Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 28
28 11. desember 2008 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Ragnar Halldórsson svarar grein Hallgríms Helgasonar Svo virðist – eftir allt sem á undan er geng- ið – að Hallgrímur Helgason rithöfundur vilji halda áfram að rífa niður og eyðileggja. Í Fréttablaðinu 7. desem- ber slær hann sig til riddara nið- urrifsins og þykist vita allt betur en aðrir. Betur en Sjálfstæðis- flokkurinn. Betur en Samfylk- ingin. Úthrópar þá sem eru að vinna þjóðinni allt til heilla. Og reynir að kynda undir pólitískri hatursumræðu á Íslandi ofan á allt annað. Ég er orðinn svolítið leiður á Hallgrími. Aftur og aftur geng- ur hann of langt. Hann er með Geir H. Haarde á heilanum. Hann uppnefnir forsætisráð- herra, kallar hann skjálfhentan, þreyttan og pirraðan, án leið- togahæfileika sem birtist í hlut- verki smástráks með aulabrand- ara. Talar um ákvarðanafælni hans meðan Geir tekur ákvarð- anir á færibandi hvern klukku- tíma hvers einasta dags af stjórnvisku og festu fyrir Ísland. Af mikilli reisn. Taugaveiklun- arlaust. Í þeirri röð sem er þjóð- inni til mestrar gæfu á þessari stundu. Það er mikill vandi að stjórna landi. Ekki síst þegar vandamálin eru á færibandi. Hvað á Hallgrímur eiginlega við? Er hann að tala um sjálfan sig? Það er fráleitt að snúa aðdá- un í fyrirlitningu með þeim hætti sem Hallgrímur gerir og úthrópa máttarstólpa þjóð- félagsins – Sjálfstæðis- flokkinn. Sem Hall- grímur virðist þó innst inni bera mikla virð- ingu fyrir. Og allir vita að er eini flokkurinn sem getur tryggt þjóð- inni tekjur til framtíð- ar, ásamt samstarfs- flokki sínum í ríkisstjórn Íslands. En svo ræðst Hallgrímur á sinn eigin flokk sem gerir sitt besta líka – Samfylkinguna – og tekur undir ódýrt lýðskrum Vinstri grænna sem eru að græða á neyð þjóðar- innar. Það er lítilmannlegt og hæfir honum ekki. Það er sáraauðvelt að ala á fordómum um þá sem eru með allar byrðar þjóðarinnar á bak- inu. Gerir hann sér grein fyrir því hve mikið mæðir á forsætis- ráðherra Íslands 24 tíma á sólar- hring? Heldur hann að það sé eitthvert grín sem Geir H. Haar- de er að takast á við á hverjum einasta degi fyrir þjóðina? Með slíka hatursumræðu gegn sér ofan á allt annað? „Ísland er brennandi blokk“ segir Hall- grímur. „Íbúarnir [–] góna örvæntingarfullir út úr reykjar- kófinu.“ Voða sniðugt. Heldur Hallgrímur að ástand Íslands sé til að hafa í flimtingum? Aðstæður þjóðarinnar séu eitt- hvert grín? Íslandi blæðir og hann leyfir sér að gera lítið, bæði úr þjóðinni og þeim sem eru að bjarga henni af mestu heilindum og alvöru út úr verstu krísu lýðveldistímans. Það þarf að gæta einhvers hófs í málflutningi manna. Og vera eitthvert vit í því sem þeir eru að segja. Sem er lögmálið um skaðsemi öfga sem geta búið í okkur öllum. Nú síðast í Hall- grími. Því þetta er makalaust lýðskrum. Rakalaus óvild. Sem gerir engum greiða. Ekki Hall- grími. Ekki Samfylkingunni. Það er nóg komið af ofsóknar- kenndri og hatursfullri orðræðu Hallgríms. Hann er hvattur til að líta í eigin barm. Hann skaðar Samfylkinguna og sjálfan sig. Hann þarf að hætta þessu móð- ursýkislega niðurrifi og fara að bygga upp með okkur hinum. Hallgrímur virðist ekki skilja vanda stjórnmálanna. Vanda raunveruleikans. Hann heldur að gaspursamar patentlausnir í frasakenndum