Fréttablaðið - 17.01.2009, Síða 62

Fréttablaðið - 17.01.2009, Síða 62
HVAR ER ÞÍN AUGLÝSING ? Allt sem þú þarft... ... alla daga heimili&hönnun LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2009 BEST SKREYTTU HÚSIN Ljósin loga áfram HÖNNUN Hápunktar ársins 2008 KATRÍN ÓLÍNA PÉTURSDÓTTIR Á mörkum draums og veruleika fasteignir 15. SEPTEMBER 2008 Fasteignasalan Perla Investments og RE/MAX Bær eru með til sölu íbúðir við Punta Prima strönd á Spáni. Í búðirnar eru í blokk við Punta Prima-strönd, sem hefur notið mikilla vinsælda og er bæði í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante-flugvelli og Murcia-flugvelli. Íbúðin á myndinni til hliðar skiptist niður í opið eldhús, stofu/borðstofu, tvö svefnherbergi, baðher- bergi og verönd. Íbúðunum fylgir sameiginlegur garður með tveimur sundlaugum auk sameiginlegs púttvallar. Þær eru í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá ströndinni, þar sem óviðjafnanlegt útsýni er út á Miðjarðarhafið. Þá er öll þjónusta innan seilingar. Hægt er að rölta á nærliggjandi veitingastaði og eins eru kjörbúðir, veitingastaðir, apótek, barir og fleira staðsett í þjónustukjarna í tíu mínútna göngufjarlægð. Að auki er stutt í ýmiss konar afþreyingu fyrir alla fjölskylduna, þar á meðal golf, tívolíferðir, vatnagarð og fleira. Þess skal getið að íbúðirnar kosta frá 201.160 evrum. Þessi eign ásamt fleirum verður kynnt í opnu húsi á Spánareignum hjá Remax Bæ Malarhöfða 2, helg- ina 20. og 21. september á milli klukkan 12 til 16 báða daga. Nánari upplýsingar veitir RE/MAX Bær, um- boðsaðili Perla Investments á Íslandi. Snorri Sig- urfinnsson í síma 864 8090, ss@remax.is. Magnús Ninni Reykdalsson í síma 694 9999, maggi@remax. is. Frekari upplýsingar um fasteignakaup á Spáni eru fáanlegar á vefsíðunni www.perla.is. Fyrsta flokks íbúðir fáanlegar á Spáni Íbúðin í blokkinni skiptist í opið eldhús, stofu/borðstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og verönd. Íbúðunum fylgir sameiginlegur garður með tveimur laugum auk sameiginlegs púttvallar. Öll þjónusta og afþreying eru innan seilingar frá þeim. Fr u m Smærri fjármálafyrirtæki Þrengingar kalla á samþjöppun Sögurnar... tölurnar... fólkið... H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Óli Kristján Ármannsson og Björn Ingi Hrafnsson skrifa Seðlabanki Íslands ætti að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig á vaxtaákvörðunardegi sínum á morgun, samkvæmt áliti skuggabankastjórnar Markaðarins. Að þessu sinni voru skiptar skoðanir innan bankastjórnarinnar. Tveir vildu fremur horfa til væntinga erlendra greinenda og hættunnar á frekara gengisfalli og halda vöxtum óbreyttum. Hinir vildu hefja lækkunarferli stýrivaxta nú þegar og forða með því frekara kreppuástandi. Sameiginleg niðurstaða er svo varfærnisleg lækkun sem undirbyggja þarf rækilega með gögn- um, svo sem með því að birta nýjan stýrivaxtaferil. Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykja- vík, segir stöðuna í efnahagslífinu einkennast af mikilli óvissu og hættu, meðal annars vegna skorts á lánsfé. Þá hafi ekki tekist að styrkja gjaldeyris- forða Seðlabankans nema að takmörkuðu leyti. „Það lán sem tilkynnt var um í síðustu viku, en hefur reyndar ekki enn verið tekið, er auðvitað aðeins sem lítið skarð í stórri ísaldarstæðunni og var af kurteisisástæðum ekki hlegið beint út af borðinu,“ segir hann. