- borgarhryggsins dvína seint. Hvalkjöt á hátíðarborðið er þó spennandi og bragð- góður kostur fyrir þá sem vilja reyna eitthvað nýtt og spennandi í jólamatinn. Stefán matreiðslumaður á Þremur frökkum matreiðir hvalkjöt sem hátíðarmat og segir hvalkjötið mjúkt og bragðgott. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 800 g hrefnukjöt, kjötið þarf að þiðna áður en það er steikt Grill- og steikarolía Sítrónupipar Skerið hvalkjötið í eins sentímetra þykkar sneiðar. Dýfið sneiðunum í steikarolíu og setjið síðan á þurra og snarpheita pönnuna. Steikið í 37 sekúndur á fyrri hlið og 36 sekúndur á seinni hlið. Kryddið með sítrónupipar. PIPARSÓSA 250 ml mjólk 250 ml rjómi Smjörbolla eða sósuþykkir í pakka 4 steiktir sveppir, settir út í sósuna 2 tsk. kjötkraftur 2 dl sérrí 1 tsk. sítrónupipar 1 tsk. svartur pipar, malaður HVALSTEIK MEÐ PIPARSÓSU Aðalréttur fyrir 4 Hvalkjötið er fitulítið og mjúkt undir tönn. Stefán segir það bragðast vel hrátt. Engin aukaefni eru í hvalkjötinu þar sem hvalurinn syndir óháður í sjónum. Wasabi, fersk engiferrót og sojasósa eiga vel við hvalkjötið og þá er það ljúffengur forréttur á hátíðarborðið á undan villibráðinni. Léttsteikt hrefnukjöt með sykurbrúnuðum kartöflum og piparsósu væri ljúffeng tilbreyting á jólaborðið. RIFJÁRN MEÐ STÍL Þetta skemmtilega píramídalaga rifjárn úr stáli er hægt að fá í þremur stærðum. Það minnsta hentar til dæmis vel fyrir engifer og hvítlauk og það stærsta fyrir kartöflur og grænmeti. Fæst í Tékk kristal á 2.700 krónur. SALT OG PIPAR Það er stæll yfir þessum salt- og piparkvörnum frá merkinu Carl Mertens. Salt- kvörnin er með silfurlita sveif en piparkvörnin svarta. Þær fást í Villeroy & Boch og kosta 9.100 krónur stykkið. FRUMLEG MÆLISKEIÐ Þessi skeið leysir allar hinar mæliskeiðarnar af hólmi. Hægt er að stilla skeiðina á allt frá 1/8 úr teskeið upp í tvær matskeiðar eða 30 ml. Skeiðin er vatnsheld og er hægt að fá svipað tæki með bollastærðum. Kostar 1.990 krónur í Duka. HNOTUBRJÓTUR Klassískur hnotubrjótur úr versluninni Duka á 1.450 krónur. Hefðbundið villibráðarmeðlæti fylgir hvalkjötinu en sojasósan hentar því hráu. A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.