Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 6
6 11. desember 2008 FIMMTUDAGUR EVRÓPUMÁL Sæki Ísland um aðild að Evrópusambandinu mun það geta veitt Króatíu harða samkeppni um að verða 28. aðildarríki sam- bandsins. Þetta sagði Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál ESB í framkvæmdastjórn þess, á opnum fundi í Osló í gær sem varpað var til Íslands í gegn um fjarfundabún- að í Háskólanum í Reykjavík. Með þessu staðfesti Rehn, að hann gerði ráð fyrir að Ísland gæti fengið „hraðmeðferð“ í aðildar- samningum við sambandið, þar sem framkvæmdastjórnin hefur þegar sagt að Króatía verði vænt- anlega komin á lokastig sinna aðild- arviðræðna undir lok næsta árs. Rehn tók fram, að hann hefði ítrekað tjáð ráðamönnum ríkjanna í Suðaustur-Evrópu sem stefna að aðild að ESB, að það væri ekki hægt að stytta sér leið inn í sam- bandið. Þar sem Ísland væri nátengt ESB í gegn um aðild sína að Evr- ópska efnahags- svæðinu síðan 1994 væri hins vegar hægt að líta svo á að það stytti leið Íslands til fullr- ar aðildar. Spurður um möguleikann á að Evrópusam- bandið sýndi sveigjanleika hvað varðar sjávarútvegsmál í aðildar- samningum við Ísland sagði Rehn að hann hefði fulla trú á því að hægt væri að ná samningum um „aðlögun Íslands að sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni“ sem báðir aðilar gætu fallist á. Hann tók fram að nú væri hafin endurskoð- un sameiginlegu sjávarútvegs- stefnunnar, og í því ferli væri meðal annars litið til þess hvernig Íslendingar og Norðmenn haga fiskveiðistjórnun sinni. Væri Ísland innan ESB væri það í aðstöðu til að hafa veruleg áhrif á mótun sameiginlegu sjávarút- vegsstefnunnar á Norður-Atlants- hafssvæðinu, að mati Rehns. Spurður um möguleikann á að Ísland tæki upp evruna einhliða ítrekaði Rehn að ekki bara fram- kvæmdastjórnin, heldur líka Seðlabanki Evrópu og ECOFIN- ráð fjármálaráðherra ESB-ríkj- anna teldu það óráðlegt. Með því að hefja aðildarviðræðuferlið og að grípa til ráðstafana til að vinna að því að uppfylla Maastricht-skil- yrðin svonefndu fyrir fullri aðild að myntbandalaginu myndu að hans mati skapast þau stöðug- leikamyndandi áhrif sem Ísland þyrfti á að halda í peningamálum eftir hrun krónunnar. - aa Olli Rehn, stækkunarmálastjóri Evrópusambandsins, á opnum fundi í gær: Ísland gæti orðið næsta aðildarríkið OLLI REHN EVRÓPUMÁL Ísland getur reitt sig á stuðning norrænu ríkjanna í Evr- ópusambandinu þegar og ef til aðildarviðræðna Íslands kemur, þar með talið við sérlausn í sjávar- útvegsmálum. Þetta segir Göran Persson, fyrrverandi forsætisráð- herra Svíþjóðar, í samtali við Fréttablaðið, en hann hélt í gær erindi í Háskóla Íslands um lær- dóma Svía af efnahagskreppunni sem þeir gengu í gegn um fyrir miðjan síðasta áratug. Þegar Persson sótti fund nor- rænna jafnaðarmannaleiðtoga sem fram fór í Viðey sumarið 2004 lýsti hann stuðningi við ályktun þar sem sagði að við hugsanlega inngöngu Íslands í ESB skyldi tekið sérstakt tillit til sjávarútvegs með því að þróa hugmyndir um sérstakt fisk- veiðistjórnunarsvæði í Norður-Atl- antshafi. Spurður út í mat sitt á því hvernig núverandi ríkisstjórnir ESB-landa myndu bregðast við slíkum hugmyndum í hugsanleg- um aðildarviðræðum segir Pers- son erfitt að svara því. „En meðal norrænu ESB-ríkj- anna er mikill stuðningur við að koma til móts við Íslendinga í aðildarviðræðum, ákveði þeir á annað borð að sækjast eftir aðild,“ segir Persson og bætir við: „Hvort það dugir til að telja til að mynda Spánverja á sömu afstöðu er ómögulegt að segja. En fái nor- rænu ESB-ríkin nokkru um þetta ráðið tel ég þetta fyllilega mögu- legt.