Fréttablaðið - 17.01.2009, Síða 22

Fréttablaðið - 17.01.2009, Síða 22
22 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR Ferðaþjónustan í upphafi árs UMRÆÐAN Erna Hauksdóttir skrifar um ferða- þjónustuna Í upphafi árs velta menn jafnan fyrir sér horfum fyrir árið og hafa Íslendingar sjaldan horft með jafn mikilli óvissu á árið fram undan. Bankahrunið og afleiðingar þess hefur sett til- veru bæði fólks og fyrirtækja í nýja stöðu sem í raun er óljós þótt ljóst sé að hún er mun verri en við höfum áður séð. Staða fyrirtækj- anna í ferðaþjónustu er býsna misjöfn enda eru margvísleg fyrirtæki í atvinnu- greininni. Mörg fyrirtæki hafa fjárfest mikið síðustu misseri og tekið til þess lán í erlendri mynt og er skuldastaða þeirra nú mjög slæm. Við fáum gjarn- an þá spurningu núna hvort ekki sé fínt fyrir ferðaþjónustuna að fá þessa miklu gengislækkun! Það má að sönnu svara því til að vitaskuld geta erlendir ferða- menn keypt ýmsar vörur og þjónustu á lægra verði í erlendri mynt en áður, a.m.k. tímabundið. Það er þó ljóst að gengislækkunin veldur mikilli verð- bólgu og hækkun lána sem enda auðvit- að í hærra verðlagi. Á árinu 2007 var gengi íslensku krónunnar reyndar allt- of hátt, það var augljóst að það gat ekki gengið til lengdar. Samtök ferðaþjónust- unnar hafa í mörg ár bent á að það skipti ekki öllu hvort gengisvísitalan sé 10-20 stigum fyrir ofan eða neðan meint jafn- vægisgengi, það skiptir öllu máli að hún sveiflist ekki jafn mikið og hún hefur gert í gegnum tíðina. Það er mjög erf- itt fyrir fyrirtækin, sem þurfa að verð- leggja þjónustu sína langt fram í tímann, að vita aldrei hvað muni koma upp úr kassanum þegar ferðamaðurinn greiðir reikninginn. Sveiflur sem þessar koma í veg fyrir virka áætlanagerð innan fyr- irtækjanna og hafa mjög neikvæð áhrif á afkomu þeirra. Það kom því ekki á óvart að í niðurstöðum könnun- ar sem SAF gerðu nýlega meðal félagsmanna sinna um afstöðu þeirra til Evrópusambandsins, að 83% þeirra voru mjög eða frekar hlynnt því að evra yrði tekin upp. Það skiptir nefnilega mestu að hafa kostnað og tekjur í sömu mynt. Alþjóðleg barátta um ferðamanninn Við hverju ætli megi búast á næsta ári? Samkvæmt upplýs- ingum frá ferðaskrifstofum sem flytja ferðamenn inn til landsins er gríðarleg óvissa ríkjandi. Bókanir hópa eru svip- aðar og á sama tíma á síðasta ári en það á eftir að koma í ljós hvort erlendum ferðaskrifstofum tekst að selja í ferð- irnar. Það er líka mikil óvissa um þá ferðamenn sem koma á eigin vegum með stuttum fyrirvara, en slíkt ferðamynst- ur hefur verið að færast í aukana síðustu árin. Það er mjög mikill samdráttur í hvataferðum þar sem fyrirtæki um allan heim halda að sér höndum í þeim efnum og almenn fækkun fólks í viðskiptaerind- um. Enn fremur verða mun færri ráð- stefnur á þessu ári en í fyrra og hefur það ekki aðeins með efnahagsástandið að gera, það var fyrirséð. Það sem stjórnar eftirspurn erlendra ferðamanna er fyrst og fremst efnahagsástandið í heima- landinu, þótt fleira komi til. Gengisstaða krónunnar