Fréttablaðið - 17.01.2009, Síða 18

Fréttablaðið - 17.01.2009, Síða 18
18 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Æ betur opinberast hvílíkt ban-analýðveldi Ísland er. Eða er hægt að kalla það lýðræði að helm- ingur þingmanna sé í svonefnd- um „öruggum sætum“ og þurfi ekki að hafa áhyggjur af kjósend- um í kjörklefunum? Er hægt að tala um Alþingi sem æðstu stofn- un þjóðarinnar þegar það nýtur vantrausts meirihluta kjósenda og er afgreiðslustofnun fyrir fram- kvæmdavaldið? Var það lýðræði þegar tveir menn breyttu upp á sitt einsdæmi utanríkisstefnunni og gerðu þjóðina að henni for- spurðri og þingi hennar að aðila að ólöglegri hernaðarinnrás inn í fjarlægt ríki? Breytingar á kosningalögum Ef niðurstaða síðustu skoðana- könnunar um fylgi flokka gilti í kosningum myndu atkvæði 16.000 kjósenda tveggja minnstu flokk- anna falla „dauð“ og þeir rændir fjórum þingmönnum vegna regl- unnar um 5% lágmarksfylgi. Það eru næstum jafn mörg atkvæði og greidd voru samtals í Norðvest- urkjördæmi í síðustu kosningum. Myndu íbúar þar sætta sig við að eiga engan þingmann? Það er engin afsökun að breytingar geti ekki tekið gildi fyrr en eftir þarn- æstu kosningar. Breytingar á kosningalögum, sem afnema 5% þröskuldinn og innleiða beint persónukjör í kjör- klefann er hægt að lögleiða strax og kjósa eftir þeim við næstu kosningar sem þurfa að verða á þessu ári. Slíkar breytingar gætu falist í því að kjósendur krossuðu við lista flokkanna sem fengju þau atkvæði á beinan hátt, flokkarnir röðuðu upp á lista sína á kjörseðl- inum, kjósendum til glöggvunar, en um röð frambjóðenda réði ein- göngu röðun kjósendanna sjálfra í kjörklefanum líkt og gerist í próf- kjörum. 14:2 stjórnmál Prófkjörin eru gallagripir. Aðeins í kjörklefanum er kjósandinn í friði í einrúmi. Þessi einfalda og auðvelda breyting er prófsteinn á raunverulegan lýðræðisvilja stjórnmálamanna. Ef alþingis- menn treysta sér ekki einu sinni til að byrja viðreisn lýðræðisins og Alþingis með þessu, er ekkert að marka lýðræðishjal þeirra. Ríkis- stjórnin er í svipuðum sporum og íslenska landsliðið í knattspyrnu var eftir 14:2 ósigurinn fræga. Hvað gerðu menn þá? Jú, þeir stokkuðu liðið upp og náðu jafn- tefli við Dani í næsta landsleik. Ríkisstjórnin er landslið okkar í málefnum þjóðarinnar og það sama verður að gerast þar og hjá knattspyrnulandsliðinu eftir 14:2. Ríkisstjórnin virðist ætla að þumbast við og treysta á gamla fyrirbærið að fólk gleymi. En fólk mun verða minnt á ástand- ið á hverjum degi þegar veskið verður tekið upp að minnsta kosti næstu tvö ár. Best yrði ef hér yrði mynduð neyðarstjórn sem gengist fyrir breytingum á kosningalög- um og stjórnarskrá í þá veru sem Íslandshreyfingin lagði til fyrir kosningarnar 2007. Ráðherrar yrðu að segja af sér þingmennsku og mættu ekki vera í störfum fyr- irtækja og stofnana. Þar fyrir utan mætti hugsa sér að líkt og í Banda- ríkjunum yrði forsetinn bæði þjóð- höfðingi og oddviti framkvæmda- valdsins. Úr því að þúsund sinnum stærri þjóð getur haft það þannig, er líka hægt að hafa það þannig hér og fækka bæði ráðherrum og þingmönnum. Líka má hugsa sér að forseti Alþingis yrði kjörinn beint af þjóðinni og bæri ábyrgð á ríkisstjórninni og skipan hennar. Nú eða aldrei Nú er ekki aðeins hægt að segja: burt með sjálftöku-, oftöku- og spilingarstjórnmálin heldur líka: burt með 14:2 stjórnmálin! Ef lýð- ræðisbylting verður ekki núna með breytingum á kosningalög- unum strax, uppstokkun og nýja stjórnarskrá sem hægt yrði að afgreiða á sérstöku stjórnlaga- þingi, verður hún aldrei. Nú spretta upp öflugar grasrótar- hreyfingar utan þings sem krefj- ast breytinga. Íslandshreyfingin er slík hreyfing utan þings sem hefur alla sína tíð krafist þess að lögð verði af sú skammtíma- sýn, græðgisvæðing og tillitsleysi gagnvart afkomendum okkar sem komið hefur okkur þangað sem við erum komin nú. Það verður að snúa við blaðinu – strax! Höfundur er formaður