Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.01.2009, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 17.01.2009, Qupperneq 66
34 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR JANÚAR DESEMBERFRAMHALD AF SÍÐU 32 17. nóv. ■ Efnahagsáætlun stjórnvalda lögð fram sem þingsályktunartillaga. Fjármagnsþörf ríkisins sögð 5 milljarðar en ekki 6 eins og áður hafði verið haldið fram. 18. nóv. ■ Davíð Oddsson segist, í ræðu hjá Viðskiptaráði, margoft hafa varað stjórnvöld við hruni fjármálakerf- isins. Ráðherrar segjast ýmist ekki kannast við það eða hafa farið eftir öllum ráðleggingum. Davíð segir aðskilnað fjármálaeftirlits og Seðlabanka hafa verið mistök. 19. nóv. ■ Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkir 2 milljarða króna lán til Íslands að ítarlegum skilmálum uppfylltum. 20. nóv. ■ Ráðherrarnir Björgvin G. Sigurðs- son og Þórunn Sveinbjarnardóttir segjast vilja kosningar til Alþingis í vor. ■ ASÍ kynnir verðkönnun sem sýnir mikla verðhækkun. Verð á einstök- um matvælum hefur hækkað um 100 prósent síðan í mars. 22. nóv. ■ Mótmælt á Austurvelli. Hluti mót- mælenda fer að lögreglustöðinni við Hverfisgötu í kjölfar handtöku manns sem áður hafði dregið Bónusfánann að húni á Alþingis- húsinu. Um 500 manns taka þátt. Mótmælendur brjóta sér leið inn í anddyri. Lögreglan sleppir í kjölfarið manninum, sem boðar algjöra, almenna og tafarlausa byltingu við mikinn fögnuð. 24. nóv. ■ Vantrauststillaga stjórnarandstöð- unnar þar sem kosninga er krafist er felld á þingi. ■ Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að 64 prósent vilja kosningar í vor eða fyrr. ■ Átta ráðherrar ríkisstjórnarinnar sitja fyrir svörum á opnum borg- arafundi í Háskólabíói. Um 1.500 manns mæta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir fundargesti ekki endurspegla vilja þjóðarinnar. 26. nóv. ■ ASÍ krefst afsagnar fjármálaráð- herra og viðskiptaráðherra á fundi með Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. „Það skortir tilfinnanlega á trúverðugleika stjórnvalda. Ég sé ekki með nokkru móti hvernig við eða stjórnvöld getum unnið okkur út úr þessum erfiðleikum ef ríkisstjórninni tekst ekki að bæta sína ímynd og ná sátt við þjóðina,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ. ■ AGS birtir útreikninga um að nettókostnaður Íslendinga vegna útlána í erlendum útibúum bank- anna verði 245 milljarðar króna, 800 þúsund á hvern Íslending. ■ Verðbólgan komin í 17,1 prósent 27. nóv. ■ Frumvarp um lög um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna lagt fram á Alþingi. Forseti Alþingis og formenn allra stjórnmálaflokka eru flutningsmenn. ■ Alþingi samþykkir lög sem heimila Seðlabankanum að setja hömlur á gjaldeyrisviðskipti. 28. nóv. ■ 700 milljóna niðurskurður tilkynnt- ur hjá Rúv og uppsagnir 44 starfs- manna, þar af 21 fastráðins. ■ Tæplega 7.000 manns án atvinnu, hefur fjölgað um 3.000 á einum mánuði. Um 150 manns skrá sig atvinnulausa daglega. 29. nóv. ■ „Ég tel mig ekki persónulega ábyrgan,“ segir Geir H. Haarde um hrun bankakerfisins við AP-frétta- stofuna. 1. des. ■ Í kjölfar mótmælafundar fara nokkur hundruð mótmælendur að Seðlabankanum. Eva Hauksdóttir fær að hitta bankastjórana þrjá og ber Davíð Oddsson síðan út með táknrænum hætti. Mótmælend- ur koma sér fyrir í anddyrinu og lögreglan er með viðbúnað. Eftir tvo tíma leggja mótmælendur til að lögregla fari, þá fari þeir. Það gengur eftir. ■ Vinstri græn orðin stærsti stjórn- málaflokkurinn, samkvæmt Þjóðar- púlsi Gallup. ■ 530 manns sagt upp í 12 hóp- uppsögnum í nóvember. 