Fréttablaðið - 07.12.2008, Síða 54
30 7. desember 2008 SUNNUDAGUR
HVAÐ SEGIR MAMMA?
Hvað er að frétta? Ég var að gefa út fal-
lega sólóplötu sem ég tók upp sjálfur og
svo verða útgáfutónleikar fimmtudaginn
11. desember í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Augnlitur: Blá-grár.
Starf: Gítarkennari, tónlistarmaður, og um
þessar mundir plötuútgefandi og dreifing-
araðili líka.
Fjölskylduhagir: Í sambúð með drauma-
konunni og tveim draumabörnum.
Hvaðan ertu? Fæddur í Reykjavík en alinn
upp í Hafnarfirði og Ísafirði.
Ertu hjátrúarfullur? Ég trúi að allir
gjörningar hafi afleiðingar og að sumt sé
heilagt. Mér finnst til dæmis alveg jafn
slæmt að drepa flugu og járnsmið, en að
drepa járnsmið á að boða slæma lukku.
Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Ég er
ekki hrifinn af sjónvarpi, en ég horfði einu
sinni ALLTAF á Friday Rock Show með
Tommy Vance á föstudagskvöldum en
það eru komin mörg ár síðan.
Uppáhaldsmaturinn: Maturinn hjá kon-
unni minni, alveg sama hvað hún gerir.
Svo hlakka ég geðveikt til að fá skötu!
Fallegasti staðurinn: Vestfirðirnir mínir
og vötnin og skógarnir í Svíþjóð. Ég þoli
ekki steypu og malbik.
iPod eða geislaspilari: Ég er með geisla-
diska fíkn og elska geislaspilarann minn.
En þegar það kemur að ferðalögum þá er
það iPod.
Hvað er skemmtilegast? Að hlæja og
vera jákvæður, þá gengur allt svo vel.
Hvað er leiðinlegast? Hræðsla og allt
sem sprettur upp frá því.
Helsti veikleiki: Óákveðni, flótta-
tilhneiging og fullt annað.
Helsti kostur: Góðvilji og einlægni.
Helsta afrek: Að komast þangað
sem ég er í dag.
Mestu vonbrigðin? Að hafa ekki
getað tekið ákvarðanir út frá því
sem ég fann í hjartanu.
Hver er draumurinn? Að lifa
uppi í sveit með fjölskyldunni í
rólegheitum og búa til tónlist.
Hver er fyndnastur/fyndnust?
Mér finnst Walter Matthau vera
langfyndnastur.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Þegar ég veld sjálfum mér vonbrigðum.
Hvað er mikilvægast? Að finna sanna
hamingju og vita hvað maður er.
HIN HLIÐIN RAGNAR SÓLBERG RAFNSSON TÓNLISTARMAÐUR
Er ekki hrifinn af sjónvarpi
02.12.
1986
„Hann er fæddur inn í þetta.
Hann og tvíburabróðir hans
hafa alveg frá því þeir voru
í kerru verið í vinnu með
mömmu.“
Kristný Björnsdóttir, móðir Birgis Krist-
inssonar í Tómstundahúsinu sem selur
lúxusbíla á spottprís.
Baldur Ragnarsson, meðlimur
Ljótu hálfvitanna, leikur í kvöld í
síðustu sýningu Skugga-Sveins sem
Leikfélag Kópavogs hefur sýnt við
góðar undirtektir í leikstjórn
Ágústu Skúladóttur.
Baldur telst vera einn sá yngsti,
ef ekki yngsti leikarinn sem hefur
farið með hlutverk Skugga-Sveins
hér á landi. „Þetta er búið að vera
ótrúlega skemmtilegt og þetta er
svo „grand“ verk. Síðan er ótrúlega
gaman að fá að vera vondur einu
sinni,“ segir Baldur sem segir það
ganga vel að samræma leikinn og
tónlistina. „Við erum meira og
minna einhvern veginn tengdir
leiklist. Við höfum allir verið að
spila í leikritum og flestir hafa
verið að leika líka.“
Þrennir tónleikar eru fram undan
hjá Ljótu hálfvitunum. Fyrst spila
þeir á Akranesi á laugardag, síðan
á Rósenberg 13. desember og loks á
Græna hattinum á Akureyri 2. jan-
úar. Baldur játar að þeir félagar
séu allir komnir í löðrandi jólaskap.
„Við eigum slatta af jólalögum. Við
gáfum út eitt í fyrra og eigum fleiri
á lager. Við erum búnir að vera
duglegir að semja upp á síðkastið
og stefnum á að gefa út plötu sem
fyrst,“ segir hann.
Þeir sem vilja sjá Baldur og
félaga í Leikfélagi Kópavogs leika í
Skugga-Sveini í hinsta sinn geta
nælt sér í miða á síðunni kopleik.is.
Leikritið er sýnt í glænýju leikhúsi
í Funalind sem meðlimir leikfélags-
ins tóku þátt í að byggja meðfram
æfingum fyrir Skugga-Svein.
„Þetta var strembinn tími en fyrir
vikið eigum við þetta fína leikhús,“
segir hann. - fb
Hálfviti leikur Skugga-Svein
SKUGGA-SVEINN Baldur Ragnarsson
þykir hafa staðið sig með prýði í hlut-
verki Skugga-Sveins.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
„Við höfum bara ekkert vit á pen-
ingum,“ segir Skjöldur Sigurjóns-
son kaupmaður. „Við erum svo vit-
lausir,“ bætir Kormákur
Geirharðsson félagi hans við.
