Fréttablaðið - 11.12.2008, Side 31

Fréttablaðið - 11.12.2008, Side 31
FIMMTUDAGUR 11. desember 2008 OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Delicatessen Það er eins og maður sé í útlöndum þegar tölt er niður Skólavörðustíginn og kíkt inn í hverja áhugaverða búðina á fætur annarri. Málverk, skartgripir, barnaföt, íslensk fatahönnun, veski og ullarfatnaður eru meðal þeirra fjöl- mörgu hluta sem fá má á Skólavörðustígnum. - sg Herligt og smúkt Skólavörustígurinn iðar af listalífi. Þar eru hönnuðir, gullsmiðir og listamenn á hverju horni og ekki vandamál að finna jólagjafir fyrir þá sem njóta fallegra muna. Listin lifir góðu lífi í götunni. Hér eru tvö verk úr Listasmíðagalleríi Smíða og skarts. Annað er eftir Alain J. Garrabe sem málar sér- stakar myndir af skipum og fjöllum og hin eftir Soffíu Sigurjóns- dóttur sem málar hér fallega húsamynd. Húfur sem hlæja lífga upp á tilveruna. Hér er ein úr versluninni en 50 prósenta afsláttur er af allri vöru í búðinni um þessar mundir. Skartgripi má víða fá á Skólavörðustíg. Ein þeirra sem hanna fallega muni er Anna María Sveinbjörnsdóttir sem hannar undir merkjum Anna María Design. Hér eru tveir gripir eftir hana, 14 karata gullhringur með amethyst-steini á kr. 42.000 og 14 karata hvítagullsmen með turmalin-steini á 48.700 krónur. Veski gleðja margar konur og örugglega ekki leiðinlegt að fá svona fallegt grænt veski í jólagjöf eins og fæst í Tösku- og hanskabúð- inni á 10.500 krónur. Barnaföt má fá á nokkrum stöðum. Þessi fallegi kjóll er úr versluninni Lítil í upphafi og kostar 7.900 krónur. Sumar bækur eru bara lesnar um jólin. Ein þeirra er Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum. Bækur eru ómissandi fyrir Íslend- inga um jólin. Margar þeirra eru gefnar út fyrir hver jól en aðrar koma upp úr jólaskrautskassanum á aðventunni. Ein slík bók er lík- lega aðaljólabók Íslendinga, Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum. Bókin kom fyrst út í Reykjavík árið 1932. Í þessu litla kveri með kvæðum úr íslenskri þjóðtrú var í fyrsta sinn sögð sagan af jóla- sveinunum þrettán, Grýlu, sem svalt í hel af því að öll börnin voru svo þæg, og jólakettinum og sorg- legum örlögum hans þegar öll börnin fengu nýja flík fyrir jólin. Teikningarnar eftir Tryggva Magnússon listmálara standa allt- af fyrir sínu. Ekki má gleyma því að ljóðið Bráðum koma blessuð jólin, sem er ómetanleg heimild um jólahald í upphafi síðustu aldar og meira sungið en öll önnur jóla- lög, er líka úr þessari bók sem sjálfsagt er að lesa fyrir börnin á jólaföstunni. Klassísk jólabók Mörgum þykir Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum vera ómissandi bók. Á slóðinni www.th.is er hægt á aðgengilegan hátt að skoða úrvalið og gera góð kaup! Fjölbreytt úrval af leðurhönskum af öllum stærðum og gerðum!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.