Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 54
 11. desember 2008 FIMMTUDAGUR Alþjóðadagur mannréttinda var haldinn hátíðlegur í gær en þá varð mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) 60 ára. „Yfirlýsingin var samþykkt af allsherjarþingi SÞ árið 1948 og var það í raun mikið þrekvirki að það skyldi takast þar sem þetta var skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina. Þá var heiminum enn skipt upp af nýlenduherrum og kynþátta- aðskilnaðarstefna enn við lýði,“ segir Guðrún D. Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Mannréttindayfirlýsingin var fyrsta alþjóðlega viður- kenningin á að allir menn séu jafnir alls staðar. Síðan hefur yfirlýsingin orðið grunnur að hinu alþjóðlega mannréttinda- kerfi og öllum þeim mannréttindum sem við tölum um í dag,“ segir Guðrún. „Að alþjóðasamfélagið skuli hafa komið saman og ákveðið að þessi réttindi giltu fyrir alla alls staðar voru mikil tímamót.“ Að sögn Guðrúnar urðu í kjölfarið til ýmsir mannrétt- indasamningar sem sprottnir eru úr yfirlýsingunni. „Mann- réttindasáttmáli Evrópu og mannréttindadómstóllinn komu til árið 1950. Hugmyndafræðilegur ágreiningur gerði það síðan að verkum að ekki tókst að samþykkja tvo samninga með öllum réttindum mannréttindayfirlýsingarinnar fyrr en 1966. Þessir tveir grundvallarsamningar SÞ, sem eru al- þjóðasamningar um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi annars vegar og efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi hins vegar, eru byggðir á mannréttindayfirlýsing- unni,“ útskýrir Guðrún. Þar sem mannréttindayfirlýsingin er vilja yfirlýsing þá þarf að gera samninga til að skapa þjóð- réttarlegar skuldbindingar ríkja. „Öll mannréttindakerfi og stjórnarskrár ríkja sækja í þessa yfirlýsingu.“ Mannréttindayfirlýsingin telur 30 efnisgreinar auk inn- gangsorða. „Allir samningar, eins og til dæmis Barnasátt- máli Sameinuðu þjóðanna, samningar um afnám misréttis gegn konum og gegn kynþáttahatri, eru sprottnir úr mann- réttindayfirlýsingunni og í raun nánari útlistun á réttindum tiltekinna hópa sem þurfa frekari vernd,“ segir Guðrún og nefnir að nýjasti samningurinn kveði á um réttindi fólks með fötlun. „Mannréttindayfirlýsingin hefur ómælda þýðingu fyrir heimsbyggðina alla þar sem áhrifa hennar gætir í lögum og stjórnarskrám um allan heim. Hún er viðurkennt leiðarljós þeirra sem vinna í mannréttindum og þeirra sem brotið er á,“ segir Guðrún og bætir við að yfirlýsingin sé í raun lifandi plagg sem hefur staðið af sér ýmsar breytingar. „Yfirlýs- ingin er lögð til grundvallar þegar metið er hvort ríki virði mannréttindi eða ekki. Nú þegar við horfum til erfiðari tíma á Íslandi þá teljum við að yfirlýsingin sé mjög þarft leiðar- ljós í þeirri uppbyggingu sem við þurfum að takast á hendur. Mannhelgi, réttlæti og jöfn tækifæri fyrir alla eru leiðarljós sem halda þarf til haga. Þó svo mannréttindi á Íslandi teljist í nokkuð góðum farvegi þá koma þau ekki af sjálfu sér. Til að þekkja rétt þinn og annarra er nauðsynlegt að halda mann- réttindayfirlýsingunni á lofti.“ Í tilefni afmælisins hefur verið gefin út ný þýðing á yfir- lýsingunni sem færð hefur verið í nútímalegra horf og auk þess var gefin út myndabók þar sem fimmtán íslenskir graf- ískir hönnuðir teikna myndir við ákvæði yfirlýsingarinn- ar. „Á afmælisdaginn voru meðal annars flutt ávörp og ný hreyfimynd kynnt með frumsaminni tónlist hljómsveitarinn- ar Hjaltalín á hátíðarfundi með utanríkisráðuneytinu í Iðnó,“ segir Guðrún ánægð og bætir einlæg við: „Mannréttindi eru algild og óafsalanleg fyrir alla alls staðar.“ hrefna@frettabladid.is MANNRÉTTINDAYFIRLÝSING SÞ: 60 ÁRA Ómæld þýðing GUÐRÚN D. GUÐMUNDSDÓTTIR Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrif- stofu Íslands. FRÍÐA Á. SIGURÐARDÓTTIR RITHÖFUNDUR FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1940. „Það eru ekki allar ástir í andliti fólgnar.“ Fríða Á. Sigurðardóttir hlaut Ís- lensku bókmenntaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs fyrir skáldsöguna Meðan nóttin líður, sem kom út árið 1990. