Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 12
12 ' T í M I N N Mikil ósköp! sagði hann og kinkaði kolli. Mikil ósköp! . Það er svo þægilegt í hitanum, ,sagði ég. Alveg dæmalaust þægilegt, samþykkti hann og hristist allur innvortis, meðan hann grópaði fyrir þverslánni á sperru- kjálkunum. Þú ætlar iíklega að verða mesti skynsemdar piltur! Ég tókst á loft og kunni mér ekki læti, vék talinu óðar að stórbyggingunum tveim- ur, hlöðunni og fjósinu, tvísteig rígmont- inn við hlið hans og ræddi fram og aftur um smíðarnar, eins og ég væri að springa af þekkingu og lærdómi. Ég leyfði mér að varpa fram ýmsum tillögum og láta skoðanir mínar óspart í ljós, — það væri kannski heppilegra að hafa þetta öðruvísi og hitt hinsegin, reka naglann á ská, beita sporjárninu svona, grópa dýpra og halda fastar á hamrinum. Friðmundur Engiljón hlustaði þolinmóður á rausið í mér drykk- langa stund, en kveikti síðan. í pípunni sinni, tottaði hana dræmt og brostl hæðn- islega. Það var í fyrsta og síðasta skipti, sem hann brosti hæðnislega að orðum mín- um. Ég vogaði mér líka aldrei framar að leiðbeina honum við smíðarnar. Hér fljótum vér eplin, sagði hann skríkj- andi. Skelfing getur moldin rokið í logninu! Ég steinþagnaði og þorði ekki að yrða á hann, fyrr en sólskinið hafði útmáð síð- ustu skýin á himninum og loftið fyllzt sterkri angan frá þornandi flekkjum á túninu. Ég skrapp inn í bæinn eftir sýru- blöndu og horfði ódjarflega á Friðmund Engiljón, meðan hann tæmdi -spilkomuna og saug vætuna úr skegginu. Nei, hlutskipti mitt var sannarlega ekki öfundsvert. Hér stóð ég, sneyptur og lítilsigldur, kom ekki upp nokkru orði og hafði engin tök á að hefjast til einhverra mannvirðinga í lífinu. Mig langaði til að verða mikill maður á skjótan, leyndardómsfullan hátt, helzt til- tölulega auðveldan, verða gáfaður, hygg- inn og lærður, láta verkin tala og baða mig í hrósi og aðdáun. En ég kom ekki auga á nein úrræði til að fullnægja þessari óstálpuðu þrá. Sumarið stóð í fullu skrúði: punturinn veifaöi loðnum öxum, klófífan þyrptist saman í mýrinni, hvít eins og nýþvegin ull, fólkið kepptist við heyskap- inn, Friðmundur Engiljón kepptist við smíðarnar, en ég var bara liðléttingur og væskill, enginn bógur til neins og gat í hæsta lagi gert mig hlægilegan með grobbi og raupi. Guð hafði jafnvel neitað mér um almennilegan skalla. Hver þremillinn skyldi hafa orðið af tommustokknum mínum? tautaði Frið- mundur Engiljón og snerist í marga hringi, eins og hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Nú hefir hvolpskömmin þotið með hann eitthvað út í buskann! Nei, sagði ég fljótmæltur. Hann liggur hérna beint fyrir framan' þig. Það var afbragð, sagði hann. Þakka þér kærlega fyrir. Þú hefir augun á réttum stað, drengur minn, — ja, hérna: fyrr má nú vera eftirtektin! Ekki veit ég, hvernig ég gæti braskazt áfram, ef þú værir ekki hjá mér! #Ég lifnaði allur við og notaði tækifærið til að segja honum, að ég ætti að fara í skóla næsta vetur, ég ætti að læra margar bækur í skólanum og hefði vitanlega á- kveðið að verða efstur á prófinu. Þetta líkar mér að heyra, -sagði hann ánægður og sveiflaði tommustokknum eins og skylmingamaður. Þann er gott að fræða, sem sjálfur vill læra. En áttu nokkrar bækur? Ég á kverið og bibiíusögurnar. Engar