stíl færi okkur úr grafalvarlegum vanda heillar þjóðar inn í framtíðina. En það er alrangt. Það er mikill vandi að stjórna landi. Ekki síst þegar virðing fyrir öllum borgurum þess er höfð að leiðarljósi. Þá er þörf á visku Salómons. Þetta skilur formaður Sjálfstæðis- flokksins og forsætisráðherra Íslands – Geir H. Haarde. Þetta skilur varaformaður Sjálfstæð- isflokksins – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Þetta skilur Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta skilur Samfylkingin og forysta hennar. En það virðist ofvaxið skilningi Hallgríms Helgasonar. Höfundur er ráðgjafi. UMRÆÐAN Gunnlaugur I. Grét- arsson skrifar um fordóma Eitt af höfuðmarkmið-um samtakanna HIV- Ísland er að vinna gegn fordómum. Þess vegna nýtum við hvert tækifæri sem okkur gefst til að koma fram með ábyrgum hætti í fjölmiðlum. Fyrir nokkrum dögum fékk ég símhringingu frá kunningjum mínum, sem sjá um útvarpsþátt- inn Harmageddon á X-inu 977. Þeir báðu mig sem formann HIV- Ísland um að ræða í beinni útsend- ingu frétt sem hafði birst í Frétta- blaðinu. Ég játti þessu og stuttu síðar hringdu þeir í mig. Við rædd- um stuttlega fréttina og fórum svo yfir stöðu mála á Íslandi í dag varðandi HIV og alnæmi. Eftir samtalið, sem var í beinni útsend- ingu, kveikti ég á útvarpinu til að gá hvort einhver meiri umfjöllun kæmi í kjölfarið. Eftir eitt lag og nokkrar auglýsingar hleypa þeir kumpánar í loftið vini sínum, sem hefur fengið viðurnefnið „Nasist- inn“ af hlustendum stöðvarinnar. Þáttastjórnendur (annar þeirra er dagskrárstjóri X-ins 977) láta sem þeir þekki ekki viðmælandann, sem hefur áður komið fram í þætt- inum undir fölsku nafni. Viðmæl- andinn lætur fjölmargar fordóma- fullar yfirlýsingar falla í garð HIV-jákvæðra, á þann hátt að ég vil ekki hafa eftir. Á meðan gera þáttastjórnendur að mínu mati marklitlar tilraunir til að leiðrétta mál hans. Ég spyr: Hver er tilgangurinn með svona háttarlagi? Á þetta að vera fyndið eða er til- gangurinn að breiða út fordóma? Ég þekki per- sónulega alla málsaðila og þeir mig og ég veit líka hversu vel þeir þekkja hver annan. Þeir þekkja mína sögu og vita vel að faðir minn lést úr alnæmi. Var það kannski tilgangur verknaðarins að reyna að særa mig sem persónu eða for- mann HIV-Ísland? Ef svo er þá uppskáru þeir ekki erindi sem erfiði. Það var mikið áfall fyrir mig sem ungan mann að missa föður minn úr alnæmi. Árið 1989 vildi faðir minn koma opinskátt fram í sjónvarpi, en kaus að myndin af honum yrði skyggð og röddin brengluð. Þannig vildi hann vernda fjölskyldu sína, þar á meðal mig, fyrir fordómum. Það er enn þá mikið áfall að greinast HIV-jákvæður. Við hjá samtökunum erum í stöðugri bar- áttu við fordóma og fyrir því að skapa grundvöll fyrir HIV- jákvæða að geta talað opinskátt um veikindi sín. Því miður er það svo að fjöl- miðlar sækjast eftir neikvæðum fréttum og hættir til að dramatís- era umfjöllun sína um HIV og alnæmi. Það er erfitt að koma jákvæðri umfjöllun um sjúkdóm- inn að í fjölmiðlum. Þess vegna vil ég hvetja alla fjölmiðla, ekki síst X-ið 977, til að hjálpa okkur í bar- áttunni við fordóma og við að búa til það umhverfi sem þarf til að HIV-jákvæðir eigi auðveldara með að koma fram opinskátt í fjölmiðlum. Höfundur er formaður