Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 11. desember 2008 7 Tilboð af völdum úrum • • • Jakkar • Úlpur • Ullarkápur • Dúnkápur • Vattkápur • Hattar • Húfur Mörkinni 6 Sími 588 5518 Opið virka daga Frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-17 Opið á Sunnudögum Til jóla frá kl.13-17 Næg bílastæði Gefðu hlýja gjöf. Yfi rhafnir kvenna í frábæru úrvali KRINGLAN SMÁRALIND LAUGAVEGUR FIMMTUDAGS TILBOÐ Loðfóðraðir 11823 52733 Lir: Svart, brúnt Stærðir: 36 - 42 Winter Z. 69354 00101 Lir: Svart Stærðir: 36-47 Exercise W. 68043 50363 Lir: Svart, beige Stærðir: 36 - 42 Xpedition 26.995 19.995 68094 00201 Lir: Svart Stærðir: 40 - 47 Rugged Terrain V 22.995 17.995 24.995 17.995 15.995 12.495 Þ egar sjómenn gera hlé á vetrarvertíð í aðdrag- anda jóla stendur vertíð ilmvatnsframleiðenda sem hæst. Hlutfallslega stærsta sölutíð ársins er fyrir jólin. Ilmvatnsframleiðendur leita eins og fatahönnuðir mikið til fortíðar og finna upp eitthvað nýtt og óþekkt. Víst er að ilmvatns- og snyrtivörugeirinn er gríðarleg tekjulind fyrir tískuhúsin. Helstu nýjungarnar fyrir þessi jól eru endurútgáfur frá síðustu öld. Ilmvatnstískan gengur því í hringi eins og önnur tíska. Ilmvötn frá Orsay kepptu snemma á tuttugustu öld við Guerlain og Chanel en Intoxication var stjarna þessarar ilmvatnsgerðar og kemur nú aftur á markað eftir langt hlé. Hjá Guerlain er það Sous le vent sem er það nýjasta en það var skapað af ilmvatns- meistaranum Jacques Guerlain fyrir söngkonuna og kabarett- stjörnuna Josephine Baker árið 1933 sem hafði gert J´ai deux amours ódauðlegt árið 1931. Í byrjun 20. aldar var það ekki enn orðin hefð að hver hönnuður skapaði sitt eigið ilmvatn eins og nú þekkist. Þá þótti ilmvatns- gerðin Caron með því besta sem gerðist og enn í dag eru ilmvatnsbúðirnar Caron að finna í París. Violette Précieuse er líklega það þekktasta frá Caron og fæst nú að nýju hjá snyrti- vörubúðum Sephora. Jeanne Lanvin var ein sú fyrsta sem lét gera fyrir sig ilmvatn enda táknmynd glæsileika og ákveðins frelsis- anda sem einkenndi hönnun hennar í byrjun 20. aldar. Seinna fylgdi Coco Chanel í kjölfarið og ekki ómerkari ilmur en Chanel°5 varð þá til. Sum tískuhús nota aðra uppskrift. Þau poppa upp gömul ilmvötn byggð á gömlum grunni, með örlitlum endurbótum líkt og Arpège Jeanne Lanvin sem verður Éclat d’Arpège í nýjum búningi. Nýrri merki í ilmvatns- geiranum láta sér nægja að útbúa gjafapakka fyrir jól eins og YSL sem hefur sett hið sígilda Ópíum í gamaldags flösku með slöngu og handdælu. Svo eru það merkin sem skapa sér ilmvatn fyrir ímyndina eins og skartgripaframleiðandinn Van Cleef & Arpels sem hefur skapað ilmvatnið Féerie og flaskan er eins og risastór safír og minnir auðvitað á eðalsteina fyrirtækisins. bergb75@free.fr Jólailmurinn er frá fyrri öld ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Skartgripir munu stækka ef marka má vorlínu Neimans Mar- cus sem leit dagsins ljós á dögun- um. Stór kúluhálsmen, breið arm- bönd og risavaxnir hringar eru meðal þess sem koma skal. Ekki er þó mælst til þess að nota marga stóra skargripi í einu því þá er hætt við að útkoman verði klúðursleg. Áberandi hálsmen og jafnvel eyrnalokkar eða armband í stíl ætti að duga og gera mikið fyrir látlausan klæðnað. - ve Bling bling Skartgripir verða umfangsmeiri með hækkandi sól. Stór kúluhálsmen, breið armbönd og risavaxnir hringar eru á meðal þess sem koma skal. NORDICPHOTOS/AFP Alla föstudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.