Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 36
 11. DESEMBER 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Í hæfingarstöðinni Bjarkarási, þar sem fólk með þroskahömlun starfar, fer margþætt starfsemi fram. Í Listasmiðjunni eru fram- leiddir skrautmunir og nytja- hlutir úr gleri, tré og leir og í gróðurhúsi rækta starfsmenn lífrænt grænmeti. Þá taka þeir að sér ýmiss konar pökkunar- og álímingarverkefni. Forstöðukonan Þórhildur Garð- arsdóttir segir glerdiska, skálar, gler- krossa og skart meðal þess sem framleitt er í listasmiðjunni og að fyrir jól líti hinir ýmsu jólamunir dagsins ljós. Hún segir að oft og tíðum komi margir að framleiðslu á einum hlut og er tekið mið af getu hvers og eins. „Einn starfsmaður hnoðar til að mynda kúlu, annar þrýstir henni í mót og sá þriðji sér um loka- frágang.“ Þórhildur segir nýjar hugmyndir fæðast og nýir hlutir líta reglulega dagsins ljós, en þá er hægt að skoða í Smiðjubúð að Stjörnugróf 9. Þá segir hún samstarf við Listaháskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, sem leiddi til væntanlegrar framleiðslu á leirpottunum Grow me, lyftistöng fyrir starfsemina. „Listaháskólinn sá um sköpunarvinnuna en Háskólinn í Reykjavík markaðshlutann. Framleiðslan verður svo í okkar höndum en um er að ræða leirpotta sem fylltir eru af mold og mismunandi kryddjurta- fræjum. Þá þarf eingöngu að vökva og bíða eftir upp- skerunni. Pottarnir hlutu fyrstu verðlaun í hug- myndasamkeppni á dögun- um og fara í framleiðslu hjá okkur eftir áramót,“ segir Þórhildur og bendir áhuga- sömum á að næstkomandi föstudag verði opið hús í Bjarkarási þar sem gefst kostur á að fylgjast með fólkinu að störfum og skoða framleiðsluna. - ve Hjá mörgum fjölskyldum hefur skapast sú hefð að fara saman út í skóg fyrir jólin að velja sér jólatré, saga það niður og flytja í hús. Slíkt fyrirkomulag hefur verið vinsælt hin síðari ár og má geta sér þess til að vinsældirnar aukist til muna nú þegar Íslendingar vilja íslenskt framar öðru. Mörg skógræktarfélög bjóða fólki að höggva sín eigin jólatré. Þeirra á meðal er Skógrækt Reykjavík- ur sem hefur boðið fólki að höggva jólatré í Hjalladal í Heiðmörk í fjögur ár. Jólaskógurinn í Hjalla- dal opnar laugardaginn 13. desem- ber og er opinn frá 11 til 16 um helgar fram að jólum. „Ég á nóg af trjám fyrir alla,“ segir Ólafur Erling Ólafsson, skógar- vörður í Heiðmörk, kátur. „Þarna erum við aðallega með stafafuru og greni,“ útskýrir hann og áréttar að verðið sé það sama og í fyrra, 4.900 krónur, og skiptir þá engu hversu stórt eða lítið tré verður fyrir val- inu. „Hér verða jólasveinar, varð- eldur og ókeypis kakó,“ segir hann og tekur fram að þetta sé líklega ódýrasta leiðin á landinu til að ná sér í jólatré. „Fyrir utan hvað þetta er skemmtilegt.“ Í jólaskóginum er yfirleitt margt fólk og mikið fjör. Þrátt fyrir mannfjöldann segir Ólafur að engin hætta sé á að jólatrén klárist. „Við gróðursetjum 10.000 tré á hverju ári og því eykst úrvalið á hverju ári.“ Skógrækt ríkisins býður einn- ig landann velkominn í skóga sína fyrir jólin til að velja sér jólatré. Hér á eftir fara upplýsingar um hvar nálgast megi jólatré í skóg- um ríkisins í landsfjórðungunum fjórum. Á Austurlandi getur fólk komið í Hallormsstaðaskóg að trjásafninu og höggvið sín eigin tré sunnudag- inn 14. desember frá klukkan 13 til 16. Markaðsdagur Félags skógar- bænda á Héraði, Skógræktar ríkis- ins, Barra hf. og Héraðs- og Aust- urlandsskóga verður svo haldinn í húsakynnum Barra á Valgerðar- stöðum í Fellum laugardaginn 13. desember. Þar verða til sölu íslensk jólatré alla daga fram að jólum. Á Suðurlandi býður skógræktin fólki að höggva sín eigin tré í Haukadalsskógi sunnudaginn 14. desember frá 12 til 15. Einn- ig er hægt að leggja inn pantanir um jólatré hjá skógarverðinum á Suðurlandi. Skógrækt ríkisins á Vesturlandi býður fólk velkomið í Selskóg til að höggva sitt eigið tré helgarnar 13. og 14. desember og 20. og 21. desember frá 11 til 16. Skógrækt ríkisins á Norður- landi selur sín jólatré í Kjarna- skógi en býður ekki upp á að fólk geti höggvið eigið tré. Skógræktar- félag Eyfirðinga í Þelamörk býður hins vegar þá þjónustu allar helgar í desember frá 12 til 15. Skógræktarfélög um allt land bjóða fólki einnig að koma í sína skóga til að velja sér jólatré. Nán- ari upplýsingar má finna á jólavef skógræktarfélaganna www.skog. is/jolatre/felog.html. - sg Nóg af jólatrjám fyrir alla í skógum Íslands Ólafur Erling Ólafsson, skógarvörður í Heiðmörk, á nóg af trjám handa öllum. Fólk má taka eins stór tré og það vill. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jólakúla Tinnu Gunnarsdóttur iðnhönnuðar er engin venjuleg kúla, heldur hálfkúla. Hún er annars vegar steypt í kopar og hins vegar í ál. Hún hangir í svörtu girni og er ætluð úti í glugga þar sem hún „gefur þannig jafnt til umhverfisins og heimilisins,“ eins og hönnuðurinn Tinna orðar það. „Það er fallegt þegar hún snýst í kringum sjálfa sig og varpar birtu út frá póleraða fletinum.“ Kúlan er framleidd hér á landi, steypt í sand og síðan handlituð og pússuð. Handverkið gerir það að verkum að hver og ein kúla hefur sín blæbrigði. Hún getur bæði hangið ein og sér og einnig er fallegt að hafa margar saman. Kúlan úr áli kostar 4.900 krónur en 6.400 krónur sé hún úr kopar. Hún fæst í Aurum, Kokku, Kraumi og Gallery Turpentine. - gun Hver með sín blæbrigði Þórhildur umkringd fallegum munum í Smiðjubúð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skraut, skart og nytjahlutir F R É T TA B L A Ð IÐ /A R N Þ Ó R Í Listasmiðju Bjarkaráss eru framleiddir munir úr gleri, tré og leir. Trélukt fyrir útikerti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.