Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 44
 11. DESEMBER 2008 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt ÁLFAR OG MENN NÝ SPIDERWICKBÓK! SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is ALGER FREKJUDÓS!Hugljúft ævintýri um samskipti manna og álfa eftir Guðnýju S. Sigurðardóttur. Dóttir hennar, Júlía Guðmundsdóttir, myndskreytti bókina þegar hún var níu ára. Frábær saga um litla frekjudós sem lærir á endanum mikilvæga lexíu. Bráðskemmtileg saga um stelpu sem veit ekkert hvað hún á að gera við skapið í sér. NÝR SKELMIR ENN BETRI! Sjálfstætt framhald fyrstu bókarinnar um Skelmi Gottskálks sem kom út í fyrra og notið hefur mikilla vinsælda. Hörkuspennandi unglingabók. Nýjasta bókin í hinum geysivinsæla Spiderwick- bókaflokki. Æsispennandi ævintýri handa krökkum á aldrinum 7-14 ára. NÝJAR BÆ KUR GAMALT V ERÐ! Írska listakonan Sarah Browne hefur unnið athyglisvert verk- efni í tengslum við íslensku lopapeysuna. Írska listakonan Sarah Browne fæst við fjölbreytt verkefni. Hún rannsakar hvernig samfélög eru með því að skoða eins konar úrtak úr þeim. „Þá fæ ég þátttakendur til liðs við mig til að vinna fjölbreytt verkefni,“ segir hún en eitt þessara verkefna varð til á Íslandi. Browne hreifst af íslensku lopa- peysunni þegar hún kom hing- að til lands fyrir nokkrum árum. Hún var þá að vinna að verkefni sem var hluti af evrópskum lista- mannaskiptum á árunum 2005 til 2006 og tólf lönd tóku þátt í. „Ég var einn þeirra listamanna sem heimsóttu Ísland og þannig hófst lopapeysuverkefnið mitt sem end- aði með prjónabókinni A Model Society. Kveikjan var rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum og sýndi að Íslendingar væru hamingjusamasta þjóð heims. Ís- lenska lopapeysan er í senn vinsæl hjá ferðamönnum og mikilvæg- ur hluti af sjálfsmynd Íslendinga. Þessir eiginleikar pössuðu vel við minn skilning á þjóðinni,“ útskýrir Browne en hún auglýsti eftir fyrir- sætum til að klæðast prjónafatnaði og mynduðu þær litla samfélag- ið sem Browne þurfti til að fram- kvæma verkið. „Þátttakendur fylltu út stutta könnun um lífið á Íslandi og síðan voru valin svör sem stytt voru niður í nokkur orð sem prjón- uð voru í lopapeysur. Hver fyrir- sæta klæddist peysu með sínu orði eða orðum,“ segir Browne. Dæmi um slík orð eru „Safe jobs / high taxes“, „No war“, „Long work- hours“ og „Expensive“. Stellingar fyrirsætanna og lands- lag vísa í hinar dæmigerðu ímyndir sem birst hafa í prjónabókum. Þær sýna til dæmis kjarnafjölskyld- una og fólk í fullkomnum tengslum við náttúruna. „Athyglisvert er að sjá hvernig myndirnar koma fyrir sjónir nú eftir þær breytingar sem orðið hafa á Íslandi,“ segir Browne íbyggin. Titill verkefnisins, A Model Soci- ety, vísar til fyrirsætanna sem tóku þátt og til þeirra eiginleika sem nauðsynlegir eru til að búa til full- komið samfélag. Verkefninu lauk árið 2007 og fyrr á þessu ári kom út bók með upplýsingum um verk- efnið og prjónauppskriftum. Hana má nálgast á www.sarahbrowne. info og á www.recirca.com. - hs Slagorð á lopapeysum Hér sitja Dolores Ros Valencia Walters og Jayden Isabelle Walters fyrir. Á peysuna er ritað „awesome daycare“, eitt af svörum fyrirsætnanna. Sarah Browne hannaði peysurnar en hún tekur þátt í Feneyjatvíæringnum á næsta ári. MYND/SARAH BROWNE Þessi mynd prýðir kápu bókarinnar „A Model Society“. Á henni er Hildur Skúladóttir í peysu með slagorðinu „gossip“ sem útleggst slúður á íslensku. M Y N D /S A R A H B R O W N E Tillögur almennings að hönn- un íslenska fánans á sínum tíma eru komnar á bók. Út- gáfudagur hennar var tákn- rænn, 1. desember 2008, þegar fagnað var 90 ára fullveldi Ís- lands og fánans í þeirri mynd sem við þekkjum hann. Nýja bókin heitir einfaldlega Fáninn og í henni eru 28 teikn- ingar og texti úr skýrslu fána- nefndar frá árinu 1914, ásamt öðrum fróðleik um okkar full- veldistákn. Einn þeirra sem kom með tillögu að fánanum var þjóð- skáldið Einar Benediktsson. Hann vildi hafa hvítan kross á bláum feldi enda hafði verið gerður fáni á öndverðri öldinni eftir þeirri hugmynd hans. Sá fáni var notaður við konungs- glímuna árið 1907 og síðan tók Ungmennafélag Íslands hann upp á arma sína. Þegar Einar sendi nefndinni tillögu sína fylgdi henni hið ódauðlega ljóð Til fánans. Þetta er fyrsta erindið: Rís þú unga Íslands merki upp með þúsund radda brag. Tengdu í oss að einu verki anda, kraft og hjartalag. Rís þú Íslands stóri, sterki stofn með nýjan frægðardag. Þegar fáninn varð til Að fánanum til vinstri stóðu Árni Sveinsson Ísafirði, Kristján Sigurðsson Akureyri, Félagið Stígandi á Ísafirði og Bjarni Jónsson í Nýjabæ en Jóhannes Kjarval málari stakk upp á margbrotnum krossi sem hér er til hægri. Magnús Steindórsson kom með þessa tillögu að íslenska fánanum. Ónafngreindur Vestfirðingur sá fánann fyrir sér svona. Hvítur kross á grænum fleti var tillaga Juliusar Schou steinsmiðs í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.