Fréttablaðið - 17.01.2009, Qupperneq 82
50 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR
utlit@frettabladid.is
DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA
Anna Margrét Björnsson
OKKUR
LANGAR Í
…
Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum – Skógarlind 2.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið.
V E F V E R S L U N E L K O . i s
SENDU SMS EST EUM
Á NÚMERIÐ 1900
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
AÐALVINNINGUR ER PSP TÖLVA ÁSAMT LEIKJUM!
AUKAVINNINGAR ERU: TÖLVULEIKIR · DVD MYNDIR · GUITAR HERO · FULLT AF PEPSI
ÚTSÖLUMARKAÐUR
Á TÖLVULEIKJUM - LEIKIR FRÁ 995,-
9. HV
ER
VINN
UR!
> EINN FATNAÐUR Á BÆÐI KYN
Hönnuðurinn Stefano Pilati hefur endur-
vakið hefðina sem franski hönnuðurinn
sálugi Yves St Laurent innleiddi þegar hann
setti upp tískuhús sitt á áttunda
áratugnum. Pilati endurskapar nú
svokallaðan „ unisex“ fatnað sem
klæðir bæði karlmenn og konur í
formi jakka, buxna, skyrtna og
buxnadragta. Þessi skemmti-
lega lína verður til sölu á
næstu tískuvikum í London,
París, New York og Mílanó.
Sumir myndu hreinlega kalla fatnaðinn sem ítalskir hönnuðir sýndu fyrir vor og sumar 2009
nærbuxur en á engilsaxnesku hafa þær kallast „hot pants“ síðan á áttunda áratugnum. Heit-
ar buxur, sennilega vegna þess að þær skilja lítið eftir fyrir ímyndunaraflið og þær konur sem
kjósa að ganga í þeim verða að vera fullar sjálfstrausts um leggi og afturenda. Þess má þó geta
að músa Andys Warhol, Edie Sedgwick, gekk gjarnan í stórum nærbuxum yfir sokkabux-
um og við rúllukragapeysur og skapaði með því svala tísku sem margar konur hermdu
eftir. Hér má sjá úrval „míníbuxna“ hjá Ítölunum sem ættu að minnsta kosti að ganga á
ströndinni, ef ekki í kokkteilboðunum. - amb
SVART OG SEXÍ
Stuttar svartar
buxur við jakka
frá Iceberg fyrir
sumarið 2009.
HIPPALEGT Töff
grænröndóttur
samfestingur
við belti og slá
frá Marni.
KVENLEGT Fallegur
samfestingur í svörtu
og pallíettum frá
Iceberg.
MYNSTRAÐ
Prjónaður
toppur við
míníbuxur og
slá frá Marni.
KYNÞOKKAFULLAR STUTTAR BUXUR KOMA STERKT INN NÆSTA SUMAR
Míníbuxur fyrir sumarið
... dásam-
lega sætar
silkinærbuxur
frá Mint Siren
silkibuxur
með slaufu
á rassin-
um. Fást í
Systrum.
Laugavegi
... frábæran nýjan
mask ara frá Dior sem
gerir augun eins og á
Bambi.
... súpersvalar rokk-
gallabuxur frá April
77. Fást í Nonnabúð,
Laugavegi.
GAMALDAGS
Bundin skyrta
og stuttbuxur
hjá Dolce
&Gabbana
Fjölmiðlar í Frakklandi og víðar hafa velt sér rækilega upp úr fram-
komu franska dómsmálaráðherrans. Sú heitir Rachida Dati og mætti
fersk, sæt og grönn aftur til starfa fimm dögum eftir að hafa gengist
undir keisaraskurð. Kvenréttindakonur víðast hvar telja að Dati sé að
gera konum mikinn ógreiða um heim allan, að yfirmenn muni telja það
eðlilegt að kona í mikilvægri stöðu geti hoppað aftur til vinnu eins og
ekkert sé og eytt þar með þörfinni fyrir fæðingarorlof og samveru-
stund með ungbarninu. Að sjálfsögðu gæti þetta leitt til þess að feiti
yfirmaðurinn í jakkafötunum hugsi sér gott til glóðarinnar þegar kona
segist vera að fjölga sér. Honum gæti dottið í hug að láta hana bara
bóka keisaraskurð og taka sér helgarfrí til
að jafna sig. Hins vegar sýnist mér á mörg-
um gagnrýnum greinum um ráðherrann
að þar votti fyrir pirringi og afbrýðisemi
yfir því að blessuð konan harki þetta af sér
og líti þar að auki frábærlega út. Breskir
miðlar göptu yfir því að henni hafði tekist
að finna samstæða eyrnalokka á tíma sem
flestar konur eru í algjöru móki. Reyndar
finnst mér oft ákveðinn fasismi í öfuga átt
hjá konum gagnvart öðrum konum þegar
þær eignast börn. Helst eiga þær að vera
með 9 af 10 mögulegum meðgöngukvillum,
hafa barnið á brjósti í að minnsta kosti ár
og njóta þess í botn að vera í fæðingaror-
lofi og ræða um bleyjur og brjóstagjöf við
aðrar konur. Og þegar kona sprettur hraust
og ágætlega vel útlítandi frá barnsburði og langar helst að fara að
vinna aftur fljótlega er hún litin hornauga eins og hún sé annaðhvort
geimvera eða bara hreinlega vond móðir. Persónulega finnst mér að
ákvörðun Dati sé hennar eigið mál. Hún er í ábyrgðarfullu starfi og
það skiptir engu máli hvort hún er feit eða mjó þegar hún er í því. Ef
henni finnst hún geta setið við skrifborð eftir keisaraskurð þá kemur
það bara engum við. Er það nú ekki frekar það sem kvenréttindi snú-
ast um, að fá að gera nákvæmlega það sem okkur langar til?
Ofurkonan veldur usla