Tíminn - 19.12.1982, Side 34

Tíminn - 19.12.1982, Side 34
34 nútíminn SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 Hefur Sjón- varpið ekki efniá að vera til? ■ - Þessi úrslitakeppni Músiktil- rauna var tekin upp á myndband auk þess sem við gerðum fullkomna hljóðupptöku sem hugmyndin er að nota til að gcfa út plötu með því besta sem þarna kom fram, sagði Jóhann G. Jóhannsson hjá SATT í samtali við Nútímann, er hann var inntur eftir þessum málum. Jóhann sagði að Grettisgat hefði séð um hljóðupptökuna og ísmynd um myndatökuna og hefði Sjónvarp- inu vcrið boðið að sýna þcnnan þátt. Þá hefði Sjónvarpinu einnig verið boðið að sýna sérstaklega þátt Egó á þessu kvöldi, en Jóhann sagðist sjaldan eða aldrei hafa séð íslenska hljómsveit í jafn miklu stuði og Egó þetta kvöld. Upptakan hefði heppn- ast frábærlega og því væri það miður að undirtektir Sjónvarpsins hefur verið fremur dræmar og forráða- menn þar borið því við að litlar líkur væru á að Sjónvarpið gæti sýnt þessa þætti. - Þetta cr alveg óskiljanleg afstaða sérstaklega í Ijósi þcss að Sjónvarp- inu voru boðnar upptökur á algjöru kostnaðarverði, sagði Jóhann G. Jóhannsson. Nútíminn verður að taka undir þessi ummæli Jóhanns. Það er alkunn staðreynd að efni af þessum toga hefur verið grátlcga lítið í Sjónvarp- inu og miðað við að Sjónvarp hérlendis stenst alveg samanburð við Sjónvarp á hinum Norðurlöndunum varðandi afþreyingar- og mcnningar- efni, þá er það alveg öskiljanlegt hve vegur íslenskrar popptónlistar hcfur verið lítill í Sjónvarpinu. -ESE Fræbbblarnir með „country-plötn”: „Þetta varð til fyr- ir hreina tilviljiuin — segir Valli í Fræbbblunum um lagið „Oh Sally” í Á i ■ - Það má segja að þetta hafi orðið til fyrir hrcina tUviljun. Við vorum að gantast í æfingahúsnæði Bodies, er Mikki Pollock byrjaði að spila „country- steÞ' á gítarinn. Hinir hljóðfæraleikar- arnir tóku undir og ég fór síðan að gaula eitthvað með. Þarna fæddist sem sagt lagið „Oh Sally“ og platan í framhaldi af því, sagði Valgarður Guðjónsson, söngvari Fræbbblanna í samtali við Tímann, er hann var spurður að því hvernig hin nýja plata Fræbbblanna, „Warkweld in the west“ varð til. Warkweld in the west“, eða „Vor- kvöld í vestrinu" hefur vakið mikla athygli, enda er það ekki á hverjum degi að fyrsta pönk-hljómsveit landsins sendi frá sér plötu með bandarískum sveita- söng. Að sögn Valla þá voru Fræbbblarnir bara þrír talsins er þessi ósköp skeðu og sú ákvörðun var tekin að þessi lög sem hljómsveitin átti á lager, skyldu gefin út áður en nýjum mönnum yrði bætt í hljómsveitina. Auk „Oh Sally“, eru á plötunni, lögin „Where were you“, „Boys“, og „Jerusalem Lights", en það síðasttalda er fyrsta „instrumenta!“ lag Fræbbblanna fyr'r og síðar og í þessu lagi má meira að segja heyra smá djass-kafla, þannig að Fræbbblunum er ekki alls varnað á tónlistarsviðinu. Fræbbblarnir eru nú með stóra plötu í bígerð sem væntanlega mun koma út fljótlega á næsta ári. Sagði Valli að hugmyndin væri sú að taka plötuna jafnvel upp á tveggja rása tæki, en þannig yrði hægt að stórlækka plötuverð- ið. Nýja platan „Warkweld in the west“ sem tekin var upp í Hljóðrita kostar 175 krónur út úr búð, en Valli sagði líklegt að hægt yrði að ná þessu verði niður í 150 krónur með þessum hætti. Þess má geta að tveir nýir gítarleikarar æfa nú með Fræbbblunum, þeir Sigurður Dagsson og Snorri gítarleikari Meinvill- inganna og eins getur verið að hljóm- borðleikari bætist í hópinn innan skamms. Fræbbblarnir hyggjast brydda upp á ýmsum nýjungum í tónlist sinni, og meðal þess sem komið hefur til greina ■ Valgarður „kúreki" Guðjónsson bregður marghleypunni á loft í hita og þunga dagsins og Roy „rolla“ Rogers og Trigger mega því fara að vara sig. er að fara inn á soul-línu svipaða þeirri sem The Jam og Elvis Costello hafa brugðið fyrir sig. -ESE Músiktilraunir SATT: DRON SieURVEGARAR MÚSIKTILRAUNA ’82 ■ Það var DRON, Danshljómsveit Reykjavíkur og nágrennis sem bar sigur úr býtum í