Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 44
20 7. desember 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 07. desember ➜ Tónleikar 15.00 Gilligill Tónleikar í tilefni af nýútkominni barnaplötu með lögum og textum eftir Braga Valdimar Skúlason í Salnum, Hamraborg 6, Kópavogi. Þetta eru síðustu tónleikarnir. 15.15 Katie Buckley hörpuleikari og Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari flytja fjölbreytta dagskrá í Norræna húsinu við Sturlugötu. 16.00 Kvennakór Reykjavíkur verður með tónleika í Kristskirkju við Hávalla- götu. 20.00 Kór Hjallakirkju í Kópavogi heldur aðventutónleika þar sem flutt verður fjölbreytt úrval af aðventu- og jólalögum. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Óperukór Hafnarfjarðar verður með jólatónleika í Víðistaðakirkju við Hraunbrún í Hafnarfirði. 21.00 Tómas R. Einarsson og hljómsveit verða með tónleika ásamt Ragnheiði Gröndal á Cafe Rosenberg við Klapparstíg. ➜ Dans Tangóævintýrafélagið stendur fyrir síðdeg- is tangó á Café Rót, Hafnarstræti 17, kl. 16-19. Allir velkomnir. ➜ Leiklist 20.00 GRAL Grindvíska atvinnuleikhúsið sýnir leikverkið 21 manns saknað í Salt- fiskisetrinu, Hafnargötu 12a, Grindavík. Nánari upplýsingar á www.gral.blog.is. ➜ Brúðuleikhús Kómedíuleikhúsið á Ísafirði verður með skemmtun í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. 14.00 Brúðuleikurinn um Dimmalimm prinsessu og prinsinn hennar í álögum. 16.00 Jólasveinar Grýlusynir. Íslensku jólasveinarnir eins og þeir gerast bestir. ➜ Listamannsspjall 15.00 Ásgrímur Friðriksson og Eygló Margrét Lárusdóttir verða með spjall um verk sín og sýninguna Jólakjólar í Lista- safni ASÍ við Freyjugötu. ➜ Uppákomur 14.00 Þjóðminjasafnið við Suðurgötu verður með fjölbreytta fjölskyldudagskrá þar sem m.a. Grýla og Leppalúði koma í heimsókn, kveikt verður á jólatrénu og farið í ratleik. Aðgangur ókeypis. Í Árbæjarsafni við Kistuhyl verður hægt að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga alla sunnudaga fram að jólum. Opið kl. 13-17. Á minjasafni Akureyrar gefst gestum og gangandi kostur á að fylgjast með undir- búningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu. Minjasafninu á Akur- eyri, Aðalstræti 58. Opið 13.30-16. ➜ Myndlist Jóna Bergdal Jakobsdóttir hefur opnað sýningu í Café Karólínu við Kaupvangs- stræti á Akureyri. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-01. Kolbrá Braga hefur opnað sýningu í Lista- sal Iðu við Lækjargötu, 2. hæð. Sýningin er opin alla daga frá kl. 10-22. ➜ Bækur 16.00 Lesið verður úr nýjum bókum á Gljúfra- steini, húsi skáldsins. Auður Jónsdóttir, Hall- grímur Helgason, Kristín Ómarsdóttir og Einar Kárason kynna bækur sýnar. ➜ Leiðsögn 14.00 Helgi Þorgils Friðjónsson verður með leiðsögn um sýninguna Ást við fyrstu sýn í Listasafni Íslands við Frí- kirkjuveg. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Fyndnasti maður Kópavogs eftir Þorstein Guðmundsson verður flutt á Ríkisútvarpinu rás 1 kl. 14 í dag. Þar fer Björn Hlynur Har- aldsson með hlutverk hins fyndna, Barða, uppistandara sem þarf að leysa sín mál. Helga Braga Jóns- dóttir er móðir hans, Ásta, og Júlí- us Brjánsson er Ármann faðir hans. Það er ekki svo einfalt mál að taka þátt í Íslandsmeistarakeppn- inni í uppistandi. Það getur nefni- lega reynst býsna flókið; ekki síst þegar maður hefur ákveðið að gera grín að foreldrum sínum. Launfyndið útvarpsleikrit um list- rænt frelsi, fortíðarvanda og til- litssemi í Kópavoginum. Upptakan er frá 2003 og leik- stjóri er Óskar Jónasson en upp- töku annaðist Grétar Ævarsson. Verkið má líka heyra á vef