Fréttablaðið - 17.01.2009, Page 40

Fréttablaðið - 17.01.2009, Page 40
Anna Gunnarsdóttir, bæjar- listamaður Akureyrar, opnaði sýningu í gær í DaLí Gallery að Brekkugötu 9 á Akureyri. Sýningin nefnist Sjávarföll því kraftur verkanna líkir eftir þeirri orku sem myndast við sjávarföll. Þau eru vafin með þráðum í eins konar vöndul sem er síðan formað- ur í hring og eru unnin út frá gam- alli tækni sem notuð var við körfu- gerð hjá frumbyggjum Ameríku og Malasíu. Anna hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis og fengið viðurkenningar fyrir verk sín. Sjávarföll stendur til 1. febrúar og er opin föstudaga og laugardaga frá kl. 14-17 og annars eftir sam- komulagi. - gun Sjávarföll á Akureyri Verkin eru unnin út frá tækni sem notuð var við körfugerð hjá frumbyggjum Ameríku og Malasíu. MÁLÞING um upphaf og stöðu myndbandalistar á Íslandi verður haldið í Listasafni Íslands í dag frá klukkan 11.00 til 13.00. Þingið er haldið í tengslum við sýninguna Kvikar myndir - Myndbönd í árdaga margmiðlunar sem nú stendur yfir. Undanfarna daga hefur hlýnað aftur í veðri, því er um að gera að demba sér á skíði um helgina áður en allt verður autt. Skíðasvæði Húsvíkinga á Skála- mel var opnað síðastliðinn þriðju- dag en vegna hlýinda eru síðustu forvöð að skella sér í brekkurnar í dag áður en snjórinn fer. Á gönguskíðasvæðinu í Reykja- heiði í nágrenni Húsavíkur er þó nógur snjór og er Páll Ríkarðs- son búinn að troða brautir. „Við eigum eitt besta gönguskíðasvæð- ið á landinu hér í Reykjaheiði og þar er nógur snjór. Annars hefur verið góð mæting í brekkurnar þá daga sem við höfum haft opið. Krakkarnir eru bara nokkrar mín- útur að hlaupa úr skólanum og upp í brekkurnar.“ Páll segir að brekkurnar verði opnar í dag en óvíst með morgundaginn. Göngusvæðið verði þó opið. - rat Skelltu þér á skíðin Húsvíkingar eiga eitt besta skíðagöngu- svæði landsins í Reykjaheiði þar sem er nógur snjór og troðnar brautir. MYND/GUÐBERGUR ÆGISSON Skyndihjálp – 4 stundir Fyrir þá sem vilja öðlast grunnfærni í að beita skyndihjálp, endurlífgun og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum. Skráning og nánari upplýsingar í síma 565 2425 og á raudikrossinn.is. Einnig er hægt að skrá sig í sjálfboðamiðstöðvum eða með tölvupósti á hofudborgarsvaedi@redcross.is. Sjálfboðamiðstöðvar Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu: Reykjavíkurdeild, Laugavegi 120, sími 545 0400. Kópavogsdeild, Hamraborg 11, sími 554 6626. Garðabæjardeild, Hrísmóum 4 Garðatorgi, sími 565 9494. Hafnarfjarðardeild, Strandgötu 24, sími 565 1222. höfuðborgarsvæðisins raudikrossinn.is Skyndihjálp – 16 stundir Fyrir þá sem vilja öðlast grunnfærni í að beita skyndihjálp, endurlífgun og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum og auka færni í að meta einkenni algengra sjúkdóma og áverka. Námskeiðið veitir einingu í framhaldsskóla. Slys á börnum Fyrir þá sem vilja læra að þekkja orsakir og varnir gegn slysum á börnum, þroska þeirra, endurlífgun og sálrænum stuðningi við börn. Heimsóknavinanámskeið Fyrir þá sem eru að hefja störf sem heimsóknavinir. Fjallað er um hugsjónir Rauða krossins og hlutverk sjálfboðaliða. Grunnnámskeið Rauða krossins Fyrir þá sem eru að hefja störf fyrir félagið og/eða hafa áhuga á að kynna sér starfsemi þess. Fjallað er um upphaf, sögu og hugsjónir Rauða kross hreyfingarinnar og helstu áherslur í starfi félagsins innanlands og utan. reykjavik@redcross.is. kopavogur@redcross.is. gardabaer@redcross.is. hafnarfjordur@redcross.is. Félagsleiðbeinandi barna af erlendum uppruna Fyrir þá sem vilja aðstoða börn af erlendum uppruna við að kynnast samfélaginu og verða virkir þátttakendur í því. Sálrænn stuðningur Fyrir þá sem vilja fræðast um sálrænan stuðning, læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju. Viðhorf og virðing Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja vinna gegn fordómum og mismunun gagnvart minnihlutahópum þar sem mannúð, hlutleysi og óhlutdrægni eru höfð að leiðarljósi. Á námskeiðinu er velt upp viðhorfum okkar og annarra og þátttakendur fá á skemmtilegan hátt að horfast í augu við eigin fordóma. Áhersla er lögð á virka þátttöku og hópavinnu. Félagsvinur - mentor er málið Gefandi verkefni fyrir konur sem hafa áhuga á því að kynnast menningu annars lands og um leið að opna dyr að samfélaginu fyrir erlendum konum. Börn og umhverfi Fyrir 12-15 ára unglinga sem vilja læra umgengni og framkomu við börn, skyndihjálp og þekkja algengar slysahættur í umhverfinu. Áhugaverð og gagnleg námskeið fyrir íbúa Kolaportið er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-17 Tr y g g v a g ö t u 19 • 101 R e y k j a v í k S í m i 5 62 5 0 3 0 • w w w . k o l a p o r t i d . i s SP dekk - Skipholti 35 - 105 R Sími 553 1055 www.gummivinnustofan.is Opið kl. 8-18 virka daga, kl. 9-15 lau. RAFGEYMAR Gúmmívinnustofan Er rafgeymirinn í ólagi! Frí rafgeymaprófun og ísetning POLAR Alla mmtudaga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.