HIV-Ísland. SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál- efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. GUNNLAUGUR I. GRÉTARSSON Eru fordómar fyndnir? RAGNAR HALLDÓRSSON Svar til riddara niðurrifsins Það þarf að gæta einhvers hófs í málflutningi manna. Og vera eitthvert vit í því sem þeir eru að segja. Sem er lögmálið um skaðsemi öfga sem geta búið í okkur öllum. Nú síðast í Hallgrími. UMRÆÐAN Jakob Frímann Magn- ússon skrifar um dag íslenskrar tónlistar Íslensk tónlist nýtur um þessar mundir meiri hylli hérlendis en áður hefur þekkst sé miðað við almenna útbreiðslu, flutning í útvarpi og sölu hljóm- diska. Um þessar mundir er hlut- fall íslenskra hljómplatna allt að 90% miðað við sölu- og vinsælda- lista. Fyrir áratug var það hlutfall einungis um 30%. Það breytir þó ekki þeirri stað- reynd að hljómplötumarkaður í heild sinni hefur dregist verulega saman um heim allan. Það má m.a. rekja til þeirrar tæknibyltingar sem netvæðingin er og leitt hefur til endurgjaldslauss niðurhals, bæði á tónlist og kvikmyndum. Um þessar mundir standa yfir samningaviðræður við net- og símafyrirtæki víða um lönd sem vonandi megna að snúa vörn greinarinnar í sókn. Þó að íslenskir tónlist- armenn séu fæstir í álnum standa þeir óskaddaðir eftir 25 ár í útrás. Sumir fullyrða að tónlistin og menningin muni endurreisa og varð- veita orðstír Íslendinga á alþjóðavettvangi. Íslenskir tónlistar- menn þurfa engan kinn- roða að bera af framlagi sínu til samfélagsins. Þeir barma sér sjaldan þó æði þröngt sé flestum sniðinn bæði heimavistar- og útherja- stakkurinn. Efnt verður til dagskrár í Þjóð- leikhúskjallaranum kl. 12.12. þennan 12. dag 12. mánaðar ársins og verður sú dagskrá tileinkuð minningu Rúnars Júlíussonar sem verður jarðsunginn kl. 14.00 þenn- an dag frá Keflavíkurkirkju. Þá verður Bjarkarlaufið afhent einstaklingi úr stétt fjölmiðla- manna fyrir auðsýnda ræktarsemi við íslenska tónlist. Bjarkarlaufs- þegi síðasta árs var Árni Matthí- asson, blaðamaður á Morgunblað- inu. Kynningu á tilnefningum til ÍTV verður frestað fram yfir helgi af virðingu við hinn látna. Að lokinni klukkustundar dag- skrá í Þjóðleikhúskjallaranum gefst fólki kostur á að safnast saman í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem tónlist Rúnars mun hljóma uns útförin hefst kl. 14.00, en henni verður varpað á risaskjá í kirkjunni. Höfundur er formaður FTT, Stefs og Samtóns. Ár og dagar íslenskrar tónlistar JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON Þó að íslenskir tónlistarmenn séu fæstir í álnum standa þeir óskaddaðir eftir 25 ár í útrás. Sumir fullyrða að tónlistin og menningin muni endurreisa og varðveita orðstír Íslendinga á alþjóðavettvangi. Skeifan, Smáralind, Kringlan, Hafnarfjörður, Selfoss, Vestmannaeyjar, Egilsstaðir, Akureyri, Ísafjörður Aðeins 2.740kr. áður 5.480 kr. Aðeins 1.495kr. áður 2.990 kr. Aðeins 1.745kr. áður 3.490 kr. Aðeins 2.240kr. áður 4.480 kr. Aðeins 2.495kr. áður 4.990 kr. Aðeins 1.995kr. áður 3.990 kr. sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% Tilboðin gilda frá 11.12.08 til 16.12.08. Til þess að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilar nýti sér tilboðin til innkaupa fyrir eigin verslanir má hver og einn viðskiptavinur aðeins versla þrjár bækur af einstaka titli. Saga Bald urs Brján sson ar Töfr aman ns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.