Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 7
T í M I N N 7 JÓNAS TRYGGVASON: Hallar nú degi. Húmar af nótt. Himinsins stjörnur vdka, þœr breiða af hœðum silfursáld á svellbláan vetrarklaka. í hljóðlátri kvöldsins helgiró minn hugur sem snöggvast dvelur við Ijósgeisla þá hins liðna árs, sem löngum dagsönnin felur. Ég fagnaði vori, með bros á brá — á braut var þá ís og klaki. Ég hlustaði á lífsins Ijúfa klið í lóunnar vœngjataki. En sumarið leið og haustsins hrím um hlíðina aftur vafðist, því enginn dagur og engin nótt á eilífðar vegferð táfðist. Og enn eru komin jól á jörð, hvert jarðarbarn hryggt að kœta. Frá stjörnunni í austri bjarma ber, er blóðstraumar moldu vœta. Nú lœgir um stund hinn stríða harm, er steðjar að lífsins blóma. Um tregans sœrða og hrjáða heim himneskar raddir óma. Hún grípur minn hug, ’in helga nótt og hér verð ég lítill drengur, sem gleðst við öll horfnu gullin sín, þótt geymi ’hann þau ekM lengur. Mér finnst eins og tíminn standi í stað, hans straumur hljóður og fjærri. Ég horfi á liðinnar bernsku blóm, þau brosa mér enn svo nœrri. Hve indœlt það vœri, að vera barn og vita ei af dagsins hörmum, en fagna jólunum fölskvalaust í friðsœlum móðurörmum. Svo kom þú enn blessuð, kyrra nótt, því kuldans og húmsins veldi þú breytir um stund í bjartan heim, með bjarma frá lífsins eldi. söxuðu hana smátt, hrærðu saman við hana örlitlu af méli og gerðu svo úr þessu graut eðá brauð. Öll fiskbein • voru hirt og hvers konar ruður grafnar upp, bæði í fjörum og heima við bæina. Béinin voru seydd, brudd með mjólk og etin. En þetta var þó hvergi nærri hið versta. Að vísu safnaði enginn ístru af slíku fæði, en menn héldu þó lífinu, og það skipti mestu. Aðrir grófu í sorphauga eftir gömlum skó- bótum, sem þeir skófu og .átu. En það er haft eftir manni einum, sem mundi þetta ár, að hann hefði aldrei smakkað Ijúffeng- ari mat og aldrei lofað guð jafn innilega fyrir veittan málsverð, eins óg einhverju sinni þarna um vorið, er hann steikti skinnfatagarmana sína og át þá þurra. Önnur sögn er um það, að á þessum tíma hafi maður fundizt örendur austur við Markarfljót. Hafði hann tekið bót frá skó sínum og lagt sér til munns með svo mik- illi áfergju, að bitinn stóð í honum og kæfði hann. Þeir, sem verst vbru settir, átu hálf- skemmd hræ úti um hagann og jafnvel hunda. _ Loks kom sumarið. — ísinn lónaði frá landi og sólbráðín sleit göt á fannaþilj- urnar. En þá var ægilegt um að litast á landi hér. Fáeinar hálfreisa horskjátur skjögruðu eftir rindunum, sém komnir voru undan snjó, og allt í kring um bæina lágu hálfúldin hræ af hrossum og sauðfé. En úti á vegunum eru flokkar á för, fá- mennir flokkar karla, kvenna og barna, 'og hver ber sinn pinkil, hver sinn kross. Allir eru gangandí og fara furðu hægt yfir, líkt og horrollurnar. — Þar eru bændur, sem lagt hafa land undir fót, til þess að kaupa • sér gripi í stað þeirra, er fallið hafa. Aðrir eru þar á leið til verstöðvanna í von um skiprúm. Og loks er þar hinn athvarfs- lausi múgur í óvissri leit að lífinu. Enn er vor í lofti og gróðurinn grær. En frá því í síðústu fardögum hafá fallið á öllu landinu: um 11,000 nautgripa eða meira en 50% af þeim, sem voru, um 190,000 sauðfjár eða rúm 80% af því, sem fyrir var, um 28,000 hrossa eða um 77% af því, sem fyrir var. Og loks hefir fólkinu fækkað um meira en 4,000 manns. Á Norðurlandi einu eru komin í auðn 315 býli, sem áður voru byggð ból. Kfagnús Stephensen, sem kom heim frá Kaupmannahöfn þetta sama vor, lýsir á- standinu þannig: „Háværir kveinstafir aumingjanna yfir kvölum'"'hungursins og hin skeúfilega sjón, að sjá alls staðar tærð- ar og aðframkomnar beinagrindur af mönnum og skepnum, verður mér að eilífu ógleymanlegt“. Nú var liðið ár frá því, er eldarnir komu upp, og síðustu glæður þeirra um það bil að kólna út undir ísbreiðum Vatnajökuls, en afleiðingunum var hvergi nærri lokið enn, og raunar langt frá því, að séð væri fyrir endann á neyð og hörmungum þessa .hræðilega hallæris. ' En úti á vorblautum vegum landsins vaxa flokkarnir, sem eigra vestur á leið, hinir forsjárlausu flokkar, sem eigra vest- ur á leið -r húmi sögunnar. Farir þeirra og forlög renna mér fast til rifja. Og nú skaltu, lesandi, nema staðar um stund og virða fyrir þér þessa örmagna vesalinga,, Það er íslendingar, eins og þú, afkomendur • hinna fornu víkinga, eins og þú, ættingjar þínir og ef til1 vill forfeður. — Svo lágt hefir náttúra landsins sveigt hinn stinna stofn, svo langt hefir einangrun, kúgun, ís og jarðeldur leitt þetta fólk. — Þarna eru heilar fjölákyldur á ferð, það sem lífs er af þeim, líka lítil börn með andlit eins og öldungar og magann strengdan aftur í bak. Þau gráta ekki né æmta, þjáning þeirra er svo óralöng. En þrátt fyrir allt blika augu þeirra við yl og andblæ vors- ins. Þar leiftrar líf lítillar þjóðar, sigurvon þeirra og saga vor. £

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.