Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2008, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 11.12.2008, Qupperneq 24
24 11. desember 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Fjármálakreppur fylgja frjálsum markaðsbúskap líkt og farsóttir fylgja mönnum. Kreppurnar hafa orðið viðráðanlegri með tímanum eftir því sem þekkingunni á eðli þeirra og afleiðingum og réttum viðbrögðum við þeim hefur farið fram, en þær eru samt ekki úr sögunni. Lítum yfir sviðið. Röng viðbrögð þá Kreppan mikla 1929-39 hófst með hruni í kauphöllinni í New York. Verð hlutabréfa féll um nær helming í einni svipan, en það hafði að vísu nærri tvöfaldazt frá árinu áður. Eignatjónið af völdum kreppunnar var mun minna en eignasöfnunin í uppsveiflunni árin næst á undan. Eigi að síður varð eftirleikurinn hörmulegur, fyrst í Bandaríkjunum, þar sem framleiðsla minnkaði um nær þriðjung og atvinnuleysi gróf um sig, og síðan einnig í Evrópu með svipuðum afleiðingum. Þessum hörmungum ollu einkum röng viðbrögð stjórnvalda við kreppunni. Seðlabanki Bandaríkj- anna horfði upp á það aðgerðarlaus, að peningamagn dróst saman um fjórðung 1929-33. Þá vissu menn ekki, að aukning peningamagns – peningaprentun – gæti örvað atvinnulífið. Ríkisútgjöld voru látin standa í stað, enda vissu menn þá ekki heldur, að aukin útgjöld og hallarekstur ríkisins vinna gegn samdrætti framleiðslu og auknu atvinnuleysi. Við þetta bættist, að Bandaríkjaþing ákvað að hækka tolla af innflutningi um helming og kallaði á verndartollahækkun til mótvægis af hálfu viðskiptaþjóða Bandaríkjanna, svo að erlend viðskipti og fjármagnsflutningar drógust saman og dýpkuðu kreppuna. Menn vissu ekki þá, að erlend viðskipti eru lyftistöng undir framleiðslu og atvinnu í bráð og lengd. Rétt viðbrögð nú Nú vita menn meira eða þykjast vita með reynslu fyrri tíðar að leiðarljósi, og þess vegna er að minni hyggju engin ástæða til að óttast, að sagan frá 1929-39 endurtaki sig. Viðbrögð stjórnvalda vestan hafs og í Evrópu við fjármálakreppunni nú eru í aðalatriðum rétt, þótt deila megi um tímasetningar og æskilega stærð lyfjaskammtanna. Stjórnvöld reyna að tryggja, að peningamagn skreppi ekki saman heldur aukist, svo að bankar eigi laust fé til að lána viðskiptavinum sínum. Hér er að vísu við þann vanda að glíma, að vextir eru nú víða erlendis svo lágir, að frekari vaxtalækkun dugir ekki til að örva lántökur. Þetta er kallað lausafjárgildra og lýsir sér þannig, að fólk og fyrirtæki kjósa að geyma laust fé frekar en að verja því til framkvæmda, þar eð þær eru ekki í svipinn taldar skila neinum umtalsverðum ávinningi. Þannig háttaði til í Japan á týnda áratugnum þar 1990-2000. Ein leið til að losna úr lausafjárgildru er að ýta undir verðbólgu til að koma raunvöxtum niður fyrir núllið, en Seðlabanki Japans var tregur til að hlíta því ráði í ljósi skaðans af völdum verðbólgu á fyrri tíð. Undir þessum kringumstæðum er nærtækast að grípa til örvandi aðgerða í fjármálum ríkis og byggða með því að auka útgjöld, lækka skatta og umbera hallarekst- ur almannavaldsins um skeið, svo sem Japanar hafa gert, og vinda síðan ofan af hallanum, þegar um hægist og hættan er liðin hjá. Áform um slíkar aðgerðir eru nú uppi í Bandaríkjunum og Evrópu. Indland, Japan og Kína þurfa að leggjast á sömu sveif. Telja má víst, að ný ríkisstjórn Baracks Obama fari þessa leið, enda þarfnast Bandaríkin endurnýjunar á vanræktum innviðum, einkum vegum og brúm. Nú er rétti tíminn til að ráðast í slíkar endurbætur til að sporna gegn samdrætti og atvinnuleysi. Evrópulöndin hafa minni þörf fyrir slíkar umbætur, svo að skattalækkun þar gæti þótt eiga betur við. Ein helzta hættan fram undan er, að samræmdar aðgerðir í ríkisfjármálum láti á sér standa vegna innbyrðis ósamkomu- lags um áherzlur og útfærslur. En reynslan varðar veginn. Rétt viðbrögð stjórnvalda sáu til þess, að verðbréfahrunið í New York 1987 varð ekki