Tíminn - 31.10.1982, Page 13

Tíminn - 31.10.1982, Page 13
SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 13 „HUGSAÐI TALSVERT UM AÐ ÍLENDAST í AMERÍKU” Rætl við Hjalta Pálsson, framkvæmdastjóra Innflutningsdeildar Sambandsins, sem verður sextugur á morgun ■ í Holtagörðum, stærsta og nýtiskulegasta vöruhúsi landsins, er þörf fjöl menns liðs starfsmanna í hinum ýmsu undirdeildum Innflutningsdeildar. Á ferð okkar um Holtagarða sl. þriðjudag i tókum við þessa mynd af Hjalta Pálssyni, ásamt einum elsta starfsmanninum Hallgrími Isleíl'ssyni í Birgðastöð. (TímRóbert) ■ Á morgun, mánudaginn 1. nóvem- ber, verður Hjalti Pálsson, fram- kvæmdastjóri Innflutningsdeildar Sam- bands ísl. samvinnufélaga sextugur. Hver sá sem fylgst hefur með vexti og athöfnum samvinnuhreyfíngarínnar á síðustu áratugum kannast við Hjalta eða hefur heyrt um hann rætt, enda sér staríi hans víða stað í fyrirtækjum hennar, svo víða hefur hann lagt hönd á plóginn, auk þeirra margvíslegu ábyrgðarstarfa sem hann hefur gegnt fyrír opinbera aðila sem leitað hafa eftir þekkingu hans og reynslu í sambandi við viðskipta, tolla og landbúnaðarmál, svo fátt eitt sé nefnt. En hér var ekki ætlunin að skrifa um Hjalta Pálsson, heldur ræða við hann sjálfan og þá helst um sitthvað það sem á dagana hefur drifið. Hjalti er Skagfirðingur, fæddur að Hólum í Hjaltadal, og við báðum hann um að segja okkur eitthvað frá bernskudögum sínum nyrðra. „Ég fæddist á Hólum í Hjaltadal og átti þar heima sem barn. Foreldrar mínir Guðrún Hannesdóttir og Páll Zoph- aníasson skólastjóri og síðar alþingis- maður fluttu þaðan 1928, én ellefu árum síðar fór ég þangað á Búnaðarskólann Þetta rennur því mikið saman fyrir mér í eina heild og ekki síst fyrir það að á heimili foreldra minna var mjög mikið og sterkt samband við Hólasveina og við fólk að norðan. Eitt af því fyrsta sem ég man úr æsku var 1926 þegar syðra húsið á Hólum brann. Húsið var timburhús og brann til kaldra kola á stuttum tíma og margir misstu það litla sem þeir áttu. Hafist var handa og annað hús byggt,það er nyrðri endinn á núverandi skólahúsi. Pegar þetta var voru ár óbrúaðar og austan vatna var veglaust. Pabbi festi kaup á vörubíl og var hann notaður í flutninga á möl og öðru byggingarefni frá Kolkuósi, þar lögðust úti skipin og fór uppskipunin fram á bátum. Vegslóð- arnir og ruðningarnir heim að Hólum voru lélegir og man ég margar sögur sem ég heyrði um erfiðar Kolkuósferðir - sérstaklega ferðir með kerrur og hesta til að sækja þangað kol og mjölvöru. Ég man að bílstjórinn var danskur og mér var ekki vel við hann. Ástæðan var sú að við krakkarnir söfnuðum ullar- lögðum - við Páll Agnar bróðir minn söfnuðum saman, - og einn daginn var pokinn okkar horfinn. Seinna komst ég að því að sá danski hafði notað lagðana okkar til að stoppa með sæti sitt í vörubílnum. Hjaltadalur er vinaleg sveit og eru Hólar svona eins og perla í dalnum. Þetta þekkja allir sem á Hólum hafa verið eða þangað komið. í æsku minni var lífið einfalt og munaður ekki til. Torfbæir voru svo til allsstaðar og lítið var um vélar og tæki til að létta störfin. Þegar ég var á skólanum var hesturinn þarfasti þjónninn og hestaverkfæri notuð því heimilisdráttarvélar voru þá óþekktar. 