virðist ekki hafa úrslitaáhrif á ákvörðun um ferðalagið til Íslands en hefur áhrif á eyðsluna þegar til lands- ins er komið. Ísland er ekki áfangastað- ur sem valinn er árlega eins og suðræn- ar strendur eru fyrir marga. Því hefur staða gengisins ekki sömu áhrif. Þess vegna hafa samtökin fyrst og fremst kallað á stöðugleika í gengismálum. Efnahagsástandið í okkar helstu við- skiptalöndum er ekki beysið og því kvíða menn samdrætti í ferðalögum. Það verð- ur þó bitist um ferðamennina á alþjóð- legum mörkuðum og þá er eins gott að Ísland verði ekki útundan vegna sparn- aðar í markaðssetningu, en framlög til landkynningar eru mjög góð fjárfesting sem kemur margföld til baka. Þeir upp- skera sem sá! Mikilvægi ferðaþjónustunnar Ég hef oft furðað mig á því að heyra fólk, jafnvel þingmenn og framámenn í atvinnulífinu, telja upp atvinnugrein- ar án þess að minnast einu orði á ferða- þjónustu. Hún er sífellt mikilvægari í bæði gjaldeyrissköpun og atvinnusköpun um land allt. Það hefur orðið gríðarleg- ur vöxtur í greininni síðustu árin, 60% aukning í komum erlendra ferðamanna frá árinu 2000. Samkvæmt nýjum ferðaþjónustureikn- ingum Hagstofunnar (Tourism Satel- lite Account) sem birtust nýlega og ná til ársins 2006 kom í ljós að árið 2006 skil- aði ferðaþjónustan 19% allra gjaldeyris- tekna þjóðarinnar og var þó mikil fjár- málaþjónusta það árið, en því er ekki að heilsa nú. Heildarkaup á ferðaþjónustu í landinu á sama tíma voru 135 milljarð- ar eða 11,5% af landsframleiðslu sem er tvöfalt meira en það sem áliðnaðurinn skilaði en augu stjórnvalda hafa beinst mikið að þeirri atvinnugrein síðustu árin. Við hjá Samtökum ferðaþjónustunnar höfum lengi haldið því fram að verðmæti ferðaþjónustunnar séu mun meiri en fal- ist hefur í hefðbundnum upplýsingum Hagstofunnar fram að þessu og hefur það nú komið í ljós með þessum nýju ferðaþjónustureikningum þar sem bæði beinar og afleiddar tekjur eru taldar. Það eru þrjár burðarstoðir í gjald- eyrissköpun á Íslandi – sjávarútvegur, ferðaþjónusta og stóriðja. Ísland verð- ur ekki í bráð fjármálamiðstöð heims- ins eins og hugur margra stóð til en það eru mýmörg önnur tækifæri fyrir menntaða Íslendinga, vísindafólk, sér- fræðinga í orkuiðnaði, hönnuði og annað listafólk. Það er mikil þörf fyrir aukn- ar gjaldeyristekjur á Íslandi núna og því þurfa stjórnvöld að huga vel að þörfum atvinnulífsins svo hámarka megi tekj- urnar. Það eru mikil tækifæri í íslenskri ferðaþjónustu þrátt fyrir tímabundna erfiðleika og mikla óvissu, það þarf að þróa nýja ferðamannastaði og gæta þess að leggja áherslu á að erlendir ferða- menn geti bæði kynnst lífi þjóðarinnar og notið náttúrunnar og menningu um leið og við bjóðum þeim góðan mat úr næsta umhverfi og góða þjónustu. Það eru líka mikil tækifæri fólgin í aukinni þjónustu við íslenska ferðamenn sem munu trúlega stórauka ferðir um eigið land nú þegar erlendur gjaldeyrir er orð- inn mun dýrari en áður. Við verðum að horfa með bjartsýni fram á veginn og muna að viðhorf okkar hafa áhrif á