Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 10
10 7. desember 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 P ersónukjör og einmenningskjördæmi virðist hávær krafa í hinu nýja Íslandi. Núverandi stjórnmálakerfi hafi brugðist, stjórnmálamennirnir og flokkarnir hafi brugðist og því verði að leita nýrra leiða til að velja stjórnmálafólk á hið háa Alþingi til að endurvekja traust á stjórnmálamönnum. Nú er það eflaust rétt að einhverra leiða þarf að leita til að endur- vekja traust til löggjafar- og framkvæmdavaldsins í endurreistu Íslandi. Það þarf nýja hugsun um ábyrgð meðal stjórnmálamanna og samband þeirra við kjósendur. Stjórnmálamenn þurfa að muna hvaðan vald þeirra kemur og í hvaða umboði þeir sitja. Persónu- kjör og einmenningskjördæmi eru samt varla rétta leiðin í því. Það virðist gleymast í þessari kröfu um endurnýjun stjórnmála- umhverfisins að persónukjör er mjög ríkjandi hér á landi í gegn- um prófkjörin. Flokkarnir bjóða upp á þessa leið til þess að velja frambjóðendur á sína lista til að „auka lýðræðið“. Það þarf ekki að líta lengra en aftur að Albert Guðmundssyni til að efast um að slík persónukjör hafi alltaf jákvæð áhrif á lýðræðið. Ekki nóg með að stjórnmálaflokkar hafi reynt að efla lýðræðið með prófkjörum, heldur hefur það farið í aukana að prófkjörin séu galopin. Allir mega kjósa í þeim prófkjörum, líka þeir sem ekki eru í þeim flokki sem prófkjörið snýst um. Það má vissulega spyrja hversu lýðræðislegt það er að allir geti haft slík áhrif á innra starf stjórnmálaflokkanna. Ef prófkjörin sjálf eru skoðuð hafa þau verið gagnrýnd hark- a lega fyrir þann gífurlega kostnað sem þeim fylgir. Ef aðgang- urinn að stjórnmálaþátttöku er of dýr getur stórum hópum verið haldið frá Alþingi, vegna þess að þeir eru ekki nægjanlega tengdir fjármagninu. Kostnaðurinn við persónukjör til þings væri engu minni, sem er nokkuð sem gagnrýnendur núverandi kerfis ættu að hafa í huga þegar það er jafnframt gagnrýnt að stjórnmálamenn hafi verið of tengdir fjármagninu. Annað sem gagnrýnendur núverandi kerfis ættu að hafa í huga er að í sömu andrá og kvartað er undan skorti á lýðræði með fáum röddum er ákall um einmenningskjördæmi. Eins og reynslan sýnir leiða einmenningskjördæmi ekki til aukinnar fjölbreytni á þingi heldur aukinnar fábreytni. Það þarf mun hærra hlutfall atkvæða til að koma manni að; aðeins sá sem fær flest atkvæði eða yfir helming atkvæða er kjörinn. Þetta þýðir að þröskuldurinn sem þarf að yfirstíga til að komast á þing er hærri en nú er. Smærri flokkar leggjast af. Það eru einmenningskjördæmi í Bandaríkj- unum þar sem einungis tveir flokkar berjast raunverulega um völdin. Einnig eru einmenningskjördæmi í Bretlandi þar sem þrír flokkar berjast. Kerfið þýðir einnig að það er bara einn flokkur sem fer með framkvæmdavaldið, ekki alltaf í krafti meirihluta kjósenda þó hann hafi meirihluta þingmanna. Hún mun eflaust lifa hugmyndin um endurskoðun stjórn- málanna. En hugmyndir um frekari persónukjör og einmennings- kjördæmi er ekki rétta leiðin. Við skulum frekar vanda valið. Endurhugsun stjórnmálaumhverfisins. Persónukjör er ekki leiðin áfram SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR. Rauðarárstíg 6 Sími: 567-7888 www.art2b.is Verðdæmi: 70x70 cm 39.200.- 145x145 cm 86.000.