Fréttablaðið - 07.12.2008, Side 22

Fréttablaðið - 07.12.2008, Side 22
6 matur Í E L D H Ú S K R Ó K N U M Fólk þarf nú að vera svolítið opið fyrir því sem er fram-andi til að hafa hvalsteik í jólamatinn, en það er kannski oftar til í eitthvað nýtt um ára- mótin,“ segir Stefán Úlfarsson, matreiðslumaður á veitingahús- inu Þremur frökkum. Stefán hefur matreitt hvalkjöt í tuttugu ár og segir það tilvalið í hátíðar- matinn. „Hvalkjöt er í rauninni bara villibráð og getur hanterast sem slíkt. Þetta er ódýrt og mjög gott kjöt ef rétt er með farið. Aðalmál- ið er að ofsteikja það ekki, nota góða bita og skera tvo millimetra utan af kjötinu til að losna við lýs- isbragð. Það er bæði hægt að steikja hvalkjötið eins og mínútu- steik en líka eins og þykka nauta- steik. Láta það þá bara aðeins jafna sig í ofninum.“ Meðlætið segir Stefán geta verið hefðbundið meðlæti með villibráð, sykurbrúnaðar kartöfl- ur, waldorfsalat og piparsósa. Einnig segir hann hvalkjöt tilval- ið hrátt sem forréttur. „Þetta er mjúkt kjöt og lítil sem engin fita í því. Það er mjög gott að borða það hrátt eins og Japan- irnir gera, með sojasósu og wasabi. Þetta er líka svo heilbrigt kjöt því ólíkt nautakjötinu eru náttúrulega engin aukaefni í hvalnum.“ - rat Sjávarfang með sykurbrúnuðum Margir eru fastheldnir á hefðir þegar kemur að jólamatnum og vinsældir ham- borgarhryggsins dvína seint. Hvalkjöt á hátíðarborðið er þó spennandi og bragð- góður kostur fyrir þá sem vilja reyna eitthvað nýtt og spennandi í jólamatinn. Stefán matreiðslumaður á Þremur frökkum matreiðir hvalkjöt sem hátíðarmat og segir hvalkjötið mjúkt og bragðgott. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 800 g hrefnukjöt, kjötið þarf að þiðna áður en það er steikt Grill- og steikarolía Sítrónupipar Skerið hvalkjötið í eins sentímetra þykkar sneiðar. Dýfið sneiðunum í steikarolíu og setjið síðan á þurra og snarpheita pönnuna. Steikið í 37 sekúndur á fyrri hlið og 36 sekúndur á seinni hlið. Kryddið með sítrónupipar. PIPARSÓSA 250 ml mjólk 250 ml rjómi Smjörbolla eða sósuþykkir í pakka 4 steiktir sveppir, settir út í sósuna 2 tsk. kjötkraftur 2 dl sérrí 1 tsk. sítrónupipar 1 tsk. svartur pipar, malaður HVALSTEIK MEÐ PIPARSÓSU Aðalréttur fyrir 4 Hvalkjötið er fitulítið og mjúkt undir tönn. Stefán segir það bragðast vel hrátt. Engin aukaefni eru í hvalkjötinu þar sem hvalurinn syndir óháður í sjónum. Wasabi, fersk engiferrót og sojasósa eiga vel við hvalkjötið og þá er það ljúffengur forréttur á hátíðarborðið á undan villibráðinni. Léttsteikt hrefnukjöt með sykurbrúnuðum kartöflum og piparsósu væri ljúffeng tilbreyting á jólaborðið. RIFJÁRN MEÐ STÍL Þetta skemmtilega píramídalaga rifjárn úr stáli er hægt að fá í þremur stærðum. Það minnsta hentar til dæmis vel fyrir engifer og hvítlauk og það stærsta fyrir kartöflur og grænmeti. Fæst í Tékk kristal á 2.700 krónur. SALT OG PIPAR Það er stæll yfir þessum salt- og piparkvörnum frá merkinu Carl Mertens. Salt- kvörnin er með silfurlita sveif en piparkvörnin svarta. Þær fást í Villeroy & Boch og kosta 9.100 krónur stykkið. FRUMLEG MÆLISKEIÐ Þessi skeið leysir allar hinar mæliskeiðarnar af hólmi. Hægt er að stilla skeiðina á allt frá 1/8 úr teskeið upp í tvær matskeiðar eða 30 ml. Skeiðin er vatnsheld og er hægt að fá svipað tæki með bollastærðum. Kostar 1.990 krónur í Duka. HNOTUBRJÓTUR Klassískur hnotubrjótur úr versluninni Duka á 1.450 krónur. Hefðbundið villibráðarmeðlæti fylgir hvalkjötinu en sojasósan hentar því hráu. A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.