Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 70
38 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR ESB og umskipti á æðstu stöð- um eru með brýnustu málum Aðgerðir í efnahagsmálum í kjölfar hruns bankanna brenna á þjóðinni. Unnið er eftir efnahagsáætlun sem tryggja á lánafyrir- greiðslu fyrir atbeina Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en framtíðin er engu að síður um margt óljós. Við lýði eru gjaldeyrishöft og hátt stýrivaxtastig og niðurstöðu beðið í Evrópusambands- og krónumálum. Breski fræðimaðurinn Robert Wade, prófessor við Lond- on School of Economics, bættist nýverið í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa stjórnvöld fyrir stefnuleysi. Í ljósi alls þessa kölluðu Óli Kristján Ármannsson og Björn Ingi Hrafnsson viðskiptaritstjórar eftir ráðgjöf skuggabankastjórnar Markaðarins um til hvaða aðgerða væri nú brýnast að grípa. 1) Framtíðarsýn. Það vantar áætlun, það vantar plan, það vantar skýra framtíðaðarsýn. Hvernig ætla stjórnvöld að ná efnahagslífinu út úr ógöngunum? 2) Markaðsbúskapur. Koma þarf á virkum markaðsbúskap að nýju sem fyrst. Þessi liður felur í sér margt, meðal annars þarf endurskipulagn- ing bankanna að ganga hraðar fyrir sig, selja þarf fyrirtæki til framtíðar- eigenda, gjaldeyrishöftin þarf að afnema og gjaldeyrismarkaðinn þarf að gera virkari, ásamt fleiru. 3) Evrópusambandið. Framtíðar- skipulag peningamála er nátengt umræðunni um ESB - og að sjálf- sögðu framtíðarsýninni. Sækja þarf um aðild og fá úr því skorið hvort við náum viðunandi samningum. 4) Umbætur á umgjörð og reglu- verki um fjármál. 5) Félagslegar aðgerðir til að draga úr verstu áhrifum kreppunnar. 6) Upplýsingagjöf. Það þarf að endurbæta upplýsingagjöfina um gang mála, ekki síst hvernig gengur með efnahagsáætlunina og sam- starfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON FORSTJÓRI NASDAQ OMX KAUPHALLARINNAR Á ÍSLANDI: HAGFRÆÐINGUR Í LANDSBANKANUM: EDDA RÓS KARLSDÓTTIR Allar aðgerðir eiga að taka útgangspunkt í að tryggja að þjóðartekjur og velferð almennings verði sem mest í framtíðinni. Eftirfarandi atriði þarf öll að framkvæma strax: 1) Marka verður trúverðuga framtíðarstefnu í efnahags- og gjaldeyrismálum og kynna fyrir þjóðinni. Þannig má draga úr óvissu og efla frumkvæði og sköpun nýrra starfa. 2) Stjórnvöld þurfa að ljúka samningum um ICESAVE og gömlu bankarnir að ganga frá uppgjöri við erlenda kröfuhafa. Reynslan sýnir að alþjóðasamfélagið sættir sig oft við ótrúlega miklar afskriftir skulda, enda sé lögum fylgt og jafnræðis gætt. Sagan kennir okkur einnig að þjóðir fá ekki fullan aðgang að alþjóð- legum fjármálamörkuðum fyrr en skuldamál eru frágengin. Slíkur aðgangur skiptir sköpum fyrir þróun lífskjara til framtíðar. 3) Gera þarf fjármálakerfið starfhæft með því að ljúka við uppgjör milli gömlu og nýju bankanna. 4) Forðast verður aðgerðir sem leiða til einangrunar, langvarandi hafta og pólitískrar skömmtunar – á öllum sviðum. 5) Núverandi fyrirkomulag peningamála, með gjaldeyrishöft og háa stýri- vexti, sameinar það versta úr tveimur heimum. Úr því sem komið er er rétt að tilkynna að gjaldeyrishöftunum verði fyrst aflétt eftir að létt hefur verið á gríðarlegri krónueign erlendra aðila og verðbólgukúfurinn er genginn yfir. Í framhaldi af tilkynningunni verði vextir lækkaðir með afgerandi hætti. Allt kapp verði lagt á að létta á krónueign erlendra aðila með eignaskiptum, bindingu innistæðna, uppboði verðbréfa með langan binditíma eða öðrum leiðum sem færar eru. 6) Þar til skýr og trúverðug framtíðarsýn liggur fyrir og gjaldeyriskreppan er leyst, geta aðgerðir til aðstoðar heimilum og fyrirtækjum aldrei orðið annað en plástrar eða tímabundin töf. Í versta falli geta slíkar aðgerir falið í sér óraunhæfar afskriftir sem draga verulega úr tekjum og auka skattbyrði næstu kynslóða. FORSTÖÐUMAÐUR GREININGAR GLITNIS: INGÓLFUR BENDER LEKTOR VIÐ VIÐSKIPTADEILD HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK: ÓLAFUR ÍSLEIFSSON FORSTÖÐUMAÐUR GREININGARDEILDAR KAUPÞINGS: ÁSGEIR JÓNSSON 1) Hjálpa heimilum og fyrirtækjunum að takast á við kreppuna: Verja mannauðinn fyrir félagslegum afleiðing- um fjármálakreppu. Efla félagsleg úrræði vegna atvinnu- leysis. Bæta aðgengi að menntun. Auka samstarf ríkis og sveitarfélaga. Koma fram með úrlausnir vegna greiðsluerf- iðleika. Styðja við fyrirtæki meðan þau fara yfir erfiðasta hjallann. Frysting lána, meðferð í greiðsluþroti, aðkoma bankanna, eignfjárinnspýting með fjárfestingarsjóðum og draga að fjárfesta. Virkja markaði, afnema höft og tryggja stöðugleika. Hvetja til nýsköpunar. 