1939 var vörubíll á Hólum- hálfkassabfll-, á haustin var hann settur á búkka, hjólin tekin undan honum og lagt til næsta vors. Vegir voru það lélegir, niðurgrafnir og burðarlitlir að vetrar- ferðir voru útilokaðar. Samgöngur voru litlar, ég held að pósturinn hafi þó komið vikulega frá Króknum. Þegar ég var á Hólum var Kristján Karlsson þar skólastjóri. Hann var merkilegur maður um margt og margir gætu af honum lært að gera ekki alltaf kröfur til annarra. Kristján kom upp rafstöð á Hólum við mjög erfiðar aðstæður og það var hans verk fyrst og fremst. Skóli með olíulömpum var erfiður og því var það stærri sigur en menn geta í fljótu bragði áttað sig á að fá rafljós. Eldhættan hefur líka verið mikil frá olíuljósum og á stóru skólaheimili hefur það skapað forráða- mönnum miklar áhyggjur. Þá hafði Kristján mikinn áhuga á heitu vatni og fyrir stríð lét hann bora á Hólum eftir vatni. Sá draumur hans rættist ekki en nú er vatnið komið frá Reykjum og sundlaug var vígð þar í sumar á aldarafmæli skólans. Bætir það eðlilega aðstöðuna mikið fyrir nemendur, kenn- ara og starfsfólk að hafa heitt vatn til upphitunar og íþróttaiðkana." Ráða kynni af störfum föður þíns því að þú leggur fyrir þig landbúnaðarfræði? „Ég tel það víst. Maður er á þessum árum mjög opinn fyrir áhrifum og þó faðir minn hafi ekki beint haft áhrif eða lagt á ráðin þá höfðu hans lífsviðhorf sterk áhrif á mig og marga aðra og hafa eflaust gert sitt til að ég fór inn á þessa braut. - Ég mat föður minn mjög mikils. Ég var heppinn að kynnast honum mjög vel í gegnum ferðalög á kúasýningar og í pólitík. Ég ók honum á leiðarþing og í framboðsferðir og hafði bæði gagn og gleði af. Hann var kappsmaður, minn- ugur svo af bar og mikill fyrirgreiðslu- maður. Vinur vina sinna var hann og heill í því sem honum fannst einhverju varða. Kappsfullur var hann og fór ekki í leik til að tapa. Norðmýlingar mátu hann mikils og átti hann þar marga góða og trausta vini.“ Að loknu búfræðinámi heldur þú svo til Bandaríkjanna í miðju stríðinu? „Ég fór með Goðafossi til Ameríku sumarið 1943. Héðan sigldum við til Skotlands, þaðan fórum við svo í vesturátt og hittum þá stóra skipalest sem var líklega að koma frá Murmansk í Rússlandi. Stórt flugvélamóðurskip var i lestinni og gerði það hana eftirsóknarverða fyrir þýska kafbáta. Ég held það hafi verið einir 9-10 dagar sem stöðugt var verið að gera árásir á okkur, aðallega á næturnar. Sagt var að Þjóðverjarnir hefðu skotið niður yfir 40 skip úr þessari convoy. Það var mikið ævintýr fyrir ungan mann að lenda í þessu og mikið var ég oft hræddur. Ég sá stundum eftir því með sjálfum mér að hafa farið út í þetta, datt aldrei í hug. að ég lenti í svo miklum átökum. En til New York komst ég eftir þrjár vikur og fór þá til Norður Dakota á Ríkisháskól- ann í Fargo. Valdimar Björnsson í Minnesota var héma á íslandi stríðsárin, hann var ráðgjafi minn um skólann og ráðlagði vel.