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir mestu skipta nú að vega saman verðbólgu- hættuna annars vegar og hættuna á kreppu hins vegar. Hann horfir meðal annars til reynslunnar af fyrri samdráttarskeiðum, svo sem þegar lækkun stýrivaxta hófst síðla árs 2001, skömmu áður en verðbólga náði hámarki. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis, segir verðbólguhorfur jafnframt góðar og líkur á að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð á þriðja fjórðungi næsta árs. „Í þessu háa vaxtaumhverfi og í ljósi þessarar verðbólguspár tel ég rétt að bankinn lækki vexti sína í nokkuð stórum stökkum á næstu mánuðum,“ segir hann. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, telur einnig að Seðlabankinn þurfi að bregðast hratt við með örum stýrivaxtalækkunum þegar verðbólgan tekur að hjaðna og þá jafnvel með fjölgun vaxtaákvörðunardaga. Lækkunarferlið segir hann hins vegar kalla á góðan undirbúning og telur vart hægt að hefja það nema í tengslum við útgáfu Peningamála, efnahagsrits Seðlabankans, á vaxtaákvörðunardegi í nóvember. Þar hafi bankinn vettvang til að skýra ákvörðun sína og sýn á efna- hagsframvinduna. Skuggabankastjórnin vill 25 punkta lækkun Skuggabankastjórn Mark aðarins áréttar að tími sé kominn á lækkun stýrivaxta. Hættara sé við kreppu en verðbólgu. Olíuverð lækkar | Verð á hrá- olíu hefur lækkað nokkuð hratt upp á síðkastið og lá við 102 dali á tunnu þegar best lét í gær. Í júlí stóð verðið í hæstu hæðum, fór í rúma 147 dali á tunnu. Kauphöllin sprakk | Fjárfestar í Bretlandi komu að lokuðum dyrum hjá Lundúnamarkaðn- um í Bretlandi á mánudag. Tvö- falt meiri velta með hlutabréf en aðra daga varð til þess að kaup- hallarkerfið brann yfir. Þetta er alvarlegasta kerfisbilun á bresk- um hlutabréfamarkaði í átta ár. Þjóðnýting gleður | Gengi hlutabréfa tók kipp upp á við víða um heim á mánudag eftir að Henry Paulson, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, greindi frá yfirtöku ríkisins á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac á sunnu- dag. Þetta eru umfangsmestu björgunaraðgerðir í sögu fjár- málageirans. Mikið atvinnuleysi | Atvinnu- leysi mældist 6,1 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, samkvæmt nýjustu tölum banda- rísku vinnumálastofnunarinnar. Atvinnuleysi hefur ekki verið meira í tæp fimm ár. Óbreyttir vextir | Bæði Eng- landsbanki og evrópski seðla- bankinn ákváðu í síðust viku að halda stýrivöxtum óbreyttum. Að- stæður í efnahagslífinu og yfir- vofandi samdráttur í hagvexti lá til grundvallar ákvörðununum. Þóra Helgadóttir Verðleiðrétting ekki alslæm 6 Starfsmenn vilja kaupa Heitt í holunum hjá Enex 2 2 Hlutabréf í Eimskipafélaginu voru færð á athugunarlista í Kauphöllinni í gær, vegna um- talsverðrar óvissu varðandi verð- myndun vegna hættu á ójafnræði meðal fjárfesta, líkt og segir í til- kynningu. „Þetta er ábending til fjárfesta um að verðmyndun sé óvenju óviss um þessar mundir og felur því í sér hvatningu til þeirra að kynna sér málið vel áður en ákvarðanir eru teknar,“ segir Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallar- innar, í samtali við Markaðinn. Verð á hlutabréfum í Eimskip hefur nánast verið í frjálsu falli síðustu vikur og mánuði. Á einni viku hefur gengi bréfanna til að mynda lækkað um ríflega þriðj- ung. Fyrir um ári var gengið