Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 48
24 7. desember 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Vin nin ga r v er ða af he nd ir h já EL KO Li nd um – Sk óg ar lin d 2 . M eð þv í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S M S k lúb b. 14 9 k r/s ke yt ið. í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S M S k lúb b. 14 9 k r/s M Sk lúb b. 14 9 k ía ð t ak a þ át t e rtu k VILTU EINTAK? 9. H VER VINN UR! SENDU SMS ESL DVD Á NÚMERIÐ 1900. ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU: SVARTIR ENGLAR · DAGVAKTIN · LADDI PABBINN · GOSI · GOTT KVÖLD · JÓLASVEINARNIR Í DIMMUBORGUM V E F V E R S L U N E L K O . i s OG MARGT FLEIRA Það ríkir gríðarleg eftirvænting eftir grannaslag FH og Hauka í átta-liða úrslitum Eimskipsbikars karla í handbolta sem fram fer í dag kl. 15.30 í Kaplakrika og hafa miðar á leikinn rokið út í forsölu. Fjölskyldudagskrá hefst kl. 14.30 þannig að það er mælt með því að fólk mæti snemma á svæðið. Erkifjendurnir mættust nýlega í N1- deildinni þar sem hið unga og efnilega lið FH fór með sigur af hólmi í æsispennandi leik, 29-28, fyrir framan troðfullar stúkur Kapla- krika. Það má því búast við spennandi og skemmtilegum leik þar sem allt er lagt undir en sigurvegarinn kemst áfram í undanúrslitin. „Þetta er náttúrulega risastór leikur þar sem sigurvegarinn kemst alla leið í undanúrslit bikarsins og það er óneitanlega skemmtilegt krydd í þetta að við séum að fara að mæta Haukum,“ segir Elvar Örn Erlingsson, þjálfari FH. „Það sýndi sig þegar við mættum þeim síðast að leikirnir gerast ekki stærri hérna á klakanum. Eflaust hafa þeir áhuga á að kvitta fyrir tapið gegn okkur um daginn og það er ósköp eðlilegt. Við þurfum því að ná upp stemningu og samheldni og spila fyrir félagið okkar,“ segir Elvar. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, segir lið sitt fullt eftirvæntingar. „Við erum búnir að bíða spenntir eftir því að mæta FH síðan við töpuðum gegn þeim í deildinni. Við höfum fengið þetta tækifæri að mæta þeim í bikarnum og erum alveg harðákveðnir í að hefna ófar- anna,“ segir Aron. „Það er búinn að vera stígandi í okkar leik undanfarið og við höfum fengið meiri vídd í sóknarleikinn okkar sem er mjög gott. Ég bind vonir við að við munum halda áfram á sömu braut í þessum leik en bikarinn er náttúrulega bara upp á líf og dauða, annað hvort kemstu áfram eða dettur út. Í þessu tilviki er líka heiðurinn í bæjarfélaginu lagður að veði,“ segir Aron. ÞJÁLFARARNIR ELVAR ÖRN OG ARON: EIGA VON Á MIKLUM BARÁTTULEIK ÞEGAR FH OG HAUKAR MÆTAST Í DAG Heiður bæjarfélagsins er lagður að veði Iceland Express-deild kvk. KR-Keflavík 62-90 (31-41) Stig KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 22, Hildur Sigurðardóttir 16, Helga Einarsdóttir 8, Guðrún Þorsteinsdóttir 4, Guðrún Ósk Ámundadóttir 4, Heiðrún Kristmundsdóttir 2, Rakel Viggósdóttir 2, Guðrún Sigurðardóttir 2, Sigurbjörg Þorsteins- dóttir 2. Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 30, Svava Ósk Stefánsdóttir 17, Pálína Gunnlaugsdóttir 15, Marin Rós Karlsdóttir 10, Hrönn Þorgrímsdóttir 6, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 5, Halldóra Andr- ésdóttir 5, Rannveig Randversdóttir 2. Fjölnir-Hamar 49-72 (23-41) Snæfell-Haukar 56-81 (26-42) N1-deild kvenna Grótta-Haukar 18-37 (7-17) Mörk Gróttu (skot): Laufey Guðmundsdóttir 5/4 (8/4), Ragna Gunnarsdóttir 3 (7), Elsa Óðins dóttir 3 (11), Annett Göbli 2 (10), Karólína Bæh- erz 1 (3), Tinna Laxdal 2 (2), Sigríður Jónasdóttir 1 (2) Auður Ómarsdóttir 1 (1), Varin skot: Rannveig Smáradóttir 5/22 : 22% Sóley