“ Um afstöðu voldugustu ríkjanna innan ESB eins og Þýskalands og Bretlands í þessu sambandi segir Persson að sérstaklega Bretar ættu að hafa ærna ástæðu til að koma til móts við Íslendinga, „eftir þau mistök sem þeir hafa gerst sekir um gagnvart Íslendingum. Það sem Bretar gerðu Íslandi var algerlega út úr korti og skaðar Bretland meira en Ísland.“ Pers- son bætir því við að hefði Ísland verið innan ESB hefði það verið óhugsandi að Bretar gerðu það sem þeir gerðu í Icesave-deilunni. Meginboðskapur Perssons í erindi sínu um lærdómana af kreppunni sem Svíar gengu í gegn- um 1992-1994 var að stjórnvöld eiga ekki að bíða með að grípa til eigin ráðstafana; það sé til að mynda ekki ráðlegt að bíða eftir því að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn segi ríkis- stjórninni fyrir verkum. Hún verði sjálf að setja sér metnaðarfull en jafnframt trúverðug markmið um það hvernig hún hyggist stýra land- inu aftur út úr kreppunni. Til að slík aðgerðaáætlun takist vel í fram- kvæmd sé lykilatriði að hún sé gegnsæ svo að bæði almenningur heima fyrir og umheimurinn, mark- aðirnir, fái traust á henni. Lykil- atriði í því sé að nota öll tiltæk ráð, tafarlaust, til að koma aftur jafn- vægi á ríkisfjármálin, bæði með aukinni skattheimtu og lækkun útgjalda. audunn@frettabladid.is Stuðningur við sér- lausn í sjávarútvegi Ísland getur reitt sig á stuðning norrænu ESB-ríkjanna þegar og ef til aðildarvið- ræðna kemur, þar með talið við sérlausn í sjávarútvegsmálum, að sögn Görans Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Hann átelur Breta harðlega. NORRÆNN STUÐNINGUR Húsfyllir var í Hátíðasal HÍ þegar Persson flutti erindi sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt nýtt skipulag um nýtt sjö hektara hesthúsahverfi nær byggðinni í Ólafsfirði en núverandi hesthúsa- hverfi. Þó á að fella skipulagið úr gildi ef ekki semst um uppkaup á öllum mannvirkjum og færslu allrar starfsemi á núverandi svæði yfir á nýja svæðið og ef framkvæmdir er ekki hafnar um áramótin 2010 - 2011. Tveir af bæjarfulltrúum minnihlutans í bæjarstjórn sögðu nýtingu landsins ekki ákjósanlega með tilliti til nálægðar við íbúðabyggð, umferð á golfvöllin og jarð- göngin. - gar Bæjarstjórn Fjallabyggðar: Hesthúsahverfi háð skilyrðum STJÓRNMÁL Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi félagsmálaráð- herra, útilokar ekki framboð til formanns á flokksþingi sem fram fer í janúar. Þetta kemur fram í samtali Vísis.is við Magnús í gær. Einnig kemur fram að Magnús hafi ekki enn mótað sér afstöðu varðandi aðild að Evrópusamband- inu að öðru leyti en því að nauðsyn sé að taka upp nýjan gjaldmiðil. Höskuldur Þórhallsson, Páll Magnússon og Jón Vigfús Guðjóns- son hafa þegar gefið kost á sér til formannskjörs í Framsókn og Siv Friðleifsdóttir hefur ekki útilokað framboð. Valgerður Sverrisdóttir hefur hins vegar útilokað framboð. - kg Magnús Stefánsson: Gæti gefið kost á sér í formann EITTHVAÐ SEM ALLAR ELSKA En meðal norrænu ESB-ríkjanna er mikill stuðningur við að koma til móts við Íslendinga í aðildarviðræð- um, ákveði þeir á annað borð að sækja eftir aðild. GÖRAN PERSSON FYRRVERANDI FORSÆTISRÁÐHERRA SVÍÞJÓÐAR MAGNÚS STEFÁNSSON RÚSSLAND, AP Mikið lof var borið á Alexí II., patríarka rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, þegar hann var jarðsunginn í Moskvu á þriðjudag. „Þjóðin okkar öll er orðin mun- aðarlaus,“ sagði Dmitrí Smirn- ov, erkiklerkur í Moskvu. „Við erum að jarðsyngja mikilmenni, mikilfenglegan son þjóðar okkar, fagran og helgan ávöxt rússnesku kirkjunnar.