Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 36
Fátt jafnast á við ilminn sem leggur frá rjúpunni sem hefur þetta einstaka, íslenska villibráðar - bragð og er að auki ótrúlega mjúk undir tönn. Flestir sem neyta rjúpu á annað borð, tengja lyktina við jólin eða eitthvað gott. Í mínu tilfelli tengist ilmurinn bernskunni, þessu áhyggjulausa skeiði þegar maður sat heima í foreldraranni og opnaði pakka eftir að hafa gætt sér á þessu sælgæti,“ segir Jón Þór Finnbogason sem finnst engin jól vera nema rjúpa sé í boði á aðfangadag. Jón Þór segist snemma hafa fengið áhuga á eldamennsku. Hann lauk námi frá Pacific Institue of Culinary Arts í Vancouver í Canada árið 2006 og hefur á síðustu árum fengið útrás fyrir áhugann meðal annars á rjúpnaveiðum í samfylgd föður síns. Hann nýtur þess að veiða og verka bráðina og gerir úr henni dýrindismáltíð þar sem hefðbundnum aðferðum er varpað fyrir róða. „Maður fer með bráðina heim og lætur hana yfirleitt hanga í eina til tvær vikur, það fer þó eftir Vinsælar veislu Veiðimennskan getur verið tímafrek en er þó hverrar mínútu virði að sögn Jóns Þórs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jón Þór Finnbogason ólst upp við rjúpu í matinn á aðfangadag og hefur haldið í þá hefð. Þessa vinsælu bráð veiðir hann sér nú til matar, verkar og býr til úr henni hreinasta lostæti og vílar ekki fyrir sér að víkja frá hefðbundnum eldunaraðferðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N Rjúpur eru séríslenskur jólamatur, upphaflega fátækrakrásir líkt og laufabrauðið en eru nú eftirsótt lostæti. Gott á jólunum! SOÐ – UM 1/2 - 1 LÍTRI 4 stk. rjúpur 1 stk. laukur 2 stk. gulrætur 2 stk. sellerístönglar 5 greinar af blóðbergi 10 stk. steinseljustilkar 2 stk. lárviðarlauf 10 piparkorn 5 einiber (Hvítvín) Búið fyrst til soð og notið hentugan pott. Skerið bringur af og geymið. Skiptið beinum hverrar rjúpu í fernt. Takið innmat frá. Notið fóarn í soð; eins hjörtu. Hitið olíu í potti og brúnið bein (sem verða við það bragðmeiri) og innmat. Henti pottur illa eða brúna þarf stærri skammt má nota pönnu eða ofnskúffu. Skerið lauk, gulrætur og sellerí í 1 til 2 sentimetra kubba/sneiðar meðan bein brúnast og eldið svo með þeim. Bætið ½ glasi af hvítvíni út í þegar þau hafa brúnast og hrærið í svo ekkert festist við botn. Bætið vatni út í svo bein fari rétt á kaf. Svo kryddi. Látið suðu koma upp og malla á eins lágum hita og hægt er í 2 til 3 klukkutíma. Sigtið soð frá rjúpum, setjið í pott og sjóðið niður í um 10 til 20 mínútur svo það verði nógu bragðsterkt. Saltið en gætið hófs; sósa er sölt. Setjið soð til hliðar. Hugið að meðlæti. EPLASALAT 2 stk. græn epli ½ dl rjómi ½ dl sýrður rjómi 2 tsk. sykur ½ sítróna 8 stk. valhnetukjarnar Salt Afhýðið epli, hreinsið burt kjarna og skerið í bita. Blandið saman þeyttum og sýrðum rjóma, sykri, 2 teskeiðum af sítrónusafa og saltið. Grófsaxið helming af valhnetum, blandið við epli og rjómablöndu og notið rest af hnetum í skraut. SYKRAÐIR GULRÓTASTRIMLAR 6 stk. gulrætur 50 g smjör 2 msk. sykur 1 dl vatn m/kjúklingakrafti Salt Afhýðið gulrætur, skerið í fernt langsum og skiptið strimlum í tvennt. Bræðið smjör í potti, bætið gulrótum og sykri við og eldið við miðlungshita í nokkrar mínútur. Bætið við vatni og smá salti eftir að gulrætur hafa linast aðeins. Setjið lok á pott og í ofn í 175°C í minnst 25 mínútur. RJÚPUBRINGUR OG SÓSA 8 stk. rjúpubringur 1 dl rjúpusoð LÉTTELDAÐAR RJÚPUBRINGUR MEÐ SOÐSÓSU Fyrir 4 A Opið mán.–föstud. 11–18 laugardag 11–18 sunnudag 13–16 www.mirale.is MIRALE Fákafeni 9 108 Reykjavík sími: 517 1020 Verið velkomin í FÁKAFEN 9 (við hliðina á ísbúðinni ) NÝTT kortatímabil 40% afsláttur TILBOÐ af jólavörum alla helgina OPIÐ Í DAG frá kl. 13–16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.