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og frændi, Hilmar Friðþórsson fyrrum vélstjóri, lést á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, fimmtudaginn 4. desember. Útför hans fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 13. desember. nk. kl. 13.30. Magnús Þór Hilmarsson Anna Þ. Ingólfsdóttir Gunnar Jón Hilmarsson Hildur I. Sölvadóttir barnabörn, barnabarnabörn, frændfólk og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar og amma, Helga Þ. Árnadóttir frá Burstafelli, Vestmannaeyjum, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist hinn 8. desember sl. Útförin fer fram hinn 12. desember nk. frá Akraneskirkju kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar er bent á MND-félagið. Árnný Sigurbjörg Guðjónsdóttir Edmund Bellersen Oddfríður Jóna Guðjónsdóttir Ágúst P. Óskarsson Emil Þór Guðjónsson Stella S. Sigurðardóttir Guðm. Helgi Guðjónsson Inga Dóra Þorsteinsdóttir Ásbjörn Guðjónsson Guðrún V. Friðriksdóttir Elín Ebba Guðjónsdóttir Kristján Albertsson Lárus Jóhann Guðjónsson Margrét Ósk Ragnarsdóttir og ömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafað- ir, bróðir, mágur, afi og langafi, Stefán Ágústsson loftskeytamaður, Lautasmára 1, lést á Landspítalanum Fossvogi 6. desember. Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 15. desember kl. 13.00. Lilja Bjarnadóttir Ágúst Stefánsson Chularak Stefansson Guðrún Stefánsdóttir Bergþór Þormóðsson Sigrún Anna Stefánsdóttir Vigfús Halldórsson Bjarni Vilhelm Stefánsson Íris Pálsdóttir Sigurborg Kristín Stefánsdóttir Helgi Sverrisson Pálmi Ágústsson Guðlaug Jónsdóttir afabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, afi og langafi, Trausti Guðjónsson frá Skaftafelli í Vestmannaeyjum, síðast til heimilis á Hjúkrunarheimilinu Grund, andaðist að kvöldi 2. desember. Jarðarförin fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu föstudaginn 12. desember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakk- aðir, en þeir sem vilja minnast hins látna er bent á Hvítasunnukirkjuna Fíladelfíu. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Jónsdóttir Halldóra Traustadóttir Einar Jónasson Guðjón Traustason Kristín Erlendsdóttir Kornelíus Traustason Elín Pálsdóttir Símon Eðvald Traustason Ingibjörg Jóhannesdóttir Sólveig Traustadóttir Sigurður Wiium Vörður Leví Traustason Ester K. Jacobsen G. Ingveldur Traustadóttir Geir Jón Þórisson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ágústa Pétursdóttir Snæland sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 6. desember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 11. desember, kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast Ágústu er vinsamlega bent á að láta dvalar- og hjúkrunarheim- ilið Grund njóta þess. Pétur H. Snæland Valgerður Kristjánsson Sveinn Snæland Jónína M. Guðnadóttir Halldór Þ. Snæland Ásta B. Benjamínsson Gunnar Snæland Kristín E. Kristleifsdóttir börn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þóra Sigríður Þórðardóttir Neshaga 10, Reykjavík, andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, þriðju- daginn 2. desember. Hún verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 12. desember nk. kl. 13.00. Steinþór Haraldsson Guðríður Hulda Haraldsdóttir Ólafur Haraldsson Ragnheiður Ragnarsdóttir Ingibjörg Haraldsdóttir Páll Stefánsson Elín Haraldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum öllum sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar sambýliskonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigrúnar Guðnýjar Guðmundsdóttur frá Bala, Stafnesi, Stapavöllum 19, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir umhyggjusama og kærleiksríka umönnun meðan á erfiðri sjúkralegu stóð. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur H. Ákason Guðrún Gunnarsdóttir Jón Gunnarsson Guðrún Gunnarsdóttir Kristþór Gunnarsson Ásrún Rúdólfsdóttir Guðmundur G. Gunnarsson Þórhalla M. Sigurðardóttir Þjóðbjörg Gunnarsdóttir Reinhard Svavarsson barnabörn og barnabarnabarn. Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Einars Grétars Þorsteinssonar. Innilegar þakkir til heimahlynningar Sólvangs, Jóhönnu, þjálfara hans, og starfsfólks St. Jósefsspítala fyrir sérstaka umönnun og alúð. Guð blessi ykkur. Sigurbjörg Guðrún Karlsdóttir, Suðurgötu 30, Hafnarfirði. Okkar ástkæri Jón Halldórsson húsasmíðameistari, frá Arngerðareyri, lést mánudaginn 8. desember á Landspítala í Fossvogi. Steinunn Jónsdóttir Halldór Jónsson Rannveig Jónsdóttir Kristín S. Jónsdóttir Óli Hilmar Briem Jónsson Guðrún S. Jónsdóttir Þórður Yngvi Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. timamot@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.