“ Hvemig voru kynnin við Bandaríkja- menn og hvað um skólaiífið? „Eg undi mér vel í Ameríku, það er gott land og mér líkaði mjög vel við fólkið þar. Miðríki Bandaríkjanna voru mjög að mínu skapi og þegar á leið hugsaði ég töluvert um að setjast þar að. Á skólanum tók ég þátt í íþróttum spilaði m.a. amerískan fótbolta fyrir skólann. Það var erfitt en mjög skemmtilegt. Keppnistímabilið var á haustin en æfingar hófust síðla sumars. Maður keppti annanhvorn laugardag heima og hinn að heiman oftast við einhvern háskóla af svipaðri stærð. Þessi fótbolti er mjög vinsæll í Ameríku langvinsælastur af öllum íþróttum þar og mikið látið með þá sem eru í keppnisliðinu. Ég las landbúnaðarverkfræði í Fargo en vegna þess að ég var að hugsa um að ílendast vildi ég ljúka námi frá stærri og þekktari skóla og því fór ég til lowa og var þar tvö ár og lauk þaðan prófi sumarið 1947.“ Hver urðu fyrstu verkefni þín á vegum Sambandsins, eftir að þú kemur heim til íslands aftur? „Þegar ég kom heim hóf ég störf hjá Sambandinu 1948. Agnar Tryggvason var þá framkvæmdastjóri Véladeildar- innar og hjá honum vann ég. Agnar var áhugasamur og úrræðagóður og var gaman að starfa með honum - hann var dansk lærður, dvaldi þar öll stríðsárin og eðlilega af allt öðru sauðahúsi en ég, - frá Ameríku. Vilhjálmur Þór var þá forstjóri SIS, tók við 1946 ef ég man rétt, alveg sérstakur leiðtogi sem hreif mig ungan manninn mjög mikið. - Hans saga er merkileg og það er eins og hann hafi haft sérstakan kraft til að koma stórmálum í framkvæmd og miklu afkastaði hann bæði hér syðra og eins á Akureyri. Það er ólíklegt að fsland fái fljótt slíkan framkvæmda og hugsjóna- mann aftur og, svo var hann oftast á réttum stað og á réttum tíma og það skipti miklu máli.“ Véladeild Sambandsins átti eftir að verða þinn vettvangur um langt árabil? „Ég vann svo í Véladeildinni mikið við ráðleggingar um súgþurrkun og teikningar á súgþurrkunarkerfum í ca. ár. 1949 stofnaði Sambandið Dráttarvél- ar hf, fékk umboð fyrir Ferguson dráttarvélarnar og ég tek þá við framkvæmdastjórastarfi Dráttarvéla hf. Það var skemmtilegt. Ferguson traktor- inn og Ferguson systemið hentaði vel hér á landi. Traktorinn var góður og lipur og bændur keyptu hann. Salan var ótrúleg,yfir 90% í einhver ár. Ég er efins í að nokkur traktor hafi komist í hálfkvisti við Ferguson hvað vinsældir varðar. Ég tek svo við Véladeildinni 1952 en þá fór Leifur Bjarnason sem-,þar var þá framkvæmdastjóri til New Yorfc. Ég var í ein 15 ár í Véladéildinni og það var oft erfitt en ég hafði gaman að þessu stappi og mér varð nokkuð ágengt. Salan gekk oft mjög vel t.d. 1955 þegar við seldum á annað þúsund bíla. Nýtt hús var byggt yfir deildina við Ármúla 3 og aðstaðan batnaði mjög mikið. - En 1967 fellur Helgi Þorsteinsson framkvæmdastjóri skyndilega frá og þá var ég beðinn um að taka við Innflutningsdeildinni. Þar hef ég verið síðan.