Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 66
42 11. desember 2008 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is Hljómsveitin Coldplay hefur neit- að ásökunum gítarleikarans Joe Satriani um að hún hafi stolið gít- arstefi hans og notað í lag sitt Viva La Vida. Í yfirlýsingu frá sveitinni kemur fram að Satriani hafi hvorki samið né haft áhrif á gerð lagsins. Satriani heldur því fram að Coldplay hafi stolið grunnstefi hans úr laginu If I Could Fly frá árinu 2004 og hefur höfðað mál þess efnis. Viva La Vida kom út á plötunni Viva La VIda or Death and All His Friends sem kom út í sumar. „Með fyllstu virðingu fyrir Joe Satriani þá teljum við okkur knúna til að svara opinberlega þessum ásökunum,“ sagði Coldplay. „Ef það eru einhver líkindi með þess- um tveimur lögum þá eru þau algjör tilviljun og þetta kemur okkur jafnmikið á óvart og honum. Joe Satriani er frábær tónlistar- maður en hann samdi ekki eða hafði nein áhrif á lagið Viva La Vida.“ Hljómsveitin hefur jafn- framt beðið Satriani um að treysta þessum orðum sínum og vonast greinilega til að hann dragi máls- höfðun sína til baka. Allir fjórir liðsmenn Coldplay eru skráðir fyrir laginu. Titill lags- ins var undir áhrifum frá mexí- kósku listakonunni Fridu Kahlo. Það virðist ekkert lát ætla að verða á vinsældum Chicago-rapparans Kanye West, en fjórða platan hans 808s & Heartbreak fór beint á topp bandaríska vinsælda- listans eins og hinar þrjár fyrri. Trausti Júlíusson tékkaði á Kanye og annarri nýrri hip-hop plötu, The Renaissance með Q-Tip. Þó að hip-hop árið 2008 hafi ekki gefið af sér margar afburðaplötur þá leynast samt ágæt stykki inn á milli. Þar á meðal má nefna Nigg- er með Nas, The Carter III með Lil Wayne, New Amerykah:Part One með Erykuh Badu og Slime & Rea- son með Roots Manuva. Við þenn- an lista er svo óhætt að bæta The Renaissance með Q-Tip. Og svo er það spurningin með nýju Kanye West plötuna, 808s & Heartbreak. Misjafnar móttökur 808s & Heartbreak er allt öðruvísi heldur en fyrri plötur Kanye og það er kannski þess vegna sem hún er mjög umdeild. Nafnið á plötunni vísar annars vegar í sökn- uð og ástarsorg og hins vegar í Roland TR-808 taktgjafann. Kanye missti nýverið móður sína og syngur til hennar eitt lag á plöt- unni, Coldest Winter. En hann er líka í ástarsorg eftir skiln- aðinn við unnustuna, hönn- uðinn Alexis Phifer. Platan er mjög lituð af því hugar- ástandi. Hún er líka lituð af 808-trommuheilanum sem upphaflega kom á markað árið 1980, en Kanye gerði alla laga- grunna plötunn- ar á hann. Það gefur plötunni gamaldags elektró-hljóm og til þess að vísa enn frek- ar í tónlist níunda ára- tugarins þá rappar Kanye lítið á plöt- unni, en syng- ur lögin með hjálp tölvu. Útkoman minnir oft á vocoder- raddbreytinn sem var nokk- uð algengur á níunda ára- tungnum og heyrist til dæmis vel í lag- inu Five Miles Out með Mike Oldfield. Og hvernig tekst svo til? Platan kemur manni alveg í opna skjöldu og fyrstu við- brögðin eru vonbrigði. En þetta er nú einu sinni Kanye og þegar maður hlustar betur þá lyftist brúnin á manni smám saman. Það er allavega hægt að segja Kanye það til hróss að hann velur ekki auðveldustu leið- ina. En svo er spurning hvort þetta er hugrekki eða fífldirfska. Vel heppnuð endurreisn Þeir sem vilja hefð- bundnari hip-hop plötu held- ur en 808s & Heartbreak ættu hiklaust að tékka á nýju plötunni hans Q-Tip, The Renaissance. Q-Tip var einn af stofnendum hins áhrifa- mikla og dáða tríós A Tribe Called Quest árið 1988. Tribe hafði mikil áhrif á rappheim- inn, en sveitin var brautryðjandi í því að blanda saman hip-hoppi og djassi. Hún sendi m.a. frá sér meistara- verkið Low End Theory árið 1991 og átti smelli á borð við Bonita Appel- bum, Can I