Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 7. desember 2008 — 335. tölublað — 8. árgangur BLEND JÓLABÆKLINGURINN FYLGIR BLAÐINU Í DAG KRINGLAN // SMÁRALIND // KEFLAVÍK Opið13-18 Nýtt kortatímabil MÆÐGURNAR BRYNDÍS OG KOLFINNA Eru samrýmdar og hafa aldrei rifist 12 SJÁVARÚTVEGSMÁL Hvalkjöt eru for- réttindi efnaðra Japana, segir tals- maður Greenpeace-samtakanna í Japan. Ljóst er að hvalveiðar myndu gefa milljarða í útflutnings- tekjur og skapa rúmlega hundrað störf við veiðar og vinnslu. Umhverfisráðherra segir sölu á hvalkjöti í Japan ekki breyta afstöðu sinni um að með hvalveið- um væru Íslendingar að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Íslenska hvalkjötið sem sent var til Japans í sumar er komið í dreif- ingu á markaði. Um er að ræða 65 tonn af kjöti af þeim sjö langreyð- um sem veiddar voru haustið 2006. Junichi Sato, talsmaður Græn- friðunga í Japan, segir að verð á hvalkjöti á Japansmarkaði sé afar hátt. „Kjötið er mjög dýrt og aðeins fyrir vel efnað fólk sem kaupir það fyrir sérstök tilefni.“ Hann segir að eldri kynslóð Japana hafi smekk fyrir kjötinu og yngri kynslóðin neyti þess sjaldan eða aldrei. Verð á hrefnukjöti í júní var um 50 evrur á hvert kíló en 80 evrur á lang- reyðarkjöti. „Þetta er þó misjafnt eftir því hvaða hlutar hvalsins um er að ræða og kjötið var þrisvar sinnum dýrara fyrir tíu árum.“ Neysla á hrefnukjöti er um 4.000 tonn á ári en meiri eftirspurn var eftir langreyðarkjöti á sínum tíma. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnu- veiðimanna, segir að í Japansheim- sókn árið 2007 hafi þeir heimsótt fiskmarkaði og komist að því að fyrir góða bita af kjöti fáist fimmt- án til tuttugu þúsund krónur. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, telur að sala kjötsins breyti engu. Hann telur ekki að íslenskt kjöt seljist á háu verði eftir langa flutninga og geymslu í frysti í langan tíma. „Það verða aldrei leyfðar hvalveiðar eftir ráðleggingum Hafrannsókna- stofnunar. Við erum Evrópuríki og nágrannar Bandaríkjanna. Þetta væri gjörsamlega út í bláinn póli- tískt.“ - shá / sjá síðu 6 Langreyðarkjötið er matur hinna ríku Verð á hvalkjöti er mjög hátt, segir talsmaður Grænfriðunga í Japan. Íslenska kjötið er komið þar á markað. Salan breytir ekki afstöðu umhverfisráðherra. ÉLJAGANGUR Í dag verða vestan 3-8 m/s en stífari við S-ströndina. Slydda eða snjókoma SA-lands og víða éljagangur til kvölds. Hiti frá 2 stigum niður í 5 stiga frost, mildast syðst. VEÐUR 4 0 1 -3 -3 -1 Kjötið er mjög dýrt og aðeins fyrir vel efnað fólk sem kaupir það fyrir sérstök tilefni. JUNICHI SATO TALSMAÐUR GRÆNFRIÐUNGA Í JAPAN HUGMYNDIN KOM Í DRAUMI Stephenie Meyer hefur slegið í gegn með bókum sínum um Ljósaskiptin VIÐTAL 14 NÁTTÚRA Jarðskjálfti af stærðinni 3,6 á Richter varð klukkan 14.16 í gær. Upptök voru við Skálafell á Hellisheiði, um tíu kílómetra norður af Þorlákshöfn. Skjálftans varð víða vart og bárust tilkynningar í gegnum vef Veðurstofunnar frá Stokkseyri, Selfossi, Hveragerði, Þorláks- höfn, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Álftanesi. Ekki hefur verið tilkynnt um mikið tjón vegna skjálftans, en húsmunir hristust og fólk fann fyrir bylgjuhreyfingum í gólfi. - kg Upptök skjálfta við Skálafell: Jarðskjálftans varð víða vart GAFFLAÞEFUR GÆGIST HÉR INN Sannkölluð jólastemning ríkti í jólaþorpinu í Hafnarfirði í gær þegar ljósin voru tendruð á Cuxhaven-trénu svokallaða, sem er gjöf frá vinabænum Frederiksberg í Danmörku. Eins og sjá má sættir Lalli töframaður sig við ýmislegt í því augnamiði að vekja kátínu hjá yngstu aðdáendum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍELVEÐRIÐ Í DAG matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]Desember 2008 Forréttir með fyrirheit um góðar stundirÞjóðlegt, hollt og gottHvalkjöt og sykurbrúnaðar kartöfl ur Ljúffeng tilbreytingJón Þór Finnbogason eldar rjúpur um jólinVeislukrásirveiðimannsins Há ð FYLGIR Í DAG SKIPULAGSMÁL Hollensk yfirvöld hafa í hyggju að loka fyrir starfsemi helmings vændishúsa, kynlífstækjabúða og kaffihúsa þar sem neysla kannabisefna er stunduð í Rauða hverfinu í Amsterdam. Þessar fyrirhuguðu aðgerðir miða að því að hrekja skipulagða glæpastarfsemi úr miðborg Amsterdam. Í nýju áætluninni er gert ráð fyrir að fækka „vændisgluggum“ úr 482 í 243, og einnig að loka helmingi þeirra 76 hass-bara sem eru í Rauða hverfinu. - kg Rauða hverfið í Amsterdam: Vændisglugg- um lokað SLYS Björgunarsveitin á Akureyri var kölluð út í gær vegna manns sem fór úr axlarlið þegar hann var á ísklifursnámskeiði við Einhamar í Hörgárdal. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að um fimmtán björgunar- menn hafi farið á staðinn, og notuðu þeir dráttarvél til að koma manninum yfir mestu ófærurnar á leiðinni niður bergið. Greiðlega gekk að koma manninum í sjúkrabíl, sem flutti hann á sjúkrahús á Akureyri. - kg Björgunarsveitin á Akureyri: Fór úr axlarlið við ísklifur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.