“ Nú hefur Innflutningsdeildin fengið til umráða eitt mesta og glæsilegasta vörubús á íslandi? „Holtagarðar - það er rétt,það er stórt hús, sumir segja að það sé næststærsta hús á landinu á eftir álverksmiðjuni. Fyrsta skóflustungan var tekin í september 1973 og í kjallarann var flutt í janúar 1975 en 11. maí á lokadag flutti Innflutningsdeildin með sína starfsemi í Holtagarða. Húsið er alls 24.404 fermetrar eða 1.871.28 teningsmetrar svo það er ansi stórt - mjög stórt. í Holtagörðum eru undirdeildir Innflutningsdeildar að mestu til húsa - þær eru Fóðruvörudeild, Búsáhalda- deild, Vefnaðarvörudeild, Byggingar- vörudeild, Birgðastöð, Kexverksmiðjan Holtakex, Innkaupadeild fyrir kaupfé- lögin og Starfsmannaverslun, svo það sé allt tíundað. Þarna eru 17.418 ferm af lagerhúsnæði á einni hæð. Hér er hátt til lofts og vítt til veggja. Húsið er eðlilega í takt við tímann. Það er af svokallaðri gegnumstreymisgerð þ.e.a.s. vörurnar koma inn í norðurend- ann en fara út um þann syðri. Móttaka, vörutiltekt og afgreiðsla er mikið vélvædd. Aðstaða er góð til að láta fara vel um vörurnar, tiltekt er auðveld og fljótleg og afhending eða afgreiðsla gengur hratt. Lítið er um skemmdir - rýrnun óveruleg og vélvæðing mikil - miðað við það sem hér þekkist. Holtagarðar voru Samvinnuhreyfing- unni alveg nauðsynlegir. Áður vorum við með starfsemi Innflutningsdeildar víða í bænum og mjög mikið álag var á gamla pakkhúsinu við Geirsgötu - það var byggt held ég 1921 - en stækkað síðar, aðstaða þar var mjög ófullnægj- andi til að lesta og losa þá bíla sem notaðir eru til langflutninga í dag og ógjörlegt var að koma þar við neinni vélvæðingu sem gagn var að.“ Eru enn meiri framkvæmdir á döfinni hér? „Hér fyrir neðan á Holtabakka er stefnt að enn bættri aðstöðu, stærra viðleguplássi fyrir skipin og gámamót- töku. Stórt pakkhús fyrir Skipadeildina er í smíðum og aðstaða fyrir Sjávarafurðadeild er að fæðast. Hér verður einn af stærri kjörnum samvinnuhreyfingarinnar og hér á að vera hægt að lyfta Grettistaki kaupfélög- unum og samvinnufólki í landinu til hagsbóta, þá fer að styttast í að Stórmarkaður taki hér til starfa." En svo við víkjum talinu aftur að þér sjálfum. Þú hefur unnið mikið starf á sviði ættfræði, Hjalti? „Ég hef alltaf haft gaman af fólki og er forvitinn um fólk. Þegar ég var unglingur, þá notaði ég ættarspil til að átta mig á fólki. Það er þannig að í miðjunni er hringur og þar setur maður þann sem maður ætlar að forvitnast um. I næsta hring, sem er tvískiptur, setur maður foreldra viðkomandi. f hringinn þar fyrir utan sem verður fjórskiptur setur maður svo afa og ömmur og svo koll af kolli, eftir því hve langt maður getur rakið forfeðurna. Á heimili foreldra minna var oft rætt um fólk og fólk þarf maður að tengja saman á einhvern hátt, þá verða allar umræður um það svo mikið skemmti- legri. Nýr sjóndeildarhringur myndast smátt og smátt hjá þeim sem komast í kynni við ættfræði. Jú, Deildartungu- ættin var ekki fljótunnin það var heldur ekki við því að búast - hún tók langan tíma, já, mjög langan tíma, mörg kvöld og margar helgar í mörg ár. En ég kvarta nú ekki undan því. Það var svo gaman að vinna við hana