fleiri? Jú, landafræðina, sagði ég. Það var bót í máli, sagði hann. Veiztu, hvað álfurnar eru margar í heiminum? Fimm, svaraði ég óviss og flýtti mér að bæ,ta við: Það eru myndir af pýramídum í landafræðinni minni. Þetta grunaði mig, sagði hann og leitaði að blýantsstubb í vösum sínum, strikaði á plankann og fór að saga. Mér virtist hann búa yfir einhverju- merkilegu, svo að ég spurði hikandi: Hef- urðu nokkurntíma byggt pýramída? Hann hætti að saga eitt andartak, drap tittlinga framan í mig og geislaði af kátínu í augunum: Það skyldi nú ekki lukka til, drengur minn! sagði hann og hló upphátt, aldrei þessu vant. Hver veit nema þú eigir kollgátuna! Er það ekki mikill vandi? spurði ég upp- veðraður og brann í skinninu af forvitni. Mikill vandi? endurtók hann og hélt áfram að saga. Sumir vilja meina, að það sé meiri vandi en allt annað. En mér hefir aldrei fundizt það neinn vandi, ekki minnsti vandi. Og þó er ekki heiglum hent að byggja pýramída, ljúfurinn minn! Sem betur fer! Hefurðu byggt stóra? spurði ég áfjáður og færði mig nær honum. Stóra og smáa, svaraði hann íbygginn. En gallinn var bara sá, að þeir vildu hrynja alltof fljótt. Ég man ekki greinilega, hvernig það at- vikaðist, en eftir skamma stund vorum við farnir að ráðgera að byggja pýramída í sameiningu, þegar Friðmundur E/igiljón hefði lagt síðustu hönd á hlöðuna og fjósið! Mig minnir, að ég hafi átt uppástunguna, enda fannst mér tilvalið að reisa hann á túnflötinni, þar sem ég hafði stundum farið í eltingaleik við sjálfan mig eða fyrstu .snjókornin á haustin. Við ákváðum strax, að pýramidinn okkar skyldi bera af öllum öðrum pýramídum og öllum öðrum byggingum í sýslunni, — hann átti að gnæfa við himin, blár og gylltur, topp- mjór eins og nálaroddur, hvasseggjaður og tígulegur. En hitt sá ég við nánari at- hugun, að okkur vantaði bæði efni og fjár- muni til að geta risið undir slíku stórvirki. Og ég óttaðist hálft i hvoru, að þetta myndi allt fara út um þúfur. En Friðmundur Engiljón var á annarri skoðun. Hann sagaði af kappi, glýrinn á svip og brosleitur, eins og honum yrði ekki skotaskuld að ráða fram úr þvílíkum smá- munum. Efni, sagði hánn. drýgindalega, það er alltaf hægt að fá efni í pýramída. Hvernig? spurði ég. Láttu mig um það, sagði hann. Ég er eldri en tvævetur, ljúfurinn minn. En þú mátt ekki minnast á þetta við nokkurn lifandi mann! Viltu lofa mér því? Já, hvíslaði ég hátíðlega. • Það er bara okkar á milli, sagði hann. Þú skilur! Bara okkar á milli, át ég upp eftir hon- oum og snerist kringum hann hálfu stima- mýkri en áður. Svona skyndilega hafði ég komizt til mannviýðinga í lífinu. Svona skyndilega hafði hamingjan tekið mig í fang sér. Ég var orðinn félagi og trúnaðar- vinur Friðmundar Engiljóns: ■ við áttum sameiginlegt leyndatmál, við höfðum af- ráðið að byggja pýramída fyrir haustið. Ég mun aldrei gleyma, hvernig þetta sumar leið. Það leið eins og eftirvæntingar- fullur draumur, sem lifir áfram í brjóst- inu, löngu eftir að maður er vaknaður. Það ók gegnum heiðríkjuna, milt og tindr- andi, en smám saman skiptu grösin um lit og klófífan leyfði vindinum að feykja ullinni sinni, mjúkri og hvítri. Loks blómstr- aði kartöflugrasið, kvöldin urðu dökk og kyrrlát, en gulrautt tungl og daufleiftrandi stjörnur vitjuðU