Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 12
12 11. desember 2008 FIMMTUDAGUR tökum notuð barnaskíði og skó upp í ný SKÍÐASKIPTIMARKAÐUR SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! Ný r Or ku lyk ill NÝ JU NG 5 kr. afsláttur þegar þú notar Orkulykilinn í fyrsta sinn! Alltaf 2 kr. afsláttur af dæluverði Bensínorkunnar sem kannanir sýna að er lægra en hjá öðrum! www.orkan.is Meginefni nýs frumvarps um Ríkisútvarpið ohf. er að takmarka auglýsingar í Sjónvarpinu, hækka út- varpsskattinn frá því sem áður var ákveðið og koma á skilvirku eftirliti með starfsemi RÚV. Miklar skorður eru reistar við auglýsingum í Ríkissjónvarpinu í frumvarpi menntamálaráð- herra sem dreift var á Alþingi í gær. Samkvæmt því styttast auglýsingatímar frá því sem nú er, þeim fækkar og auglýsingar á tilteknum útsendingartímum verða bannaðar. Í athugasemdum segir að með takmörkun á svigrúmi RÚV á auglýsingamarkaði sé stefnt að því að treysta rekstur sjálfstætt starfandi fjölmiðla og stuðla að sem fjölbreyttustu fjölmiðlaum- hverfi á Íslandi. Takmarkanirn- ar ná aðeins til Sjónvarpsins - ekki er hróflað við auglýsingum á útvarpsrásum RÚV. Skattur í stað auglýsingatekna Erfitt er að segja nákvæmlega fyrir um fjárhagsleg áhrif þessa á Ríkisútvarpið en Páll Magnús- son útvarpsstjóri sagðist í Morg- unblaðinu í gær telja tekju- skerðinguna nema allt að 400 milljónum króna á ári. Ekki er þar með sagt að Ríkis- útvarpið verði af þeirri fjárhæð því skattgreiðendum verður gert að mæta tekjutapinu, að hluta í það minnsta. Nefskattur sá sem ákveðið var að inn- heimta í stað afnota- gjalda með lögum um Ríkisútvarpið ohf. frá síðasta ári verður hækkaður. Áður var hann ákveðinn 14.580 krónur á greiðanda á ári en verður 17.900. Samkvæmt athugasemdum frumvarpsins er skatturinn meðal annars hækk- aður til að mæta minni tekjum af auglýsingasölu. Áætlað er að rúmlega 3.7 milljarðar króna innheimtist með skattinum. Afnotagjöld þessa árs verða að líkindum um 3 milljarðar. Aukið eftirlit Í frumvarpinu er kveðið á um aukið og skilvirkara eftirlit með starfsemi Ríkisútvarpsins. Útvarpsréttarnefnd verður falið sérstakt og sjálfstætt eftirlit auk þess sem eftirlitsskyldir þættir samkvæmt núgildandi lögum verða færðir til nefndar- innar. Meginbreytingin er sú að Útvarpsréttarnefnd verður, sem sjálfstæðu stjórnvaldi, falið eftirlit með starfsemi Ríkisút- varpsins og veitt heimild til að beita stjórnvaldssektum vegna tiltekinna brota gegn lögum. Með virku eftirliti er stefnt að því að auka gagnsæi í starfsem- inni og tryggja að Ríkisútvarpið sinni því hlutverki sem því er ætlað í almannaþágu. Segir í athugasemdum frumvarpsins að gert sé ráð fyrir að Útvarps- réttarnefnd geti bæði tekið upp mál að eigin frumkvæði og tekið við erindum er varða ætluð brot RÚV á ákvæðum laga um það. Ennfremur er lögð víðtæk upp- lýsingaskylda á félagið og ber því að kröfu útvarps- réttarnefnd- ar að láta henni í té allar þær upplýsingar sem hún telur nauðsynlegar til að rækja eftirlitshlutverk sitt. Þá þarf Ríkisútvarpið að leita mats nefndarinnar á hvort ný þjónusta sem það hyggst veita teljist útvarpsþjónusta í almannaþágu og jafnframt láta nefndinni í té upplýsingar til að sannreyna megi hvernig félagið hefur uppfyllt skyldur sínar samkvæmt lögum og reglum um ríkisstyrki til útvarpsþjónustu í almannaþágu. Þessir þættir eru sem sakir standa á hendi mennta- málaráðuneytisins annars vegar og Ríkisendurskoðunar hins vegar. Húsið og lífeyrisskuldbinding- arnar Núverandi rekstrarvanda Ríkis- útvarpsins er ekki mætt í frum- varpi menntamálaráðherra. Efni þess snýst um aðra hluti. Engu að síður hafa þau mál verið til skoðunar hjá stjórnvöldum. Lífeyrisskuldbindingar RÚV upp á um þrjá milljarða króna er rekstrinum þungur. Meðal ann- ars hefur því verið hreyft að ríkið taki þær yfir og eignist í staðinn Útvarpshúsið við Efsta- leiti. Bókfært virði þess er um þrír milljarðar. Takmörkun auglýsinga mætt með hærri skatti FRÉTTASKÝRING: Ríkisútvarpið ohf. ■ Hlutfall auglýsinga af daglegum útsendingartíma skal vera innan við 10 prósent (sex mínútur á klukkustund). ■ Frá klukkan 19 til 22 (kjörtími) má hlutfall auglýsinga ekki fara yfir 5 prósent (þrjár mínútur á klukkustund). ■ Hver auglýsingatími má að hámarki vera 3 mínútur og 20 sekúndur. ■ Mest mega auglýsingatímar vera tveir á klukkustund. ■ Óheimilt er að hafa auglýsingatíma í sjónvarpsþætti sem er styttri en 45 mínútur. ■ Óheimilt er að auglýsa á útsendingartíma barnaefnis og tíu mínútum á undan og eftir barnaefni. ■ Kostun sjónvarpsefnis er óheimil. Undantekningar eiga við um stórviðburði í íþróttum (ÓL og HM og EM í knattspyrnu), Evróvisjón og innlendum verðlaunaat- höfnum (Gríman, Eddan, Ísl. tónlistarverðlaunin). ■ Vöruinnsetning er bönnuð sem og umfjöllun með markaðslegt gildi. AUGLÝSA MÁ Í NÍU MÍNÚTUR Á KJÖRTÍMA FRÉTTASKÝRING BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA ÚTVARPSHÚSIÐ VIÐ EFSTALEITI Útvarps- réttarnefnd er falið sérstakt og sjálfstætt eftirlit með starfsemi Ríkisútvarpsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.