Kick It? og Jazz (We’ve Got). A Tribe Called Quest hætti störfum árið 1998 og Q-Tip hefur frekar lítið haft sig í frammi á tón- listarsviðinu síðan ef frá er talin platan Amplified sem hann gerði með J Dilla árið 1999. Hann er hins vegar nú loksins kom- inn aftur með plötuna The Renaissance. Frá- bær plata sem ber keim af gamla efninu, en hljómar samt fersk. Þetta mjúka og grúví hip-hop er ómótstæði- legt. Á meðal gesta eru Norah Jones, Amanda Diva og D’Angelo. HUGREKKI EÐA FÍFLDIRFSKA? Q-TIP Loks kominn aftur og enn jafn mjúkur og grúví. KANYE WEST Í ÁSTARSORG Viðskilnaðurinn við unnunstuna Alexis Phifer setur mikinn svip á 808s & Heartbreak. > Í SPILARANUM Steed Lord - Truth Serum TV on the Radio - Dear Science Guðmundur Pétursson - Ologies Girl Talk - Feed the Animals Agent Fresco - Lightbulb Universe (ep) STEED LORD AGENT FRESCO COLDPLAY Neita ásökunum gítarleikar- ans Joe Satriani. > Plata vikunnar BMV - The Beginning ★★★ Það er margt vel gert á þessari fyrstu plötu BMV, en lagasmíð- arnar eru ekki nógu bitastæðar til að halda uppi heilli plötu. TJ Við erum ekki þjófar „Ég er að segja sögur af fólki,“ segir tónlistarmaðurinn Þór Breiðfjörð Kristinsson um sína fyrstu plötu sem nefnist Running Naked. Þór gat sér gott orð á síð- asta áratug fyrir söng sinn í Hár- inu og í Jesus Christ Superstar þar sem hann lék Júdas á móti Stefáni Hilmarssyni. Eftir það flutti hann til London og lék meðal annars í söngleiknum Vesalingunum á West End. „Það hefur alltaf staðið til að taka smá pásu og gera plötu,“ segir Þór, sem fluttist nýlega með fjöl- skyldu sinni til Nova Scotia í Kan- ada þar sem platan var tekin upp. „Ég ákvað að taka smá ævintýri,“ segir hann og sér ekki eftir ferð sinni til Vesturheims, enda fólkið þar afar vingjarnlegt. Við gerð plötunnar fékk Þór til liðs við sig upptökustjórann Fred Lavery sem er ákaflega virtur í Kanada. Einnig komu við sögu Tómas Tómasson og Ásgeir Óskarsson. „Þeir voru alveg gáttaðir á honum,“ segir hann um viðbrögð Freds og félaga við trommuleik Ásgeirs. Þrátt fyrir að hafa sungið í Vesalingunum fyrir fjölda fólks, bæði í London og víðar um heim- inn, vildi Þór láta gamlan draum rætast með plötunni. „Mig lang- aði að gera eitthvað sem maður getur skilið eftir sig. Er þetta ekki keppni við ódauðleikann?“ segir hann og kímir. Næstu tónleikar Þórs verða á Kaffi Rósenberg í kvöld. Annað kvöld verður hann síðan á Fimm fiskum í Stykkishólmi. Þegar til Kanada kemur mun hann síðan syngja á ECMA-hátíð- inni sem eru virt tónlistarverð- laun austurstrandar landsins. - fb Frá West End til Vesturheims ÞÓR KRISTINSSON Fyrsta plata Þórs Kristinssonar, Running Naked, er komin út. Platan var tekin upp í Kanada af hinum virta upptökustjóra Fred Lavery. Uppvakningar ganga lausir í nýju myndbandi Metalli- ca við lagið All Nightmare Long. Hið níu mínútna langa myndband er byggt upp eins og sovésk heimildar- mynd sem fjallar um nýstárlegar tilraunir sem fara út um þúfur með skelfilegum afleiðingum. Liðsmenn Metallica sjást hvergi í mynd en útkoman þykir afturhvarf til vandaðra myndbanda sveitarinnar frá því í gamla daga á borð við One. Metallica er í hæstu hæðum um þessar mundir. Nýjasta plata sveitarinnar, Death Magnetic, hefur fengið frábærar viðtökur og skemmst er að minnast fjögurra tilnefninga sem hún fékk til Grammy- verðlaunanna. Risavaxin tónleika- ferð um heiminn sem þegar er hafin mun líklega standa yfir til ársins 2010. Til að mynda er þegar uppselt á ferna tónleika sveitarinnar af fimm í Kaup- mannahöfn í júlí á næsta ári. Uppvakningar í nýju myndbandi METALLICA Rokkararnir í Metallica hafa átt sérlega gott ár. Kr. 19.900,- Sun: 12-16 Opið: Mán-Föst: 10-18 Lau: 11-16 : 2-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.