Fréttablaðið - 07.01.2009, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 7. janúar 2009 19
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur 7. janúar
➜ Tónleikar
19.30 Vínartón-
leikar Sinfón-
íuhljómsveitar
Íslands í Háskóla-
bíói við Hagatorg
þar sem flutt verða
verk eftir Strauss,
Lehár og fleiri. Ein-
söngvari á tónleik-
unum er Dísella
Lárusdóttir.
➜ Dans
20.00 Tangókvöld verður haldið á
Kaffitári, Bankastræti 8. Opinn tími fyrir
byrjendur milli kl. 20-21. Aðgangseyrir
kr. 500, kennsla innifalin.
➜ Sýningar
Ull er gull Kolbrún Hjörleifsdóttir sýnir
myndverk unnin úr íslenskri ull á Geysi
bistro/bar við Aðalstræti. Opið sun.-fim.
11.30-22, fös.-lau. 11.30-22.30.
Í Gerðarsafni stendur yfir sýning á verk-
um úr safneign eftir ýmsa listamenn.
Meðal verka eru nýleg aðföng, vatns-
litamyndir og veggmyndir úr vinnustofu
Kjarvals. Opið alla daga kl. 11-17 nema
mánudaga. Aðgangur ókeypis. Gerðar-
safn, Hamraborg 4, Kópavogi.
Á Sjávarbarnum við Grandagarð
stendur yfir sýning á átta lágmyndum
eftir Tedda. Opið mán.-fös. kl. 10-21,
lau. 11-22 og sun. 16-22.
➜ Ljósmyndasýningar
Atli Már Hafsteinsson er með sýningu
í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur
við Tryggvagötu 15, 6. hæð. Opið virka
daga kl. 10-16 og um helgar kl. 13-17.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Sænski raftónlistarmaðurinn
Familjen, sem heitir réttu nafni
Johan T. Karlsson, ætlar að troða
upp á skemmtistaðnum Nasa
föstudagskvöldið 6. febrúar.
Familjen sló í gegn á síðustu
Airwaves-hátíð og var að mörgum
talinn einn af hápunktum hennar.
Lagið Det snurrar i min skalle
hefur verið að gera góða hluti á
öldum ljósvakans að undanförnu
og nýverið hlaut Familjen sænsku
Grammy-verðlaunin fyrir besta
myndbandið.
Miðasala á tónleikana hefst í
næstu viku á Midi.is. Upplýsingar
um miðaverð og upphitun verður
tilkynnt innan tíðar.
Familjen til
Íslands
FAMILJEN Familjen, sem heitir réttu
nafni Johan T. Karlsson, spilar á Nasa 6.
febrúar.
Plötusnúðurinn Ásmundur
Sveinsson, eða Ási diskó, er með
böggum hildar þessa dagana eftir
að geisladiskamöppu með tæp-
lega tvö hundruð merktum disk-
um var stolið úr bíl hans.
„Ég er að fara næsta föstudag
að spila í útvarpinu, á X-inu, og
það er skemmtilegra að vera með
möppuna með sér,“ segir Ási.
Hann hefur starfað sem plötu-
snúður í tvö ár og hefur hingað til
sloppið vel frá fingralöngum
þjófum. „Ég hef aldrei lent í því
að einhverju hafi verið stolið frá
mér.“
Kannski þess vegna hafði hann
ekki varann á því bíll hans var
ólæstur þegar mappan var hrifs-
uð úr honum. Telur hann að þjófn-
aðurinn hafi átt sér stað í Laugar-
dalnum.
Ási býður tíu þúsund króna
fundarlaun fyrir möppuna og
hefur einnig heitið því að kæra
ekki þjófinn eða þjófana. Þeir
sem geta gefið vísbendingar um
málið skulu hringja í hann í síma
6623094 eða senda honum tölvu-
póst á netfangið asisveinss@
gmail.com. - fb
Diskum stolið frá Ása diskó
ÁSI DISKÓ Ásmundur vill endur-
heimta geisladiskamöppu sína sem
var stolið úr bíl hans.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Útón stendur fyrir fræðslukvöldi í
Norræna húsinu í kvöld. Hjörtur
Smárason, leiðsögumaður um
frumskóga veraldarvefjarins,
flytur erindi um hvernig hægt er
að byggja upp sterkt orðspor á
netinu og leitast við að svara
spurningum um hvernig við getum
haft áhrif á leitarvélar eins og
Google og verndað nafn/vöru-
merki okkar.
Gestir kvöldsins verða Ólafur
Arnalds, Sólrún Sumarliðadóttir
úr Amiinu og óperusöngvarinn
Kolbeinn J. Ketilsson. Þátttöku-
gjald er 500 krónur fyrir félags-
menn FTT, FÍH, FÍT, TÍ og FHF og
1.500 krónur fyrir aðra. Skráning-
ar fara fram í síma 511 4000 eða
greta@utflutningsrad.is.
Útón fjallar um netið
ÓLAFUR ARNALDS Verður á meðal gesta
í Norræna húsinu í kvöld.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-2
3
8
7
Starfsfólk Glitnis svarar
fyrirspurnum í dag
milli kl. 17 og 21
í síma 440 4000
Starfsfólk Eignastýringar Glitnis,
Almenna lífeyrissjóðsins og Glitnis
Fjármögnunar svara spurningum
viðskiptavina ásamt ráðgjöfum Glitnis.
Á glitnir.is getur þú einnig pantað
fjármálaviðtal þar sem við bjóðum
þér að setjast niður með okkur
og fara ítarlega yfir stöðuna.