Fréttablaðið - 17.01.2009, Side 94
62 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR
„Þetta passar, við fjölskyldan
erum að dunda í þessu og þetta
er að komast á lokastig núna,“
segir Sigurjón Brink tónlistar-
maður. Hann hefur stofnað vef-
verslun ásamt eiginkonu sinni,
Þórunni Ernu Clausen, og syst-
kinum sínum, þeim Árna Filipp-
ussyni og Nínu Dögg Filippusdótt-
ur leikkonu. Að sögn Sigurjóns er
hugmyndin að selja útlendingum
íslenska hönnun en vöruúrvalið
mun ekki einskorðast við neinn
einn hlut heldur er ætlunin að
sýna alla þá miklu flóru sem þrífst
á Íslandi um þessar mundir.
Sigurjón segir upphaflegu hug-
myndina komna frá Filippusi,
fósturföður sínum. „Hann vildi
endilega að fjölskyldan færi að
vinna að einhverju saman,“
útskýrir Sigurjón og úr varð
að stofna þessa vefverslun.
„Það er enda aldrei betri tími
en núna til að selja íslensk-
ar vörur á erlendum mark-
aði,“
Vefsíðurnar verða á slóð-
unum boxid.is og n-icebox.
com og segir Sigurjón að
hugmyndin sé jafnvel að
selja íslenska tónlist á
vefsíðunum og jafnvel
íslenskar bíómynd-
ir. „Og svo ætlum við
okkur bara að finna
skemmti lega og
spennandi íslenska
hönnun til að setja á
vefsvæðið.“ - fgg
Listafjölskylda í útrás í miðri kreppu
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
PERSÓNAN
LÁRÉTT
2. lampi, 6. skóli, 8. blóðhlaup, 9.
angan, 11. ekki heldur, 12. gafl, 14.
espast, 16. karlkyn, 17. gerast, 18.
umfram, 20. tveir eins, 21. fimur.
LÓÐRÉTT
1. mismunandi, 3. kringum, 4. ef
til vill, 5. viður, 7. skilyrðislaus, 10.
blaður, 13. framkoma, 15. límband,
16. kóf, 19. bókstafur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. lukt, 6. ma, 8. mar, 9. ilm,
11. né, 12. stafn, 14. æsast, 16. kk, 17.
ske, 18. auk, 20. ii, 21. frár.
LÓÐRÉTT: 1. ýmis, 3. um, 4. kannski,
5. tré, 7. altækur, 10. mas, 13. fas, 15.
teip, 16. kaf, 19. ká.
Indverskar auglýsingar síma-
skrárinnar Já.is hafa vakið mikla
athygli. Í auglýsingunum eru sýnd
gömul brot úr indverskum kvik-
myndum og undir er texti þar
sem þjónusta já.is er auglýst með
fremur skondnum hætti. Færri
vita hins vegar að aðalpersón-
an úr þessum myndum er eng-
inn annar en Amitabh Bachchan.
Nafn sem hringir kannski ekki
mörgum bjöllum hjá Íslendingum
en fengi indversk hjörtu til að slá
ansi hratt.
Amitabh Bachchan er stærsta
Bollywood-stjarna Indlands fyrr
og síðar. Hann hefur leikið í yfir
170 myndum og á metið yfir flest-
ar tilnefningar sem besti leikari
ársins á Indlandi. Kvikmynda-
iðnaðurinn í Indlandi er einn sá
stærsti í heimi, framleiðir jafn-
margar kvikmyndir á ári hverju
og Hollywood. Indverskir leikar-
ar eru enda í guðatölu í sínu föð-
urlandi og þeir eru jafn vinsæll
fréttamatur og vestrænar stjörn-
ur. Þetta sést kannski hvað best í
Golden Globe-myndinni Slumdog
Millionaire eða Viltu vinna millj-
arð? sem tekin verður til sýningar
hér á Íslandi um helgina. Aðalpers-
óna myndarinnar, fátæklingurinn
Dev Patel, leggur líf sitt að veði
þegar hann reynir að fá eiginhand-
aráritun hjá umræddum Amitabh
Bachchan eftir að þyrla hans lend-
ir í miðju fátækrahverfi.