leiklist- ardeildarinnar - Útvarpsleikhúss- ins á vef ruv: www.ruv.is. næstu vikur. - pbb Einn fyndinn www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV Sýningum lýkur 13 .desember! Aðeins þrjár sýningar eftir Hart í bak Jökull Jakobsson Verk sem snertir okkur öll. EB, FBL Sala hafin á sýningar í janúar Leitin að jólunum Þorvaldur Þorsteinsson Aðventusýning Þjóðleikhússins sun. 7/12 þrjár sýningar, uppselt Uppselt í desember, aukasýningar í sölu Gefum góðar stundir Gjafakort Þjóðleikhússins er sígild gjöf sem gleður alla. Einfalt og þægilegt, þau kaupir á www.leikhusid.is og færð kortið sent heim í fallegu hulstri. Kardemommubærinn Sértilboð á gjafakortum til áramóta. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 4 43 91 1 1/ 08 JÓLAGJÖFIN SEM FLÝGUR ÚT JÓLAPAKKAR ICELANDAIR VERÐ FRÁ 26.900 KR. + Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 31. mars 2009. + Eftir að ferðatímabili lýkur gildir jólagjafabréfið sem inneign upp í fargjöld með Icelandair. + Pantaðu jólapakkann á www.icelandair.is I EF ÞÚ BORGAR JÓLAPAKKANN MEÐ VILDARKORTI VISA OG ICELANDAIR FÆRÐU 5.000 AUKA VILDARPUNKTA. I ATHUGIÐ AÐ HÆGT ER AÐ GREIÐA FYRIR HÓTELGISTINGU MEÐ VILDARPUNKTUM, FRÁ 14.000 PUNKTUM Á NÓTT FYRIR TVO. Traustur íslenskur ferðafélagi * Innifalið: Flug fram og til baka, skattar og önnur gjöld. Sölutímabil er til 24. des. 2008 kl. 18:00. Bókunartímabil er frá 22. desember til og með 23. jan. 2009. Jólapakkatilboð gildir til Boston, New York, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Oslóar, London, Manchester, Frankfurt, Parísar og Amsterdam. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags nema á Saga Class. Takmarkað sætaframboð. Sjá nánari skilmála á www.icelandair.is. Þessar ferðir gefa 750–11.200 Vildarpunkta. Galleri Fold stendur fyrir upp- boði á málverkum og skúlptúrum á morgun. Að venju verða boðin upp fjölmörg verk, meðal annars mörg verk eftir gömlu meistar- ana. Er uppboðsskráin svo stór að uppboðinu verður haldið áfram á þriðjudag en það er haldið í hús- næði Foldar við Rauðarárstíg. Hefjast uppboðin báða dagana kl. 18 en í dag verða uppboðsgriðirn- ir til sýnis í Gallerí Fold frá 12 - 18. Margt eigulegra verka er á upp- boðinu en framboð er nú tekið að aukast en að sama skapi bíða menn þeirrar þróunar að verð taki að læakka eins og raunin hefur verið beggja vegna Atlandshafsins á liðnum uppboðum haustsins. Verð- mesta verk á þessu uppboði er olíumálverk eftir Svavar Guðna- son frá 1965, Tröllskessa (160 x 104) merkt og er verðmæti þess talið 5 til 6 milljónir. Það er frá tímabili í lífi listamannsins sem var býsna fjörlegt í kraftmiklum átökum við liti og form og voru mörg verka hans á þessum tíma sýnd á áhrifamikilli sýningu hans í sýningarsal Ragnars í Smára við Veghúsastíg. Meðal annarra verka á upp- boðinu má nefna stór verk eftir Gunnlaug Blöndal og Jóhannes S. Kjarval. Einnig eru verk eftir Karl Kvaran, Jón Engilberts, Nínu Tryggvadóttur og Louisu Matthías- dóttur. Þá verður „Auminga Ísland“ eftir Sigður Guðmundsson boðið upp og eins verk eftir Sossu, Soffíu Sæmundsdóttur, Tolla, Óla G. Jóhannsson og Erró. Þá er á uppboðinu umtalsvert magn græn- lenskra útskurðargripa „tupilak- ar“ eftir óþekkta grænlenska handverksmenn, einnig talsvert magn af leir úr smiðju Guðmund- ar frá Miðdal frá ýmsum tímabil- um, meðal annars stytta af mink sem er fáséð. Útskorinn askur eftir Ríkarð Jónsson sem metinn er á annað hundrað þúsund. - pbb Uppboð á morgun MYNDLIST Aumingja Ísland eftir Sigurð Guðmundsson MYND GALLERÍ BORG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.