árangurinn. Vonast er til að gengi krónunnar styrkist á næstu mán- uðum, verðbólgan hjaðni og vextir lækki og hægt verði að afnema gjaldeyrishöft sem eru óþolandi bremsa á atvinnulífið. Það þarf sérstaklega að huga að rekstr- arumhverfi fyrirtækjanna við þess- ar aðstæður. Við þurfum á framsækni, bjartsýni, skapandi hugsun og frum- kvöðlakrafti á öllum sviðum að halda – sama kraftinum og var hér í góðærinu og skapaði svokallaða útrás en þarf nú að beina í heilbrigðari farveg, heilbrigðari útrás. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. ERNA HAUKSDÓTTIR Það er mjög erfitt fyrir fyrirtækin, sem þurfa að verðleggja þjónustu sína langt fram í tímann, að vita aldrei hvað muni koma upp úr kassanum þegar ferðamaðurinn greiðir reikning- inn. KynntuþérnámsframboðOpnaháskólansnánaráwww.opnihaskolinn.is ogskráðuþigápóstlista. NánariupplýsingarveitirAuðurHrefnaGuðmundsdóttir,audurhg@ru.is,s.5996368 STYTTRI NÁMSKEIÐ Gerðfjárhagsáætlana Námskeiðfyrirþásemviljaaukafærnisínaígerð fjárhagsáætlana.Námskeiðiðersamtals18klst. Námskeiðiðhefst26.Janúar. Fjármálfjölskyldunnar Fjallaðerumhelstuatriðisemvarðafjárhagheimilanna viðnúverandiaðstæður. Námskeiðiðferfram28.janúar. Evrópuréttur 16klst.námskeiðfyrirþásemviljafáinnsýní grundvallarþættiEvrópuréttarins,innleiðinguá EvrópulöggjöfoghlutverkstofnanaESB. Námskeiðiðhefst10.febrúar. Samrunifyrirtækja Hagnýttnámskeiðsemhentarvelþeimsemeruaðskoða möguleikannásamrunaeðayfirtökufyrirtækja. Námskeiðiðferfram11.febrúar. Fjármálastjórnunfyrirtækja Hagnýtt4raklst.námskeiðþarsemfariðeryfir fjármálastjórnunfyrirtækjaínúverandiárferði. Námskeiðiðferfram26.febrúar. LENGRI NÁMSKEIÐ Rekstrarogfjármálanám Ánámskeiðinuerfjallaðumalltþaðhelsta semtengistrekstriogfjármálum. Hagnýttfyrirþásemviljaaukafærnisínaí fjármálumogrekstrilítillaogmiðlungsstórra fyrirtækja. Námskeiðiðhefst10.febrúar. Almennirbókarar Hagnýtt48klst.námskeiðfyrirþásemhafa einhverngrunníbókhaldioghyggjastsækja umínámiðViðurkenndirbókarar. Námskeiðiðhefst3.mars. Vefstjórnun Námskeiðfyrirstarfandivefstjórasemvilja aukafærnisínaogkynnastnýjumaðferðumí vefmálumoghvaðeraðskilabestum árangri. Námskeiðiðhefst25.febrúar. Diplómanám FagMenntbýðuruppádiplómanám samhliðavinnu.Fjölbreyttarleiðiríboði. Námiðtekureittár. TUNGUMÁL / LANGUAGES BasicSpokenEnglish Participantsworksystematicallyon increasingtheiruseofbasicvocabularyand phrases.Suitableforbeginners. ThecoursestartsJanuary26. AdvancedSpokenEnglish Thecourseisanadvancedcourseinwhich participantsworkonadvancedvocabulary andformalstructuresofcommunication. ThecoursestartsJanuary26. SpanishforProfessionals Thisisacourseforallthosewhowishto startstudyingSpanishinabusinesscontext. Itisafirstapproachtothelanguageandto theculture. ThecoursestartsJanuary26. SpokenSpanish ThosewhowishtopractisetheirSpanish speakingskillsandbuildontheirconfidence inusingSpanishforprofessionaland travelpurposes. ThecoursestartsFebruary19. STYRKTU STÖÐU ÞÍNA! Kynntuþérsóknarfæriáwww.opnihaskolinn.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.