Tíminn - 31.10.1982, Qupperneq 7

Tíminn - 31.10.1982, Qupperneq 7
SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 ■ Kynleg frétt birtist í Dagblaðinu & Vísi fyrir nokkru síðan. Argentínski Jorge Luis Borges átti að hafa komið til landsins, sem oftar, en ekki látið neinn vita fyrirfram heldur skroppið í heim- sókn til allsherjargoðans og rætt við hann lengi - á hvaða tungu fylgdi ekki með. Sagði í fregninni að í New York hefði verið stolið frá Borges minnisbók með nöfnum og símanúmerum vina og kunningja á fslandi - og hann því líklega upp á náð og miskunn leigubílstjóra kominn - og einnig að hann ynni nú að bók um einhver íslensk efni. Allt var þetta hið furðulegasta mál en hefur ef til vill skýrst er þessi grein hefur verið þrykkt á pappír. Þó vita náttúrlega allir sem þekkja til á annað borð og Borges hefur nokkrum sinnum komið til íslands áður - ef „áður“ er rétta orðið - og því er margt fráleitara. Hann hefur gaman af íslenskum fræðum eins og öðrum fræðum og hefur ort ljóð um Snorra Sturluson, sem Egill Helgason þýddi svona í jólablað Helgar-Tímans í fyrra: lagfærði Eiríkur Einarsson þó nokkra staði í útgáfu Elphinstons á textanum. Hann var skipaður fullgildur prófessor við Texas-háskóla sama ár og hann kom. Eins og allir vita eru ráðstefnur fræðimanna vinsælar við bandaríska háskóla. Árið áður hafði dr. Winthrop haldið fyrirlestur við mikilvægt málþing norrænufræðinga sem fór fram í Mic- higan, og nú bað deildarforseti hans, sem var á leið í frí, hann að velja þátttakanda frá skólanum til að flytja fyrirlestur við næstu ráðstefnu, er halda átti í Wisconsin. í raun komu aðeins tveir menn til greina - Herbert Locke og Eiríkur Einarsson. Winthrop hafði, líkt og Carlyle, hafnað púrítanskri trú forfeðra sinna, en ekki siðfræði þeirra. Skyldur hans lágu í augum uppi, og hann hafnaði því ekki að veita umsögn sína. Herbert Locke hafði, allt frá árinu 1954, verið mjög örlátur í aðstoð sinni við hann, einkum hvað varðar útgáfu eina á Bjólfskviðu, með skýringum, sem í nokkrum háskól- nokkum við deildarforsetann, Lee Rosenthal. Þann sama dag var tilkynnt að fulltrúi Texas-háskóla á ráðstefnunni í Wisconsin skyldi vera Eiríkur Einars- son. Skömmu áður en hann hélt af stað kom Eiríkur Einarsson að máli við Ezra Winthrop á skrifstofu hins síðarnefnda. Hann var kominn til að kveðja og þakka Winthrop fyrir. Einn glugginn opnaðist út að hliðargötu sem umlukin var trjám, og mennirnir tveir voru umkringdir bókum. Eiríkur Einarsson var fljótur að bera kennsl á fyrstu útgáfu Edda Islandorum sem búndin var í bókfell. Winthrop sagðist viss um að hann myndi standa sig vel og að hann sjálfur ætti engar þakkir skildar. Samræður þeirra voru langar, ef ég veit rétt. „Við skulum vera hreinskilnir,“ sagði Eiríkur Einarsson. „Allir vita að er Rosenthal velur mig til að vera fulltrúi skólans, þá fer hann að umsögn þinni. Ég er góður norrænufræðingum og mun gera mitt besta til að valda ykkur ekki engil-saxnesku. Hið raunverulega tak- mark mitt var að komast til Wisconsin. Þú og ég, vinur minn kær, vitum að þessar ráðstefnur eru kjánalegar og hafa í för með sér óþörf fjárútlát en þær geta haft mikið að segja um frama manns.