Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2008, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 11.12.2008, Qupperneq 42
 11. DESEMBER 2008 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Vönduð vara er vel merkt - VELJUM ÍSLENSKT - Vörumerking ehf. Bæjarhrauni 24 220 Hafnarfi rði ími: 414 2500 fax: 555 4588 Bjargey Ingólfsdóttir iðjuþjálfi er einn þeirra hönnuða sem hafa fengið aðstöðu á Garðatorgi 3 í Garðabæ og opnar þar LIST-IÐJU nú á laugardaginn undir kjörorð- inu: Bara - svo þér líði betur. Sköpunarkraftur hennar fær að njóta sín í gerð gagnlegra og list- rænna hluta eins og bara-stuðn- ingspúðans sem hún nefnir hús- gagn fyrir herðar og hendur. „Bæði fagfólk og almennir not- endur hafa verið þakklát fyrir bara-púð- ana og þær eru ófáar sól- skinssögurn- ar sem ég hef fengið að heyra um þá. Því verð ég sífellt sannfærðari um nauðsyn þeirra,“ segir Bjargey og bend- ir á að með bara- stuðningspúðan- um slaki notand- inn vel á í herðum og geti samtímis stundað ýmsa iðju sér til gagns og gleði. Önnur heilsuvara verður til í höndum Bjargeyjar. Það er ormurinn langi sem hringar sig um háls og veitir góðan stuðning án þess að virka sem sjúkrakragi. „Láttu ekki höf- uðið hanga og hall- aðu þér að orminum langa,“ eru skáldleg orð hennar um hann. Féþúfur sem hún hóf að búa til fyrir nokkrum árum hafa vaxið upp í það að verða notaleg hægindi til að hjúfra sig í og þar er hægt að sitja á sínum auði. Einnig gerir hún minni læsanlegar Ófáar sólskinssögur heyrt um Bjargey hvílir arma á bara-púðanum og orminn langa um hálsinn. Á bak við er ljósið Hamraborgin og dagatalið Eftirvænting sem er „í blóma“ á aðfangadag. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hafið er fullt af dýrgripum, eins og stórum og smáum beinum í hausum fiskanna. Þau má nú fá til fagurrar módel- smíði fyrir skapandi fólk. „Hugmyndin að fiskbeinamódelum kviknaði þegar ég vann að útskrift- arverkefni mínu í Listaháskólan- um og skoðaði nýtingu dýraafurða í hvers kyns nytjahluti í gegnum ald- irnar. Þá þótti mér sláandi hversu illa við nýtum þessi verðmæti í dag og hve mikla óvirðingu við sýnum dýraafurðum. Áður fyrr nýttum við þær til fullnustu og varðveittum mann fram af manni, eins og nálar- hús sem skorin voru út í kindaleggi, flíkur og annað sem dýrin gáfu okkur,“ segir hönnuðurinn Róshild- ur Jónsdóttir sem þessa dagana setur einstakt fiskbeinasafn sitt á markað fyrir okkur hin að spreyta okkur á við skapandi módelsmíð. „Upphaflega hannaði ég fisk- beinamódelin sem ádeiluverk á okkur sem neyslubrjálæðinga því mér ofbauð allt það innflutta drasl sem við kaupum, fáum strax leið á og hendum. Mér þótti því skyn- samlegt framhald af gömlu leikj- unum okkar með leggi, völur og kjálka, að bregða mér í fiskbúð og kaupa þar fiskhausa sem ég sauð og hreinsaði. Ég prófaði allar fáan- legar tegundir og þótti skemmtileg- ast að vinna með fiskhausa stein- bíts og hlýra, sem báðir hafa stór kjálkabein, en því miður er þraut- in þyngri að hreinsa bein þeirra vel svo ég notast nú mest við ýsu- og þorkshausa,“ segir Róshildur sem loks hefur fundið rétta fram- leiðsluferlið við erfiða hreinsun fiskhausanna. „Mér finnst fallegast við fisk- beinin að í þeim fær fólk tækifæri til að skapa sjálft. Í dóti nútímans fylgir uppskrift að öllu, en fisk- beinunum fylgir engin formúla við að raða þeim saman, heldur ræður ímyndunaraflið og undir einstakl- ingnum komið hvað skemmtilegt verður úr þeim. Komið hefur í ljós að fiskbein höfða ekki síður til full- orðinna, en vissulega hafa börn orðið ólm að komast í beinin eftir að hafa séð fígúrur mínar sem ég upp- haflega gerði sem ádeilu á innflutt skrímsli á borð við Transformers,“ segir Róshildur sem er hvergi hætt að þróa nytjahluti og leikföng úr dýraafurðum og náttúrunni. Undrasmíð úr fiskha Svona lítur fiskbeinamódelkassinn út; með völdum fiskbeinum, litum og penslum til módelsmíða. MYND/RÓSHILDUR JÓNSDÓTTIR Módelfígúrur, listilega skapaðar af Róshildi sjálfri. Þarna má glöggt sjá hve geimskrímsli, furðuverur og dýr. Róshildur að störfum á vinnustofu sinni, með urmul hvít- þveginna dýrgripa í formi fiskhausbeina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Við finnum vel að landsmenn senda nú mun fleiri jólakort en áður og leggja mikið upp úr því að rækta vinabönd með því að minna á sig, sýna hlýhug og samkennd í formi fallegrar jólakveðju á ís- lensku jólakorti,“ segir Ragnar Halldórsson eigandi Kórundar, sem er með þeim elstu á íslenska kortamarkaðnum sem gefur út og framleiðir alíslensk jólakort. „Sala á íslenskum jólakort- um hefur farið stigvaxandi allt frá því við hófum útgáfu þeirra fyrir hartnær tveimur áratug- um. Það á jafnt við um teikning- ar og ljósmyndir, en við gefum út fjölbreyttar línur jólakorta með teikningum margra meistara, sem og íslenskar landslagsmyndir eftir marga af okkar bestu ljós- myndurum, sem eiga í fórum sínum töfrandi jólastemningu úr íslenskri náttúru,“ segir Ragnar þar sem hann raðar saman sívin- sælum jólakortum með teikning- um þeirra Bjarna Jónssonar og Brians Pilkington. „Hér áður voru innflutt jóla- kort, jafnvel með jólakveðjum á öðru tungumáli en móðurmál- inu, algeng inn um lúgurnar fyrir jólin. En nú, sem aldrei fyrr, finn- um við að íslensk jólakort falla best í kramið hjá landsmönnum. Þau eru nú að langstærstu leyti prentuð hér heima, sem orðið er mjög hagstætt fyrir framleið- endur og styður við bak íslensks iðnaðar á mörgum sviðum.“ - þlg Íslenskar jólakveðjur Ragnar Halldórsson með rammíslensk og sívinsæl jólakort Kórundar, með sígildum teikningum Bjarna Jónssonar af börnum að leik í jólalegu umhverfi og íslenskum jólasveinum Brians Pilkington. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.