Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 11. desember 2008 — 339. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Þessa litríku prjónapeysu fékk ég í Álafossi í Mosfellsbæ og þykir mér hún skemmtileg. Ég fer oft í Álafoss og kaupi mér prjónaflíkur en ég er eiginlega alltaf í ullarföt- um,“ segir Ólöf Vignisdóttir, sagn- fræðinemi og myndlistarkona.Spurð að því hvers vegna hún haldi svona upp á ullina er svarið einfalt. „Hún er hlý og ég bý á Íslandi þar sem er kalt úti,“ segir hún og brosir. Legghlífareinni li sér þó einn uppáhaldslit. „Ég held mikið upp á bleikan og um jólin ætla ég að vera í bleika prinsessu- kjólnum mínum við bleika dúska-skó,“ segir hún og brosir. Drauma- gjöfin er hins vegar símynstruð ullarpeysa frá Farmers Market: „Svona hvít, svört og grá með hettu,“ útskýrir hún. Kallast peys-an sú Reykjahlíð og dáist Ólöf oftað henni í Ki skrift.“ Er talið berst að fleiri uppáhaldshlutum kemur í ljós að skóbúðin Kron er vinsæl hjá Ólöfu og þykja henni Campers-skórnir sérlega heillandi. Þegar Ólöf er ekki að læra fyrir skólann þá tekur hún að sér mynd-listarverkefni en hún brautskráð-ist af myndlistarbh Hlýr og litríkur fatnaður Ólöf Vignisdóttir fer ávallt eigin leiðir í fatavali og segist oftast klæðast hlýjum, litríkum peysum og gallabuxum sem henti vel í flestum veðrum. Íslenska ullin er í uppáhaldi enda hlý og notaleg. Ólöf elskar liti enda hefur hún oft unnið með þá þegar hún tekur að sér myndskreytingarverkefni. Hér klæðist hún ullarhúfu frá búðinni Octopus í London og litskrúðugri peysu frá Álafossi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VINIR DÓRA ásamt Ragnheiði Gröndal söngkonu og Davíð Þór Jóns- syni Hammond-orgelleikara bjóða upp á jólablúsgjörning laugardaginn 20. desember á Rúbín í Öskjuhlíð. Góð leið til að hvíla sig frá amstri aðventunnar. Panta má miða með tölvupósti á bluesfest@blues.is. Ólýsanleg gleði Árni Beinteinn Árnason fagnar 14 ára afmæli sínu með því að gefa út sinn fyrsta DVD-disk. FÓLK 54 dagar til jóla Opið til 22 13 Snemma á föstudags- morgni www.postur.is Á morgun er síðasti öruggi skiladagur fyrir jólapakka til Evrópu H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 8 -2 2 1 8 ÓLÖF VIGNISDÓTTIR Heldur upp á litríkar lopapeysur og leggings • tíska • jólin koma • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS VELJUM ÍSLENSKT Nytjahlutir, skraut og leikföng úr náttúrunni Sérblaðið Veljum íslenskt FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG veljum íslensktFIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2008 BANKAR „Þetta kostar meira og tekur lengri tíma. En á móti kemur að ef menn eru tor- tryggnir á að verið sé að hylma yfir eitthvað viljum við ekki koma í veg fyrir að aðrir komi að verkinu,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar gamla Glitnis. Eftir athugasemdir um hugsanlega hags- munaárekstra vegna starfa fyrir stærstu hluthafa Glitnis sagði endurskoðunarfyrirtæk- ið KPMG sig í gær frá rannsókninni á viðskipt- um í bankanum í aðdraganda þess að hann komst í þrot. Skilanefnd Glitnis á nú í viðræðum við endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young um að taka við athuguninni. Að sögn Árna Tómasson- ar er nú verið að fara ítarlega yfir öll hugsan- leg tengsl starfsmanna hjá Ernst & Young við Glitni. KPMG hafði unnið að rannsókninni frá því í október og Árni segir að búast hefði mátt við niðurstöðu eftir um viku. Nú tefst niður- staða málsins verulega. „Nú erum við sennilega að tala um febrúar. Að auki þekkja þessir aðilar miklu minna til og má gera ráð fyrir að þeir verði alla jafna eitthvað lengur,“ segir Árni. Óljóst er hvort eitthvað af starfi KPMG nýtist í nýju rannsókninni. „Ef þeir kjósa að fara frá verkinu þá eiga þeir gögnin og fá ekki borgað. Ég veit ekki hvort það verður hægt að semja við þá um hlutagreiðslu um afhendingu á einhverjum hluta af gögnunum,“ segir Árni sem kveður skilanefndina mjög stífa á greiðslur enda fylgist lánardrottnar Glitnis náið með hverju einasta skrefi skilanefndar- innar. Árni segir að umsýsla eigna Glitnis erlendis gangi þokkalega. „Við erum að vonast til að geta gefið einhverjar jákvæðar upplýsingar öðru hvoru megin við helgi.