úrslitakeppni Músiktilrauna SATT í Tónabæ. Hafði Dron sigur eftir mikinn slag, en jafnar í öðru til þriðja sæti voru Fflharmoníuhljómsveitin og hin unga og bráðefnilega hljómsveit Englabossar. Alls komu tíu hljómslveitir fram í þessari úrslitakeppni, en fyrirkomulagið var þannig að áhorfendur réðu yfir helmingi atkvæða, en sérstakurdómstóll sem m.a. var skipaður Bubba Morthens,. Steinari Berg, hljómplötuútgefanda, Pétri Kristjánssyni, tónlistarmanni, Ein- ari „Purrki“ Benediktssyni og Sigurði „bárujárnsrokkara" Sverrissyni, blaða- manni, réði yfir hinum helmingnum. Þegar atkvæði höfðu verið talin kom í ljós að áhorfendur höfðu Fílharmoníu- sveitina í fyrsta sæti, en dómstóllinn dró taum Dron. Þegar endanleg röð hafði verið reiknuð út kom í Ijós að Dron voru efstir, Fílharmoníusveitin og Englaboss- ar í öðru til þriðja sæti, Pass í fjórða, þungarokkssveitin Centour í fimmta, Strados frá Stykkishólmi í sjötta, Mein- villingamir í sjöunda, Reflex í áttuna, E.K. Bjarnason Band í níunda og kvennasweitin Sokkabandið frá ísafirði í tíunda sæti. Þrjár efstu sveitirnar fá 20 stúdíótíma í verðlaun frá SATT, en mörgum segir hugur um að sveitir eins og Pass og Centour fái einnig fljótlega tækifæri hjá einhverri hljómplötuútgáfunni. -ESE Yonbrigði og Didda í Djúpinu ■ Hljómsveitin Vonbrigði mun koma fram í Djúpinu í kvöld, laugardags- kvöld með þeim kemur Didda en hún hefur samið nokkur laga þeirra. Auk þess mun Þór Eldon og félagar fremja tónlist undir nafninu „Heilög kvöld- káltíð“. Fjörið hefst kl. 9, aðgangur ókeypis. Fram að jólum er ætlunin að UPP OG OFAN félagsskapurinn, sem stendur fyrir ofangreindu, verði mcð uppákomur hvert kvöld í Djúpinu. FALL vestur um haf ■ Brcska hljómsveitin Thc FALL sem nýlega sendi frg sér breiðskífuna „Room to Vicw“ hefur nýlega verið á hljómleikaferðalagi um Bretland en það cr nokkurs konar upphitun fyrir fcrð þeirra Mark Smith og félaga vestur um haf og munu þeir halda í mikið feröalag bráðlega um Bandarík- in, Kanada og Mexikó. Scabies í Damned reiður ■ Rat Seabies t hljómsveitinni Damned er fokillur þessa dagana, mitt í jólatónleikahaldi sveitarinnar. Bein- ist reiðin að Chiswick firmanu sem hefur að undanförnu gefið út gamalt efni með Thc Damned....Við erum orðnir þrcyttir á Chiswick fyrir að gefa út gamalt efni með okkur í hverri viku“ sagði kappinn og lýsti hann cfni sem lélegum demóum og illagerðum B-hiiðum...Ég meina þaö, þeir hafa jafnvel gefið út „I’m so bored" og það var bara ég og kafteinninn að leika okkur", sagði kappinn. Blitz aftur á fæturna ■ Blitzeraðkomaundirsigfótunum aftur en þeir gáfu út í ár sölu hæsta pönk-albúmið „Voice of a generation" og fengu á sig töluvert harða gagnrýni fyrir „súperstjörnu" hegðun. Hinsvcg- ar hafa hcimildir úr vinahóp bandsins nú sagt að þeir séu komnir af þeim bömmer og æfi nú fimm daga vikunnar til að koma sér í form. Lítil plata er væntanleg í jan. og önnur breiðskífa með vorinu. Yinningshafar í SATT-getrauninni ■ Dregið hefur verið í fyrsta hluta SATT getraunarinnar. Upp komu nöfn eftirtalinna vinningshafa. Sigríður Brynjarsdóttir, Melbraut 19, Garði (Kawai-kassagítar). Hanna B. Þórisdóttir, Fornós 12, Sauðárkrók- ur (plötuvinningur). Heiðar B. Heið- arsson. Holtsgötu 37, Reykjavík, (plötuvinningur). Sigurður H. Sigurðs- son, Garðaveg, Hvammstanga (plötu- vinningur). Schenker í fýlu ■ Michael Schenker, sá eini og sanni, fór heldur betur í fýlu um daginn er Sounds tímaritið birti frétt um „drauga-gítarleikara“ hans, þ.e. Stcve Casey sem cr rótari MSG. Átti sá að hafa séð um gítarleikinn en Schenker að látast á sviðinu á meðan. Þetta reyndist algerlega út í hött, Schenker sér sjálfur um sinn gítarleik en vegna málsins var hljómleikaför kappans um Bretland sett í hættu vegna þess að hann vildi aflýsa henni vegna fréttarinnar. • Hið rétta er að Casey þcssi grípur að vísu í gítar baksviðs en það er aðeins sem uppfylling við gítarriff Schenker sjálfs.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.