að kreppu. Rétt viðbrögð stjórnvalda gerðu sitt til að stytta tímann, sem það tók Norðurlönd og síðan Asíulönd að rétta úr kútnum eftir fjármála- kreppurnar þar fyrir 10-20 árum. Ef undirstaðan er sterk, þarf bilun í yfirbyggingunni ekki að skipta sköpum. Ný lög, hert eftirlit Stjórnvöld þurfa að gera meira en að örva heimsbúskapinn í bráð til að kæfa kreppuna. Þau þurfa einnig að styrkja innviði fjármálakerfisins til að draga úr líkum þess, að atburðir síðustu mánaða og missera endurtaki sig. Þörf er á nýrri löggjöf gegn vafasömum viðskipta- háttum í bönkum og öðrum fjármálastofnunum í anda gildandi laga gegn skottulækningum og einnig á hertu fjármálaeftirliti. Kreppur fyrr og nú Í DAG | Kreppan í sögulegu ljósi ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Darri Gunnarsson skrifar um Evrópu- mál Í leiðara Fréttablaðsins, þriðjudaginn 9. desember, skrifar Þorsteinn Pálson um ESB-umræðuna. Hann vill forðast slag orðakenningar og vill dýpka umræð- una í breitt og málefnalegt mat á heildar- hagsmunum þjóðarinnar. Í leiðara sínum bendir Þorsteinn á slagorðakennd andmæli andstæðinga aðildar og að í þeirra huga snúist málið um það hvort gefa eigi útlendingum fiskimiðin. Hann telur veruleikann flóknari og kallar eftir betri rökum sjávar- útvegsins. Fólk í sjávarútvegi hefur verið duglegt að benda á aðstæður í sjávarútvegi ESB og heimfæra þær upp á aðstæður hér á landi. Þorsteinn gerir lítið úr þessu. Slagorð fylgjenda ESB-aðildar virðast einnig fara fram hjá honum. Þorvaldur Gylfason, segir að skerða verði fullveldið til að vernda það. Gylfi Magnússon segir að valið standi á milli ESB og hafta- og einangrunarbúskapar. Þetta eru slagorðin úr Háskóla Íslands. Í stuttum leiðara er fullyrt að fjármálastöðugleika verði ekki náð með íslenskri krónu, einhliða upptaka annars gjaldmiðils sé tæplega fær og Evrópusam- bandsaðild og samhliða upptaka evru muni því styrkja sjávarútveginn. Djúpt mat höfundar mun að líkindum leiða kosti ESB- aðildar í ljós. Mat á hagsmunum aðildar Íslands að ESB er flókið. Gallinn er sá að útkoman fer eftir því hver reiknar dæmið. Leiðari Fréttablaðsins er gott dæmi um það. Niðurstaða Þorsteins er ljós. Við eigum að fara í ESB og fá undanþágu frá sjávarút- vegsstefnu sambandsins. Nú vilja margir skoða og meta hagsmuni Íslendinga af Evrópusambandsaðild. Við mat verður reynt að meta aðild eftir peningalegum mælikvörðum. Þannig metum við nú hagsmuni! Í þessu dæmi á að reikna hvort það borgi sig að skerða fullveldi þjóðarinnar. Þetta reiknisdæmi óttast ég, þetta á ekki að reikna. Aðild Íslands að ESB þýðir að áhrif erlendra embættismanna aukast hér á landi. Áhrif íslensku þjóðarinnar minnka. Þetta snýst um grundvallaratriði. Full- veldi Íslands. Það er skýrt, Evrópusambandið er flókið. Höfum það einfalt. Einfalt fullvalda Ísland. Höfundur er framkvæmdastjóri InterSeafood. Djúpt mat á ESB DARRI GUNNARSSON E f og þegar til þess kemur að Ísland sæki um aðild að Evr- ópusambandinu getur það reitt sig á að norrænu ESB-ríkin þrjú, Svíþjóð, Finnland og Danmörk, munu gera það sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að því að komið verði til móts við samningsmarkmið Íslendinga, þar með talið við sérlausn í sjávarútvegsmálum sem gæti falizt í að Íslandsmið (þar sem eru staðbundnir fiskistofnar sem ekki eru sameiginlegir lög- sögu neins annars lands) verði skilgreind sem sérstakt fiskveiði- stjórnunarsvæði innan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evr- ópusambandsins. Þetta mat staðfestir Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, í samtali við Fréttablaðið í dag. Persson segir ennfremur að eftir þá forkastanlegu framkomu sem Bretar hafi gert sig seka um í garð Íslendinga þegar íslenzku bankarnir sigldu í þrot ættu Íslendingar jafnframt að geta reitt sig á að Bretar gerðu það sem í þeirra valdi stæði til að koma til móts við Íslendinga, ákveði þeir að sækjast