Halldórsdóttir 4/ 24: 25 % Fiskuð víti: Ragna 2, Laufey 1, Karólína 1 Hraðaupphlaup: 3 (Elsa, Sigríður, Karólína) Utan vallar: 2 mínútur Mörk Hauka (skot): Hanna Stefánsdóttir 9/2 (11/3), Ramune Pekarskyte 8 (10), Þórdís Helgadóttir 4(6), Nína Arnfinnsdóttir 3 (3), Nína Björnsdóttir 3 (5), Ester Óskardóttir 2 (4), Sigrún Brynjólfsdóttir 2 (2), Erna Þráinsdóttir 1 (2), Hekla Hannesdóttir 1 (3), Agnes Egilsdóttir 1(1), Herdís Hallsdóttir 1(1), Sandra Sigurjónsdóttir(2). Varin skot: Bryndís Jónsdóttir 13/23, 56% Heiða Ingólfsdóttir: 2/9, 22% Fiskuð víti: 3 (Nína, Hanna, Ester) Utan vallar: 4 mínútur. Hraðaupphlaup: 9 (Hanna 6, Þórdís 2, Hekla) Dómarar: Magnús Björnsson og Ómar Sverrisson Áttu ekki góðan dag. Fylkir-Fram 25-18 HK-FH 34-26 ÚRSLIT HANDBOLTI Frá því var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrra- kvöld að spænska stórliðið Barcelona væri á höttunum eftir skyttunni efnilegu, Rúnari Kárasyni hjá Fram, og vildi helst fá hann út til sín strax. „Þetta Barcelona-dæmi er ekki búið að eiga langan aðdraganda, þannig séð. Tengiliður Barcelona á Íslandi bað mig um að redda fyrir sig spólum af mér þar sem þeir voru búnir að sjá nafn mitt eitthvað í umræðunni. Ég ræddi svo við umboðsmann minn þegar ég var í Þýskalandi um daginn og hann tjáði mér þá að Barcelona vildi fá mig strax út. Helst bara í gær. Þetta er óneitanlega spennandi því Barcelona er þvílíkt stórlið. Það kemur í ljós hvað verður en ég ætla alla vega að klára tímabilið hér heima, sama hvað. Síðan skoða ég bara rólega mín mál,“ segir Rúnar. - óþ Rúnar Kárason, Fram: Ætlar að klára tímabilið heima EFTIRSÓTTUR Rúnar Kárason hefur vakið áhuga í það minnsta bæði Barcelona og Füchse Berlin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > Snorri Steinn fór á kostum Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson var potturinn og pannan í 33-32 sigri GOG Svendborg gegn Bjerringbro-Silkeborg í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar í handbolta í gær. Snorri spilaði þrátt fyrir meiðsli á hné sem hafa verið að plaga hann undanfarið en hann fer í aðgerð strax í byrjun næstu viku. Snorri Steinn beit á jaxlinn og dró vagninn fyrir GOG og skoraði tíu mörk í gær. GOG leikur svo gegn Tvis Holstebro í úrslitaleiknum 27. desember næstkomandi, þá líklega án Snorra Steins. KÖRFUBOLTI Keflavík vann KR mjög örugglega, 62-90, í Iceland Express-deild kvenna í gær. Kefla- vík var í miklu stuði í leiknum, bæði sóknarlega og varnarlega á meðan KR-liðið fann sig ekki nógu vel og var langt frá sínu besta. „Við hittum bara ekki neitt. Skipti þá engu hvort um galopin færi væri að ræða eða ekki og við vinnum náttúrulega ekki leiki með þannig spilamennsku, sérstaklega ekki gegn liði eins og Keflavík,“ segir Jóhannes Árnason, þjálfari KR, í leikslok. Gestirnir í Keflavík fengu draumabyrjun og skoruðu fyrstu átta stig leiksins í DHL-höllinni í gær. KR svaraði þá með sjö stig- um í röð áður en Keflavík seig fram úr á nýjan leik og staðan var 15-21 eftir fyrsta leikhlutann. KR saxaði jafnt og þétt á for- ystu Keflavíkur í öðrum leikhluta og þegar um tvær og hálf mínúta var til hálfleiks, í stöðunni 29-31, gat Hildur Sigurðardóttir komið KR yfir en þriggja stig skot henn- ar geigaði. Í staðinn náði Keflavík góðum leikkafla og munurinn skyndilega orðin tíu stig, 31-41, í hálfleik. Birna Valgarðsdóttir spilaði vel fyrir Keflavík og reyndist hún KR-stúlkum erfið og skoraði 14 stig í fyrri hálfleik. Keflavíkurstúlkur héldu upp- teknum hætti í þriðja leikhluta og ekkert fékk stoppað þær. En það var ekki aðeins í sókninni sem þær voru öfluguar því