Tíminn - 23.12.1944, Page 10

Tíminn - 23.12.1944, Page 10
HALLDÓR KRISTJÁNSSON: Hugleiðing um kvæðisbrot Það er sagt, að vegir guðs séu órannsak- anlegir, og víst er það, að eftir mörgum léiðum birtast mönnum lífssannindin, og ljós sannleikans fellur í sálir þeirra með ýmsu móti. Þannig er það með jólahátíðina, að hún verkar ýmislega á menn til góðs, — bætandi og vekjandi. Jólaboðskapurinn, og allt sem honum fylgir, birtir mönnunum svo ótalmargt af því, sem þeir þurfa að sjá, til þess að skilja köllun sína og hlut- verk, — líf sitt og tilgang. Ég ætla 'því að nota ofurlitla stund til þess að rifja upp fyrir okkur kvæði eft- ir eitt af góðskáldum okkar, þó að það sé ekki talið trúarskáld. Það var samt auð- ugt af þeim anda kristindómsins, sem vald- ið hefir straumhvörfum í lífi ýmsra þjóða, og bar skyn á samtíð sína og mannfélag af miklum vitsmunum og vörmu hjarta. Þetta skáld er Stehpan G. Stehpansson, og kvæðið, sem ég ætla að rifja upp byrjar svona: Svo lítil frétt var fæðing hans í fjárhúsjötu hirðingjans, að dag og ártal enginn reit, um aldur hans ei nokkur veit. Og jafnvel samtíð okkar enn sér ekki sína beztu menn, en bylting tímans birtir allt og bætir sumum þúsundfalt. Þessi forna staðreynd, að fæðingardagur Jesú frá Nazaret er gleymdur og afmælis- hátíð frelsarans var valinn tími á þeim tímamótum, er daginn fer að lengja og ljósið byrjar sigurför sína í norðurheima, verður skáldinu tilefni til þess, að minna á það, að við þekkjum ekki okkar beztu menn og sízt af öllu vitum, þegar við sjá- um börnin, hvað með þeim býr og úr þeim getur orðið. Og skáldið heldur áfram: Hann alla sína fræðslu fékk á fátæklingsins skólabekk, en sveit hans veitti sína gjöf þar sérhver hæð var spámannsgrþf. Okkur hættir sennilega oft við því, að gera lítið úr skólabekk fátæklingsins og fræðslunni þar. En þó er það svo, að þar sannast máltækið, að sá veit gerzt, er reynir. Sá skilur alþýðufólkið og fátækling- ana bezt, sem sjálfur hefir búið við lífs- kjör þeirra og þolað þeirra stríð. Á skóla- bekk fátæklingsins geta menn bezt lært hvað samtíð þeirra, vantar og hvers hún þarf, og þar er eðlilegast að þeir læri að taka afstöðu með þeim, sem settir eru hjá og búa við skarðan hlut. En skáldið gleym- ir ekki þýðingu héraðsins og sögunnar. Grafir spámannanna og minningar sög- unnar um þá höfðu sína þýðingu. Dæmi þessara göfugu leiðtoga og misskildu hug- sjónamanna, sem ekki fengu viðurkenn- ingu fyrr en eftir það, að þeir voru af heimi kallaðir, voru hvatning til dáða og styrkur til að þola skilningsleysi og andúð. Þar birtist 'verkavitrun hans, sem vitjar sérhvers göfugs manns, það kall, að hefja land og lýð og lækna mein á sinni tíð. Skáldinu fannst það eðlilegt, að sérhver göfugur maður heyri þá köllun, að hefja land og lýð og sérstaklega virðist því þetta eðlilegt þeim, sem hafa setið á fátæklings- ins skólabekH og mótast af sögu þjóðar sinnar. Og svö heldur kvæðið áfram og á fullt erindi til þessarar kynslóðar. Hann sá það glöggt, hvað gengi að og guðræknin ei fremst var það, né smæð og örbirgð ættarlands og ekki kúgun Rómverjans. Hann fann að eiginelskan blind var aldarfarsins stærsta synd, og þyngst á afl og anda manns var okið lagt af bróður hans. Á öllum tímum eru það sambúðarhættir manna og félagslíf, sem mestu ræður um hamingju þeirra og farsæld. Það er raun- verulega þetta, með hvaða hugarfari þeir umgangast hverjir aðra og lifa saman. Síðan víkur