43% úr verslun, flutningum og tengdum greinum. 2. des. ■ Ríkisstjórnin tilkynnir aðgerðir í tólf liðum til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Erlendum kröfuhöfum verði boðið hlutafé í bönkunum, fyrirtæki fái að gera upp í erlendri mynt. Áhersla á mannaflsfrekar aðgerðir og óháður umboðsmaður viðskiptavina skipaður í hverjum banka. ■ Gengisvísitala fer í fyrsta skipti yfir 250 stig. 3. des. ■ Umboðsmaður Alþingis lýsir yfir áhyggjum sínum af stjórnsýslu við framkvæmd neyðarlaga í tólf atriðum. Geir segir síðar áhyggjurn- ar óþarfar. 4. des. ■ Davíð Oddsson mætir á fund við- skiptanefndar. Ber fyrir sig banka- leynd vegna ummæla hans um að hann viti hvers vegna Bretar beittu Íslendinga hryðjuverkalögum. Seg- ist hafa sagt við ríkisstjórnina í júní að líkur á því að bankarnir stæðu væru núll. ■ Fréttir berast af viðtali við Davíð í dönsku blaði. Þar segist hann ætla í pólitík verði hann látinn fara úr Seðlabanka. „Ef ég verð neyddur til að segja af mér lítur málið allt öðruvísi út. Þá ætla ég að snúa aftur í pólitík.“ 5. des. ■ Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir Davíð Oddsson hafa blekkt sig og aðra borg- ara landsins, hafi hann varað leiðtoga ríkisstjórnarinnar við falli bankanna í júní. 6. des. ■ Geir H. Haarde segist ekki muna eftir símtali þar sem Davíð varaði hann við falli bankanna. 7. des. ■ Geir segir ýmis- legt óviðeigandi í ummælum Davíðs á fundi viðskiptaráðs. ■ Björgvin G. Sigurðsson gagnrýnir Seðlabankann vegna þjóðnýtingar Glitnis. Hann hafi ekki verið hafður með í ráðum. ■ Össur Skarphéðinsson upplýsir að Samfylkingin hafi komið í veg fyrir skipan sérstaks neyðarráðs emb- ættismanna undir forystu Davíðs Oddssonar. 8. des. ■ Tveir mótmælendur fara á þingpalla og eru með háreysti. Í kjölfarið er 30 mótmælendum meinaður aðgangur að pöllunum og til ryskinga kemur. Sjö eru handteknir. 9. des. ■ Mikil mótmæli fyrir utan Ráðherra- bústaðinn í aðdraganda ríkisstjórn- arfundar. 10. des. ■ KPMG segir sig frá rannsókn á Glitni eftir tveggja mánaða vinnu. ■ Frumvarp um sérstakan saksókn- ara til að rannsaka bankahrunið verður að lögum. 11.des. ■ Fundað með erlendum kröfuhöf- um í bankana. Von- ast eftir samningum um erlent eignar- hald í Kaupþingi og Glitni. 12. des. ■ Verðbólga hækkar vegna hærri álaga á elds- neyti, áfengi, tóbak og fleira. Skuldir heim- ila hækka um 6,7 milljarða. 16. des. ■ Ríflega 100 manns mótmæla fyrir framan Ráðherrabústaðinn í aðdraganda ríkisstjórnar- fundar. Ríkisstjórnin færir í kjölfarið fundi sína í Alþingishúsið. 17. des. ■ Frumvarp lagt fram um fjárhagsleg- an stuðning við þá sem hyggja á málsókn við Breta. 19. des. ■ Þrjú hundruð fjölskyldur þiggja aðstoð hjá Fjölskylduhjálpinni í síðustu úthlutun fyrir jól. Alls þáðu átta hundruð fjölskyldur aðstoð í desember. 20. des. ■ Fjöldi lagabreytinga á Alþingi. Tekjuskattur hækkaður um 1,25 prósent, heimild til gjaldtöku á sjúkrahúsum, þak fæðingarorlofs lækkað um 80 þúsund. 22. des. ■ Fjárlög samþykkt með 154 milljarða króna halla. Fjáraukalög samþykkt sem bæta 45 milljörðum við áður samþykkt fjárlög. ■ Verðbólga komin í 18,1 prósent. Hefur ekki verið hærri síðan í maí 1990. 22. des. ■ Ný eftirlaunalög samþykkt. Ekki nóg að gert, segja sumir. 23. des. ■ 2,1 prósent landsmanna sækir um aðstoð frá hjálparstofnunum fyrir jólin. ■ Páll Hreinsson skipaður formaður rannsóknarnefndar um banka- hrunið. Tryggvi Gunnarsson og Sigríður Benediktsdóttir sitja einnig í nefndinni. 