Gunnar Thorberg Sigurðsson,
markaðsstjóri Já, sagðist ekki hafa
haft hugmynd um hvaða maður
þetta væri sem auglýsti já.is.
Þegar það kom í ljós fannst honum
það hins vegar alveg drepfyndið.
Enda hálf fjarstæðukennt að svona
þekkt indversk kvikmyndastjarna
skyldi leika í íslenskri auglýsingu.
„Þetta gerði alveg útslagið, varð
aukakrydd í auglýsingaherferðina
okkar,“ segir Gunnar en einhver
starfsmaður símaskráarinnar
hafði séð Slumdog Millionaire og
kannaðist við kauða úr myndinni.
„Við höfum fengið alveg ótrúlega
góð viðbrögð við þessari auglýs-
ingu á vefnum, athugasemdirnar
á til að mynda Youtube.com hafa
verið ótrúlega jákvæðar.“
freyrgigja@frettabladid.is
GUNNAR THORBERG: HAFÐI EKKI HUGMYND UM HVER ÞETTA VAR
Skærasta stjarna Bollywood
leikur í íslenskri auglýsingu
MEÐ GÓÐUM VINI Amitabh Bachchan og sir Richard Attenborough á kvikmyndahátíð
í London. Bachchan er frægasta kvikmyndastjarna Indlands en hann auglýsir nú já.is,
væntanlega án þess þó að vita af því. NORDICPHOTOS/GETTY
Bjarni Haukur Þórsson.
Aldur: 37 ára.
Starf: Leikari og leikstjóri.
Stjörnumerki: Hrútur og naut.
Búseta: Vesturbærinn í Reykja-
vík.
Fjölskylda: Mjög góð. Ókvæntur
og á einn strák.
Bjarni Haukur hefur tekið yfir
Loftkastalann og ætlar að setja þar
upp söngleikinn Grease í vor undir
leikstjórn Selmu Björnsdóttur.
„Við steiktum saman borgara í þættinum hans og
síðan hefur fólk komið og viljað fá Jóa Fel-borg-
ara,“ segir konungur hamborgaranna, Tómas Tóm-
asson í Búllunni. Hann hefur nú sett á matseðil
sinn vegna fjölda áskorana sérstakan „Jóa Fel-
borgara“, sem er beikonborgari í bbq-sósu.
Tommi telur ekki útilokað að fleiri réttir verði
nefndir eftir frægum Íslendingum. „Það verður þó að
vera einhver ástæða fyrir því. Til dæmis ef einhver
kæmi og fengi sér alltaf hunangssósu ofan á hamborg-
arann sinn, þá væri hægt að nefna þannig hamborg-
ara eftir viðkomandi. En annars eru þetta náttúrlega
allt góðborgarar hjá mér.“
Jói er ánægður með framtakið. „Þá sjaldan að
ég fæ mér skyndibita þá er það þessi borgari hjá
Tomma,“ segir hann. „Svo fæ ég mér alltaf berna-
ise-sósu með frönskunum. Maður lætur þetta sjald-
an eftir sér og er þá auðvitað búinn að vera tvo
tíma í ræktinni áður.“
Yfirleitt steikir Tommi borgara öll hádegi í Búll-
unni á Bíldshöfða og stundum líka á kvöldin og um
helgar. Hann fær alltaf sama kikkið út úr því að
standa við grillið þrátt fyrir að hafa steikt borgara
áratugum saman.
„Það er bara einhver fílingur í því að fitla við
spaðann, sjá borgarann steikjast og vita að hann
verður góður. Ég gæti steikt allan daginn,“ segir
Tommi í fullri einlægni.