og ég kynntist svo mörgu átætisfólki. Sjálfsagt hefur þú ekki lagt þetta gamla áhugamál þitt á hilluna? Ég er stöðugt að vinna við ættfræði og verð það vonandi. -Ég hef þó ekkert í burðarliðnum nú, enda, er það ekki sterkasta hlið mín að koma því á prent sem ég kann að safna. Næði til prófarkalesturs og yfirlegu er ekki mikið um þessar mundir. Ef til vill verð ég betri við það þegar ég kemst á eftirlaun og þarf ekki að flýta mér. Þú ert einnig kunnur fyrír hesta- mennsku þína. Sjálfsagt á sá áhugi rætur að rekja til æskuáranna fyrír norðan. „Þegar ég var strákur var ég í sveit á Skáney í Reykholtsdal hjá Helgu móðursystur rninni og Bjarna Bjarna- syni, þá var þar mikið um hesta og þeir notaðir til reiðar, undir heyband og til sláttar og rakstrar þegar vélar komu. Nokkuð var langt á engjar og var farið þangað ríðandi. Á Skáney voru góðir hestar sem ég kynntist vel. Faðir minn átti fjóra reiðhesta alla rauða - þegar hann fór frá Hólum. Hann notaði þessa hesta til ferðalaga á kúa- og sauðfjár- sýningar en hafði þá aldrei í Reykjavík. Þessir hestar voru stundum á Skáney yfir sumartímann og naut ég þeirra þar. Ég hef alltaf haft gaman af hestum og í áratugi hef ég farið í ferðalög á hestum um óbyggðir landsins. Ég og félagar mínir ferðuðumst oft með Páli heitnum Sigurðssyni á Kröggólfsstöðum, Sveini á Varmalæk og Bcnedikt á Vatns- skarði." Hvar hefur þú hesla þína á vetrum? „Ég á hálft hesthús - 5 hesta pláss í Víðidal og þar hef ég klárana mína og þaðan ríð ég út á meðan þeir eru í húsi. “ Þú hefur átt góða reiðhesta, er það ekki? „Jú, ég hef verið heppinn með hesta og á Landsmótinu á Vindheimamelum 1976 átti ég tvo alhliða hesta af 5 sem Fákur fékk að senda norður. Það voru þeir Kóngur-ég fékk hann íafmælisgjöf þegar ég varð fimmtugur og Fálki sem margir kannast við. Þeir stóðu sig vel á mótinu og fengu ágæta dóma. Mér finnst eðlilega gaman að umgang- ast hesta og skreppa á bak, en mesta ánægju hef ég af ferðalögum á hestum um öræfi landsins í hópi vina.“ Á þessu árí, þegar þú sjálfur átt mcrkisafmæli og lítur yfir farinn veg, þá leiðir það hugann að því að íslenska samvinnuhreyfingin á einnig merkisaf- mæli í ár. Hvað finnst þér uni horfur í málefnum hennar ? „Framundan eru mörg erfið vandamál sem finna þarf lausn á. Vandamál bænda eru þar ofarlega í mínum huga og áríðandi er að finna viðunandi lausn á þeim. Þá blasa við erfiðleikar í atvinnu og efnahagsmálum landsmanna. Allt útlit er á að þeir erfiðleikar eigi eftir að versna enn og kemur þar margt til, bæði innlend vandamál og erlend kreppa sem eðlilega teygir sig hingað. Samvinnu- hreyfingin fer ekki varhluta af þessu og reynir þá á samstöðumátt okkar. En þó dökkt sé framundan þá birtir aftur og þá er vandinn sá að finna þá lausn á vandamálum samvinnuhreyf- ingarinnar að hún þoli betur að standa af sér efnahagsholskeflur þær sem á henni kunna að brotna.“ Við þökkum Hjalta Pálssyni fyrir spjallið og sendum honum bestu afmæliskveðjur og óskir um gifturíka framtíð. -AM

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.