Fréttablaðið - 07.12.2008, Qupperneq 8
7. desember 2008 SUNNUDAGUR
Verið velkomin í Nettó
Mjódd - Salavegi - Hverafold
Akureyri - Höfn - Grindavík
Bækur á betra verði!
TILBOÐIN GILDA 4. - 7. DESEMBER
w
w
w
.m
ar
kh
on
nu
n.
is
UNGLINGABÓKIN
2008
SENJORÍTUR MEÐ SAND Í BRÓK
1.794 kr
2.990 kr
40%
afsláttur
SAGA MANNSINS
9.666 kr
14.870 kr
35%
afsláttur
DAGBÓK FRÁ DIAFANI
2.808 kr
4.320 kr
35%
afsláttur
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
U
T
I
44
21
0
11
.2
00
8
„Hitaveita“ í jólagjöf
5.990Verð frá
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
HAFNARFJÖRÐUR Íslenskir aðalverktakar, ÍAV, hafa
ákveðið að fresta framkvæmdum við eitt fjölbýlis-
hús af fjórum á Norðurbakkanum í Hafnarfirði.
Gengið verður frá hinum þremur húsunum að utan
eftir fremsta megni en tvö þeirra eru nánast tilbúin.
Misjafnt verður hversu langt frágangurinn verður
kominn í húsunum að innan.
Karl Þráinsson, aðstoðarforstjóri ÍAV, segir að
gengið verði frá íbúðum að innan eftir því sem þær
seljast. Hann man ekki hversu margar íbúðir eru
þegar seldar, eða hvert hlutfall seldra íbúða í stórum
dráttum er, en segir að reynt verði að selja þær
áfram. „Við reynum að koma þeim í þannig horf að
það sé sómi að því,“ segir hann. „En við erum ekki
að flýta okkur að klára þetta.“
Framkvæmdum við bílakjallara í fjórða fjölbýlis-
húsinu var lokið þegar kreppan skall á en ekki er
byrjað að byggja húsið sjálft. Karl segir að frekari
framkvæmdum þar verði frestað um ótilgreindan
tíma en gengið verði frá aðstæðum á svæðinu
þannig að engin hætta stafi af.
„Þetta fer svo eftir efnahagsástandi,“ segir hann.
- ghs
Íslenskir aðalverktakar fresta framkvæmdum á Norðurbakka í Hafnarfirði:
Reynt að ganga frá að utan
NORÐURBAKKINN Tvö húsa ÍAV eru nánast tilbúin en bygging
eins er ekki hafin. Gengið verður snyrtilega frá svæðinu
MÓTMÆLI „Það er ekki nóg að
halda mótmælafundi einu sinni í
viku. Nú taka við skyndiaðgerðir.
Við lýsum því yfir að við munum
grípa til ýmissa aðgerða, sem
hefjast núna í vikunni, og munum
láta alla fjölmiðla vita með
klukkustundar fyrirvara. Ég gef
ekki upp hvers kyns þessar
aðgerðir verða, en þær verða
friðsamlegar. Ég undirstrika
það,“ segir Hörður Torfason,
skipuleggjandi mótmælafunda
vegna efnahagsástandsins, sem
haldnir hafa verið á Austurvelli
hvern laugardag síðustu vikur.
Að sögn lögreglu mættu um
fimmtán hundruð manns á frið-
saman mótmælafundinn sem
haldinn var á Austurvelli í gær.
Var þetta níundi mótmælafund-
urinn sem efnt er til undir yfir-
skriftinni „Breiðfylking gegn
ástandinu“. Ræðumenn dagisns
voru Jón Heiðar Erlendsson
atvinnubílstjóri og Gerður
Kristný Guðjónsdóttir rithöfund-
ur.
Jón Heiðar skoraði meðal ann-
ars á Davíð Oddsson seðlabanka-
stjóra að segja af sér. Hann þyrfti
að axla sína ábyrgð á núverandi
ástandi. Jón Heiðar sagði einnig
að stjórnvöld hefðu kallað Sam-
tök atvinnubílstjóra skríl þegar
þau hefðu verið að vekja athygli
á baráttumálum sínum, og nú
væru sömu stjórnvöld að kalla
mótmælendur skríl
Í máli Gerðar Kristnýjar kom
meðal annars fram að Ísland væri
land hinna týndu flokka. Flokk-
arnir sem nú væru við völd hlytu
að átta sig á því að næst vildi
þjóðin nýtt lag og nýjan undir-
leik, og að þeir dönsuðu í sama
takti og allir hinir.
Á Akureyri var einnig boðað til
mótmæla í gær undir yfirskrift-
inni „Við mótmælum spillingu
auðvaldsins og lýsum enn van-
trausti á ríkisstjórnina“. Sóttu á
milli 150 til 200 manns mótmæl-
in, sem voru þau sjöttu í röðinni.
Hannes Blandon prestur, Sonja
Estrejer Eyglóardóttir og Jóhann
Ásmundsson nútímafræðingur
tóku til máls og Þórarinn Hjartar-
son las ljóð. kjartan@frettabladid.is
Boða skyndiaðgerðir
Um 1.500 manns sóttu mótmælafund vegna efnahagsástandsins á Austurvelli í
gær. Skipuleggjandi boðar til aðgerða með klukkustundar fyrirvara í vikunni.
BREIÐFYLKING Gerður Kristný Guðjónsdóttir og Jón Heiðar Erlendsson héldu ræður
frammi fyrir um fimmtán hundruð manns á Austurvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N