skáldið að harmsögunni miklu um það, hvernig mennirnir skildu meistara sinn og frelsara, og ýmist af- neituðu honum vegna hugsjóna hans eða gerðu kröfur til þess að hann yrði annar en hann var og gat orðið. Hve áhrifalaust orð hanslá í anda lýðs hann glöggast sá, er gagnstætt hverri hugsjón hans ' hann hylla vildu konung lands. Minn guð! Hví yfirgafstu mig? , frá gröf hans hljómar kringum þig, er sérðu heift og hatur lands sig höpa undir merkið hans. Gyðingar þráðu þann Messías, Sem gerði þá að voldugri þjóð, yfirþjóð annarra þjóða, •kúgara og böðla heimsins, eins og Róm- verjar voru. Ennþá dreymir marga hlið- stæða drauma. Framavonir og þrár ýmsra, sem setið hafa á skólabekk fátæklingsins eru einmitt bundnar við það, að geta brugð-* izt bræðrum sínum og orðið forréttinda- menn, sem sitji yfir hlut þeirra. Slíkum þykir ljúft að hlýða á glæsiboð freistar- ans, sem bregður upp dýrlegum myndum og segir: Allt þetta skal ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig. Þeir skynja ekki þá köllun, að hefja land og lýð, því að andi kristinsdómsins á ekki hjörtu þeirra. Þeir hafa ekki gefið jólabarninu hjarta sitt. Skáldið lítur til samtíðar sinnar í ljós- inu frá lífi meistarans frá Nazaret. Og ennþá getur góða menn og guðspjöll eru skrifuð enn. Og löndin eiga mikla menn og menningin sér kemur enn og geislar andans allir sér í einnar sálar brennigler. Það eru til slíkir afbragðsmenn, að það er eins og sameinist í þeim allt það bezta úr menningu kynslóðarinnar, — það kem- ur allt í brennigler einnar sálar eins og skáldið,orðar það. Og sama og hans er sumra mein, og sama þeirra dauðakvein, í smáum brotum byrjað fá á blessun lífs og hvéjfa frá. Þá hugraun bíður hetja sú, er hreinsa vildi siði og trú, en deyr sem andstyggð almúgans í útskúfun síns föðurlands. Og þjóðskörungur böl það ber á banadægri er þreyttur sér að fólk hans loksins sveik sig sjálft og sættum tók við minna en hálft. Og skáldið hreppir hlutfall það, er hversdagslífið þrengir að og hnígur undir önn og töf með öll sín beztu ljóð í gröf. Og sjálfur bóndinn veit það vel, sem vildi græða kalinn mel, en hverfur svo að séð ei fær að sveitin af hans starfi grær. Þannig er oft saga þeirra, sem vilja lifa fyrir þá köllun, að hefja land og lýð og lækna mein á sinni tíð. Þeir mæta mis- skilningi fólksins, sem svíkur sig sjálft og kastar frá sér dýrmætum og glæsilegum tækifærum. En við skulum reyna að líta á mannlífið líkt og Stephan G. og láta þessa hátíð og jólaboðskapinn hjálpa okkur til þess að meta sem vert er það, sem samtíð okkar*á bezt. Við skulum reyna að skilja samband og skyldleika hugsjóna þessara tíma við kristindóminn, — finna tengsl þess, sem fegurst er í kringum okkur, við meistarann frá Nazaret, — skynja hið guðdómlega í hversdagsleika lífsins sem við lifum. Þájnun jólahátíðin verða okkur styrkur til þess að duga því, sem verður til þess að hefja land og lýð. Þá vitum við, að okkar á meðal starfa þeir, sem halda verki meista,rans áfram. Reynum öll að opna huga okkar fyrir þeim lífsskilningi, svo að við getum komið fram að jötu jóla- barnsins með þeirri samúð, sem greiðir götu þess og kærleikans í margþjáðu mann- félagi. Og reynum að láta félagslíf okkar verða okkur vígslu til þess, að' við greiðum veg þeirra, sem á eftir koma, til betra lífs. í Jesú nafni, gleðileg jól. GLEÐ9LEG JÓL ! Kolaverzlun Sigurðar Úlafssonar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.