Íslands- hreyfingarinnar – lifandi lands. Viðreisn lýðræðisins ÓMAR RAGNARSSON Í DAG | Lýðræði Glæsilegir Reykjavíkurleikar UMRÆÐAN Kjartan Magnússon skrifar um Alþjóðlegu Reykjavíkurleikana Kröftugt íþróttafólk mun fylla Laugar-dalinn af lífi og fjöri um helgina á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum, sem þar eru haldnir í fimmta sinn. Reykjavíkur- leikarnir hafa orðið fjölmennari og öflugri með ári hverju og eru nú um 2.500 kepp- endur skráðir til leiks, þar af 300 erlendir. Keppt er í tíu íþróttagreinum að þessu sinni; bad- mintoni, dansi, listhlaupi á skautum, fimleikum, frjálsíþróttum, júdó, keilu, skylmingum, sundi og sundi fatlaðra. Fjölmargir sigursælir keppendur verða á mót- inu, þar af tveir verðlaunahafar frá Ólympíuleik- unum í Peking sl. sumar. Þetta eru Norðmennirnir Alexander Dale Oen, Evrópumeistari og silfurverð- launahafi á Ólympíuleikunum í 100 metra bringu- sundi, og Sara Nordenstam, bronsverðlaunahafi í 200 metra bringusundi í Peking og Evrópumethafi í sömu grein. Færeyingurinn Pál Joensen lætur sig heldur ekki vanta en hann er Evrópumeistari ungl- inga í 400, 800 og 1.500 metra skriðsundi. Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir eru haldnir af Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR) og aðildar- félögum þess með stuðningi Reykjavíkurborgar. Leikarnir hafa orðið glæsilegri með hverju árinu sem líður og er stefnt að því að þeir verði framvegis árlegur viðburður í borgarlífinu. Stefnt er að áframhaldandi fjölgun þátttakenda og að innan nokkurra ára fullnægi leikarnir þeim alþjóðlegu kröfum, sem geri keppendum kleift að öðlast stig til þátttöku á stórmót- um eins og Ólympíuleikum og heimsmeist- arakeppni. Afrek í ferðaþjónustu Mikill metnaður einkennir mótshaldið og er ánægjulegt að sjá hve margir erlendir kepp- endur koma á leikana. Það er ekki síður dýr- mætt fyrir íslenskt íþróttafólk að fá að spreyta sig og öðlast keppnisreynslu á alþjóðlegu móti sem þó er haldið á heimavelli. Aðstandendur leikanna eru að mínu mati einnig að vinna afrek í ferðaþjónustu með því að festa í sessi íþróttaviðburð sem laðar nokkur hundruð ferðamenn til Íslands á þeim tíma ársins sem minnst er að gera. Á leikum sem þessum kemur það vel í ljós að hin mörgu íþróttamannvirki í Laugardal mynda afar sterka heild. Hafa margir erlendir keppendur lokið lofsorði á hina fjölbreyttu aðstöðu sem þar er á einum stað og nýtist því einkar vel til alþjóðlegs keppnishalds. Fyrir hönd íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavík- ur óska ég borgarbúum til hamingju með Alþjóðlegu Reykjavíkurleikana og óska öllum keppendum góðs gengis um helgina. Höfundur er formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. KJARTAN MAGNÚSSON AFFALL – ÚTBOÐ Veiðimenn, Veiðifélög. Veiðifélag Affalls í Rangárvallasýslu óskar hér með eftir tilboði í lax- og silungsveiði á starfssvæði félagsins fyrir árin 2009 til 2011 að báðum árum meðtöldum. Heimild er fyrir 4 stöngum. Félagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Frestur til að skila tilboðum rennur út 10. febrúar 2009. Tilboðum skal skilað til formanns veiðifélagsins, Önundar S. Björnssonar Breiðabólstað 861 Hvolsvöllur. S. 487 8010; 898 2525 Leyndardómar Mylluseturs „Leyndardómur Mylluseturs afhjúpað- ur“. Svo hljóðaði fyrirsögn á Vísi í gær. Einlægum Tinnaaðdáendum til sárra vonbrigða fjallaði fréttin ekki um nýja Tinnabók, en eins og allir vita bjó Kolbeinn kafteinn á Myllusetri, en áður áttu glæpabræðurn- ir Þröstur og Starri húsið. Nei, fréttin fjallaði um eignarhald á Myllusetri, aðaleiganda Viðskiptablaðsins. Nú hefur það verið upplýst að aðaleigandi er Róbert Wessmann. Vonandi verða viðskiptahættir Kolbeins kafteins, sem einkenndust af kjarnyrtu, hreinskiptu sjóaramáli, í háveg- um hafðir hjá félaginu, frekar en glæpska þeirra fuglabræðra. BMX? Björn Ingi Hrafnsson hefur nú látið af störfum hjá Fréttablaðinu og ætlar að stofna