festingarinnar á ný. Ég fylltist óróa og kvíða, dreymdi pýramíd- ann á hverri nóttu og óttaðist mest af öllu, að okkur ynnist ekki tími til að reisa hann, áður en veturinn gengi í garð. Stund- um tók ég landafræðina, þegar fólkið grúfcíi sig yfir matinn, fletti upp Egyptalaridi og starði eins og dáleiddur á myndina af hin- um fornu mannvirkjum, sem minntu í senn á galdur og vísindi. Ég ympraði á því hvað eftir annað við Friðmund Engiljón, hvenær hann teldi mál til komið að hefj- ast handa, en hann sló jafnan út í aðra sálma og sagði mér að vera þolinmóöur, þangað til hlöðunni og fjósinu væri lokið, — bíðendur eiga byr, drengur minn, bráðir andróða. Síðan bætti hann við: Nú eru sperrurnar komnar í lag, grindin í snilld- arstandi og langböndin leggjast hérna eins og sveskjur, ef þú vildir bara gera svo vel að rétta mér naglapakkann þarna, — nei, ekki þennan, heldur hinn! Ég rétti honum naglapakkann og hlustaði þegjandi á ham- arshöggin, snör og ákveðin. Það var auð- séð, að Friðmundur Engiljón hafði fullan hug á að hraða smíðinni af fremsta megni: Hann reif sig upp á morgnana fyrir allar aldir, hamaðist við vinnuna fram í skyggju og gaf sér ekki tíma til að ræða við mig um himin og heim, nema kannski endrum ■ og sinnum, þegar hann þurfti nauðsynlega að snúa upp á yfirskeggið. Og þó fannst mér ekkert ganga! Það voru komnar fimm lanir í heygarðinn, fimm risavaxnar lanir, sem fóstri minn ætlaði að'róta inn í hlöð- una, jafnskjótt og hún væri fullbúin; mýr- in færði sig æ lengra frá grænkunni í áttina til-sölnandi lita; mjaðarjurtin glat- aði angan; roðinn yfirgaf fjalldalafífil og engjarós; .ég gekk þess ekki dulinn, að haustið lá í leyni bak við skýin í vestrinu. Og ennþá höfðum við ekki snert á pýra- mídanum, jafnvel ekki mælt fyrir honum eða vikið einu orði að efni og áhöldum. Það var allt að komast í eindaga. En loksins hafði Friðmundur Engiljón rekið smiðshöggið á hlöðuna og fjósið. Hvílik hlaða! Hvílíkt fjós! Hann reykti líka hverja pípuna á eftir annarri og púaði bláum mekkjum út í hrímkalt morgunsárið, kittaði gluggann vandlega og spurði hýr- eygður, hvort ég hlakkaði ekki til réttanna, nú væri réttardagurinn á morgun. Jú-jú, svaraði ég seinmæltur og horfði til skiptis á spaðann í höndum hans og hálffallið kartöflugrasið í garðinum. Frið- mundur, sagði ég lágt, — hvenær eigum , við að byrja pýramídanum? Kemurðu enn með bannsettan pýramíd- ann! skríkti hann fjörlega og hristist af innibyrgðum hlátri. Tja, það er náttúrlega bezt að byrja strax á morgun. Strax á morgun? sagði ég efablandinn. Við eigum ekkert efni. Vitleysa, sagði hann og benti á fjallið. Við tökum bara björgin þarna upp frá! Grjótið? hváði ég forviða. Áttu við grjót- ið? Auðvitað, sagði hann. Auðvitað á ég við grjótið. Það eru engir gluggar á pýramíd- um? drengur minn, engir gluggar! Mér leizt ekki á blikuna. Ég þóttist geta séð í hendi mér, að við yrðum seint búnir að rífa björgin úr fjallinu og flytja þau heim á túnflötina, auk heldur höggva þau til og fella þau saman í pýramída. Ég hristi snoðinn kollinn vantrúaður^og klóraði mér bak við eyrað, fékk einkennileg þrengsli fyrir brjóstið og leið illa. Friðmundur Engiljón var einnig djúpt hugsi. Sjaldan er flan til fagnaðar, sagði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.