“ Winthrop leit undrandi á hann. Winthrop var greindur maður en honum h'ætti til að taka hlutina alvarlega - til dæmis ráðstefnur og heiminn, sem kannski er aðeins brandari. „Þú manst ef til vill eftir því þegar við hittumst fyrst," sagði Eiríkur Einarsson. „Ég var nýkominn frá New York. Þetta var á sunnudegi og mötuneytið í háskólanum var lokað svo við fengum okkar hádegisverð á Næturhauknum. Eins og hver annar Evrópubúi hafði ég jafnan álitið að bandaríska borgara- styrjöldin hafði verið krossferð gegn þrælahaldi; þú hélst því fram að Suðurríkin hafi verið í fullum rétti að vilja segja sig úr lögum við Norðurríkin. Til að leggja áherslu á orð þín gastu þess að þú værir sjálfur Norðurríkjamaður og ■ Skáldið Borges. BORGES OG ÍS- LENDINGURINN Þú sem fólst sonum þínum að gleyma vísdóm guða um ís og elda þú sem skráðir ofstopafrægð þíns villta norræna ættboga, uppgötvaðir undrandi á nóttu sverða að þitt klökka mannhold skalf. Á þessari nóttu án morguns skildirðu að þú varst bleyða. í íslensku myrkri hræra saltvindar hafið. Húsið þitt er umsetið. Þú hefur drukkið í botn vanvirðu sem ekki gleymist. Á fölt höfuð þitt fellur sverðið eins og það féll svo oft í bók þinni. Eina smásögu veit ég um sem Borges hefur skrifað um íslending og ætla að þýða hana lauslega hér á eftir, raunar fríhendis úr engilsaxnesku... Þessi saga er fráleitt meðal merkari sagna Borges, en menn geta skemmt sér við að áætla hvort sérstök fyrirmynd sé að Eiríki Einarssyni, íslendingi. Svona er sagan: Eiríkur Einarsson kemur til sögunnar Saga mín er um tvo menn eða, öllu heldur, um atburð sem snerti tvo menn. Þessi atburður var í sjálfu sér hvorki einstakur né óvenjulegur, og skiptir minna máli en persónur mannanna tveggja. Báðir gerðust þeir sekir um hégómaskap, en af ólíkum ástæðum og með ólíkum afleiðingum. Atburðurinn sem leiddi til þessa sögubrots (því meira er það varla) gerðist fyrir skömmu síðan. Að mínu áliti gerðist hann á þeim eina stað sem til greina kom - í Bandaríkjunum. Við Texas-háskóla í Austin fékk ég eitt sinn tækifæri til að ræða ítarlega við annan fyrrnefndra manna, Dr. Ezra Winthrop. Þetta var í árslok 1961. Winthrop var prófessor í forn-ensku (hann var ekki hrifinn af nafninu „engil-saxneska“ sem honum þótti gefa til kynna samsetningu úr tveimur hlutum). Ég man að án þess að andmæla mér beinlínis í eitt einasta skipti leiðrétti hann margan misskilning minn og djarfar ályktanir um þetta tungumál. Mér var sagt að á prófum legði hann aldrei fram beinar spurningar, heldur bauð hann nemendum sínum að tjá sig um þetta eða hitt, og réðu þeir valinu sjálfir. Winthrop var kominn af gömlum ættum Púrítana frá Boston og átti erfitt með að aðlagast venjum og hleypidóm- um Suðurríkjanna. Hann saknaði snjó- komunnar, en ég hef komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem búa í Norðri séu háðir kuldanum, rétt eins og við Argentínumenn erum háðir hitanum. Ennþá geymi ég mér í minni óljósa mynd af fremur hávöxnum manni, hann var gráhærður og líkami hans fremur lipur en sterkbyggður. Skýrari en mynd mín af samstarfsmanni hans, Herbert Locke, sem gaf mér eintak af bók sinni, Drögum að sögu Kenningarinnar, þar sem mátti lesa að Saxar hefðu ekki verið seinir á sér að losa sig við þessar helstil vélrænu líkingar („vegur hvalanna“ er hafið, „orrustufálki" örn), en norrænu skáldin hefðu hins vegar haldið áfram að vefa þær saman þar til við hefði legið að enginn skildi orð. Ég nefni Herbert Locke vegna þess að hann er óaðskiljan- legur þessari sögu. Nú sný ég mér að íslendingnum, Eiríki Einarssyni, sem ef til vill er aðalpersóna þessarar sögu. Ég hef aldrei séð hann. Hann kom til Texas árið 1969, meðan ég var í Cambridge, en bréf sameiginlegs vinar, Ramón Martínez López, gera að verkum að mér finnst ég þekkja hann afar vel. Ég veit að hann var bráður, kraftmikill og kuldalegur í framkomu, og að í landi hávaxinna manna var hann hávaxinn. Þar eð hann var rauðhærður var óhjákvæmilegt að stúdentarnir kölluðu han Eirík rauða. Hann taldi að ósæmilegt og þvingandi væri af útlend- ingi að nota nokkurs konar slanguryrði í máli sínu, og því leyfði hann sér ekki einu sinni að nota orðið „ókei“. Hann var alvarlegur