Verslunarmenn bera sig almennt
aumlega. Segja erfiða tíma í
vændum og að krónan verði að
styrkjast svo miklu, miklu meira
áður en til verðlækkana geti
komið. Meðan þetta er synda þeir
Kormákur og Skjöldur gegn
straumnum, og stækka mjög svo
sérstaka herrafataverslun sína
sem er í kjallara gamla Kjörgarðs
við Laugaveg. „Já, við bara ... það
sagði okkur enginn af þessu,“
segir Skjöldur. Og helst að skilja á
þeim félögum að þegar inn í búð-
ina er komið sé kreppan skilin
eftir utandyra.
Óneitanlega er sérstakt að labba
inn í þessa einstöku verslun því
þar kennir ýmissa grasa: Hattar
og húfur, hnébuxur, jakkar, skór,
göngustafir, allir nauðsynlegir
fylgihlutir og samkvæmt tísku
sem ríkti á 3. áratug 20. aldar. Eins
og þeir þekkja sem fylgdust með
þáttunum óborganlegu um Bertie
og Wooster. Þar er svið og yfir
sviðinu getur að líta verndara þess
– sjálfan Elvis. Tónlist í stíl. Og
þar sem stækkað hefur verið er
kominn rakarastóll og við hann
stendur virðulegur hárskeri og
rakari. Gestum og viðskiptavinum
býðst sem sagt að láta klippa sig
og fá rakstur þegar þeir líta við í
búðina. „Það er allt brjálað í því.
Rakarinn okkar er bókaður langt
fram í tímann,“ upplýsir Kormákur
sem misnotar aðstöðu sína sem
verslunareigandi og treður sér
fram fyrir röðina. Hann vantaði
rakstur.
Þó ekki fari milli mála að fötin
sem eru á boðstólum séu vönduð,
það er þykkt í þessu, þá minnir
tískan samt með einhverjum hætti
á kreppu. Enda tískan sú sama og
var þegar heimskreppan skall á
um 1930. „Já, þetta eru kreppuföt
þótt vönduð séu,“ segir Kormákur
með rakhnífinn við háls sér. „En
þá keyptu menn sér föt sem entust
lífið á enda. Menn fóru og keyptu
sér föt, giftust í þeim og voru jarð-
aðir í þeim líka.“ Í framhaldi af
þessu þá vísar sá tíðarandi sem
svífur yfir herrafataverslunni
óneitanlega til þess þegar menn
voru menn og konur konur. Þó eru
þeir Kormákur og Skjöldur ekki
til í að fallast á að búðin sé karla-
athvarf. „Nei, nei, segja þeir. Það
er mjög algengt að hingað komi
konur til að versla á karla sína.“
jakob@frettablaðið.is
KORMÁKUR & SKJÖLDUR: VIÐ HÖFUM EKKERT VIT Á PENINGUM
Rakstur í herrafataverslun
KORMÁKUR RAKAÐUR Skjöldur fylgist með því að félagi hans Kormákur sé sléttrakaður eins og hæfir í alvöru herrafataverslun.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
„Maður er svona hálfgerður DVD-
pervert. Ég vil ekkert vera að
kaupa mér einhverja „pylsupakkn-
inga“-dvd heldur fjárfesti frekar í
einhverjum svona viðhafnarútgáf-
um og safndiskum í glæsilegum
umbúðum,“ segir Ragnar Bragason
leikstjóri. Hann á glæsilegt safn
DVD-diska heima hjá sér og þykir
fátt jafn skemmtilegt og að hand-
leika flottar DVD-myndir, setja
þær tækið og rýna í aukaefni
þeirra. Ragnar hefur ekki nákvæma
tölu á því hversu margir DVD-disk-
arnir eru. „Þeir eru eitthvað í kring-
um fjögur til fimm hundruð,“ segir
Ragnar. Þegar talið berst að eftir-
lætismyndinni verður málið heldur
flóknara. „Ég held að ég verði þó að
nefna Naked eftir Mike Leigh, það
er eiginlega henni að kenna að ég
fór út í kvikmyndagerð.“
Leikstjórinn og leikhópurinn
Vesturport gáfu í vikunni út þriggja
diska-DVD-safn með kvikmyndun-
um Börn og Foreldrar. Umbúðirnar
bera þess augljós merki að þar
hefur ráðið ferðinni DVD-fíkill.
Útgáfan er nefnilega meira í ætt
við erlenda útgáfu. Ragnar segir
það ekki að ástæðulausu, hann hafi
viljað að safnið liti vel út og gæti
sómt sér vel uppi í hillu. DVD-disk-
ar væru svipaðir um þessar mundir
og bækur. „Við vildum bara gera
þetta svona og ekkert öðruvísi. Við
ætluðum að láta þetta koma út í
fyrra en ákváðum að leggja meiri
vinnu í umbúðirnar,“ segir Ragnar.
Hann tók sér meðal annars heilan
mánuð í að grafa upp allt aukaefnið
sem lenti á klippiborðinu við gerð
kvikmyndanna. „Þarna er nánast
önnur heil bíómynd af ónotuðu
efni,“ útskýrir Ragnar.
- fgg
Ragnar er hálfgerð-
ur DVD-pervert
GLÆSILEGT DVD-SAFN Ragnar Bragason
á sjálfur glæsilegt DVD-safn en hann
hefur í samstarfi við Vesturport gefið
út þriggja diskasafn með Börnum og
Foreldrum innanborðs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VEGLEGT Börn og Foreldrar
eru komnar á DVD.