“ Alexí átti stóran þátt í endur- reisn rétttrúnaðarkirkjunnar eftir fall Sovétríkjanna. Margir helstu ráðamenn þjóð- arinnar og annarra landa voru viðstaddir útförina, þar á meðal Dmitrí Medvedev forseti og Vla- dimír Pútín forsætisráðherra. - gb Þjóðarsorg í Rússlandi: Alexí Patríarki jarðsunginn SÁDI-ARABÍA, AP Lokadagur hinnar árlegu pílagríma göngu múslima til Mekka í Sádi-Arabíu var í gær. Nærri þrjár milljónir pílagríma komu til Mekka í ár. „Mér finnst ég endurborinn,“ sagði Parviz Karimi, pílagrímur frá Íran, eftir að hafa dvalist í viku á slóðum Múhameðs spámanns. „Orð fá því ekki lýst hvernig mér líður núna.“ Moskan mikla, sem er helgasti staður múslima, var í gær troðfull af fólki sem gekk samkvæmt fornri hefð sjö sinnum í kveðjuskyni í kringum Kaaba í miðju moskunnar. - gb Múslimar í Sádi-Arabíu: Pílagrímgöngu til Mekka lokið GENGIÐ Í KRINGUM KAABA Svarta bygg- ingin er sú helgasta í heimi múslima. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Skurður inn að beini Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðs- bundið fangelsi fyrir að skalla annan mann harkalega. Sá síðarnefndi hlaut af langan skurð, opinn inn að beini. DÓMSTÓLAR EFNAHAGSMÁL Viðskiptaráðherra íhugaði í byrjun október að láta ríkissjóð greiða inn í peninga- markaðssjóði bankanna. Þetta kemur fram í svari við fyrir- spurn Álfheiðar Ingadóttur á Alþingi. Í svarinu segir að á þessum tíma hafi verið rætt um stöðu sjóðanna við Fjármálaeftirlit, fulltrúa rekstrarfélaga verð- bréfasjóðanna og skilanefndir. Þá hafi litið út fyrir að útgreiðslu- hlutfall úr sjóðunum yrði mjög lágt „og til skoðunar var hvort grípa ætti til opinberrar aðstoðar“. Á þessum tíma töldu stjórn- völd, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að um helmingur væri eftir í sjóðunum. Í svarinu kemur fram að „á síðari stigum“ hafi komið í ljós að staðan hafi verið betri en á horfðist og þá hafi verið hætt við opinber fram- lög. Bankarnir, sem nú eru ríkis- bankar, lögðu á endanum töluvert fé í sjóðina, á viðskiptalegum for- sendum að því er sagt er. Við- skiptaráðherra svaraði engum spurningum um slíkt á Alþingi. Upphæðir sem fóru frá bönk- unum eru sagðar nema á annað hundrað milljarða króna. Því hefur ekki verið mótmælt. Fram hefur komið að ríkissjóð- ur leggur nýju bönkunum til hátt í 400 milljarða króna. Þeir pen- ingar koma á endanum frá skatt- greiðendum. - ikh Viðskiptaráðherra íhugaði að láta ríkissjóð greiða í peningamarkaðssjóðina: Hættu við opinber framlög BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Styður þú þá sem mótmæltu í Alþingishúsinu á mánudag og við Ráðherrabústaðinn á þriðjudag? JÁ 47,8% NEI 52,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu sátt/ur við að greiða tæpar 18 þúsund krónur í nefskatt til Rúv? ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.