Tíminn - 19.12.1982, Page 27

Tíminn - 19.12.1982, Page 27
SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 27 5' 'ISll' Dísa litla DÍSA LITLA er pýjasta kók'11 ■ safninu: Skemmtilegu smábarnabækurnar. Aðrar bækur eru: Bangsi litli, Benni og Bára, Kata, Láki, Stubbur, Stúfur, Svarta kisa, Tralli o.fl. Munið ennfremur: Kata litla og brúðuvagninn - Selurinn Snorri. Þetta eru sígildar jólabækur litlu barnanna Tvö ævintýri Andersens með myndum Löfgrens ■ IÐUNN hcfur gefið út tvö ævintýri eftir H.C. ANDERSEN með myndum eftir sænska teiknarann Uif Löfgren. Þetta eru LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS og PÁPI VEIT HVAÐ HANN SYNGUR. Ævintýrin eru hér birt í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar og eru þetta fimmta og sjötta bókin í þessum flokki, ævintýrum Andersens með myndum Löfgrens. Áður eru komin: Eldfærin, Nýju fötin keisarans, Svínahirðirinn og Hans Klaufi. Bækurnar i eru settar í Prisma, en prentaðar í Bretlandi. Ðókaútgáfan Björk ====©=== Dísa litla Bjöm G. Bjömsson frá Hvammstanga. Glæður ■ Árið 1982 eru liðin 100 ár frá fæðingu Bjöms Guðmundar Bjömssonar, sem ýmist var kenndur við Torfustaðahús í V-Húna- vatnssýslu eða Hvammstanga. Pótt Bjöm G. Björnsson væri alla tíð ljóðelskur, hóf hann ekki yrkingar fyrr en á miðjum aldri. Ljóðin í Glæðum koma hér langflest:. á prent í fyrsta sinn. í Glæðum eru 77 ljóð og stökur. Ljóðasafnið er prentað og gefið út hjá bókaforlagi Odds Bjömssonar, Akureyri. FYNN kæri herra GUÐ Sdkttíngsr íífíir ims Kæri herra Guð, þetta er hún Anna ■ Bókaforlag ísafoldar hefur sent frá sér bókina „Kæri herra Guð, þetta er hún Anna“ cftir Fynn í þýðingu Sverris Páls Erlendsson- ar. Kæri herra Guð, þetta er hún Anna er ekki skáldsaga og heldur ekki fræðirit. Samt hafa kunnir bókmenntafræðingar og vísinda- menn vfða um heiminn skrifað um hana langa lofsamlega dóma. Bókin hefur verið þýdd á fjölmargar tungur og hvarvetna verið í röðum metsölubóka. Höfundur sögunnar kallar sig Fynn. Það er dulnefni, hið rétta nafn hans vita fáir aðrir en nánustu vinir og hann mun ekki hafa skrifað aðra bók svo vitað sé. Söguna um Önnu ritaði Fynn á árunum 1973-74. Þetta er sönn saga eins langt og sannleikur nær í endurminningu. Hann hefur söguna þegar hann er 19 ára. Á nóvemberkvöld árið 1935 er hann á næturrölti um skuggaleg hafnar- hverfi Lundúna og hittir þar stúlkubarnið Önnu. Hann segir frá merkilegum kynnum þeirra og óvenjulegum stundum í lífi þeirra meðan beggja nýtur við. Þetta eru því endurminningar Fynns og ævisaga Önnu. Bókin er 207 bls. að stærð, prýdd teikningum eftir PAPAS, prentuð og bundin í ísafoldarprentsmiðju h.f. cööurland vort hálft er hafiö Út er komið annað bindi hins mikla ritverks Lúðvíks Kristjánssonar um íslenska sjávarhætti, en fyrsta bindi þess kom út 1980 og hlaut mikla athygli og viðurkenn- ingu. Meginkaflar þessa bindis eru: Verstöðvatal, íslenski árabáturinn, Vertíðir, Verleiðir og verferðir, Verbúðir og Mata og s mötulag. í bátakaflanum eru 363 myndir, smíða- teikningar og yfirlitsteikningar báta, skýringamyndir og Ijósmyndir. Ókunnugt er, að fyrr eða annars staðar hafi því efni verið gerð viðlíka skil. Alls eru í bókinni 482 myndir, þar af milli 50 og 60 litmyndir. Bökaúfgáfa /MENNING4RSJÖÐS Skálholtsstíg 7 - Reykjavík

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.