Og kreppan er ekki farin að bitna á hamborgara-
bransanum. „So far so good, svo ég sletti,“ segir
Tommi. „Maður þakkar bara fyrir hvern dag sem
allt er í þokkalegu standi.“ - drg
Jói Fel orðinn hamborgari
TVEIR JÓAR FEL RENNA LJÚFLEGA NIÐUR Jói Fel og Tommi
Tomm gæða sér á Jóa Fel-borgara. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Sophia Hansen stendur nú í
ströngu í málaferlum við sína
fyrrum styrkustu stoð sem er Sig-
urður Pétur Harðarson. Hann segir
Sophiu skulda sér 20 milljónir en
Sophia kannast ekkert við það. Og
ekki vænkast hagur
Sophiu, né Sigurðar
ef því er að skipta,
við þau tíðindi
að íbúð sem
hún var búsett í
við Klapparstíg
brann til
kaldra kola
aðfaranótt
föstudags.
Guðrún Guðlaugsdóttir fékk
nýverið reisupassann frá Ólafi Þ.
Stephensen, ritstjóra Morgun-
blaðsins, þótt sú uppsögn hafi
mætt nokkurri andspyrnu ákveðins
hóps innan blaðsins sem Agnes
Bragadóttir leiddi. Guðrún hóf störf
á Morgunblaðinu árið 1984 og fer
því nú eftir 25 ára feril þar. Guðrún
þarf örugglega ekki að kvíða
verkefnaleysi því hún hefur ritað
nokkrar bækur auk þess að vera
leikkona – sem mun örugglega nýt-
ast henni vel en Guðrún mun vera
með mannlífsþátt hjá Ingva Hrafni
Jónssyni á ÍNN í undirbúningi.
Leikkonurnar Hrefna Hallgríms-
dóttir og Linda Ásgeirsdóttir eiga
góðu gengi að fagna um þessar
mundir því ekkert lát virðist vera á
vinsældum kvikmyndarinnar um
karaktera þeirra, Skoppu og Skrítlu.
Fjöldi fólks hefur nú séð Skoppu og
Skrítlu í bíó og um helgina er von
á 10.000. gestinum. Af því tilefni
verður sérstök hátíðarsýning á
Akureyri, þar sem Linda mun taka
á móti gestum í hlut-
verki Skoppu ásamt
fleiri leikurum, en
Hrefna eignaðist
litla dóttur aðeins
fimm dögum fyrir
frumsýningu og
verður því eflaust
fjarri góðu gamni.
- jbg, ag
FRÉTTIR AF FÓLKI
SAMAN Í VEFVERSLUN Nína Dögg, Þórunn Erna og
Sigurjón Brink hafa komið á fót vefverslun sem
selur íslenska hönnun.
Með breyttu hugarfari getur þú öðlast
það líf sem þú óskar þér.
NLP er notað af fólki um allan heim sem
hefur náð frábærum árangri í línu.
NLP er öugasta sjálfstyrkingarnámskeið
sem völ er á.
Námskeið í NLP tækni verður haldið
13. - 15.feb. og 20. - 22.feb. 2009.
www.ckari.com; Mail: rosa@ckari.com; Sími: 894-2992
Kári Eyþórsson MPNLP
„Hugurinn ber þig alla leið“
- Er sjálfstraustið í ólagi?
- Viltu betri líðan?
- Skilja þig fáir?
- Viltu vinna bug á einhverju í fari þínu?
- Gengur öðrum betur í línu en þér?
- Gengur illa að klára verkefni?
- Er ertt að höndla gagnrýni?
© cKari.com
w
w
w
.t
h
is
.i
s
/k
ro
s
s
g
a
tu
r
w
w
w
.t
h
is
.i
s
/k
ro
s
s
g
a
tu
r
250
ÓKEYPIS
KROSSGÁTUR
NÝ GÁTA
Í HVERRI VIKU