eftir aðild að ESB. Persson segist ennfremur telja að óhugsandi væri að Bretar hefðu komið svona fram ef Ísland hefði verið innan ESB. Þessi orð Perssons gefa fyrirheit um að undirbúi Íslendingar aðildarviðræður vel ættu þeir að geta gert sér vonir um að fá sann- gjarnar móttökur af hálfu ESB. Fyrir því að út úr viðræðunum komi aðildarsamningur sem meirihluti íslenzkra kjósenda getur fallizt á er hins vegar engin trygging. Allra sízt ef lagt yrði upp í þær viðræður með því hugarfari sem til að mynda Ögmund- ur Jónasson, þingflokksformaður VG, hefur lýst, það er að gera aðildarsamning sem hann síðan vonist til að þjóðin felli. Finninn Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál Evrópusam- bandsins í framkvæmdastjórn þess, talaði líka um aðildarhorfur Íslands á opnum fundi í gær, eins og sagt er frá í frétt í blaðinu í dag. Í svörum við fyrirspurnum áheyrenda lýsti hann því hve hann fyndi persónulega til mikillar samúðar og samstöðu með Íslend- ingum, þar sem hann var sjálfur einn af ráðgjöfum finnsku ríkis- stjórnarinnar þegar Finnar gengu í gegnum mikla kreppu á tíunda áratugnum. Mikilvægur þáttur í leið Finna út úr kreppunni var að hans sögn að ganga í ESB og taka upp evruna. Bæði Svíar og Finnar sömdu um inngöngu í ESB þegar þeir voru í miðri efnahagskreppu. Það má raunar segja að það sé undantekning að ríki hafi samið um inngöngu í ESB án þess að vera í efnahagslegri eða pólitískri kreppu, nema hvort tveggja væri. Það má jafnvel halda því fram að samningsstaða Íslands væri betri undir núverandi kringumstæðum en á uppgangstímum, þar sem mun minni líkur eru á því undir núverandi kringumstæð- um að grannríkin, sem Íslendingar eiga óhjákvæmilega í mestum hagsmunaárekstrum við, gangi á lagið og reyni í aðildarviðræð- um að ota sínum sérhagsmunatota gagnvart Íslendingum. Ekki er ástæða til annars en að ætla að norrænu ESB-ríkin muni ganga fram af fullum heilindum við að gera það sem í þeirra valdi stend- ur til að tryggja að Ísland fái sem beztan aðildarsamning. Hinar ESB-þjóðirnar deila líka eflaust þeirri von með norrænu ESB- þjóðunum þremur að takist að semja um aðild Íslands þá muni það ýta við Norðmönnum að gera það einnig. Staða Íslands í hugsanlegum aðildarviðræðum: Stuðningur Norð- urlanda dýrmætur AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Óháðu aðilarnir KPMG sendi frá sér fréttatilkynningu í fyrradag vegna starfa fyrirtækisins fyrir skilanefnd Glitnis. Í tilkynning- unni kom fram að Fjármálaeftirlitið hefði falið skilanefndum Glitnis að ráða óháðan aðila til að kanna ákveðin atriði í tengslum við banka- hrunið. Glitnir leitaði því til KPMG. Hæfi KPMG í þessu máli var hins vegar dregið í efa og tilkynnti fyrir- tækið því að það ætlaði að fá sérstakan óháðan aðila til að rann- saka þau álitamál sem uppi voru. Til þess kom þó ekki því KPMG sagði sig frá verkinu í gær. Ormurinn Það er dálítil synd því það hefði óneitanlega verið forvitnilegt að vita hvaða óháði aðili hefði verið fenginn til að rannsaka óháða aðilann sem átti að rannsaka Glitni. Og spurning hvort það þurfti þriðja óháða aðilann til að rannsaka hæfi hans. Steini skálar í kóki Markaðs- og miðlarannsóknir ehf. birtu í gær niðurstöður sínar úr könnun á trausti almennings til helstu stofnana samfélags- ins. Þar kennir ýmissa grasa. Fróðlegt er til dæmis að sjá að fleiri bera meira traust til hins rótgróna vörumerkis Coca Cola en til sjávarútvegsins, lífeyrisjóð- anna, Evrópusambandsins, fjölmiðla, ríkisstjórnar- innar, Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, Alþingis, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitisins. Þorsteinn Jónsson, starf- andi stjórnarformaður Vífilfells, hlýtur að una vel við þennan góða árangur. bergsteinn@frettabladid.is föstudagur fylgir Fréttablaðinu á morgun Rósa Guðmundsdóttir Ævintýrin gerast í New York föstudagur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.