- Nýtt sölugallerý Vönduð olíumálverk og listmunir eftir íslenska og erlenda listamenn. Ljósmyndir af málverkunum og stærðir má finna á heimasíðu okkar art2b.is Okkar maður á lista Við Íslendingar erum ekki alveg hætt- ir að skjóta erlendum mikilmennum ref fyrir rass eins og við gerðum í góðærinu þegar Björgólfur Thor var í hópi ríkustu manna. Nú hefur til dæmis Árni Mathiesen fjármálaráð- herra komist í fyrsta sætið í netkosn- ingu The Huffington Post um hver sé versti bankamaður heimsins. Hefur hann skotið ekki ómerkari mönnum en Alan Greenspan, fyrrver- andi seðlabankastjóra Bandaríkjanna, og Hank Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, aftur fyrir sig. Geri aðrir betur. Íslenskt fyrir sjónir Eflaust hafa margir Norðmenn skemmt sér vel yfir þættinum um Jón Ásgeir Jóhannesson en við Íslending- ar höfum líklega ekki haft jafn gaman af þegar hann var sýndur á RÚV nú á fimmtudagskvöldið var. Efnahags- brotadeildin okkar sem er rekin fyrir brot af því sem Jón Ásgeir notaði til sinnar varnar í Baugsmálinu kemur þeim norsku eflaust spánskt fyrir sjónir … en okkur íslenskt. Þessi Lýður Egill Helgason veltir síðan fyrir sér á bloggi sínu öðru sem kann að vera séríslenskt furðufyrirbæri í viðskiptalífinu. Þar segir hann: „Félagið Kvakk, sem er í eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, á í viðræðum við Existu, þar sem Lýður Guðmundsson er stjórnarformaður, um að Exista kaupi Kvakk.“ Er nema von að hann spyrji: „Hvernig fara svona viðræður nákvæmlega fram? Bara svona hreint fýsískt.“ Fór ekki Spaugstofan ofan í þau mál fyrir stuttu hvernig þetta fer fram. Einn leikara þurfti í það atriði og eitt gervi. jse@frettabladid.is Fyrir mánuði mætti ég í laugardagsmótmælin í fyrsta sinn. Við gengum frá Hlemmi niður á Austurvöll. Sturla Jónsson fór fyrir göngunni á vörubíl og Snorri Ásmundsson hrópaði í gjallarhorn af palli hans: „Vík burt ríkisstjórn! Vík burt ríkisstjórn!“ Margir tóku undir. En ekki allir. Þar á meðal ég. Ég fann mig ekki í þessu ákalli. Ekki þá. Mitt fólk var í stjórn og stjórnin var í „björg- unarstörfunum miðjum“. Maður vildi gefa þeim séns. Á móti reyndi ég að fá fólkið til að hrópa: „Kjósa! Kjósa!“ Hálfum mánuði síðar var ég kominn á sterkari skoðun; afsagnir væru nauðsynlegar — SÍ, FME, Björgvin, Árni — og skrifaði grein um ábyrgð Samfylkingar. Maður fann það í kringum sig að fólk var orðið óþreyjufullt. Síðan hefur afsagn- arkrafan aðeins færst ofar í bekkinn. Alþjóðleg gjaldeyrsifífl Því skelfingarástandið verður sífellt skelfilegra. Davíð hélt sjúklega ræðu undir meðvirku aulaklappi á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs, þar sem seðla- bankastjórinn tók vanhæfi sitt í áður óþekktar hæðir og gerði okkur endanlega að alþjóðlegum gjaldeyrisfíflum. Síðar um daginn var þingflokkur Samfó kallaður til krísufundar. Maður hélt að nú myndi eitthvað fara að gerast. En nei. Áfram var haldið í stjórn með Davíð Oddssyni. Tröllalánið frá AGS var á leiðinni án sýnilegrar peninga- stefnu eða framtíðarsýnar. Gjaldeyrishöft fest í skjóli þingnætur og krónan á leiðinni á flot. Og allt undir stjórn stjórnlausa mannsins í Seðla- bankanum sem þó hefur engan tíma til að sinna starfi sínu vegna undirbúnings á endur- komu í pólitík. Í þokkabót eru þau fáu orð hans sem snerta efnahagsmál fyrst og fremst hugsuð til að koma höggi á ríkisstjórnina. Undirmaður lumbrar stöðugt á yfirmönnum sínum sem eiga að stjórna landinu en hafa ekki einu sinni stjórn á einum manni. Útkoman er stjórnleysi á örlagastundu í sögu þjóðarinnar. Atkvæðið mitt fellur enn í verði, á hraða sem kominn er í 100 krónur á sekúndu. Tak ábyrgð þína og gakk Og enn eykst fáránleikinn. Lánið komið og krónan á flot, annar hver maður á leið á hausinn og fjórði hver á atvinnuleysisbæt- ur, en samt snýst önnur hver frétt um framboðsbrölt Davíðs. Sérhver dagur hefst með von um að Geir og Ingibjörg losi okkur við hann og meðvirkjana tvo. En allt kemur fyrir ekki. Davíð á sjálfsagt eftir að mæta á skjáinn á gamlárskvöld í sætið hans Geirs áður en eitthvað gerist. En jafnvel þá mun forsætisráðherra segja: „Nei, ég tek þetta ekkert til mín. Davíð hefur auðvitað fullan rétt til að ávarpa þjóðina ef hann telur sig þurfa þess.