fræðimaður í norrænum tungum, ensku, latínu og-þó hann vildi ekki viðurkenna það - þýsku og það var hægðarleikur fyrir hann að koma sér á framfæri við bandaríska háskóla. Sá á kvölina sem á völina Fyrsta verk Eiríks Einarssonar sem nokkur bógur var í var athugun hans á ritgerðunum fjórum sem De Quincey skrifaði um danskan uppruna Cumbríu- mállýskunnar. Síðar kannaði hann eina af sveitamállýskunum í Yorkshire. Báð- um þessum ritverkum var vel tekið, en Eiríki Einarssyni þótti frami sinn ekki nægilegur. Árið 1970 gaf háskólinn í Yale út útgáfu hans á Orrustunni við Maldon með ítarlegum skýringum, og þótti töluverður fengur að þeim. Aftur á móti vöktu ýmsar kenningar hans í formálanum miklar umræður í hinum lítt þekktu hópum fræðimanna. Hann hélt því til dæmis fram að stíll ljóðsins væri skyldur - fjarskyldur kannski, en skyldur samt - þeim brotum úr hetjuljóðinu Finnsburh sem varðveitt eru, en ætti hins vegar ekkert skylt við mælsku Bjólfskviðu. Einnig sagði hann að nákvæm lýsing kvæðisins á smáatrið- um vísi með undarlegum hætti leiðina að þeim aðferðum sem við dáumst að, og með rétti, í íslendingasögunum. Loks um hafði verið tekin fram yfir útgáfu Klaebers. Locke vann nú að verki sem myndi koma norrænufræðingum að miklu gagni: ensk/engil-saxneskri orða- bók sem myndi spara lesendum oft gagnslausa rannsókn á orðsifjabókum. íslendingurinn var töluvert yngri og hafði komið sér illa við alla, þar á meðal Winthrop, sakir hroka. Útgáfa hans á Maldon hafði gert hann allfrægan. Hann var meistari í þrætubók og myndi kunna betur við sig á málþinginu en hinn feimni og þegjandalegi Locke. Winthrop var að vega þessi atriði og meta þegar birtist í málfræðiriti Yale-há- skóla löng grein um kennslu í engil-sax- nesku. Undir greinini voru upphafsstaf- irnir „E.E.“ sem allir vissu hver átti, en til að taka af allan vafa stóð fyrir neðan „Texas-háskóli“. Greinin var skrifuð á kórréttri ensku útlendings, og þó hún væri ákaflega kurteislega orðuð var hún í raun býsna ruddaleg. Þar var því haldið fram að álíka gáfulegt væri að hefja kennslu í engil-saxnesku með Bjólfs- kviðu, og það væri að byrja enskunám með hinni flóknu Ijóðagerð Miltons. Bjólfskviða væri að vísu gömul en rituð í gervi-virgilskum mælskustíl. Höfundur greinarinnar lagði til að byrjað yrði á öfugum enda, til dæmis kvæðinu „Gröfin" frá elleftu öld, þar sem hvunndagsmálið skini í gegn. Þaðan mætti svo færa sig smátt og smátt aftur til upprunans. Sagði höfundurinn að nóg væri að kynna sér nokkra útdrætti úr hinni leiðinlegu, 3000 lína Bjólfskviðu - til dæmis kaflann um greftrun Skylds sem kom frá hafinu og sneri aftur til hafsins. í greininni var Winthrop hvergi nefndur á nafn en hann skildi hana engu að síður sem árás á sig. Það skipti hann þó þrátt fyrir allt minna máli en hitt, að kennsluaðferð hans hafði verið véfengd. „Reykingar eru bannaðar í tímum hjá mér“ Aðeins voru nokkrir dagar til stefnu. Winthrop vildi vera sanngjarn og gat ekki látið grein Eiríks Einarssonar, sem vakið hafði mikla athygli, hafa áhrif á umsögn sína. Valið milli Locke og íslendingsins olli honum miklum erfið- leikum og ræddi hann málið dag vonbrigðum. Tunga bernsku minnar er tunga íslendingasagnanna, og ég ber engil-saxnesku betur frant en hinir bresku kollegar mínir. Nemendur mínir segja „cyning", en ekki „cunning“. Þeir vita Iíka að reykingar eru bannaðar í tímum hjá mér og að þeir mega ekki koma uppábúnir eins og hippar. Hvað varðar keppinaut minn, væri það afar ósmekklegt af mér að gagnrýna hann. í bók sinni um kenningar sýnir hann að hann hefur ekki aðeins kannað hinar uþprunalegu heimildir, heldur ogviðeig- andi rit Meissners og Marquardts. En sleppum nú þessu