27. des. ■ Kjararáð lækkar laun þingmanna og ráðherra um 7,5 til 15 prósent. 30. des. ■ Úttektum á bönkunum skilað til Fjármálaeftirlitsins. Hafa ekki enn verið gerðar opinberar. 31. des. ■ Mótmæli við Stjórnarráð og síðar Hótel Borg þar sem Kryddsíld Stöðvar 2 fer fram. Lögreglan beitir táragasi. Útsending þáttarins rofin. 1. jan. ■ 17.541 einstaklingur er á vanskila- skrá og 5.938 fyrirtæki. ■ Krónan féll um 45 prósent á árinu 2008. 3. jan. ■ Mótmælafundur á Austurvelli 13. laugardaginn í röð. ■ Economist spáir neikvæðum hagvexti um 10 prósent á Íslandi árið 2009 og um 5 prósent hjá Simbabve. 5. jan. ■ Bjarni Ármannsson upplýsir að hann hafi skilað 370 milljónum króna eftir bankahrun. Reyndust vera 240, restin kom úr ríkissjóði sem endurgreiddir skattar. ■ Hundruð skrá sig atvinnulaus á fyrsta launalausa degi ársins. 6. jan. ■ Upplýst að kvótaveð nokkurra fyrirtækja eru komin í eigu erlendra banka. ■ Ríkisstjórnin ákveður að fara ekki í mál við Breta vegna Icesave en leitar í staðinn til Mannréttinda- dómstóls Evrópu. 7. jan. ■ Heilbrigðisráðherra tilkynnir um 1.300 milljarða niðurskurð í heilbrigðiskerfinu og uppstokkun. Sveitarfélög ræða yfirtöku stofnana. 8. jan. ■ Creditinfo spáir gjaldþroti 3.527 fyrirtækja á árinu 2009. 10. jan. ■ Carsten Valgreen, aðalhagfræðingur Danske Bank, segir rót kreppunn- ar vera mikil innbyrðis tengsl. Davíð Oddsson hafi valdið stórslysi með yfirlýsingum sínum og losna þurfi við stjórnmálamenn úr stjórnunarstöðum. 11. jan. ■ Rannsókn- arnefnd um bankahrunið segist munu rannsaka stöðutökur gegn íslensku krónunni. 12. jan. ■ Atvinnurekendur sakaðir um að misnota atvinnutryggingakerfið og nota bætur vegna skertrar vinnu til að greiða niður launakostnað. ■ Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórn- sýslufræðingur segir ráðherra hafa haft samband við sig fyrir borgara- fund, þar sem hún var ræðumaður, og hvatt hana til að gæta orða sinna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segist síðan hafa átt í hlut og ráðin hafi verið gefin af góðum huga. ■ Robert Wade, hagfræðingur við London School of Economics, segir viðbrögð ríkisstjórnar og Seðla- banka við fjármálakreppunni hafa verið fálmkennd. 13. jan. ■ Geir H. Haarde segir við breska tímaritið Monocle að hann hafi áhyggjur af því að unga fólkið flytji úr landi. „Við erum lítið eyjasamfé- lag og það er alltaf freistandi fyrir ungt menntafólk að flytja sig til grænni haga.“ ■ Verkalýðsforkólfar átelja ríkisstjórnina fyrir að aðhafast lítið vegna atvinnuleysis. ■ Tilkynnt að staða bankastjóra Landsbankans verði auglýst. Elín Sigfús- dóttir mun ekki sækja um. 14. jan. ■ Fleiri hefðu átt að taka stöðu gegn krónunni, segir Ásgeir Jónsson hag- fræðingur. „Þjóðin lifði einfaldlega um efni fram allt of lengi með því að taka stöður með krónunni.“ ■ Skýrsla sýnir að skuldir fyrirtækja hafi aukist um 44% frá ársbyrjun að falli bankanna og heimilanna um 22%. 68% skuldanna voru gengisbundnar, miðað við 59% í ársbyrjun. ■ Robert Wade fundar með embætt- ismönnum. 15. jan. ■ Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir bankastjóra hafa talið sig vera að styrkja kerfið með veðlánum til bankanna skömmu fyrir fall. Þeir hafi haldið í vonina um að kerfið „myndi standa af sér þann ólgusjó sem yfir dundi. Við töldum ekki fullvíst á þeim tíma að þetta myndi tapast.“ Ummælin þykja stangast á við ummæli Davíðs Oddssonar um að hann hafi sagt ríkisstjórninni í júní að núll prósents líkur væru á að bankarnir stæðu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.