Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 24
Þetta er frekar klassískur for-réttur með smá tvisti þannig að hann kemur líka á óvart,“ segir Hrefna Rós Sætran, yfir- kokkur og eigandi veitingastaðar- ins Fiskmarkaðurinn. „Rétturinn er í raun frekar ein- faldur en þó þarf að gefa sér tíma til að grafa fiskinn. Í raun má grafa alls konar fisk. Það getur verið lúða, lax eða skötuselur en í þetta sinn notaði ég bleikju sem ég svo steikti,“ útskýrir hún og bætir við að það sé smekksatriði hversu mikið grafinn fiskurinn er. Kryddblandan sem Hrefna útbjó er fremur nýstárleg með kardimommum og stjörnuanís og kanillinn gefur hátíðlegan blæ. Sósan er líka ný af nálinni. „Hún er frekar mild og passar mjög vel með þessum fiski. Það myndi ekki virka að vera með venjulega graf- laxsósu,“ segir Hrefna áhugasöm og nefnir að rétturinn standi til boða á matseðli Fiskmarkaðsins. „Þar er rétturinn reyndar aðal- réttur. Við bjóðum upp á níu rétta jólaborðsseðil þar sem réttirnir eru bornir fram á borðið til fólks- ins. Við erum ekki með þetta týp- íska en erum samt með jólalegt hráefni,“ segir hún um matseðill- inn þar sem velja má um ferska og holla rétti. „Við erum töluvert í asískri matreiðslu úr íslensku hrá- efni.“ - hs Sælkeramatur Nýstárleg matreiðsla á sígildum forrétti Graflax er algeng fæða á íslenskum heimilum yfir hátíðarnar. Hægt er að bregða frá venjunni og grafa sinn eigin fisk en Hrefna Rós Sætran, yfirkokkur og eigandi Fiskmarkaðarins, útbjó fyrir okkur grafna bleikju með nýmóðins graflaxsósu. BLEIKJA 1 stk. bleikjuflak 50 g Himalajasalt (má nota hvaða salt sem er) 50 g sykur 2 stk. stjörnuanís 4 stk. kardimommur 1 stk. kanilstöng 1 stk. rautt greip Beinhreinsið bleikju- flakið. Takið þurrkrydd- in og merjið í mortéli. Bætið saltinu og sykrinum í. Setjið kryddblönduna í mót, bleikjuna þar ofan á og síðan meiri krydd- blöndu yfir. Grafið í 3 klukkustundir í kæli. Hitið olíu á pönnu. Steikið bleikjuna á roðhliðinni í um 3 mínútur. Þar sem bleikjan er grafin er mjög gott að hafa hana létt eldaða. PIKKLAÐAR RAUÐRÓFUR 2 stk. rauðrófur 50 ml hrísgrjónaedik 50 g sykur 1 msk. hunang Skerið rauðrófurnar niður. Blandið edikinu, sykrinum og hunanginu saman. Leggið grænmetið í löginn yfir nótt eða eftir smekk. NÝMÓÐINS GRAF- LAXASÓSA 100 g majónes 2 msk. púðursykur 2 msk. sojasósa ½ stk. rautt chili fínt saxað Ferskt dill eftir smekk Blandið öllu hráefninu saman í skál . Saxið dillið og bætið út í. LÉTTGRAFIN BLEIKJA með pikkluðum rauðrófum, agúrkum og blómkáli Hrefna Rós skreytir réttinn meðal annars með gúrku en hún passar vel með þar sem hún er fersk. Pikkluðu rauðrófurnar eru síðan skornar í hring. Hrefna Rós Sætran útbýr ferska og gómsæta rétti á Fiskmarkaðnum og nú fyrir jól er þar boðið upp á níu rétta jólaborðseðil. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A RN ÞÓ R F
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.