Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2008, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 11.12.2008, Qupperneq 4
4 11. desember 2008 FIMMTUDAGUR STJÓRNMÁL „Ég gerði þetta til að koma í veg fyrir að við misstum skuldir í dráttarvexti og lögfræði- kostnað,“ segir Guðjón A. Kristj- ánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Hann lánaði flokknum fjórar milljónir króna á síðasta ári. Guðjón segir fjárhagsstöðu flokksins hafa verið erfiða að afloknum kosningunum 2007 og til að grynnka á skuldum hafi fast- eign frjálslyndra við Aðalstræti 9 verið seld. Í framhaldinu voru gerðar áætlanir um greiðslu skulda. Salan á Aðalstrætinu gekk óvænt til baka og þar með komust áætlanirnar í uppnám. „Það varð að bjarga málunum svo flokkur- inn lenti ekki í margra milljóna króna kostnaði,“ segir Guðjón sem sótti milljónirnar fjórar inn á bankabók. Aðspurður kveðst hann ekki vera stóreignamaður, hann eigi kannski um tuttugu milljónir þegar allt er talið. Síðar á síðasta ári seldist fast- eignin með tæplega tuttugu millj- ón króna hagnaði og í kjölfarið var hægt að ráðast í greiðslu skulda. Guðjón segist hafa fengið tvær og hálfa milljón endurgreidda; þau mál gangi eðlilega fyrir sig. Kjör- in á láni Guðjóns til flokksins eru þau sömu og flokkurinn nýtur hjá Landsbankanum. Í rekstrarreikningi Frjálslynda flokksins fyrir árið 2007 kemur fram að félagsgjöld námu 1,4 milljónum og framlög og styrkir tæplega 42 milljónum. Með hagn- aði af sölu Aðalstrætisins og öðrum tekjum voru rekstrar- tekjurnar samtals tæpar 63 millj- ónir. Rekstrargjöld voru rúmlega 88 milljónir. Kosningabarátta upp á 65 milljónir vegur þyngst en laun og annar rekstrarkostnaður námu 22 milljónum. Þegar allt er tiltekið var tap á rekstri Frjálslynda flokksins árið 2007 rúmar 28 milljónir. Skuldirn- ar í árslok námu tæpum 30 millj- ónum. Guðjón segir unnið eftir aðhalds- samri útgjaldastefnu enda ætlun- in að losna við skuldirnar. Greið- lega hefur gengið að greiða af þeim og telur Guðjón þær nema tólf til fjórtán milljónum í dag. Auk þess að hafa átt handbært fé upp á rúma milljón um síðustu áramóti átti Frjálslyndi flokkur- inn gamla Dodge bifreið sem metin var á tæpa hálfa milljón. Að sögn Guðjóns var bíllinn keyptur til að nota í kosningabaráttunni. Honum hafi verið lagt en sé í ágætu lagi og verði eflaust notaður í næstu kosningabaráttu. bjorn@frettabladid.is Guðjón lánaði flokki sínum fjórar milljónir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, lánaði flokknum fjórar milljónir króna á síðasta ári. Flokkurinn skuldaði tæpar 30 milljónir um ára- mót. Skuldirnar hafa lækkað mikið síðan þá. Aðhalds er gætt í flokksstarfinu. FORMAÐUR OG LÁNARDROTTINN Guðjón A. Kristjánsson á enn eina og hálfa milljón króna inni hjá Frjálslynda flokknum af fjögurra milljóna króna láni. Vel hefur gengið að greiða niður skuldir flokksins á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 14° 4° 3° 2° 2° 3° 3° 3° 2° 4° 19° 5° 3° 22° -3° 4° 13° 3° 2 1 Á MORGUN 8-13 m/s vestan til, annars hægari. 13 0 LAUGARDAGUR 3-10 m/s, hvassast austan til. 1 0 3 5 3 2 2 -3 10 8 6 6 6 6 13 0 0 1 0 0 -3 -4 -2-3 VONSKUVEÐUR Í KVÖLD Veðurútlit fyrir sunnan- og vestan- vert landið sem og hálendið er slæmt nú þegar líður á síðdegið, einkum þó í kvöld. Má búast við suðaustan 18-25 m/s á þessum svæðum með kvöld- inu og mikilli rigningu á láglendi en hætt við stórhríð á fjöllum. Vindurinn verður hægari á austurhluta landsins lengst af en verður þó á bilinu 10- 15 m/s í kvöld. 15 13 8 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur BANDARÍKIN, AP Barack Obama hvetur Rod Blagojevich, ríkisstjóra í Illinois, til að segja af sér. Blagjov- ich var handtekinn fyrir að hafa boðið þingsæti Obama í öldungadeild- inni til sölu. Obama segist ekkert hafa vitað af þessum áformum ríkisstjórans. Þótt Blagojevich hafi verið handtekinn hefur hann þó enn formlegt vald til að ráða því hver tekur við af Obama í öldungadeildinni í byrjun næsta árs, þegar Obama verður forseti Bandaríkjanna. Ríkisþingið í Illinois reynir nú að svipta hann þessu valdi. - gb Barack Obama: Ríkisstjórinn á að segja af sér BARACK OBAMA BANDARÍKIN, AP Krabbamein verður algengasta