um 43, en var komið niður fyrir 10 kr. á hlut í gær. Eins og fram hefur komið í Markaðnum situr Eimskip enn uppi með ábyrgð upp á 25 millj- arða króna vegna sölu á bresku ferðaskrifstofunni XL Leisure Group fyrir tveimur árum. Unnið hefur verið að endurfjármögnun, en henni er ekki lokið og herma heimildir Markaðarins að skyndi- legt fall nú geti tengst óvissu um lyktir þeirrar vinnu. - bih Eimskip í frjálsu falli www.trackwell.com Vistvænn kostur! FIMMTUDAGUR 22. JAN. LAUGARDAGINN 24. JAN. MÁNUDAGUR 26. JAN. MIÐVIKUDAGUR 28. JAN. Þorrinn: Fjölbreytt sérblað um Þorrann, Þorramat og Bóndadaginn Nánari upplýsingar veitir Bjarni Þór Sigurðsson í síma 512-5471 eða bjarnithor@365.is Heimili & hönnun: Vikulegt sérrit um heimili & hönnun, hugmyndir fyrir öll rými heimilisins sem og áhugaverðar fréttir úr heimi hönnunar jafnt innanlands sem utan. Nánari upplýsingar veitir Hlynur Þ. Steingrímsson í síma 5125439 eða hlynurs@365.is Fasteignir: Fasteignablað Fréttablaðsins - alla mánudaga. Auglýsendur athugið að panta þarf auglýsingar fyrir klukkan 12 föstudaginn 23. janúar. Nánari upplýsingar veitir Viðar Ingi Pétursson í síma 512-5426 eða vip@365.is Markaðurinn: Vikulegt sérrit um allt er snýr að viðskiptum og efnhagsmálum – alla miðvikudaga. Nánari upplýsingar veitir Laila Awad í síma 512-5451 eða laila@frettabladid.is Eftirfarandi sérblöð fylgja Fréttablaðinu á næstunni föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS LEIKA FEÐGIN Í ÞRIÐJA SINN Sólveig Arnarsdóttir og Arnar Jónsson leika feðgin í fjölskyldudramanu Heiðri. ÆVINTÝRA- LEGA ÞJÓÐLEG Ásthildur Sturludóttir opnar heimili sitt og sýnir uppáhaldshlutina. 16. janúar 2009 SETTU ÍBÚÐ- INA Á SÖLU Birgitta Haukdal og Bene- dikt Einarsson selja glæsi íbúð sína á Skólavörðustíg. FÆR ÚTRÁS Í GEGNUM LISTINA Magnús Jónsson er með sjónvarpsþátt, tvær plötur og bíó- mynd í vinnslu. FÖSTUDAGUR 23. JAN. Föstudagur: Vikulegt sérrit á léttu nótunum. Viðtöl við þjóðþekkta einstaklinga, allt það nýjasta í tísku, heilsu og hönnun svo dæmi sé tekið. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir í síma 512-5462 eða sigridurdagny@365.is ÞRIÐJUDAGURINN 20. JAN. Vetrarlíf: Sérblað um útivist- og tómstundir. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Þór Sigurðsson í síma 512-5471 eða bjarnithor@365.is LAUGARDAGINN 24. JAN. Ferðir Sérblað Kópavogs um suður-amerísku menningarhátíðina sem haldin verður í Kópavogi 4.-11. október 2008 Nánari upplýsingar veitir Benedikt Freyr Jónsson í síma 512-5411 eða á netfangið benediktj@365.is [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög DESEMBER 2008 + NÝÁRSFAGNAÐUR Í HONG KONG, FORSETASKIPTI Í BANDARÍKJUNUM OG ELDFLÓINN Í TASMANÍU Almennt um námið Námið tekur eina önn og veitir svæðisleiðsöguréttindi. Kennt er þrjú kvöld í viku frá mánudegi til miðviku- dags, auk æfingaferða um helgar. Inntökuskilyrði Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu námi. Æskilegt er að hafa gott vald á einu erlendu tungumáli. Nánari upplýsingar á www.mk.is, í síma: 594 4025 eða á netfanginu: lsk@mk.is Þrælgott Steiktur þorskur ásamt íslensku banka- byggi og grænmeti að hætti Hákon- ar Más. Hákon Má Örvarsson og Rúnar Marvinsson þarf vart að kynna því báðir hafa getið sér góðs orðstírs fyrir meist- aralega takta í matreiðslu. Blaða- manni Fréttablaðsins þótti því til- valið að fá þessa mætu menn til að elda mismunandi rétti úr verð- mætasta nytjafiski þjóðarinnar, þorskinum. Ákveðið var að maturinn skyldi eldaður á veitingastaðnum Gló þar sem félagarnir skiptu fiskinum bróðurlega á milli sín. Rúnar fékk sporðstykkið og Hákon hnakkann. Beðnir um að lýsa nálguninni á hráefnið svarar Rúnar: „Ég ákvað að fylla sporðstykkið með hrogn- um þar sem hrognatímabilið stendur yfir. Úr varð Norðurís- hafsþorskur, bæði bragðgóður og bráðhollur.