Fréttablaðið - 17.01.2009, Qupperneq 78
46 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Auk nuddsins góða get ég nú
boðið þér upp á innsýn í fram-
tíðina. Og það bara fyrir fimm
þúsund krónur aukalega!
Nei takk,
bara
nuddið.
Ekki einu sinni á þessu
frábæra kynningarverði?
Nei
takk.
Hvað
sagðirðu?
Þú lítur út
fyrir að vera
hálf slappur!
Vá, þú
ert góð!
Nuuj! Amma
sendi mér
tvöþúsundkall
í afmælisgjöf!
Það var
fallegt.
Heimurinn væri mun
betri ef fleiri væru eins
og amma þín.
Ein-
mitt...
... en á hinn bóginn
þá væru ekki margir
sem gætu teygt sig
upp í efstu hillurnar.
Dýra-
læknir
Þessar brauðstangir
bragðast eins og
hundamatur.
Skilaðu hrósi til
kokksins.
Lárus,
sjáðu!
Við erum ekki
að fara að kaupa
lampa Jóna!
Ehhh!
Ehh!
Kaupum
tvo!
Vá, þú ert
frábær!
Hundurinn
minn virðist
ekki vera í sem
bestu standi.
Þvottadrengurinn orðaði það um dag-inn að við ættum að demba okkur í bíó. Mér leist vel á það enda langt síðan ég
hafði farið, síðasta mynd sem ég sá í kvik-
myndahúsi var Indiana Jones á síðasta ári.
Úrval mynda í bíó er ágætt þessa dagana
en eins og gefur að skilja er smekkur okkar
hjóna ekki eins. Þó höfum við aldrei lent í
vandræðum með að fara saman í bíó.
Ég tel mig samt víðsýnni í áhorfi en
ég hef farið með drengnum á mynd-
ir eins og X-men og Hellboy og
skemmt mér ágætlega, meðan hann
virti það varla svars að fara með mér
á Sex and the City. Þegar
ég leit yfir auglýsingarn-
ar sá ég strax eina mynd
sem mig langaði að sjá,
ástarsögu af bestu gerð með
Nicole Kidman og Hugh
Jackman í aðalhlutverk-
um. Þvottadrengurinn var minna spenntur
og allt tal um bíóferð fjaraði út. Ég reyndi
að benda honum á að Hugh Jackman hefði
einmitt farið með hlutverk Jarfa í X-Men,
minnug þess þegar drengurinn safnaði
þykkum börtum niður á kjálka, blés hárið
upp í vöngunum og æfði sig með ímyndaða
hnífa út úr hnúunum fyrir framan speg-
ilinn. Alveg eins og Jarfinn. Ég hef hann
grunaðan um að hafa svokallað „man-
crush“ á úlfamanninum. Bíóferðin virt-
ist vera að detta upp fyrir þegar auglýs-
ing þar sem sýnt var úr myndinni rann
yfir sjónvarpsskjáinn. Nicole birtist
viðkvæm að vanda og þvottadrengur-
inn brá ekki svip. Svo birtist Hugh,
skítugur og sveittur með órakaða
kjálkana undan kúrekahatti, bað-
aður geislum kvöldsólar. Þvotta-
drengurinn skipti litum. Bíóferð
hefur verið fastsett í kvöld.
Jarfinn stal hjarta þvottadrengsins
NOKKUR ORÐ
Ragnheiður
Tryggvadóttir
SAMFÉLAGSVERÐLAUN