2) Nýta opinber fjármál til sveiflujöfnunar en gæta vel að skuldsetningu: Hið opinbera þarf að vera vaxtarhvetjandi í niðursveiflunni. Halda þarf útþenslu í lágmarki sem og þeim kostnaði sem ríkið tekur á sig vegna endurskipu- lagningar bankakerfisins. Ekki fara í óarðbær gæluverkefni. Það þarf að tryggja að ríkið lendi ekki í greiðslufalli. Hraða sameiningum sveitarfélaga og lækka kostnað í opinberum rekstri með hagræðingu. 3) Efla virkni markaða: Endurreisa þarf markaði á ný og tryggja virkni þeirra. Tryggja að gjaldeyrishöftin virki og skili sér í styrkingu krónunnar. Nýta styrkingu til að mynt- breyta erlendum lánum innlendra aðila. Síðar að afnema höftin og lækka stýrivexti hratt. Koma þarf fyrirtækum úr ríkiseigu sem fyrst. Efla traust með bættri umgjörð, eftirliti og regluverki. 4) Opna hagkerfið á ný: Byggja upp á ný góð samskipti við nágrannaþjóðir. Fara hiklaust í aðildarviðræður við ESB með skilgreind samningsmarkmið. Samhliða þarf að hafa skýra áætlun um hvað verði ef ekki verður af inngöngu. Afnema þarf höft á utanríkisviðskipi. Fá erlenda kröfuhafa að eignarhaldi í bönkunum. 5) Tryggja stöðugleika: Stöðugleiki í efnahagslegu umhverfi fyrirtækja og heimila þarf að vera í forgrunni. Setja skýr stefnumarkmið. Forgangsverkefni er að endur- skipuleggja peningastjórnunina. 1) Viðræður við Breta og aðrar þjóðir um að endurskoða fyrri niðurstöðu í ICESAVE-málinu í ljósi þess að þjóðin er sokkin niður í óviðráðanlegt skulda- fen og að kröfur á hana í þessu máli standast enga sanngirnismælikvarða. 2) Endurskoðun á samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að lækka stýrivexti til dæmis í 6 prósent enda engin þörf á 18 prósenta vöxtum til að styðja handstýrðri haftakrónu. 3) Samræmd áætlun um að rétta við efnahag fyrirtækja og heimila eftir hrun krónu og verðbólguhrinu. 4) Umsókn um aðild að ESB með ósk um flýtimeðferð inn í evrópska myntbandalagið. 5) Tafarlaus mannaskipti í Seðlabanka, Fjármálaeftirliti og ríkisstjórn. 1) Lögð verði fram tímasett aðgerðaráætlun í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um hratt afnám gjaldeyr- ishafta, lækkun vaxta og endurreisn og einkavæðingu bankakerfisins. Nú ríkir fullkomin óvissa um þróun helstu hagstærða, svo sem vaxta og gengis, sem gerir alla áætl- unargerð nær ómögulega fyrir atvinnulífið. Háir vextir, höft og óvissa takmarka allt endurreisnarstarf. 2) Hafnar verði aðildarviðræður við ESB með áherslu á flýtimeðferð fyrir inngöngu í myntbandalag Evrópu . Aðild að ESB og myntbandalagi Evrópu er fljótvirkasta leiðin til þess að tryggja þjóðhagslegan stöðugleika og byggja trúverðugleika landsins að nýju. Jafnframt er aðild að ESB ein helsta tryggingin fyrir að stjórn landsins muni ekki leita aftur til hafta og miðstýringar. 3) Lögð verði áhersla á gagnsæi og samræmda upplýs- ingagjöf um rannsókn bankahrunsins til þess skapa nýtt traust á fjármálakerfinu. Það er nú nauðsyn að fara að horfa til framtíðar í stað þess að skeggræða endalaust mistök fortíðar. Það þarf allar upplýsingar upp á borðið sem fyrst svo hægt sé að meta hlutina í heildarsamhengi. Eins og staðan er nú virðist engin samdræmd upplýsinga- gjöf vera til staðar en þess í stað virðast sem nokkur slæm órannsökuðum atriðum sé lekið í fjölmiðla í viku hverri. 4) Stjórnvöld leggi fram samræmda áætlun um viðreisn landsins sem setur viðmið um hvernig skuli tekið á gjaldþrotum bæði heimila og fyrirtækja. Nú er nauðsyn að breyta gengis- bundnum skuld- um heimila og fyr- irtækja í krónulán með einhverjum þeim hætti sem sæmileg sátt ríkir um. Það þarf að gerast um leið og efnahagsreikning- ur nýju bankanna er útbúin. 5) Settur verður forgangur sölu eigna og fyrir- tækja sem nú eru á höndum bankanna þriggja til þess að koma þeim í starfhæft ástand svo atvinnusköpun geti byrjað að nýju. Nú ríkir bið- staða í atvinnulífinu þar sem eignarhald og rekstrargrund- völlur margra fyrirtækja leikur á tvennu. Þessari óvissu þarf að eyða með nýju eignarhaldi eða aðgerðum sem treysta núverandi eignarhald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.