Fréttablaðið - 17.01.2009, Qupperneq 42
17. janúar 2009 LAUGARDAGUR4
„Ég hef nú alltaf verið pínulít-
ið veikur fyrir djassi,“ segir Jón
Stefánsson, stjórnandi Kammer-
kórs Langholtskirkju sem heldur
tónleika í kirkjunni annað kvöld
klukkan 20.
Tónleikarnir verða með djass-
ívafi en nokkrir þekktir djasstón-
listarmenn koma fram með kórn-
um. Þetta eru þeir Einar Valur
Scheving trommuleikari, Kjartan
Valdemarsson píanóleikari, Sig-
urður Flosason saxófónleikari og
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson
kontrabassaleikari. „Það eru alger
forréttindi að fá að spila með snill-
ingum eins og þeim,“ segir Jón.
Kórinn hélt svipaða tónleika
fyrir ári síðan sem tókust að sögn
Jóns ákaflega vel. „Ég hef alltaf
reynt að vera ekki með einhæfa
tónlist fyrir kórana mína. „Í fyrra
sungum við til dæmis djass og svo
Bach-mótettur sem er eins langt
frá hvort öðru og hægt er,“ segir
Jón. Hann segir einnig allt annan
hljóm myndast í kórnum þegar
sunginn er djass en þegar klass-
íkin ræður ríkjum enda takturinn
allt annar.
Hljóðfæraleikararnir spila með
kórnum í fimm lögum á tónleik-
unum, þeir spila þrjú lög einir og
önnur verk syngur kórinn undir-
leikslaust.
Jón segir prógrammið svipað
og í fyrra þótt eitthvað bætist við.
Til dæmis þrjár útsetningar Árna
Ísleifssonar á klassískum djasslög-
um. Þetta eru Take the „A“ Train,
Satin Doll og Estate (In Summer).
Önnur verk eru Michelle eftir
Lennon og McCartney, verk eftir
Nils Lindberg og fleiri vel þekkt
verk.
Jón segir alls ekki algengt að
kór syngi djass þótt Langholtskór-
inn hafi gert það svolítið í gegnum
tíðina. „Söngfólkið hefur gaman af
þessu líka,“ segir Jón sem um þess-
ar mundir er að glíma við mótettur
eftir Poulanc sem flytja á á föstu-
daginn langa. „Djassinn er mjög
gott mótvægi við það,“ segir hann
glaðlega.
Tónleikarnir vara í rúman
klukkutíma og kostar 2.000 krón-
ur inn en 1.500 fyrir námsmenn,
eldri borgara og félaga í Listafélagi
Langholtskirkju. solveig@frettabladid.is
Ávallt veikur fyrir djassi
Kammerkór Langholtskirkju flytur tónleika með djassívafi á sunnudaginn, 18. janúar, klukkan 20 í Lang-
holtskirkju. Stjórnandinn Jón Stefánsson segir óvenjulegt að kórar syngi djass en að útkoman sé góð.
Jón Stefánsson er
stjórnandi Kamm-
erkórs Langholts-
kirkju sem heldur
djasstónleika
annað kvöld.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
30%
afsláttur
Brauðbær • Hótel Óðinsvé • Þórsgata 1 • odinsve@odinsve.is • odinsve.is
Við gerum veisluna þína
Brauðbær sérhæfir sig í dönsku smurbrauði og
pinnamat. 40 ára reynsla og fagmennska tryggir
gæði veisluþjónustu okkar – vertu viss um að fá
fyrsta flokks veitingar í veisluna þína.
Pöntunarsími 552 0490 eða 511 6200
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til
að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf-
urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa.
SENDUM Í PÓSTKRÖFU.
SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR
Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.
Gæða skór fyrir góða menn.
Úrval af herramokkasíum úr leðri,
skinnfóðraðir og á vönduðum sóla.
Verð: 10.850.- 11.500.- 12.450.-
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
Laugavegi 178 • Sími: 551 2070
Opið: mán - fös: 10 -18, lau 10 -14
www.misty.is