“ Hákon valdi sömu- leiðis þjóðlega nálgun þar sem þorskhnakkinn er borinn fram með byggi. Hann sótti svo örlítinn innblástur til matargerðar við Miðjarðarhaf með því að bæta við hann tómötum, papriku og kryddi. Útkoman eru tveir afar góðir réttir sem þægilegt er að elda og henta jafnt á matarborðið í miðri viku sem við fínni tilefni. - rve Rúnar Marvinsson og Hákon Már Örv- arsson á veitingastaðnum Gló. Hér sést hvernig Rúnar hefur vafið þorski utan um hrogn og sneytt hann niður svo útkoman minnir á litrík blóm. RÉTTUR HÁKONAR BYGG OG GRÆNMETI 200-300 g bankabygg 4 portobello-sveppir (eða kjörsveppir) 2 stórir tómatar (eða askja af kirsuberjatómötum) Salt, eftir smekk Strásykur, eftir smekk Ólívuolía, skvetta 1 stór paprika 1 chili ½ laukur 3-4 hvítlauksrif ½ dós sýrður rjómi ½ box saxaðar kryddjurtir, eftir smekk Sjóðið íslenskt bankabygg samkvæmt leiðbeiningum. Snyrtið til og bakið heila portobellosveppi í ofni við 175°C í um það bil 10 mínútur. Kjarnhreinsið tómata og skerið í fernt. Kryddið með salti og hrásykri; skvetta af ólívuolíu. Bakið við 175°C í 30 til 45 mínútur. Fínt að gera nokkru fyrir máltíð eins og sveppina. Skerið svo papriku, chili, lauk og hvítlauk niður í smáa bita og steikið rólega á pönnu í ólívuolíu þar til allt verður mjúkt. Bætið við salti og pipar. Bætið soðnu byggi saman við og smá sýrðum rjóma rétt í lokin ásamt saxaðri kryddjurt og hugsanlega smá rifinni piparrót. Smakkið til. ÞORSKUR þorskhnakki (4 stk. 120-150 g) Gullinsteikið þorsk í ólívuolíu. Kryddið með salti og smá pipar. PESTÓ 1 búnt basil 1 búnt steinselja 2-3 hvítlauksrif 50 g rifinn parmesanostur 1 lítill poki furuhnetur sítrónusafi, smáskvetta 1 dl ólívuolía Salt og pipar Setjið allt í mixer og keyrið saman í mauk. Bætið við ólívuolíu ef pestó er of þykkt. Smakkið til. Eins má gera pestó með spínati til að drýgja jurtir. Setjið portobello á disk. Blandið mjúkri og fínni byggblöndu ofan á. Setjið fiskinn og tómatana ofan á. Toppið með kryddjurt og berið fram með pestói. RÉTTUR RÚNARS ÞORSKVAFNINGUR 4 sinnum 200 g þorskflök (sporðstykki) 1 stk. þorskhrognabrók Fletjið út flök með því að klappa á roðhliðina. Stráið salti og kreistið sítrónu yfir. Látið standa í 5 mínútur. Losið hrogn úr brók, setjið matskeið á hvert flak og rúllið upp frá breiðari enda. Setjið ofan í sjóðandi vatn í potti, setjið lok á og látið standa í 10 mínútur. Berið fram (niðurskorið) með bökuðum hvítlauk, gufusoðnum gulrótum, spínati og góðri hvítvínssósu. TVEIR ÞJÓÐLEGIR ÞORSKRÉTTIR OG MEÐLÆTI Fyrir 4 A M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N T0 N og þægilegt Íslendingar leita nú fremur í það þjóðlega og á það ekki síst við um matargerð. Fréttablaðið fékk því tvo meistarakokka til að matreiða gómsæta og holla rétti úr hráefni sem hefur fylgt þjóðinni um ómunatíð og reynst vel þegar harðnar í ári.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.