dánarorsök jarðarbúa innan fárra ára. Undanfarin ár hafa hjartasjúk- dómar dregið flesta til dauða. Strax árið 2010 verður krabbamein orðið algengasta dánarorsökin, samkvæmt nýrri skýrslu frá krabbameinsrann- sóknastöð Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, WHO. Búist er við að árið 2030 verði krabbameinssjúklingar tvöfalt fleiri í heiminum en nú er. Þá muni 27 milljónir veikjast árlega af krabba, og 17 milljónir deyja af völdum hans. - gb Ný heilbrigðisskýrsla: Æ fleiri falla fyrir krabba STJÓRNSÝSLA Almennir stjórnar- menn í bankaráðum Glitnis og Kaupþings fá 135 þúsund krónur á mánuði. Varaformenn fá 202.500 og formenn 270 þúsund krónur. Varamenn fá fjórðung af almennum stjórnarlaunum fyrir setu bankaráðsfundar. Það gera tæpar 34 þúsund krónur fyrir fund. Þessar upplýsingar fengust frá Glitni og Kaupþingi. Landsbank- inn veitti ekki upplýsingar um stjórnarlaun og sagði þau ákveðin í fjármálaráðuneytinu. Fjármála- ráðuneytið sagði bankana ganga frá málinu í samráði við ráðu- neytið. - bþs Laun fyrir setu í bankaráðum: Almennir með 135 þúsund en formenn tvöfalt EFNAHAGSMÁL Alþingi hefur samþykkt frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra um að lengja lánstíma Íbúðalánasjóðs. Hámarkslánstími er nú 70 ár í stað 55 ára. Heimilt er að lengja lánstíma vegna greiðsluerfiðleika um allt að 30 ár í stað 15 ára áður. Lenging hámarkslánstímans er hugsuð til að allir geti nýtt sér 30 ára frestinn. Íbúðalánasjóði er nú heimilt að leigja út húsnæði, eða fela öðrum að annast það, sem hann hefur leyst til sín á nauð- ungarsölu. Með því á að gera eigendum kleift að búa áfram í íbúðinni gegn leigu. - kóp Íbúðalánasjóður getur leigt: Hámarksláns- tími er 70 ár EFNAHAGSMÁL Forsvarsmaður hóps fólks sem átti fé í peningamark- aðssjóðum Landsbankans segir fátt hafa verið um svör á fundi með stjórnendum bankans í gær- kvöldi. Næsta skref verði að ráða lögmann og ákveða næstu skref í samráði við hann. „Niðurstaða fundarins var engin,“ segir Hörður Hilmarsson, einn forsvarsmanna hópsins. Hann segir stjórnendur bankans hafa sýnt fundarmönnum ítarlegt bréf sem bankinn muni senda í dag til fólks sem átti í sjóðum bankans, en þar hafi ekkert nýtt komið fram. Hörður segir nú ljóst að Nýi Landsbankinn ætli ekki að axla ábyrgð á því fé sem tapast hafi í sjóðum Landsbankans, þrátt fyrir að starfsmenn hafi kynnt peninga- markaðssjóðina sem fullkomlega örugga fjárfestingu. Svo virðist þó sem bankinn úti- loki ekki með öllu skuldajöfnun fyrir einhverja einstaklinga, þó að bankinn hafi tekið fram að skoða yrði hvert tilvik, segir Hörður. Bankinn hafi að mestu vísað á stjórnvöld. Hópurinn hefur óskað eftir fundi með Björgvini G. Sigurðs- syni viðskiptaráðherra. Hörður segir ekki komna dagsetningu á þann fund, en vonandi verði af fundi með ráðherranum fljótlega. Hópurinn vilji vita hvar hann standi áður en tekin verði ákvörðun um málsókn. - bj Fólk sem átti fé í peningamarkaðssjóðum hitti stjórnendur Landsbankans: Engin niðurstaða af fundinum FUNDAÐ Fulltrúar hóps fólks sem átti fé í peningamarkaðssjóðum Landsbankans komu til fundar við stjórnendur bankans í gær. Hörður Hilmarsson er annar frá hægri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GRIKKLAND, AP Átök urðu fyrir utan þinghús Aþenu í gær þegar lögreglumenn, sem urðu fimmtán ára pilti að bana um helgina, voru yfirheyrðir. Lögmaður lögreglu- þjónsins sem ákærður hefur verið fyrir manndráp segir rannsókn sýna að banaskotið hafi fyrst farið í jörð eða vegg og þaðan í piltinn. Efnt var til allsherjarverkfalls í gær og var skólum og sjúkrahús- um lokað, flug lá niðri og opinber þjónusta sömuleiðis. Rúmlega tíu þúsund manns mættu á útifund í Aþenu til að mótmæla efnahags- stefnu hægristjórnar landsins. - gb Óeirðirnar í Grikklandi: Ákærður fyrir manndráp ÁTÖK Í ÞESSALONÍKU Lögregluþjónn kastar táragashylki. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENGIÐ 10.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 195,8442 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,29 114,83 168,92 169,74 147,47 148,29 19,792 19,908 16,114 16,208 13,94 14,022 1,2336 1,2408 170,58 171,6 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.