“ Af þeim sem þekkja Geir Haarde er hann talinn góður og heiðarlegur maður, sem vandar mjög verk sín. Meira þarf þó til í starf forsætisráðherra. Geir hefur á undanförnum vikum sýnt að hann veldur ekki starfi sínu. Áðvarðanafælnin sem hann stærði sig af á liðnu sumri hefur reynst okkur stórskaðleg. Hann átti nokkra samúð í frumrústum bankahrunsins en var fljótur að ganga á þann litla forða. Á frægum fundi í Háskólabíói birt- ist okkur enn og aftur þreyttur og pirraður maður sem gerði ekki minnstu tilraun til að sýna leiðtogahæfileika og mætti svo í viðtal að fundi loknum í hlut- verki smástráks með aulabrand- ara. Eftir átta mótmælafundi í röð á Austurvelli skynjar hann ekki reiði þjóðarinnar og kall tímans sem er: Tími þinn er liðinn. Tak ábyrgð þína og gakk. Flokkskrísa – þjóðarkrísa „Ástandið er viðkvæmt. Við þolum ekki kosningar. Við þurfum styrka stjórn,“ segir Geir skjálfhentur, með augun á Davíð Oddssyni, skipar nefnd til að kanna Evrópumálin og lofar kosningum um þau, en aðeins í eigin flokki. Sjálfstæðisflokkur- inn þolir kosningar en þjóðin ekki. Hann hefur tíma til að sinna innanbúðarerjum þegar hann á að einbeita sér að því að koma landinu út úr erfiðleikum sem hann ber höfuðábyrgð á. Staðreyndin er hins vegar sú að landið þolir ekki Sjálfstæðis- flokkinn á tímum sem þessum. Nú þarf styrka stjórn, annarra en hans. Forsætisráðherra er ekki einu sinni leiðtogi í eigin flokki; hefur enn ekki tekið afstöðu í Evrópuklemmunni. Hann ætlar ekki að leiða umræðuna heldur að láta hana leiða sig. Af öllum þessum sökum er ljóst að Sjálfstæðis- flokkurinn er í engu standi til að stjórna landinu. Við höfum ekki tíma til að bíða eftir því að hann ákveði sig. Og nú eru frétta- tímarnir farnir að snúast um gömul gemsasímtöl flokksfor- ingjanna, hver sagði hvað og hvað ekki. Við höfum engan tíma fyrir flokkskrísu í miðri þjóðarkrísu. Burt með bláa liðið. Brennandi blokk Ísland er brennandi blokk. Íbúarnir eru fastir inni og góna örvæntingarfullir út úr reykjar- kófinu á slökkviliðið sem mætt er með tvo bíla á staðinn, annan merktan XD og hinn XS. Sá síðarnefndi reynir að sprauta vatni á bálið en fyrrnefndi bíllinn logar sjálfur. Við þurfum nýja stjórn strax. Minnihlutastjórn XS, sem VG og XB myndu verja vantrausti fram að kosningum í vor, eða hreinlega utanþingsstjórn. Umfram allt STJÓRN. Heiglunum hent Við treystum ekki ráðherrunum. Ekkert er gegnsætt, allt er loðið. „Sama liðið situr í bönkunum.“ Stjórnin skipar rannsóknar- nefnd til að rannsaka hlut sinn í hruninu. Og nú er klíkukapp- hlapið hafið um bestu bitana eins og væntanlega „sala“ á Mogganum sýnir best. Það fer hrollur um mann. Hér hefur ekkert breyst, nema það að þjóðin treystir ekki þeim sem stjórna. Einmitt þegar hún þarf á því að halda. Frænka mín seldi íbúðina sína fyrir ári og lagði í sjóð til elliára. Það fór allt á bálið. Maður einn lenti í bílslysi og lamaðist fyrir neðan mitti. Hann fékk eingreiðslulífeyri frá tryggingafélaginu og lagði í sjóð. Það fór allt á bálið. Foreldrar kunningja míns misstu 20 milljónir af ævisparn- aðinum í Glitnishruninu. Þetta fólk stendur ekki á Austurvelli á laugardögum. Það situr heima og grætur. Hvað er ein ráðherraafsögn á móti slíkum hremmingum? Og svo getur stjórnin ekki einu sinni sýnt af sér þann manndóm að afnema allan eftirlaunaósómann heldur aðeins hluta hans. Kæra fólk. Hættið nú að hugsa um eigin hag og gefið okkur stjórn sem fólk treystir. Þó ekki væri nema örlítið betur en þeirri sem nú situr. Kæra Samfylking. Við vitum að þú ert búin að reyna. En nú er morgunljóst að þú kemst ekki lengra með ónýtum erjuflokki í helgreipum hugsýki eins og heigulsháttar annars. Nú skal heiglunum hent. Brennandi brunabíll HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Geir hefur á undanförnum vik- um sýnt að hann veldur ekki starfi sínu. Áðvarðanafælnin sem hann stærði sig af á liðnu sumri hefur reynst okkur stór- skaðleg í Ástandið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.