varnarlega voru þær fastar fyrir og þröngvuðu KR-stúlkurnar oft í erfið skot. Hittni KR var líka afleit í þriðja leikhluta þar sem Vesturbæingar skoruðu aðeins eitt stig á fyrstu sex mínútunum og átta stig í öllum leikhlutanum. Staðan var því orðin 39-68 fyrir lokaleikhlutann og sig- urinn því vís fyrir Keflavík. KR-stúlkur héldu í við gestina í fjórða leikhluta en tuttugu og níu stiga munurinn var vitanlega of stór biti fyrir þær. Lokatölur urðu 62-90 og Keflavík styrkti þar með stöðu sína í þriðja sæti deildarinn- ar en KR vermir áfram fjórða sætið, nú fjórum stigum á eftir Suðurnesjaliðinu. Birna fór fyrir sóknarleik Keflavíkur með 30 stig en Svava Ósk Stefánsdóttir kom næst með 17 stig og Pálína Gunn- laugsdóttir skoraði 15 stig. En Keflavíkurstúlkur hittu úr 15 af 28 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Hjá KR var Sigrún Sjöfn Ámundadóttir atkvæðamest með 22 stig en Hildur Sigurðardóttir var aðeins einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu með 16 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálf- ari Keflavíkur, var í skýjunum með spilamennsku Keflavíkur. „Þetta var frábært og örugglega besti leikur okkar í vetur. Mér finnst þetta bara allt vera að smella hjá okkur og stelpurnar eru nú búnar að átta sig vel á sínum hlutverkum í liðinu og bara stórkostlegt að horfa á þær eiga svona leik. Birna er búin að vera fáránlega góð í vetur og sýndi það aftur í þessum leik að hún er með þeim bestu ef ekki besti spilarinn í deildinni,“ segir Jón Halldór. omar@frettabladid.is Meistarabragur á leik Keflavíkur Íslandsmeistarar Keflavíkur sýndu klærnar gegn KR og unnu stórsigur, 62-90, í Iceland Express-deildinni í gær. Keflavíkurstúlkur sýndu allar sínar bestu hliðar í leiknum og KR-stúlkur áttu engin svör við því. KEFLAVÍKURHRAÐLESTIN Keflavíkurstúlkur sýndu allar sínar bestu hliðar gegn varnar- lausum KR-stúlkum í DHL-höllinni í gær. Niðurstaðan varð 62-90 sigur Kefalvíkur.Hér er Svava Ósk Stefánsdóttir með boltann en hún átti góðan leik í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Haukur unnu öruggan sigur á ungu liði Gróttu á Sel- tjarnarnesi í dag, lokatölur 18- 37. Sterk vörn Hauka í fyrri hálf- leik gerði gæfumuninn og í seinni hálfleik var eingöngu spurning um hve stór sigurinn væri. Díana Guðjónsdóttir, þjálf- ari Hauka, var skiljanlega ánægð í leikslok. „Við mætum mjög ein- beittar í hvern leik og ætlum að klára verkefnið og það skilaði okkur þessum stig- um. Í dag mættum við lágvöxnu liði sem átti engin svör við okkar háu vörn og það fleytti okkur langt í dag. Með öflugri vörn fáum við svo mikið af hraðaupp- hlaupum sem er okkar styrkur, og nítján marka sigur er ég mjög ánægð með. „Við erum að leyfa ungum, nýjum leikmönn- um að prófa þegar tæki- færi gefst, sem er jákvætt. Við skoðum framhaldið á næstu æfingum og mætum í alla leiki 150 prósent klárar,“ sagði Díana Guðjónsdóttir. Hanna Stefánsdóttir fyrirliði Hauka var ánægð með sigurinn. „Við mættum mjög ákveðnar til leiks og ætluðum að sýna að við værum bestar og gerðum það. Við erum að fá ungar stelpur inn og þær sýndu í dag að þær koma sterkar inn“ sagði Hanna að lokum. Magnús Jóns- son, þjálfari Gróttu, var auð- mjúkur í leikslok. „Við erum með lág- vaxið lið gegn hárri vörn og við áttum engin svör í dag. Kannski bárum við of mikla virð- ingu fyrir Haukunum en við eigum að geta gert betur,“ sagði Magnús. - rv Haukar unnu Gróttu í N1-deild kvenna í gær: Sigur Hauka var aldrei í hættu ÖFLUG Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst hjá Haukum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.