Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 10
10 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR BUSH ER SKÓR Í borginni Hyderabad á Indlandi mótmælti fólk blóðbaðinu á Gasa með því að draga upp þessa mynd af George W. Bush Bandaríkja- forseta, þar sem hann hafði tekið á sig mynd skós. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PALESTÍNA, AP Ísraelsk stjórnvöld sögðust í gær vera að ljúka árás- um sínum á Gasasvæðið. Banda- ríkjamenn sögðust ætla að tryggja það að Hamasliðar á Gasaströnd geti ekki útvegað sér vopn með smygli. Ísraelar og Bandaríkjamenn undirrituðu í gær samkomulag, sem á að vera liður í fyrirkomu- lagi vopnahlés milli Ísraela og Hamas. Egyptar höfðu náð fram samkomulagi við Hamas um tíu daga vopnahlé af þeirra hálfu gegn því að Ísraelar hætti árásum sínum. Samkvæmt því samkomu- lagi mega Ísraelar þó áfram hafa herlið sitt á Gasasvæðinu og gæta landamæranna. „Ég vona að við séum að nálg- ast endataflið,“ sagði Mark Regev, talsmaður Ísraelsstjórnar. Khaled Mashaal, leiðtogi Ham- ashreyfingarinnar í Sýrlandi, hafnaði hins vegar skilyrðum Ísra- elsstjórnar fyrir vopnahléi, þótt fulltrúar Hamas á Gasasvæðinu hefðu verið búnir að fallast á þau skilyrði, eins og um var samið við Egypta. Fyrr um daginn hafði Ban Ki- moon, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, skorað á Ísraela að lýsa einhliða yfir vopnahléi og hætta árásunum. Mark Regev, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, sagðist þó ekki trúa því að alþjóðasamfélagið ætl- aðist til þess að gera hlé á árás- um einhliða „meðan Hamas héldu áfram að beina skotum sínum að borgum og reyna að drepa íbúana okkar,“ eins og hann orðaði það. Frá því að Ísraelar hófu árásir sínar á Gasa fyrir þremur vikum hafa þrettán Ísraelar fallið, þar af fjórir fyrir sprengjuflaugum frá Palestínumönnum. Ísraelar hafa aftur á móti drepið meira en 1.100 manns, þar af nærri 350 börn, að því er starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og heilbrigðisstarfsfólk á Gasasvæðinu fullyrða. gudsteinn@frettabladid.is Segja styttast í vopnahléð Ísraelar og Bandaríkjamenn undirrituðu í gær sam- komulag, sem virðist fela í sér að Bandaríkin sjái til þess að Hamashreyfingin á Gasa geti ekki aflað sér vopna. Ísraelar búa sig undir að hætta árásum. BRUNARÚSTIR SJÚKARHÚSS Tveir Palestínumenn könnuðu í gær skemmdir á sjúkra- húsi í Gasaborg, sem skemmdist verulega í sprengjuárásum Ísraela. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JAFNRÉTTI Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra telur að of hægt miði varðandi ráðningu kvenna í stjórnunarstöður hjá hinu opinbera og í atvinnurekstri og stjórn fyr- irtækja. Hún vill skoða af mikilli alvöru hvort stjórnvöld geti tekið fastar á málum og beitt róttækari aðgerðum og er þá að tala um laga- setningu. „Ég hallast æ meir að notk- un kynjakvóta til þess að uppfylla ákvæði stjórnarskrárinnar um jafn- an rétt kvenna og karla og vil að við hugleiðum alvarlega slíka lagasetn- ingu,“ sagði ráðherrann á jafnréttis- þingi í gær. Það væri óumdeilanlega hlutverk löggjafans og stjórnvalda að sníða samfé- laginu stakk og leikreglur í sam- ræmi við mark- mið um sann- girni, réttlæti og siðlegt sam- félag. Ráðherrann sagði lagasetn- ingu hafa skilað ágætum árangri í Noregi. Atvinnurekendur hefðu verið mótfallnir lögunum en síðan snúið við blaðinu. Hún sagði að rannsóknir sýndu að konur væru varfærnari í fjármálum og legðu minna upp úr yfirbyggingu. „Ég get ekki varist þeirri hugs- un hvort við hefðum farið eins illa út úr fjármálakreppunni ef konur hefðu verið virkari í stjórnun þeirra atvinnu- og fjármálafyurirtækja og eftirlitsstofnana sem mestu réðu um að svo fór sem fór. Ég hef sannar- lega mínar efasemdir í þeim efnum,“ sagði hún. Í skýrslu sem var kynnt á þinginu kom fram að hlutur kvenna í ábyrgð- arstörfum hefði aukist hægt, sýnu hægast þó á almennum vinnumark- aði. Jóhanna sagði að á vorþingi yrði lögð fram tillaga að aðgerðaáætlun vegna mansals og að niðurstöður á eðli og umfangi kynbundins ofbeld- is myndu liggja fyrir í vor. - ghs JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra á jafnréttisþingi: Lagasetning kemur til greina Útsölumarkaður Grensásvegi 15 4 2 fyrir Opið Mán. - Lau. 11 - 18 // Sun.12 - 17 Síðustu dagarnir! Hringdu í síma ef blaðið berst ekki STJÓRNSÝSLA Rannsóknarnefnd Alþingis óskar eftir upplýsing- um frá almenningi um fall bank- anna í gegnum heimasíðuna rannsoknarnefnd.is. Farið verð- ur yfir allar ábendingar. Rannsóknarnefndin mun á næstunni ráða til starfa sér- fræðinga og er búist við því að þeir skipti tugum. Sigríð- ur Benediktsdóttir, kennari við Yale-háskóla, segir að fundn- ir verði sérfræðingar á hverju sviði. Nefndin á að skila Alþingi nið- urstöðu sinni 1. nóvember en gefur hugsanlega áfangaskýrsl- ur fyrir þann tíma. - ghs Rannsóknarnefnd Alþingis: Vill upplýsingar frá þjóðinni EFNAHAGSMÁL Tvö af hverjum þremur íslenskum heimilum eru með verðtryggt húsnæðislán í íslenskum krónum. Þriðjungur heimila er með bílalán í erlendri mynt. Þetta eru niðurstöður skoð- anakönnunar sem Capacent Gallup hefur gert fyrir ASÍ. Rúmlega tíunda hvert heimili er með verðtryggt bílalán í íslenskum krónum. Sextán prósent eru engin lán með og þá helst fólk í yngsta og elsta aldurshópnum. Á vef ASÍ segir að bílalán í erlendri mynt séu algengari hjá fólki í hærri tekjuhópunum og að húsnæðislán í erlendri mynt séu hlutfallslega algengari hjá náms- mönnum en fólki í fullri vinnu. - ghs BÍLAR TIL SÖLU Erlend bílalán eru algengari hjá fólki í hærri tekjuhópum. Bílalán í erlendri mynt algeng hjá hinum tekjuhærri: Þriðji hver borgar af erlendu bíláni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.