bulli. Ég skulda þér skýringu." Hin undarlega ástríða Bandaríkjamanna: óhlutdrægni Eiríkur Einarsson þagnaði andartak, leit út um gluggann og hélt svo áfram. „Ég yfirgaf ættland mitt árið 1964,“ sagði hann. „Er maður ákveður að setjast að í fjarlægu landi, hlýtur hann að setja sér það ófrávíkjanlega mark að komast áfram í því landi. Fyrstu tvö rit mín, bæði lítil og fjölluðu eingöngu um málfræðileg efni, voru til þess eins skrifuð að sanna getu mína. Það var greinilega ekki nóg. Ég hafði alltaf haft áhuga á Orrustunni við Maldon og kann kvæðið utanbókar, þó ekki sverji ég fyrir eitt eða tvö mismæli. Mér tókst að fá Yale til að prenta útgáfu mína á því. Kvæðið fjallar um sigur norrænna manna, eins og þú veist, en ég lít svo á að kenningar um að það hafi haft áhrif á íslendingasögurnar séu ótækar og frá- leitar. Ég gaf slíkt einungis í skyn til að gleðja enskumælandi lesendur.“ íslendingurinn starði á Winthrop. „Nú er ég að komast að kjarna málsins - grein minni í málfræðiriti Yale- skólans. Eins og þú veist réttlætir greinin, eða reynir að réttlæta, mitt kennslukerfi, en ýkir viljandi galla þíns kerfis. Þínum stúdentum á áreiðanlega eftir að leiðast mjög er þeir hefja könnun á 3000 flóknum línum sem segja ruglingslega sögu, en þeir fá mikinn orðaforða og geta eftir það notið alls þessa sem skrifað hefur verið á að einn forfeðra þinna hefði barist í stríðinu í deildum Henry Halleck. Þú lofaðir líka hugrekki Suðurríkjaher- mannanna. Ég er ákaflega fljótur að meta fólk. Þessi morgunn var nóg fyrir mig. Ég gerði mér grein fyrir því, kæri Winthrop, að þú værir haldinn hinni undarlegu ástríðu Bandaríkjamanna að vilja vera óhlutdrægur. Umfram allt vilt þú vera sanngjarn. Einmitt vegna þess að þú kemur úr Norðurríkjunum leggurðu þig fram um að skilja og réttlæta málstað Suðurríkjanna. Undir- eins og ég frétti að þú ættir að velja hver færi til Wisconsin, flýtti ég því að tímaritið birti greinina mína, vegna þess að besta leiðin til að fá atkvæði þitt var að gagnrýna kennsluaðferðir þínar.“ Herkænska íslendingsins bar árangur Það var löng þögn. Winthrop varð fyrri til að rjúfa hana. „Ég er gamall vinur Herberts og ber virðingu fyrir starfi hans," sagði hann. „Beint eða óbeint, réðist þú á mig. Ef ég hefði neitað að greiða þér atkvæði hefði það verið einhvers konar hefnd. Ég mat kosti ykkar og þú þekkir niðurstöðuna." Hann bætti við, og það var eins og hann hugsaði upphátt: „Ef til vill lét ég undan þeirri hégómagirnd að sækjast ekki eftir hefnd. Eins og þú sérð bar herkænska þín árangur." „Herkænska er rétta orðið,“ svaraði Eiríkur Einarsson. „En ég iðrast einskis. Ég mun ætíð hafa hagsmuni deildarinn- ar að leiðarljósi. Og ég var ákveðinn í að komast til Winsconsin." „Fyrsti víkingurinn sem ég kynntist," sagði Winthrop og horfði beint í augu Eiríks Einarssonar. „Önnur rómantísk hjátrú. Það er ekki nóg að vera Skandínavi til að vera kominn af víkingum. Forfeður mínir voru gæflyndir prestar mótmælendatrú- arinnar; á tíundu öld er ekkert líklegra en þeir hafi verið gæflyndir prestar Þórs. Það eru engir sjómenn í minni ætt, svo ég viti til.“ „En margir í minni,“ sagði Winthrop. „Samt erum við ekki svo ólíkir. Eina synd eigum við sameiginlega - hégóma- girnd. Þú kemur hingað til að hælast um af brellu þinni; ég studdi þig til að hælast af því að vera heiðarlegur maður." „Annað eigum við einnig sameigin- legt,“ sagði Eiríkur Einarsson. „Þjóð- ernið. Ég er bandarískur ríkisborgari. Örlaga minna vitja ég hér, ekki í Ultima Thule. Það mætti ætla að vegabréf breytti ekki eðli mannsink." Síðan tókust þeir í hendur og kvödd- ust. Ulugi Jökulsson skrifar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.