eigin vefmiðil. AMX er einn slíkur og hafa gárungar velt því upp að einboðið sé að Björn Ingi stofni vefinn BMX, enda löngu kominn tími til að sýna þeim hjólum viðeigandi virðingu. Ort vegna greinar Matthíasi Johannes- sen, ljóðskáld og fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, verður margt að yrkisefni. Nýjasta kvæðið sem hann birtir á heimasíðu sinni, matt- hias.is, er þannig ort í tilefni af grein í Fréttablaðinu. Greinin er eftir Eirík Guðmundsson og ber titilinn „hinu rotna skal kastað til hliðar“. Kvæði Matthíasar heitir Eiríks mál og hefst svo: Hvers vegna skyldu þeir ekki/ mega vera ríkir,/ef þeir láta okkur í friði? Og áfram spyr skáldið: Hvers vegna skyldu þeir ekki/ mega hlusta á Elton John/ef þeir láta okkur í friði? Og Matthías lýkur kvæðinu á viðeigandi hátt: En vildum við að þeir/létu okkur í friði?//Spyrjum leigu- pennana, spyrjum/Mæðra- styrksnefnd,//spyrjum Elton John! kolbeinn@frettabladid.isU ndanfarin ár hefur Framsóknarflokkurinn verið allra flokka iðnastur við að geta af sér ýmsar óvæntar fréttir. Sama var upp á teningnum í gær, á fyrsta degi flokks- þing flokksins. Nú bar hins vegar svo við að óvæntu fréttirnar voru ekki vandræðalegar fyrir flokkinn. For- maðurinn var ekki farinn í fússi, enginn að vega að flokkssystk- inum úr launsátri eða annar hallærisgangur. Þvert á móti bárust um kvöldmatarleytið þau tíðindi af flokksþinginu í Valsheimilinu að óvenju mikil samstaða hefði náðst í erfiðu máli. Þingið hafði sem sagt samþykkt, með drjúgum meirihluta, ályktun um að Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í sjálfu sér þarf ekki að koma á óvart að flokksþingið hafi komist að þessari niðurstöðu. Hins vegar hafa örugglega mjög fáir séð fyrir hversu afgerandi stuðning ályktunin fékk. Þeirra á meðal voru tveir af frambjóðendum til formanns Fram- sóknarflokksins, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuld- ur Þórhallsson. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að báðir voru varla meira en hálfvolgir í afstöðu sinni til aðildarumsóknar. Höskuldur sagðist vera efasemdamaður í þeim efnum og Sigmundur sagðist hafa á tilfinningunni, eftir ferðalög um landið, að fjölmargir framsókn- armenn væru mjög mótfallnir því að sækja um aðild. Væntanlega hefur það komið þeim félögum jafn óþægilega á óvart þegar kom í ljós við talningu atkvæða að ályktunin hafði verið samþykkt með um áttatíu prósent atkvæða. Kosningar gerast varla meira afgerandi. Það hlýtur líka að vera formannskandídötunum báðum áhyggju- efni hversu illa þeir lásu í afstöðu flokksbræðra sinna og systra í þessu grundvallarmáli. Þriðji kandídatinn, Páll Magnússon, má aftur á móti vel við una. Afstaða hans lá skýrt fyrir. Hann studdi ályktun um aðildarvið- ræður. Hvort þessi munur á frambjóðendunum gefi einhverja vísbend- ingu um gengi þeirra í formannskjörinu á sunnudag er annað mál. Eins undarlega og það kann að hljóma, hefur örlað á þeirri stemn- ingu meðal framsóknarmanna að það sé ekki mönnum til fram- dráttar að hafa starfað fyrir flokkinn síðastliðinn áratug. Það hefur Páll einmitt á afrekaskránni umfram hina tvo, þó hann hafi ekki verið í fremstu víglínu. Fyrir Framsóknarflokkinn veltur mikið á að góð samstaða náist um næsta formann. Flokkurinn hefur búið við þá raunverulegu hættu að leysast upp í innanflokksátök og hann væri hættur að skipta máli. En ef eitthvað er að marka upphaf flokksþingsins er meira lífsmark með framsókn en margir gerðu ráð fyrir. Þar á meðal sá sem þetta skrifar. Framsóknarmenn eru búnir að marka sér skýra Evrópustefnu og ekki er hægt annað en að bera virðingu fyrir viðleitni þeirra við að bylta flokknum innan frá. Það verður spennandi að sjá hvort Sjálfstæðisflokkurinn búi yfir sama þori og þreki þegar þeirra stóra samkoma rennur upp eftir hálfan mánuð. Óvænt samstaða og þrek. Framsókn meldar sig til leiks á ný JÓN KALDAL SKRIFAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.