“ - gar / sjá síðu 8 Rannsókn á Glitni gæti seinkað um tvo mánuði Von var á skýrslu KPMG um Glitni eftir viku. KPMG sagði sig frá verkinu í gær og fær ekki borgað, segir formaður skilanefndar. Ekki von á niðurstöðum fyrr en í febrúar því nýir rannsakendur þekkja minna til. EVRÓPUMÁL Sæki Ísland um aðild að Evrópusambandinu mun það geta veitt Króatíu harða sam- keppni um að verða 28. aðildarrík- ið. Þetta sagði Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál ESB í framkvæmdastjórn þess, á opnum fundi í Ósló í gær sem varpað var til Íslands í gegnum fjarfunda- búnað í Háskólanum í Reykjavík. Þá sagði Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, að Ísland gæti reitt sig á stuðning norrænu ríkjanna í ESB ef og þegar til aðildarvið- ræðna kæmi, þar með talið við sérlausn í sjávarútvegsmálum. Með orðum sínum um að Ísland ætti raunhæfa möguleika á að verða næsta aðildarríki staðfesti Rehn, að hann gerði ráð fyrir að Ísland gæti fengið „hraðmeðferð“ í aðildarviðræðum, þar sem framkvæmdastjórnin hefur þegar sagt að Króatía verði væntanlega komin á lokastig sinna viðræðna undir lok næsta árs. - aa / sjá síðu 6 Olli Rehn og Göran Persson: Ísland gæti fengið hrað- meðferð í ESB EFNAHAGSBROT „Það hefur komið hingað eitt mál frá skilanefnd, sem varðar fjárdrátt, ég get staðfest það. Málið er í rannsókn,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efnahagsbrotadeildar Ríkis lögreglustjórans. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, varð- ar málið staka færslu upp á um 100 milljónir króna. Færslan fór milli reikninga, þar sem annar reikning- urinn var í eigu erlends félags. Skilanefnd Landsbankans komst að þessu og kærði til efnahags- brotadeildarinnar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þá var hinn grunaði hátt settur starfsmað- ur bankans, þó ekki bankastjóri. Millifærslan mun hafa verið gerð skömmu eftir að bankinn féll, fyrir miðjan október. Skilanefnd var sett yfir bankann 7. október. Málið var svo sent frá skila- nefndinni til efnahagsbrotadeild- arinnar fyrir rúmum hálfum mán- uði. Fréttablaðið náði ekki tali af Lárusi Finnbogasyni, formanni skilanefndar Landsbankans, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. - ikh Skilanefnd Landsbankans kærir háttsettan bankamann til lögreglu: Grunur um 100 milljóna fjárdrátt STORMUR Í fyrstu verða suðvestan áttir 5-15 m/s, hvassast vestan til en suðaustan stormur sunnan- og vestanlands síðdegis og í kvöld. Skúrir eða él en úrkomulítið austan til. Mikil rigning S- og V- til í kvöld. VEÐUR 4 4 3 1 0 2 Allir jafnir alls staðar Mannréttindayfir- lýsing Sameinuðu þjóðanna er 60 ára um þessar mundir. TÍMAMÓT 54 Kreppur fyrr og nú „Nú er rétti tíminn til að ráðast í slíkar endurbætur til að sporna gegn samdrætti og atvinnuleysi“, skrifar Þorvaldur Gylfason. Í DAG 24 Stelpurnar eftirsóttar Edda Garðarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir munu leika í Svíþjóð á næstu leiktíð. ÍÞRÓTTIR 50 AUSTURLANDAHRAÐLESTIN? Þeir litu frekar út fyrir að vera í Austurlandahraðlestinni en í Reykjavík, farþegarnir í strætisvagninum sem urðu á vegi ljósmyndara í gær. Auglýsing þakti alla hlið vagnsins og gaf honum þetta framandlega útlit. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEÐRIÐ Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.